Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 27

Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 ✝ Herdís Ingi-björg fæddist á Hornafirði 16. mars 1938. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 8. desem- ber 2015. Foreldrar Herdísar voru Rannveig Karólina Sigfúsdóttir frá Skálafelli í Suð- ursveit, f. 1908, d. 1998, og Einar B. Davíðsson frá Vopnafirði, f. 1907, d. 1941. Bróðir Herdísar var Sigfús Júl- íus, f. 1940, d. 1942. Systkini Herdísar eru Guðrún Sveinsdóttir, f. 1946, og Bene- dikt Sveinsson, f. 1951. Eftir lát föður síns ólst Herdís upp á Eskifirði hjá móður sinni og stjúpföður, Sveini B. Auðbergs- syni, f. 1914, d. 1992. Hinn 19. desember 1959 gift- ist Herdís eftirlifandi eigin- Jack, f. 1965. Börn þeirra eru: a) Tómas Orri, f. 1991; b) Birgir Atli, f. 1993, c) Elva María, f. 2002. Fyrir átti Birgir Birnu Dís, f. 1986, í sambúð með Andra Janussyni, f. 1986, og eiga þau synina Alexander Jan, f. 2011, og Brynjar Daða, f. 2015. Herdís lauk hefðbundinni skólagöngu á Eskifirði og út- skrifaðist síðan frá Eiðaskóla. Á Eskifirði vann hún ýmis störf, m.a. verslunarstörf þar til árið 1956 að hún réði sig til starfa hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli. Þar kynntist hún Birgi, sem seinna varð eigin- maður hennar og þar hófu þau sinn búskap. Frá Hvolsvelli var flutt til Vestmannaeyja um stuttan tíma en síðan til Reykja- víkur og frá 1974 hafa þau búið í Kópavogi, fyrst í Löngubrekku 10 en síðustu 11 árin í Gull- smára 11. Síðustu 18 ár starfs- ævinnar vann Herdís sem mót- tökuritari hjá Heilsugæslu Kópavogs í Hamraborg. Útför Herdísar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. des- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 13. manni sínum, Birgi Ísleifssyni, f. 5.10. 1937. Foreldrar hans voru Ísleifur Einarsson, f. 1895, d. 1968, og Þor- gerður Diðriks- dóttir, f. 1917, d. 2007. Börn Herdís- ar og Birgis eru: 1) Einar, f. 1957, maki Lára Hafsteins- dóttir, f 1961. Börn þeirra eru: a) Hlynur, f. 1985, í sambúð með Önnu Kristínu Pálsdóttir, f. 1987; b) Herdís, f 1991. 2) Linda, f. 1961, maki Óskar Júlíusson, f. 1960. Dætur þeirra eru: a) Sólveig, f. 1987, í sambúð með Jóni Þór Elfars- syni, f. 1983, og eiga þau Elfar Þór, f. 2013; b) Selma, f. 1990, í sambúð með Kjartani Sigurðs- syni, f. 1989, og eiga þau Freyju Sól, f. 2012; c) Sandra, f. 1999. 3) Birgir, f. 1963, maki Berglind Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt. Þín dóttir Linda. Í dag kveðjum við ömmu Dísu og þá er gott að rifja upp hlýjar og góðar minningar. Það var allt- af skemmtilegt að fara í heimsókn til ömmu og afa í Kópavoginn. Uppi á efri hæðinni í Löngu- brekkunni var nóg af alls kyns leikföngum; litlir bílar, tindátar, Tinnabækur og síðast en ekki síst hælaskórnir hennar ömmu. Skóna kölluðum við barnabörnin alltaf hænuskó og amma var ekki feimin við að leyfa okkur að nota þá í leik. Alltaf var hægt að treysta á veitingar í Kópavogin- um. Kremkexið var á sínum stað í eldhúsinu og íspinnar í frystikist- unni – og það var að sjálfsögðu í lagi að fá sér tvo pinna. Á sum- ardögum lékum við okkur í garð- inum á meðan amma sat í sólstól uppi á svölum og fylgdist með. Það var svo toppurinn að fá að framlengja