Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015
✝ Valgeir Sig-urðsson fædd-
ist í Fremri-Hlíð í
Vopnafirði 23.
mars 1927. Hann
lést 8. desember
2015.
Valgeir var son-
ur hjónanna Sig-
urðar Þorsteins-
sonar bónda, f. 10.
júní 1883, d. 9. des-
ember 1975, og
seinni konu hans, Guðrúnar Sig-
ríðar Sigurjónsdóttur húsfreyju,
f. 13. febrúar 1899, d. 18. janúar
1962. Fyrri kona Sigurðar var
Sigríður Einarsdóttir, f. 2. júní
1884, d. 22. október 1918, dóttir
sr. Einars Jónssonar á Hofi.
Systkini Valgeirs voru Sigríð-
ur, f. 31. október 1923, d. 22.
mars 2008, gift Gísla Stefáns-
syni, og Aðalbjörg, f. 9. ágúst
1930, d. 17. júní 2005, gift Birni
Guðmundssyni. Hálfbróðir Val-
geirs samfeðra var Kjartan, f.
dóttir frá Marðarnúpi í Vatns-
dal, f. 4. júlí 1965, þroskaþjálfi
og kennari. Synir þeirra eru a)
Ragnar, f. 8. ágúst 1990, laga-
nemi, í sambúð með Ingibjörgu
Gylfadóttur, og b) Sigurgeir,
menntaskólanemi. Stjúpdóttir
Valgeirs er Þórný Perrot, f. 5.
mars 1960.
Valgeir ólst upp í Vopnafirði
en flutti til Reykjavíkur 1957.
Frá 1965 var hann búsettur í
Kópavogi. Hann starfaði m.a.
hjá Pósti og síma og Olíufélag-
inu Skeljungi. Þá var hann í 12
ár blaðamaður hjá Tímanum,
fyrst í lausamennsku en fastráð-
inn 1973-79. Frá 1979 var hann
skjalavörður hjá Alþingi allt til
starfsloka 1997. Valgeir er höf-
undur fjögurra viðtalsbóka auk
þess sem ljóð, viðtöl og greinar
hafa birst eftir hann í fjölda rita.
Hann var áhugamaður um sam-
félagsmál og virkur í mörgum
félögum; var m.a. hvatamaður
og einn af stofnendum Hollvina-
félags Ríkisútvarpsins.
Útför hans fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 17. desember
2015, klukkan 13.
23. október 1926, d.
19. ágúst 2001,
kvæntur Svanhildi
Bernharðsdóttur.
Auk þess ólust upp
í Fremri-Hlíð fóst-
urbörnin Ólafur
Þórarinsson, f. 2.
september 1921, d.
10. febrúar 1954,
og Guðrún Björg
Methúsalemsdóttir,
f. 19. júlí 1916, d.
30. nóvember 2005.
Valgeir kvæntist 1. júní 1963
Sigríði Einars Sveinsdóttur
kennara, f. 28. nóvember 1932.
Hún er dóttir hjónanna Sveins
Einarssonar, bónda og kennara
á Reyni í Hvammshreppi, f. 11.
mars 1895, d. 31. júlí 1974, og
Þórnýjar Jónsdóttur, f. 21. des-
ember 1893, d. 13. júní 1976.
Sonur Valgeirs og Sigríðar er
Sveinn, f. 10. júlí 1966, prestur
við Dómkirkjuna í Reykjavík,
kona hans er Ásdís Elín Auðuns-
Láttu hug þinn aldrei eldast eða
hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
(Stephan G. Stephansson)
Stephan G. Stephansson var
mikið eftirlætisskáld Valgeirs.
Mér þykir það hlýða að láta þess-
ar ljóðlínur fylgja þakklæti mínu
fyrir 52 ára sambúð okkar.
Elsku Valgeir minn. Guð varð-
veiti þig alla tíma.
Sigríður E. Sveinsdóttir.
