Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 25

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I Debenhams I Englabörn Intersport - Bíldshöfða - Akureyri - Selfossi I barnaheimar.is I Leiksport I Músik & Sport K Sport Keflavík I Nína Akranesi I Sportver Akureyri I Toppmenn og Sport Akureyri Borgarsport Borgarnesi I Hafnarbúðin Ísafirði I Siglósport Siglufirði I Sentrum Egilsstaðir Sportbær Selfossi I Pex Reyðarfirði I Axel Ó Vestmannaeyjum I Efnalaug Vopnafirði Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf. fatnaður Fótboltabuxur Gjöf sem hittir í mark Hummel Frá því að stjórn- völd afnámu gjöld af rafbílum hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á Íslandi. Í prósentum talið er Ísland í dag næststærsti markaður í heiminum fyrir raf- bíla og aðeins Nor- egur sem selur hlut- fallslega fleiri rafbíla. Innviðauppbygging Á undanförnum árum hefur ON reist tíu hraðhleðslustöðvar í Reykjavík og nágrenni og þrjár til viðbótar munu bætast við á næstu mánuðum, þar af tvær á Akureyri. Þessu framtaki ber að fagna og vonandi heldur ON áfram sínu frábæra framtaki. Því miður hefur bílaframleiðendum ekki tekist að hafa sömu hraðhleðslutengi á bíl- um sínum. Japanir nota svokall- aðan „CHAdeMO“-staðal á meðan flestir evrópsku bílaframleiðend- urnir nota „Combo“. Enn eitt tengið er svo AC43 (Renault) og Tesla er síðan með enn aðra gerð tengja. Upphaflega voru allar stöðvarnar sem ON setti upp með Chademo-staðlinum, en verið er að vinna að breytingum á þeim öllum á þann hátt að þær verði einnig með Combo- og AC43- tengi. Með þessum breytingum geta stöðvarnar þjónað öllum teg- undum rafbíla, en Tesla getur nýtt millistykki í þær. Búið er að skipta út þremur stöðvum nú þegar en þær eru við höfuð- stöðvar ON á Bæjarhálsi, Sel- fossi og Smáralind. Gott er að halda þessari upp- byggingu áfram en rétt er að benda á að langmikilvægast er að fjölga (hefðbundnum) tenglum í samfélaginu, sérstaklega á vinnustöðum. Flestir rafbíla- eigendur hlaða bíla sína heima en aðgengi að tenglum á vinnu- stað stóreykur notkunarmögu- leika á bílunum. Flestir eru á sama vinnustað í talsverðan tíma og gott að geta lagt af stað í sendiferðir eftirmiðdags með fulla geyma enda mikið af „skutli“ sem fer fram síðdegis og að kvöldlagi. Við skorum því á vinnustaði að bjóða starfsfólki upp á tengimöguleika fyrir raf- bíla og erum sannfærðir um að slíkt hafi mikið að segja um ákvörðun fólks um að kaupa slík- an bíl enda takmörkuð drægni eitt af því sem fólk setur fyrir sig. Flestir rafbílaeigendur eiga annan bíl og drægni er þar með ekki úrslitaákvörðun enda 95% af öllum akstri fólks innan 50 km radíuss frá heimili eða vinnustað, nokkuð sem allir rafbílar í dag þjóna vel. Aukin þjónusta við rafbílaeigendur Orkusetur og Íslensk NýOrka hafa undanfarið aukið samstarf sitt með það að markmiði að auka þjónustu við þá sem huga að kaupum á vistvænum bílum. Reiknivélar hafa verið gerðar að- gengilegar sem sýna samanburð á kostnaði við kaup á bílum, vist- spor notenda og eldsneytis- sparnað, svo eitthvað sé nefnt. Nýjasta reiknivélin er svokall- aður „drægnireiknir“ (verkefni styrkt af Orkusjóði) sem sýnir hvort rafbíll kemst á milli tveggja staða og/eða fram og til baka milli staða. Allar þessar reikni- vélar eru aðgengilegar hjá www.orkusetur.is. Á að bíða eftir næstu kynslóð rafbíls? Rafbílar í dag uppfylla allar þarfir/kröfur sem markmið bíla- framleiðenda var í upphafi. Raf- bílar voru hannaðir til að leysa þarfir fólks í borgum og nær- umhverfi þeirra. Hvort drægi aukist um 10-50 km að meðaltali með nýrri kynslóð breytir litlu um notkunargildi bílanna í borg- arumferð. Þeir sem ætla að bíða eftir að hinn hefðbundni rafbíll komist til Akureyrar þurfa vænt- anlega að bíða lengi eða kaupa mun dýrari útgáfur af rafbílum. Það er ekki eftir neinu að bíða! 700 rafbílar á Íslandi Eftir Jón Björn Skúlason og Sigurð Inga Friðleifsson » ...aðgengi að tengl- um á vinnustað stór- eykur notkunarmögu- leika á bílunum. Jón Björn Skúlason Jón Björn er framkvæmdastjóri Ís- lenskrar