Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 31

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 ✝ IngveldurAnna Ingvars- dóttir fæddist í Reykjavík 28. mars 1920. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Grund 9. desember síðastliðinn. For- eldrar Ingveldar voru Ingibjörg Jónsdóttir frá Oddagörðum í Gaulverjabæj- arhreppi, f. 7. nóv- ember 1893, d. 29. júlí 1939, og Ingvar Þorvarðarson múr- arameistari frá Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 3. ágúst 1891, d. 5. ágúst 1981. Systkini Ingveldar eru Jón, f. 7. júlí 1918, d. 22. júní 2000, Ást- ríður, f. 3. júní 1921, Ingibjörg Vigdís, f. 17. júlí 1924, d. 23. okt. 1981, Fríða, f. 5. des. 1929, Magnea, f. 14. apríl 1933, d. 12. okt. 1997, Sigríður, f. 22. apríl 1972, hann á einn son, 2) Þórunn Linda, f. 25. ágúst 1978, hún á tvö börn, 3) Ingi Rúnar, f. 15. nóv. 1981. Einnig á Ingvar Katr- ínu, f. 22. des. 1990, með síðari sambýliskonu sinni, Sigrúnu E. Einarsdóttur, f. 28. feb. 1951. Seinni maður Ingveldar var Ársæll Kristinn Kjartansson, forstöðumaður Áhaldahúss Reykjavíkurborgar til margra ára, f. 29. júlí 1915, d. 18. sept. 1981. Ingveldur lauk almennu skólanámi eins og tíðkaðist á þeim tíma. Að því loknu fór hún að vinna í Sokkabúðinni á Laugavegi 40. Seinna vann hún við tannlæknaþjónustu skóla- barna í Miðbæjarskólanum en þegar skólatannlæknarnir færð- ust yfir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur tók Ingveldur við yfirumsjón með þeim og starf- aðiþar þangað til hún hætti störfum árið 2002. Eftir að hún hætti að vinna fékk hún áhuga á golfi og vann til ýmissa verð- launa. Útför Ingveldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. desem- ber 2015, og hefst athöfnin klukkan 11. 1934, d. 16. maí 2003. Ingveldur giftist 4. ágúst 1952 Haf- steini Hannessyni, f. 4. sept. 1923, d. 8. sept. 1979, iðn- aðarmanni. For- eldrar hans voru Svanborg Bjarna- dóttir, f. 3. sept. 1893, d. 20. júlí 1956, og Hannes Ó. Björnsson, f. 21. ágúst 1889, d. 10. apríl 1938. Þau skildu. Sonur þeirra var Ingvar Örn Hafsteinsson, fædd- ur í Reykjavík 11. apríl 1951, dá- inn 27. okt. 2011. Eiginkona hans (skildu) var Matthilde Kirs- ten Hansen, f. 27. des. 1953, for- eldrar hennar Sigríður I. Sig- urðardóttir, f. 7. des. 1927, og Hans Jörgen J. Hansen f. 26. nóv. 1915, d. 22. júní 1984. Börn þeirra eru 1) Eiður Örn, f. 3. júní Í dag kveð ég ástkæra systur mína, Ingveldi eða Ingu eins og hún var alltaf kölluð, yndislega manneskju sem ég hef átt í samskiptum við allt mitt líf. Sérstaklega eru mér minnis- stæðar fjölmargar ánægju- stundir sem við hjónin áttum með Ingu og Ársæli, seinni eig- inmanni systur minnar sem var henni mjög kær. Hann féll því miður frá langt fyrir aldur fram. Það má segja um Ingu og Sæla að þau voru einstakar manneskjur sem vildu allt fyrir alla gera. Þau ferðuðust mikið og nutu þess sem lífið hafði að bjóða. Ársæll reyndist Ingvari, syni Ingu, sérstaklega vel. Sonur hennar lést fyrir fáum árum og var mikill harmur fyrir systur mína að sjá eftir einkabarni sínu. Inga mín var svo lánsöm að