Í rökkrinu þegar ég orðinn er einn
og af mér hef reiðingnum velt …
Þetta er upphaf að ljóði Steph-
ans G. Kveld, þar sem hann lýsir
því hvernig skáldskapurinn sæk-
ir á hann eftir langt og erfitt
dagsverk. Ákveðinn samhljómur
finnst mér vera í þessu ljóði og
ævi föður míns. Ævi hans var að
töluverðu leyti mörkuð mikilli
vinnu sem hann innti samvisku-
samlega af hendi þrátt fyrir
heilsuleysi sitt.
En oft lýsti hann því hvernig
skáldskapurinn lét hann ekki í
friði og varnaði honum svefns.
Þannig var skáldskapurinn hon-
um stundum meiri þraut en hug-
bót, þótt vissulega hafi hann yf-
irleitt ort sig frá erfiðleikunum.
En pabbi var líka ástríðumaður
um marga hluti: Íslenska tungu
og varðveislu hennar.
Félagslegt réttlæti, náttúru-
vernd. Allt þetta skipti hann
máli. Og öllu þessu vildi hann
miðla. Eitthvað síaðist nú inn hjá
mér og fyrir það er ég afar þakk-
látur. Þakklátur fyrir að hafa
fengið að alast upp hjá honum,
þiggja kærleika hans og læra af
honum, þótt í litlu sé. Hann var
snemma farinn að halda að mér
bókum; hafði þolinmæði með
Tarzan- og Tinna- tímanum og
vissi sem var að þetta gengi yfir.
Sjálfur var hann fundvís á góðar
bókmenntir en eyddi helst ekki
tíma sínum í rusl.
Hann var stálminnugur á allt
sem hann las og lærði og ósjaldan
benti hann mér á ljóð og sögur
sem gott væri að kunna. Aldrei
brást mér málsmekkur hans;
hann var að heita má óskólageng-
inn en ég veit fáa sem höfðu meiri
þekkingu eða betra vald á ís-
lenskri tungu en hann. – Mér
finnst t.d. afleitt að geta ekki
beðið hann að lesa yfir þessa
minningargrein. En maður verð-
ur víst að una því.
Rétt áður en pabbi dó rifjuð-
um við feðgarnir upp þýðingu
Jóns á Bægisá á 31. Óði Hórasar.
Þar er Hóras að velta fyrir sér
hvert verðmætamat skáldanna
sé.
Hann segir að þau séu ekkert
sérstaklega snokin fyrir verald-
legum auði en vilji sæmilega
heilsu og góða æru en umfram
allt skáldskap og anda sem gleðst
í ljóðum og hrífst af snilldinni.
Þýðing Jóns er að vísu nokkuð
knosuð en við stöldruðum við
síðasta versið:
Enginn falli ærugalli á aldinn mig
Gamli kallinn gleðji sig.
Hjá mér gjalli hljómurinn snjalli,
harpan iðulig.
Allt á efsta stig!
Þetta átti við pabba.
Heilindi hans og heiðarleiki
biluðu aldrei og hann orti nánast
fram undir það síðasta. Ennþá
lengur sótti hann í skáldskap til
að hressa andann, til að lyfta
honum á efsta stig; honum voru
heldur leiðir þessir síðustu dag-
ar sem hann var fjarri heimili
sínu en hann sagði mér hvað það
væri gott að eiga skáldskapinn
til að hverfa að; mikilsverðust
verðmætin þá dagana voru sótt í
annars konar rit en bankabæk-
ur. Það voru ljóðin og góðar
minningar; og tilhugsunin um
heill og hamingju afkomenda
sinna sem sannarlega voru
augasteinarnir hans.
Og ég veit að hann kveið ekk-
ert vistaskiptunum. „Ég get
sagt eins og Matti Joch: Ég trúi
á Guð en grýlur ei,“ sagði hann
aðeins þremur dögum fyrir and-
lát sitt. Hann myndi óhræddur
ganga á fund Guðs síns; kvaðst
eiga þar góða heimkomu.
Ég efa ekki að það er rétt.
Guð blessi minningu pabba;
hann hvíli öruggur í Honum.
Sveinn.
Það er skrýtið að hugsa til
þess að afi í Kópó sé ekki lengur
á meðal okkar.
