Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 16

Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Gert er ráð fyrir liðlega 380 milljóna króna halla á rekstri Akureyrarbæjar á næsta ári. Þar ræðir um alla samstæðuna, bæði rekstur bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins. Fjárhags- áætlun var samþykkt í vikunni af fulltrúum meirihlutaflokkanna þriggja, L-lista fólksins, Framsóknarflokks og Samfylkingar, svo og fulltrúum VG og Bjartrar framtíðar. Sjálfstæð- ismenn sátu hjá. Fulltrúar meirihlutans nefna ekki síst miklar launahækkanir sem ástæðu fyrir hallanum en sjálfstæðismenn telja það ekki segja nema hálfa söguna. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn eru mjög óánægðir með að ekki skyldi hafist handa strax í upphafi árs að undirbúa fjárhagsáætlun fyrir 2016. „Áætlunin fyrir ári var í raun afgreidd með halla á aðalsjóði, því við vissum að á þessu ári yrðu launahækkanir mun meiri en reiknað var með,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti sjálf- stæðismanna, við Morgunblaðið. „Talað var um, þegar við samþykktum áætl- unina þá, að strax í upphafi árs yrði farið í gagngera greiningarvinnu, upplýsingasöfnun og aðhald í rekstri. Það hefði verið hægt að draga úr útgjaldaaukanum, en var ekki gert.“ Grafalvarlegt mál Gunnar segir ekki liggja fyrir opinberar upp- lýsingar um fjölgun stöðugilda hjá bænum og um aukna þjónustu en skv. tölum sem hann hafi tekið saman virðist sem stöðugildum hjá bæn- um hafi fjölgað töluvert frá 2014. „Nú er fjár- hagsáætlunin afgreidd með halla á samstæð- unni allri upp á 383 milljónir, sem er grafalvarlegt. Aðalsjóður, sem lýsir rekstri bæjarins, er með halla upp á 669 milljónir og sá halli verður 400 milljónir á næsta ári miðað við fast verðlag en þá er búið að gera ráð fyrir 500 milljóna króna hagræðingu.“ Gunnar segir marga hafa haft uppi stór orð um rekstur Reykjavíkurborgar „en við erum því miður á svipuðum slóðum og jafnvel verri að einhverju leyti. Lánastaðan er reyndar mun betri og við höfum góðan möguleika á að snúa þessu við, en þá verður að fara að gera eitt- hvað“. Gunnar segir eitt og annað jákvætt við fjár- hagsáætlunina. „Meirihlutinn lagði til, og við vorum reyndar með svipaða tillögu, að farið yrði í rekstrarúttekt strax í byrjun næsta árs og lagðar fram tillögur um breytingar. Verk- efnið verður sífellt erfiðara ef það dregst. En því má ekki gleyma að þjónusta bæjarins er gríðarlega mikil; við stöndum okkur vel hvað það varðar.“ Góð samvinna „Guðmundur Baldvin Guðmundsson, for- maður bæjarráðs og oddviti framsóknarmanna, segir mikið áhyggjuefni að laun hafi hækkað mun meira en útsvar og hinir oddvitar meiri- hlutaflokkanna, Matthías Rögnvaldsson og Logi Einarsson, tóku í svipaðan streng. „Við höfum gert ýmislegt þótt sjálfstæðis- menn haldi öðru fram; látið gera úttekt á þjón- ustu við aldraða, auk þess stjórnsýsluúttekt sem vonandi klárast fljótlega, en ákváðum að fara ekki í hagræðingaraðgerðir núna heldur sýna hver staðan er og fara í aðgerðir eftir ára- mót til að fylla upp í gatið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Guðmundur Baldvin. Settur verður saman aðgerðarhópur, þar sem meðal annars verða oddvitar allra flokka. „Mér finnst ánægjulegt að allir ætli að leita leiða saman til að snúa þessu við. Samvinnan er góð; þetta er góð bæjarstjórn.“ Guðmundur segir fjárhagsstöðu bæjarins trausta þrátt fyrir allt. „Skuldahlutfallið er ekki hátt. Fjárhagsstaða Akureyrabæjar er traust.“ „Mikil áskorun“ Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingar- innar, segir það verða mikla áskorun „að takast á við fjármálastjórn bæjarins næstu misserin. Fordæmalitlar, en vafalaust verðskuldaðar, launahækkanir gera reksturinn snúnari en oft- ast áður,“ segir Logi. „Þá er efnahagsumhverfi landsins allt of sveiflukennt og gríðarlega erfitt fyrir sveit- arfélög, sem hafa takmarkaða möguleika til tekjuöflunar, að fóta sig í því.“ Logi segir óþolandi að horfa upp á hvernig ríkisvaldið þverskallist oft við að veita nauðsyn- legum fjárhæðum í þjónustu sem sveitarfélög inni af hendi fyrir það. „Brýn verkefni eru því að hagræða í rekstr- inum í sátt við bæjarbúa og krefjast endurmats á skiptingu tekna milli ríkis og sveitafélaga en ekki síst að ná víðtækri sátt á landsvísu um stöðugra efnahagsumhverfi, með nýrri mynt. Ljósi punkturinn er nokkuð víðtæk sátt bæj- arstjórnar um að halda áfram að byggja hér upp kraftmikla, litríka og samkeppnishæfa smáborg. Leggjast ekki í vörn heldur takast á við verkefnið af eldmóði og bjartsýni. Sér- staklega er ég þakklátur fyrir hvað fulltrúar minnihlutans í VG og Bjartri framtíð eru sam- stíga meirihlutanum í þeirri sýn.