heimsókn til ömmu og afa og gista yfir nótt. Amma sýndi áhugamálum okkar alltaf mikinn áhuga. Hún og afi mættu á tónfundi og hlustuðu á klukkutíma langa barnatónleika til þess eins að heyra okkur barnabörnin spila jafnvel bara eitt lag. Amma fylgd- ist líka vel með hvernig gekk í skóla og vinnu og oftar en ekki spurði hún brosandi hvort það væri hreinlega ekki of mikið að gera. Í seinni tíð er alltaf notalegt að koma í Kópavoginn, borða súkkulaðirúsínur, fletta í gegnum gömul myndaalbúm og spjalla um daginn og veginn. Amma var allt- af stolt af því sem við tókum okk- ur fyrir hendur og við ætlum að halda áfram að gera hana stolta. Amma var yndisleg kona, bros- mild og skemmtileg og þannig minnumst við hennar um ókomna tíð. Hlynur og Herdís. Það er alltaf erfitt að kveðja, þótt við vissum í hvað stefndi. Yndisleg móðir, tengdamamma og amma kvaddi þennan heim þann 8. desember síðastliðinn eft- ir stutta legu. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýhug. Megi hún hvíla í friði. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson.) Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Birgir, Linda, Birna Dís, Tómas Orri, Birgir Atli og Elva María. Nú er hún elsku stóra systir mín búin að kveðja okkur eftir löng og erfið veikindi og kveð ég og fjölskylda mín hana með mik- illi sorg og söknuði en líka gleði að hafa átt hana í lífi okkar öll þessi ár. Fyrir rúmum fimm árum veiktist Dísa systir mín mikið af sjaldgæfum sjúkdómi og vissi maður stundum ekki hvort líf hennar væri að fjara út. Enginn var þó viðbúinn þeim ógnar vá- gesti sem bankaði upp á í haust og dró hana til dauða. Hvernig hugsað var um hana heima af eig- inmanni hennar, Birgi Ísleifssyni, var einstakt og gerði hann allt til að létta henni lífið, að ég hygg meira en nokkur annar hefði get- að. Móðir okkar sagði að hún hefði borið litlu systur á mjöðminni út um allt og var hrædd um að hún yrði rammskökk í vextinum. Svo varð þó ekki og hélt hún sínu flotta og fallega útliti svo að segja til hinstu stundar. Ég vil nú þakka af alhug allan stuðninginn við mig og fjölskyld- una á erfiðum stundum við fráfall sonar og maka og ekki síst þegar ég var með mikið veikt barn í marga mánuði á spítala, nafna hans Birgis. Þá voru þau hjónin bæði alltaf til staðar til að hjálpa. Elsku Birgir, börn, tengda- börn, barnabörn og langömmu- börn, innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldunni. Við verðum að trúa að vel hafi verið tekið á móti systur minni af móð- ur, stjúpföður, Jónasi og Þóri sem þótti svo vænt um hana. Elskuleg systir mín,hve djúpt ég sakna þín en gleðst líka yfir að þjáningum þínum sé nú lokið. Hvíldu í friði, engillinn minn, og Guð geymi þig. Þín systir, Guðrún Sveinsdóttir (Gugga). Dísa systir mín er dáin, eftir sitja minningar um góða og glæsi- lega konu og söknuðurinn er mik- ill. Dísa fæddist á Vopnafirði árið 1938. Hún missti ung föður sinn og bróður og ólst upp hjá móður sinni, Karólínu og fósturföður, Sveini, á Eskifirði. Tveggja mánaða gamall var undirritaður tekinn í fóstur af Karólínu og Sveini, móður og fósturföður Dísu og með í pakk- anum fylgdu tvær systur, Dísa og Gugga. Enginn smá ávinningur fyrir lítinn strák. Fyrsta minningin um Dísu er reyndar ekki