En sem betur fer eigum við
margar góðar minningar um
hann eins og hvernig það var að
sitja hjá honum meðan hann las
fyrir mann Spóa eftir Ólaf Jó-
hann Sigurðsson, en okkar
fyrsta minning um hann var á
þessum nótum. Fleiri sögur las
hann náttúrulega enda var hann
alltaf að kenna manni og benda
á hvað gott og gaman væri að
lesa. Þessar stundir urðu til þess
að hjá okkur kviknaði áhugi á
sögum og öllu rituðu.
Afi orti vísu um okkur sem
okkur þykir vænt um.
Ég veit ekki hvenær þú berð mér þann
blund
Sem bíður vor allra – og kemur.
En, Drottinn minn, gefðu mér dálitla
stund
hjá drengjunum mínum þremur.
Við erum fegnir að hafa feng-
ið tíma með afa umfram það sem
leit út fyrir í veikindum hans
fyrir nokkrum árum, en þá orti
hann einmitt þessa vísu. Það var
gaman og gott að hitta hann í
Holtagerðinu og líka njóta tím-
ans með honum austur í Heið-
arseli, sumarbústaðnum sem
hann reisti og gerði að svo
skemmtilegum stað með trján-
um sem hann gróðursetti í
kring. Við fundum alveg hvað
honum þótti vænt um okkur og
það var gagnkvæmt.
Takk fyrir allt saman Mussi,
við söknum þín.
Hvíldu í friði.
Ragnar og Sigurgeir.
Nú er fallinn frá öndvegismað-
urinn Valgeir Sigurðsson. Val-
geir var af þeirri kynslóð sem
ólst upp í torfbæ. Án rafmagns,
sjónvarps, síma, tölvu; studdist
ekkert við þær hækjur allar sem
við teljum svo nauðsynlegar. En
það kom þó ekki í veg fyrir það að
hann menntaðist þarna austur í
Vopnafirði.
Valgeir helgaði líf sitt bókum,
skáldskap og íslenskri sögu.
Bækur voru hans líf og yndi,
hann lifði og hrærðist í þeim
heimi og var ekki mikið fyrir
prjál þess samtíma sem hann
lifði. Var að að vissu leyti mað-
urinn í tímalausum heimi. Tákn-
mynd. Fulltrúi hins gamla Ís-
lands sem hins nýja.
Ég varð þeirrar blessunar að-
njótandi að fá að kynnast Val-
geiri frá barnæsku en þannig var
það í Kópavogi hinum eina sanna,
vestast á nesinu, að ég og Sveinn,
sonur Valgeirs, urðum vinir áður
en við vissum hvað það var að
vera vinur. Erum enn og förum
vonandi að skilja hugtakið senn.
Það var á þeim tímum sem ég
eignaðist mitt annað uppeldis-
heimili. Kannski vegna þess að
ég átti og á yngri foreldra sem
fóðruðu mig á öðrum afurðum,
ekki verri, en annars konar.
Heimili Valgeirs og Sigríðar varð
til þess að ég fékk óþrjótandi
löngun í listina og tilfinningu fyr-
ir sögu okkar og menningu. Það
var þarna sem ég komst í kynni
við Grettis sögu, Bósa sögu og
Herrauðs, Da Vinci og impress-
jónisma og fleira góðgæti. Sigríð-
ur sagði mér að þvo mér um
hendurnar áður en ég snerti
listaverkabækurnar, þá mátti ég
gæða mér á listunum meðan
Sveinn, ungur drengur, frekar
hvatvís og dulítið pirraður, æfði
sig á píanóið. Valgeir kom í dyra-
gætt stofunnar og sagði: „Er
þetta ekki hann Bjarni timbur-
maður?“ og spillti okkur með
gömlum vísum úr Íslendingasög-
um.
Þær voru ófáar stundirnar
sem ég sat við eldhúsborðið hjá
þeim, mér gefið að borða, strák-
pjakknum, Valgeir að raka sig
við eldhúsborðið, allir skrafandi
um mennt og málefni, Valgeir
með sinn spegil og skál skafandi
sitt skegg með tilþrifum og
slætti, farandi með vísur. Sigga:
„Uss Valgeir, þú segir ekki svona
við ungviðið,“ meðan hún hrærði
í pottunum. Þetta var Ísland.