“ Viljum vinna faglega Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, segir launaliðinn hækka um 13% hjá bæjarsjóði á milli fjárhagsætlana en útsvarið fylgi ekki nægilega vel. Varðandi halla á áætluninni sagði hann meirihlutann telja óábyrgt að setja inn prósentutölur vegna hagræðingar. „Við viljum frekar fara yfir það með okkar embættismönnum og nefndarfólki hvernig best er að standa að hagræðingu til framtíðar. Við viljum vinna faglega að því að ná niður kostnaði til framtíðar.“ Samvinna við breytingar Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG, segir ekki jákvætt að gera ráð fyrir hallarekstri „en ég er þó sammála þeirri framsetningu frek- ar en að reyna að fegra stöðuna,“ segir hún. „Staðreyndin er sú að launahækkanir opin- berra starfsmanna breyta landslaginu í rekstri bæjarins. Ég vona að þær breytingar séu til frambúðar vegna þess að ég trúi því að við séum að ganga út úr þeirri hugsun að grunn- þjónusta samfélagsins velti á því að laun starfs- fólks í opinbera kerfinu séu lægri en laun á al- menna markaðnum. Atvinnuöryggi og betri lífeyrissjóður hefur ekki lengur það vægi sem það áður hafði í huga fólks og ég styð það að starfsfólk í opinbera kerfinu geri sömu kröfur til launa og á almenna markaðnum. Þetta þýðir að við verðum að gera breytingar á kerfinu, en það er búið að leggja ákveðinn grunn með ýms- um rekstrar- og stjórnsýsluúttektum og fram undan er allsherjar rekstrarúttekt. Ég greiddi atkvæði með fjárhagsáætluninni vegna þess að ég styð þá hugmyndafræði að grípa ekki til til- viljunarkenndra niðurskurðaraðgerða heldur að skoða kerfið vel og breyta því sem þarf að breyta í samvinnu við starfsfólk og bæjarbúa. Ekki er síður mikilvægt að vinna áfram með ríkisvaldinu og Sambandi sveitarfélaga að því að gera breytingar á skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga.“ Bretta þarf upp ermar Margrét Kristín Helgadóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, kveðst ánægð með þá ákvörðun meirihlutans „að sýna stöðuna eins og hún er. Við erum ekki að ná endum saman í rekstri bæjarins og þurfum að takast á við það með einhverjum aðgerðum“. Hún segist ánægð með viðbótarfjármagn í forvarnarstarf og nýja stöðu mannauðsráðgjafa til fræðsludeildar. „Að sama skapi er ég ánægð með að það eigi að hefja vinnu við að taka út reksturinn í byrjun nýs árs þó svo að byrja hefði mátt fyrr.“ Margrét segir stöðu bæjarins sterka í grunn- inn. „Við erum að borga niður lán og sinna allri daglegri þjónustu. Nú þarf þó að fara að rétta hallann af og það sem fyrst; við þurfum að bretta upp ermar og laga til í rekstri bæjarins, við þurfum að halda áfram að standa á okkar gagnvart ríkinu og finna leiðir til að efla tekjur bæjarins.“ Hún sat hjá við atkvæðagreiðslu með fram- kvæmdaráætlun bæjarins „því ég er ekki sátt við þá forgangsröðun sem þar er. Ég hefði vilj- að sjá lóð Naustaskóla kláraða og almennt að við einbeittum okkur í bili að viðhaldi á þeim eignum sem við nú þegar eigum og liggja undir skemmdum frekar en nýbyggingum.“ Gert ráð fyrir 380 milljóna halla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ábúendur Lífið gengur sinn vanagang í aðdraganda jóla á Akureyri, m.a. við andapollinn. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu setti í gær lögbann á upptöku og ólínulega miðlun Vodafone á sjón- varpsefni SkjásEins. Fram kemur í tilkynningu Símans að „Vodafone brjóti gegn dreifingarsamningi við Símann og miðli sjónvarpsefni SkjásEins með óleyfilegum hætti til viðskiptavina sinna.“ Hefur ágreiningur félaganna vegna breyttrar þjónustu SkjásEins verið til skoðunar hjá stjórnvöldum, þ.e. hjá Samkeppniseftirlitinu, Póst- og fjarskiptastofnun og fjölmiðla- nefnd. Gunnhildur Arna Gunnars- dóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir í tilkynningu að innan eftirlits- stofnana hafi m.a. verið tekist á um hvort svonefnd Tímavél Vodafone og Frelsi heyrðu til línulegrar eða ólínulegrar dagskrár. Síminn heldur því fram að þjónustan sé ólínuleg og undir það tekur fjölmiðlanefnd. Grípa til fullra varna Vodafone sendi einnig frá sér til- kynningu í gær vegna lögbannsins og kemur þar t.a.m. fram að um bráðabirgðaaðgerð sé að ræða sem ekki feli í sér ítarlega efnismeðferð. „Fjarskipti hf. munu grípa til fullra varna í staðfestingarmáli, sem gera verður ráð fyrir að Síminn hf. höfði í framhaldinu og mun áfram standa fast gegn þeirri þróun að markaðsráðandi fyrirtæki reyni að gera sjálfsagða þjónustu sem þessa að aðgreinandi samkeppnisþætti á kostnað neytenda,“ segir í tilkynn- ingu sem Gunnhildur Ásta Guð- mundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, sendi. „Fjarskipti hf. hafa fram til þessa neitað kröfum Símans um að hætta að bjóða viðskiptavinum Vodafone Sjónvarps tímaflakk á SkjáEinum með að leiðarljósi að standa vörð um aðgang neytenda að tímavél sem sjálfsagðri sjónvarpsþjónustu. Fjar- skipti hf. byggja á að gildandi samn- ingur milli félaganna veiti skýra heimild til miðlunar efnisins.“ Hart tekist á um tímaflakk efnis  Sýslumaður setti lögbann á Vodafone Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.