eiga fjögur barnabörn sem hún reyndist einstaklega vel. Þó að þau byggju stóran hluta ævi sinnar í Ástralíu vílaði hún ekki fyrir sér, nærri níræðu, að ferðast hálfan hnöttinn til að heimsækja þau. Við systurnar vorum, eins og sagt er í dag, 101 aðdáendur. Okkur fannst fátt skemmti- legra en að „spássera“ og kíkja við á kaffihúsi, enda bjó Inga systir meginhluta ævi sinnar í miðbænum og vildi hvergi ann- ars staðar vera. Síðustu árin tók Inga mikinn þátt í starfi eldri borgara og þótti með eindæmum góður „púttari“ í golfinu. Eins ferðað- ist hún til útlanda með vinkon- um sínum eftir að hún missti Sæla sinn. Eins og gefur að skilja hafa þær allar nú kvatt þennan heim enda náði Inga mín háum aldri. Systir mín nefndi það oft, í síðustu heimsóknum mínum á Grund þar sem fór einstaklega vel um hana, að nú væri þetta orðið gott. Ég held að hún sé hvíldinni fegin. Hvíl í friði elsku systir, Fríða og Ólafur (Óli). Ingveldur Anna Ingvarsdóttir ✝ Bergþóra Jóns-dóttir fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 8. ágúst 1918. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 7. des- ember 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Odds- son frá Hvammi í Fáskrúðsfirði, f. 23. júlí 1891, d. 20. maí 1933, og Stefanía Sigríður Ólafsdóttir frá Gvendarnesi við Fáskrúðsfjörð, f. 28. janúar 1894, d. 21. júlí 1971. Bergþóra var elst fimm systkina. Alsystkin: Auður Asp- ar, f. 1920, d. 1998, Ólafur Jóns- son, f. 1927, d. 2013, og Jóna Jónsdóttir, f. 1933. Sammæðra: Erna Jóhannsdóttir, f. 1934, og Helga Jóhannsdóttir, f. 1937. ína, f. 23.6. 1978, maki Reynir Smári Markússon, f. 2.12. 1976. Börn þeirra eru: Atli Már, f. 8.4. 2003, Elvar Smári, f. 10.7. 2010, Bára Dís, f. 28.2. 2014. Fyrir átti Erla soninn Rúnar Sigurð Guðlaugsson, f. 15.5. 1966, maki Hulda Kristjánsdóttir, f. 1.9. 1969. Börn þeirra eru: Kristján Ernir, f. 3.12. 1987. Eydís Erla, f. 6.3. 1990, maki Garðar Geir Hauksson, f. 28.6. 1989. Barn þeirra er Erik Úlfar, f. 7.6. 2013. Pétur Gunnar, f. 25.10. 1999. 2) Jón Guðmundsson f. 25.8. 1947. Bergþóra og Guðmundur hófu búskap í Fáskrúðsfirði og bjuggu þar til ársins 1957 er fjölskyldan fluttist til Hafnar- fjarðar. Bergþóra starfaði við fiskbeitingu sem ung kona en eftir að þau Guðmundur hófu búskap hélt hún utan um heim- ili þeirra hjóna. Síðustu árin dvaldi Bergþóra á Sólvangi í Hafnarfirði. Bergþóra verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. desember 2015, klukkan 13. Bergþóra giftist Guðmundi Stefáni Björnssyni, f. 29.9. 1920, frá Fáskrúðs- firði, hinn 14.7. 1945, og eignuðust þau tvo syni: 1) Björn Kristmann Guðmundsson, f. 26.8. 1942, maki Erla Eyjólfsdóttir, f. 16.8. 1937. Þau eiga þrjú börn: a) Guðmundur Stefán, f. 3.2. 1971, maki Fríða Kristín Jóhannes- dóttir, f. 19.7. 1973. Börn þeirra eru: Kristín Ylfa, f. 19.10. 2002, Björn Yngvi, f. 5.2. 2007, Frið- rika Ýr, f. 22.5. 2013. b) Eyjólf- ur Andrés, f. 30.5. 1972, maki Sunneva Kolbeinsdóttir, f. 23.1. 1974. Börn þeirra eru: Eva Car- men, f. 28.4. 2007, Anita Björk, f. 22.8. 