Mennskan allsráðandi. Fóðrið
sem best gafst voru sögur, list og
andagift. Valgeir var sögumaður,
tók viðtöl og skrifaði samtals-
bækur sem vörpuðu mynd á for-
tíð þá sem skapaði Íslendinga.
Bjarni Sigurbjörnsson.
Þegar Valgeir Sigurðsson varð
sjötugur lét hann svo um mælt
við nokkra samstarfsmenn sína
að hann hefði jafnan kunnað því
betur að lifa lífinu lifandi. Ekki er
það svo að skilja að hann hafi lif-
að fyrir fánýtar skemmtanir þó
svo að hann hafi kunnað að gleðj-
ast á góðri stund og verið manna
kátastur þegar það átti við. Nær
er að ætla að það sem hann hafði
í huga hafi verið sú alefling and-
ans og athöfn þörf sem lista-
skáldið góða kvað um.
Þegar sá sem þetta ritar
kynntist Valgeiri á vinnustað þar
sem við störfuðum báðir reyndist
hann mér hjálplegur og ráðholl-
ur. Í fyrstu taldi ég að hann léti
mig njóta skyldleika við ættingja
mína frá Vopnafirði sem hann
þekkti vel til. En fljótlega varð
mér ljóst að Valgeir var fús að
greiða götu allra þeirra sem til
hans leituðu. Fyrir tíma raf-
rænnar leitartækni var það
ómetanlegt að hafa mann eins og
Valgeir í forsvari fyrir þing-
skjalaafgreiðslu Alþingis. Hann
þekkti vel til þjóðmála og þing-
mála og var laginn við að hafa
uppi á þingskjölum og gögnum
sem djúpt var á. Og ég varð þess
áskynja að ýmsir viðskiptamenn
hans höfðu hann í hávegum
vegna þess hve lipur hann var og
þægilegur í samskiptum. Og ekki
var það síður mikilvægt að marg-
ir á vinnustaðnum gátu leitað í
smiðju hans þegar þeir leituðu að
fleygum ummælum eða vísum
eða þurftu að glöggva sig á ein-
hverju úr bókum eða ritum. En
Valgeir var víðlesinn og vel að
sér um bókmenntir og íslenskt
mál. Valgeir var því vinsæll og
virtur vel af öllum þeim sem
höfðu af honum kynni.
Valgeir var sögumaður góður
og sagði vel frá. Hann var höf-
undur allmargra bóka og bókar-
kafla. Þessar bækur byggðust á
ævafornri íþrótt, samræðulist,
sem Valgeiri var hugleikin. Í
bókum hans er að finna merkar
heimildir um liðinn tíma. Hann
var einnig vel skáldmæltur. Í ár-
legum starfsmannaveislum sem
þingforsetar héldu starfsmönn-
um sínum fyrir daga hruns var
því aðeins heimilt að kveðja sér
hljóðs að það væri í bundnu máli.
Þá fór Valgeir jafnan á kostum
og fór með vel kveðnar og oft
óborganlegar vísur sem tengdust
ýmsu því sem hæst bar í um-
ræðunni hverju sinni. Einnig
birtust á víð og dreif kvæði sem
hann hafði samið og bera vott um
listfengi hans.
Eftir að Valgeir lét af störfum
sat hann ekki auðum höndum
heldur sinnti áhugamálum sín-
um, fékkst við skriftir og gaf út
bækur og fylgdist mel með því
sem fram fór í þjóðfélaginu. Því
má segja þegar lífshlaupi hans er
lokið að honum hafi orðið að
þeirri ósk sinni að lifa lífinu lif-
andi allt til enda þrátt fyrir ýms-
ar ágjafir í heilsu fyrr og síðar og
síðasti spölurinn hafi reynst hon-
um erfiður.
Valgeir var gæfumaður í
einkalífi sínu. Hann átti góðan
lífsförunaut sem var honum stoð
og stytta og lét sér annt um hann,
heimili þeirra var menningarleg-
ur griðastaður sem gott var að
sækja heim.
Jafnframt því sem ég þakka
góð kynni og vinsemd votta ég
Sigríði, eiginkonu Valgeirs, börn-
um þeirra og öðrum aðstandend-
um einlæga samúð á kveðju-
stundu.