Nýorku og Sigurður Ingi er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Sigurður Ingi Friðleifsson Við Íslendingar stát- um gjarnan af því að hita híbýli okkar með umhverfisvænni orku úr jarðvarma og vatnsafli. Engu að síður er þjóðin enn mjög háð brennslu á olíu. Skipafloti okkar og farartæki eru knúin olíu, hún er notuð til raf- magnsframleiðslu sem varaafl og sum fyr- irtæki, t.d. í fiskvinnslu, hverfa aftur til olíu- brennslu vegna hækk- andi raforkuverðs hér innanlands. Önnur lönd eru enn háðari olíunni enda vart hægt að hugsa sér nútímasamfélag án þessa orkuríka en mengandi jarðefnaelds- neytis. Ef olían gengi skyndilega til þurrðar myndu flest hjól sam- félagsins stöðvast. Þjóð- um heims væri bók- staflega kippt aftur til upphafs olíualdar árið 1861. Fram til dagsins í dag hefur brennsla á olíu og bensíni ekki átt sér neinn alvörukeppinaut. Nú virð- ist breyting vera á næsta leiti. Og hún er byltingarkennd. Við sjáum fram á gagnger orkuskipti úr olíu yf- ir í vistvænni og hagkvæmari orku- kosti. Hér má nefna umbreytingu á rafsegulbylgjum, þ.á m. sýnilegu ljósi, yfir í rafmagn. Einnig er ör þró- un í efnarafölum sem breyta vetni, gasi o.fl. í rafmagn með mun betri nýtni en hefðbundin brennsla. Um- fangsmesta breytingin felst þó lík- lega í notkun vistvænnar kjarnorku, með þóríum og með köldum sam- runa. Orkan, sem bundin er í kjarn- orku, er um það bil milljón sinnum meiri en í olíu. Þannig er 1g af vetni orkumeira en 1 tonn af olíu, eða 1.400 lítrar. Orkuskiptin yfir í olíu fyrir 150 ár- um tóku um 25 ár. Gera má ráð fyrir að orkuskiptin frá olíu yfir í kjarn- orku taki svipaðan tíma. Væntanlega mun olía því hafa svip- aða merkingu í huga fólks árið 2045 og eldi- viður hefur núna, þ.e. tákn um liðna tíð. Lækkandi orku- verð erlendis Orkuverð á erlend- um mörkuðum hefur lækkað ört á und- anförnum misserum og ólíklegt er að olíu- verð komist aftur í þær hæðir sem það náði 2011. Nýir orku- kostir eru ekki aðeins innan seilingar, held- ur er nýtingin á olíu- nni að batna mjög. Nýir bílar og flug- vélar eyða t.d. mun minna eldsneyti en fyrir fáum árum. Jafnframt er ör framþróun í tækninni við að vinna olíu úr jörðu. Þannig hefur ný bortækni orðið til þess að gamlar olíu- lindir hafa öðlast nýtt líf og ný, ódýr tækni í vinnslu á olíu- sandi hefur litið dagsins ljós. Þá eru enn miklar olíulindir ónýttar eins og til dæmis í Argentínu sem hreinlega flýtur á olíu. Einnig virðist hafa hægt á efnahagsþróun í Kína. Eftirspurnin virðist því hafa náð hámarki um sinn. Bílabylting Eitt það allra mest spennandi við orkuskiptin varðar farartæki. En hvernig munu bílar líta út á þriðja áratug þessarar aldar? Þeir verða væntanlega svipaðir og nú en vél- arnar verða bæði litlar og léttar og þurfa lítið viðhald. Kjarnorkuknúnu vélarnar munu framleiða rafmagn sem rafmótorar nota til að knýja bíl- ana áfram eins og í rafmagnsbílum í dag. Aðeins þarf að bæta við elds- neyti einu sinni á ári og yfirfara vél- ina um leið. Ef við horfum lengra fram í tímann verða bílar vænt- anlega afhentir frá verksmiðjunni með orkuhleðslu sem endist líftíma bifreiðarinnar! Verum á varðbergi! Það eru spennandi tímar fram- undan í orkumálum jarðarbúa og engin ástæða til að hafa áhyggjur af orkuskorti. Ný, umhverfisvæn orku- tækni mun gera kleift að útvega næga og ódýra orku fyrir alla. Í framhaldinu getur mannkynið hreinsað upp þá mengun sem safnast hefur í kringum okkur, farið að um- gangast jörðina og lífríkið af virðingu og vonandi dregið úr gróðurhúsa- áhrifum. Mikilvægt er að við Íslendingar höldum vöku okkar. Bæði þurfum við að nýta okkur kosti nýrrar tækni á næstu árum og eins að tryggja arð- semi af virkjunum okkar í gegnum langtímasamninga meðan þær eru enn samkeppnishæfar. Endalok olíualdar í sjónmáli Eftir Kjartan Garðarsson » Það eru spennandi tímar framund- an í orkumálum jarðarbúa. Ný, umhverfisvæn orkutækni mun gera kleift að út- vega næga og ódýra orku fyrir alla. Kjartan Garðarsson Höfundur er vélaverkfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.