Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 17.12.2015, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Svalaskjól - sælureitur innan seilingar Hundruð þúsunda manna söfnuðust saman á götum Bangkok í gær til að votta minningu æðsta trúar- leiðtoga búddista í Taílandi virðingu sína. Somdet Phra Nyanasamvara lést hundrað ára að aldri 24. október 2013 og bálför hans fór fram í gær á vegum konungs- fjölskyldu Taílands. Lík trúarleiðtogans er hér flutt með konunglegum líkvagni frá hofi í borginni til Wat Thep Sirintharawat þar sem bálförin fór fram. Maha Vajiralongkorn krónprins stjórnaði athöfninni fyrir hönd Bhumibols Aduluyadejs konungs. Búddistar í Taílandi kveðja leiðtoga sinn í Bangkok AFP Trúarleiðtoganum fylgt til bálfarar Kanadískur prestur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Norður- Kóreu fyrir áróður og afskipti af málefnum ríkisins. Hyeon Soo Lim, sem fæddist í Suður-Kóreu en er prestur í Toronto í Kanada, var dæmdur fyrir hæsta- rétti Norður-Kóreu eftir stutt réttarhöld, að sögn kínversku frétta- stofunnar Xinhua. Lim var fundinn sekur um að hafa tekið þátt í því með Bandaríkja- mönnum og Suður-Kóreumönnum að dreifa áróðri um mannréttinda- mál í Norður-Kóreu og sverta ímynd landsins. Hann var einnig sakaður um að hafa fjármagnað og aðstoðað „svikara“ sem vildu flýja frá Norður-Kóreu. Dómstóllinn sagði að Lim hefði játað sök og látið í ljós mikla iðrun fyrir brot sín. Lim var handtekinn í Norður- Kóreu í janúar eftir að hann fór þangað frá Kína. Kirkja prestsins segir að hann hafi aðeins starfað að mannúðarmálum í Norður-Kóreu. Í lífstíðarfangelsi í N-Kóreu AFP Dæmdur Presturinn leiddur fyrir dómara hæstaréttar í Pjongjang.  Kanadískur prest- ur dæmdur fyrir „áróður“ gegn ríkinu Xi Jinping, forseti Kína, hefur óskað eftir því að þjóðir heims virði „net- fullveldi“ hver annarrar og rétt þeirra til að setja reglur í því skyni að hafa stjórn á netinu. Xi sagði þetta á netráðstefnu sem fer fram í Kína en netnotendur þar í landi eru um 650 milljónir talsins. Hann sagði að ríki hefðu rétt til að ákveða sjálf hvernig notkun netsins þróaðist og setja eigin reglur um netið. Kínversk yfirvöld hafa verið gagn- rýnd fyrir strangar reglur um netið. Þau hafa lokað vefsíðum og einnig ritskoðað efni á netinu sem valdhöf- unum hugnast ekki. Að sögn fréttamanns BBC, sem fylgist með ráðstefnunni, var Xi Jin- ping með ræðu sinni að senda þau skilaboð að stjórnvöld í Kína vildu taka þátt í því að semja alþjóðlegar reglur um hvað mætti loka fyrir og ritskoða á netinu. Ræðan bendi einn- ig til þess að eftirlit með netnotkun sé eitt af forgangsmálum kínversku ráðamannanna. Nær 40 blaðamenn í fangelsi Samtökin Fréttamenn án landa- mæra höfðu hvatt fyrirtæki og stjórnvöld frá öðrum ríkjum en Kína til að taka ekki þátt í ráðstefnunni. Samtökin sögðu að hartnær 40 blaðamenn væru í fangelsi í Kína vegna greina sem birtust á netinu og ríki sem tækju þátt í ráðstefnunni gerðust í raun samsek um kúgunina. Hátt settir embættismenn frá Rússlandi, Pakistan, Kasakstan, Kirgisistan og Tadjikístan sitja ráð- stefnuna, að sögn BBC. Kínverski forsetinn hvatti einnig ríki heims til að taka höndum saman til að tryggja netöryggi og sagði að ekkert ríki ætti að geta notað netið til að grafa undan öryggi annarra landa. Kínverjar vilja „netfullveldi“  Vilja rétt til að setja reglur um netið AFP Gegn netfrelsi Xi Jinping, forseti Kína, flytur ræðu á netráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.