Jón E. Böðvarsson.
Kær vinur og félagi er farinn
yfir á óræðar lendur eilífðarinn-
ar.
Kynni okkar voru löng og um-
fram allt ágæt, dagleg lengi vel á
Alþingi þar sem Valgeir gegndi
störfum af sinni alkunnu glögg-
skyggni, natni og samvizkusemi.
Það var enda dýrmætt við skjala-
vörzluna að hafa þar mann sem
var svo góðum eðliskostum bú-
inn, hafsjór fróðleiks með af-
bragðs minni og snöggur að af-
greiða hvert þingskjalið eftir
annað.
Valgeir var þá þegar lands-
kunnur fyrir ritstörf sín, viðtöl
hans í Tímanum báru af bæði
hvað varðaði mál og stíl. Þetta
sanna líka bækur hans þar sem
öllu var svo vel til haga haldið og í
handraða mun hann meira hafa
átt að sögn. Valgeir varð ungur
einlægur sósíalisti og samfélags-
mál voru honum alltaf mjög hug-
leikin, hugsjón hans byggðist á
ríkri réttlætiskennd og þar átti
hin sanna samhjálp góðan og
ötulan málsvara.
Um þau mál og miklu fleiri átt-
um við oft löng samtöl og alltaf
fundum við ákveðinn samhljóm í
skoðunum hvor annars og þess
vegna varð vinátta okkar svo
dýrmæt mér. Bókmenntaáhugi
hans var gjöfull og ef mig vantaði
nákvæma tilvitnun í ljóðlínur eða
fleyg orð þá var leitað til Valgeirs
og aldrei fór ég bónleiður til búð-
ar. Valgeir var enda skáld gott og
sum ljóða hans hreinar perlur.
Hann var sannur unnandi ís-
lenzkrar tungu og ekki má
gleyma því hversu hann lét sér
annt um Ríkisútvarpið okkar
allra, var í forystu fremst í Holl-
vinasamtökum þess, raunar upp-
hafsmaður að þeim samtökum og
alla tíð vakandi og virkur í bar-
áttunni fyrir hag þess og heill.
Fyrir þolgæði hans og baráttu-
vilja verður hans lengi minnst að
vísum verðleikum meðal okkar
Hollvina. Valgeir átti sínar ríku
rætur í vopnfirzkri menningu,
hann var sveitamaður í þess orðs
beztu merkingu og náttúruunn-
andi var hann svo sannarlega. Ég
minnist þó helzt og fremst hlýrr-
ar vináttu hans sem var yljuð
kímni og vermandi huga alla tíð.
Í undurfögru ljóði Valgeirs:
Endurminning er lokaerindið
þannig:
En ævistundum fjölgar og Elli kerling
bíður
og eitt sinn mun ég hverfa úr lífsins
tröllaslag.
Þá leiftrar mér í huga, þá syngur mér
í sinni,
hve sólin braust úr skýjum einn löngu
horfinn dag.
Með þessum hugnæmu ljóðlín-
um Valgeirs er hann kært kvadd-
ur og öllu hans fólki samúðar-
kveðjur sendar. Þar gekk vinhlýr
drengur um vegu lífsins.
Helgi Seljan.
Þegar Valgeir Sigurðsson hóf
störf hjá skrifstofu Alþingis 1979
var hann kominn á sextugsaldur.
Það var ekki ónýtt fyrir skrifstof-
una að fá svo reyndan mann í
vinnu, en Valgeir hafði áður verið
blaðamaður á Tímanum í 12 ár.
Hann var skjalavörður hjá skrif-
stofu Alþingis allt þar til hann fór
á eftirlaun, eða í 18 ár. Fyrst var
vinnustaður Valgeirs á annarri
hæð Alþingishússins, í skjala-
vörsluherberginu. Þangað áttu
allir erindi sem vildu fá þingskjöl,
ný eða gömul, bæði þingmenn og
almenningur. Oft var mikið að
gera við að afgreiða prentuð
þingskjöl til þeirra sem þess ósk-
uðu, bæði til þeirra sem mættu á
staðinn og eins til þeirra sem
fengu vikulegar póstsendingar út
um land. Ljósritunartæknin var
ný af nálinni á þessum tíma og
upp úr 1980 var einungis til ein
ljósritunarvél í þinghúsinu, og
var henni komið fyrir í hljóðupp-
tökuherberginu á þriðju hæðinni.