þegar hún hélt mér undir skírn á fermingardaginn sinn. Nei, fyrsta minningin um þessa fallegur og ljúfu systur mína er þegar hún kom til Eski- fjarðar með kærastann sinn, Birgi Ísleifsson, Bigga, og litla soninn, Einar, og mér leið eins og ég hefði eignast nýjan vin og lít- inn bróður. Þvílíkt par, ung og falleg með litla strákinn sinn og allt lífið fram undan. Þannig lýstu þau upp heimilið okkar á Eskifirði, sem er ógleymanlegt. Í framhaldinu dvöldu Dísa, Biggi og Einar á heimili okkar á Eskifirði á sumrin. Biggi var um skeið kokkur á síldarbátum frá Eskifirði og Dísa saltaði síld og þannig var byggt upp fyrir fram- tíðina. Síðan stækkaði fjölskyldan þegar Linda og síðar Birgir fæddust og fóru að koma með pabba og mömmu og Einari á Eskifjörð á sumrin. Já, minning- arnar frá samveru okkar á Eski- firði í þá gömlu góðu daga eru margar og ljúfar. Dísa og Biggi bjuggu um skeið í Vestmannaeyjum, síðan í Reykjavík, en lengst af í Kópa- vogi. Undirritaður naut þess ávallt að eiga þau að og þegar leiðin lá til Reykjavíkur í gamla daga til þess að komast í fram- haldsskóla var heimili þeirra ávallt opið og allt gert til þess að greiða götu litla bróður frá Eski- firði. Fyrir það verður seint full- þakkað. Við Sif, konan mín, eigum margar ljúfar minningar um Dísu. Sérstaklega góðar minning- ar eigum við frá þeim tíma þegar við bjuggum erlendis og fengum að gista hjá Dísu og Bigga í Kópa- voginum þegar við komum í heimsókn til Íslands, m.a. til þess að gifta okkur og skíra dóttur okkar. Dísa systir mín var falleg kona, glaðlynd, brosmild og ávallt vel til höfð. Hún var einlæg, hafði fal- lega framkomu, fallega söngrödd og öllum leið vel í návist hennar. Fyrir nokkrum árum veiktist Dísa alvarlega og náði sér aldrei að fullu. Hún tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og mætti erfiðleikunum með brosi á vör. Í haust kom svo í ljós að veikindin voru komin á mjög alvarlegt stig og að barátta upp á líf og dauða væri fram undan. Þeirri baráttu er nú lokið og eftir standa ætt- ingjar og vinir fullir sorgar og eft- irsjár. Elsku Biggi mágur. Þú hefur misst mikið og ég samhryggist þér innilega. Ég er fullur aðdáun- ar og þakklætis fyrir það hversu vel þú annaðist systur mína í hennar erfiðu baráttu við veikindi allt þar til yfir lauk. Þú ert mikil hetja og það vitum við öll. Innilegar samúðarkveðjur til Einars, Lindu, Birgis og fjöl- skyldna. Benedikt Sveinsson. Elsku elsku Dísa Dísa mín. Ég man ennþá þegar ég hitti þig fyrst. Það var þegar við Benni bróðir þinn komum í fyrsta skipti saman til Íslands, en við höfðum kynnst í London og hann vildi endilega kynna mig fyrir Dísu systur sinni og Bigga mág. Þú varst svo flott, grönn og vel til höfð með varalit og skartgripi, fallega framkomu og alltaf bros- andi. Þú varst drauma mágkona mín. Þegar við svo komum ári seinna til að gifta okkur bjuggum við hjá ykkur Bigga í Kópavog- inum Þegar ég var að hafa mig til í Löngubrekkunni á brúðkaups- daginn sjálfan hugsaði ég með mér að ég ætlaði að mála mig eins fallega og hafa mig eins vel til og þú myndir gera. Þú varst fyrir- myndin mín. Tveimur árum seinna komum við heim til að skíra dóttur okkar og þá bjuggum við aftur hjá ykk- ur og veislan var haldin á heimili