Þegar Valgeir hóf störf var tví-
mennt í skrifstofunum á annarri
hæð þinghússins. Fyrst vann
hann með Kjartani Bergmann
skjalaverði og síðan tvímenntum
við Valgeir, sátum hvort á móti
öðru við skrifborð, í fjögur ár.
Það hefur eflaust ekki verið hon-
um létt að fá kornunga konu sem
yfirmann sinn, en Valgeir tók
mér ljúflega. Svo fór að okkur
varð vel til vina og við kynntumst
ágætlega á þessum árum. Ég
dáðist að því hve ötull hann var
að afla sér þekkingar og hversu
fróðleiksfús hann var um íslenskt
mál og fróður um íslenska menn-
ingu. Hann var dagfarslega létt-
ur í lund og orðhagur. Hann var
einn þeirra starfsmanna Alþingis
sem áttu létt með að setja saman
vísur á árlegri skemmtun starfs-
manna.
Árið 1986 var ákveðið að færa
skjalaafgreiðslu til almennings á
aðgengilegri stað og var hún flutt
úr þinghúsinu í Skólabrú 2. Þar
réð Valgeir ríkjum með starfs-
mönnum sínum og eiginleikar
hans nutu sín vel, samviskusemi
og nákvæmni.
Honum fórst það starf vel úr
hendi og stýrði hann afgreiðslu
þingskjala þar til hann hætti hjá
þinginu sökum aldurs. Þeir sem
nutu aðstoðar hans höfðu oft orð
á því hve hjálpsamur hann væri
og greiðvikinn.
Skrifstofa Alþingis sendir Sig-
ríði, eiginkonu Valgeirs, og öðr-
um aðstandendum samúðar-
kveðjur við fráfall hans.
Vigdís Jónsdóttir,
aðstoðarskrifstofu-
stjóri Alþingis.
Valgeir Sigurðsson
Pabbi minn Þor-
geir, skírður Krist-
ján en kallaður
Toggi í tauinu af
móðurafa mínum eftir að þeir
kynntust vegna þess að afa
fannst svo mikið til klæðaburð-
ar pabba koma. Viðurnefnið
þótti mér kómískt fyrst en ég
hef kunnað betur og betur við
það með hverju árinu sem líð-
ur.
Ég er þó ekki fullviss um
hvað þér fannst um viðurnefn-
ið, þetta var í raun eitt af því
sem við áttum eftir að fara yfir.
Manni liggur á einhvern hátt
aldrei á að ræða svona litla
hluti við þá sem eru manni
næst enda er maður sannfærð-
ur um að það gefist tími til þess
Kristján Þorgeir
Magnússon
✝ Kristján Þor-geir Magn-
ússon fæddist 12.
júní 1953. Hann lést
26. nóvember 2015.
Útför Þorgeirs
fór fram 15. desem-
ber 2015.
síðar. Þér þótti
gaman að gera vel
við þig, hvort sem
var í afþreyingu
eða hverju öðru.
Náttúruunnandinn
þú tókst til að
mynda ekki annað
í mál en að við eld-
uðum eggjahræru
með fimm krydd-
um og beikon í
morgunmat þegar
við tókum upp á því að tjalda á
köldu hálendinu sem þér þótti
svo vænt um. Ekkert því til
fyrirstöðu enda með tvo prím-
usa. Þrátt fyrir viðurnefnið og
vangaveltur tjaldferðalanga,
sem elduðu sínar pakkasúpur,
varstu trúr þinni afstöðu og því
sem þú vildir fá úr lífinu. Ég
minnist þess hve þú varst ávallt
trúr og traustur þinni sannfær-
ingu en þó alltaf til í að rök-
ræða og karpa um allt mögu-
legt. Vonandi heldur þú áfram
að njóta náttúrunnar um
ókomna tíð.
Davíð Blöndal Þorgeirsson.