ykkar. Takk, elsku Dísa og Biggi. Það er tvennt sem ég lærði af þér, elsku mágkona. Aldrei að fara út úr húsi án þess að setja á sig varalit og smá glingur. Og annað, þegar þú varst farin að missa heyrnina sastu alltaf með okkur í öllum boðum og heim- sóknum og brostir þegar aðrir brostu, án þess að vita alltaf um hvað við vorum að tala. Bara að vera með og hafa gaman af. Þú varst alveg sérstök. Svo var það rauða dragtin, hvíta skyrtan og perlurnar. Klikkaði aldrei. Ég sakna þín og hlakka til að hitta þig aftur og þá verður þú bú- in að taka hina himnesku golfvelli út og við spilum saman eins og enginn sé morgundagurinn. Svo hittum við strákana okkar á nítjándu og fáum okkur smá hvítt. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Birgir er í góðum höndum því að þið eigið frábæra fjölskyldu. Guð geymi ykkur öll. Þín mágkona, Sif. Góð vinátta er gulli betri. Hóp- ur skólasystkina frá Eiðum vet- urinn 1954-55 hittist á skemmti- samkomu og rifjaði upp góðar stundir. Mál þróuðust á þá leið að hópurinn fór að koma saman tvisvar til þrisvar á ári, stundum oftar. Einhvern veginn var þetta ekki sérstaklega undirbúið – það bara gerðist. Nú eru liðin um það bil 55 ár frá því að þessi hópur hittist fyrst og enn köllum við okkur „Eiðakrakkana“. Nú er sorg í hópnum góða. Herdís Ingibjörg Einarsdóttir var burtkölluð þann 8. desember síðastliðinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Dísa, eins og við kölluðum hana alltaf, var í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Húmor hennar og dillandi hlátur smitaði út frá sér og hafði góð áhrif á okkur öll. Áfram mun hópurinn okkar hittast og eiga saman góðar stundir en samt verður hann aldr- ei eins. Minningar okkar um hana Dísu eru allar á einn veg. Hún átti svo mikið að gefa af sjálfri sér. Við sendum Birgi og fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Herdísar Ingibjargar Einarsdóttur. Fyrir hönd „Eiðakrakkanna“, Guðni Stefánsson. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Herdísar vin- konu okkar sem lést 8. desember síðastliðinn. Við Herdís, eða Dísa, kynnt- umst um miðjan sjöunda áratug- inn þegar við fluttum í fjölbýlis- hús í Háaleitishverfinu sem nokkrir skólabræður frá Bifröst byggðu. Ungar fjölskyldur komu í íbúðirnar og börnin voru flest á líku reki. Íbúarnir áttu því margt sameiginlegt en samkomulagið var gott þótt meðalaldurinn í hús- inu væri lágur. Á þessum árum komu sumir heimilisfeður heim í mat í hádeg- inu og á eftir var stundum tæki- færi fyrir húsmæðurnar til að spjalla saman – ýmist hver hjá annarri yfir kaffibolla eða í löngum gönguferðum um ná- grennið með börnin. Ef árshátíð var í nánd var gjarnan fundið snið í blaði, saumavélin tekin fram og úr varð kjóll eða annar klæðnaður. Þá var gott að fá álit hjá Dísu því að hún var hjálpsöm og smekkleg. Ótalin eru ferðalögin með Dísu og Birgi, allt frá tjaldútilegum innanlands til utanlandsferða. Minnisstæðust er ökuferð um Evrópu, frá Amsterdam um Frakkland til Sviss og til baka um Þýskaland. Margt bar fyrir augu og flest nýstárlegt. En tíminn hefur liðið hratt og er okkur við þessi tímamót efst í huga þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Fjölskylda Dísu hefur misst mikið en mestur er missir Birgis. Guð styrki þau og styðji á þessum erfiða tíma. Blessuð sé minning Herdísar I. Einarsdóttur. Inga G. Guðmannsdóttir, Elís R. Helgason. Það var fyrir margt löngu að tvær litlar stúlkur sátu í brekk- unni fyrir neðan Bröttuhlíð á Eskifirði. Önnur þeirra var hún Dísa vinkona mín sem nú hefur kvatt þessa jarðvist. Hún var að kenna mér ljóð Davíðs Stefáns- sonar sem hún var nýbúin að læra í skólanum þar. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Oft erum við búnar að minnast þessarar stundar og raula fallega lagið eftir Þorvald Blöndal, nú síðast á líknardeildinni rifjuðum við þetta upp. Ég var flutt frá Eskifirði til Reykjavíkur nokkrum árum áður en þetta var, en var svo lánsöm að eiga ömmu og afa þar eystra, sem ég dvaldi oft hjá á sumrum. Þarna hófust okkar traustu kynni sem hafa staðið í 70 ár. Margs er að minnast frá þess- um sumrum og á veturna skrif- uðumst við á. Á þessum tíma fóru ungmenni af Austurlandi til náms í Eiða og linnti ég ekki látum fyrr en ég fékk að fara þangað líka. Á Eiðum myndaðist hópur vina sem alltaf hefur haldið saman og hist reglulega og vil ég þakka það sér- staklega Stellu, vinkonu okkar, sem hefur verið óþreytandi að rækta vináttuna og halda í hefð- irnar. Fljótlega eftir Eiðadvölina kynntumst við Dísa mönnunum okkar og eignuðumst börnin á svipuðum tíma. Dísa og Birgir hófu búskap sinn á Hvolsvelli, í heimabyggð hans, en fluttu svo til Vestmanna- eyja og bjuggu þar í stuttan tíma. Lengst af bjuggu þau svo í Kópa- vogi, þar sem Dísa starfaði lengi á Heilsugæslustöðinni. Þar nutu sín vel hennar góðu eiginleikar. Þegar svona stutt var orðið á milli okkar sköpuðust ótal tæki- færi til samvista. Við fórum í dans, sungum saman í kór og ferðuðumst þó nokkrum sinnum til útlanda, en upp úr standa þó spilakvöldin sem urðu æði mörg og skemmtileg. Mikið var hlegið og spilað var fram á rauða morg- un, ýmist heima við eða í bústaðn- um okkar. Þau hjónin iðkuðu golf til margra ára, ferðuðust víða og nutu sín reglulega vel. Ekki fór Dísa áfallalaust gegnum lífið. Hún varð meðal annars fyrir verulegri heyrnarskerðingu sem skerti lífsgæði hennar. Margs konar erfiðleikar og veikindi komu upp, sem ekki verða tíund- uð hér, en fyrir fimm árum veikt- ist hún alvarlega og var vart hug- að líf. Hún naut þess þá að eiga góðan og traustan eiginmann, en Birgir hefur síðan annast konu sína af sérstakri alúð. Í haust sem leið greindist Dísa með ólæknandi krabbamein og dvaldist á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi á þriðja mánuð, þar sem hún naut einstaklega góðrar umönnunar fjölskyldu og starfsfólks. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Kæru vinir. Birgir, Einar, Linda, Birgir yngri og fjölskyld- ur. Innilegar samúðarkveðjur og hjartans þakkir fyrir allt og allt frá okkur hjónum. Birna Gunnhildur Friðriksdóttir (Dunna). Herdís Ingibjörg Einarsdóttir Yndisleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA JEPPESEN, kennari, lést þann 15. desember síðastliðinn á líknardeild LSH í Kópavogi. Útför verður tilkynnt síðar. . Grímur Leifsson, Emil Grímsson, Rikke Elkjær Knudsen, Leifur Grímsson, Elsa Hrönn Reynisdóttir, Sigríður Sif Grímsdóttir, Árni Arnórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.