2010. c) Bergþóra Pál- Amma Bergþóra kvaddi þennan heim 7. desember 2015 um miðjan dag, rétt áður en mikið óveður gekk yfir landið. Fjölskyldunni gafst þá tækifæri til að eiga með henni hinstu stund áður en veðrið skall á. Það var friður og ró yfir ömmu og haft var á orði, að afi Guð- mundur væri mættur til að taka á móti henni eftir tíu ára aðskilnað. Bergþóra var dug- mikil kona sem aldrei skipti skapi og var afar elskuleg og blíð. Hún lét sig náungann varða og um dvöl hennar á Sól- vangi var það haft á orði að hún rétti fljótt fram hjálparhönd ef svo bar við. Bjartar og góðar minningarnar um ömmu Berg- þóru búa með okkur eftirleiðis. Við minnumst einkum jólaboð- anna á annan í jólum þar sem okkur mætti drekkhlaðið borð af jólakræsingum ásamt heitu súkkulaði. Einnig er mjólkurgrauturinn hennar ömmu minnisstæður en hann þótti mjög ljúffengur og var gjarnan borinn fram þegar við heimsóttum ömmu og afa snemma morguns um helgar. Amma var regluföst og kom iðulega í heimsókn á miðviku- dögum um miðjan dag. Það var tilhlökkun að fá ömmu í heim- sókn. Hún hafði alltaf eitthvað að geyma í pokahorninu til að færa okkur, þá gjarnan Cheer- ios, rúgbrauð og eitthvert góð- gæti. Amma hélt heimili þar til hún var komin yfir nírætt en þá fluttist hún á Sólvang í Hafn- arfirði. Þar leið henni vel, stundaði hún leikfimi og fékkst við ýmislegt til að auðga líf og sál. Ávallt var stutt í brosið, hláturinn og kátínuna. Þrátt fyrir að vera komin á tíræð- isaldur fylgdist amma vel með og las blöðin spjaldanna á milli og horfði á sjónvarp. Hún hafði gaman af því að fylgjast með íþróttum, einkum handbolta- landsliðinu. Ömmu leið afar vel á Sólvangi og söng og hló fram á síðasta dag. Við kunnum starfsfólki Sólvangs miklar þakkir fyrir hlýja og góða umönnun. Bergþóra amma var 97 ára þegar hún lést og erum við systkinin afar lánsöm að hafa fengið að hafa ömmu Bergþóru svo lengi með okkur og fengið að kynna hana fyrir ellefu lang- ömmubörnum og einu langa- langömmubarni. Ljósið leiðir himnaför langferð nú er farin, á lygnan stað, ljóssins beð loks þá upp er hafin. Á Hvammi skoppaði lítil skör er skyggndist yfir sæinn, þar vaknaði blóm úr lífsins vör á fagurri grund við bæinn. Hún óx í laut við lítinn bæ langt út við fjörðinn, þar tindar trónuðu upp við sæ tignarlegir við skrúðinn. Rysjótt öldin reyndi margt á reglufestu hóf vöndinn, hógvær, hófsöm umfram allt himnagleðin tók völdin. Ljósið leiðir himnaför langferð nú er farin, gleðin greypt í hjartastað gjöful var hún öldin. (Eyjólfur Andrés Björnsson) Elsku amma, nú ertu horfin á braut til nýrra og framandi staða en eftir lifir falleg og góð minning. Guð geymi þig í ljósi, friðsæld og kærleika. Þín barnabörn, Guðmundur, Eyjólfur, Bergþóra og Rúnar. Fagur ertu fjörður minn með fjallahringinn bláa. Fastan, traustan faðminn þinn fyrir stóra og smáa. Sumardag, er sólin skín sé ég græna rinda. Fríð eru líka fjöllin þín fönnum krýnd um tinda. Ég hef fundið frið og skjól fjöllum þínum undir. Í vetrarhríð og sumarsól sælar lifað stundir. Fjörður kær með fjöll og sæ, fríðgræn tún og haga. Verndi Drottinn byggð og bæ og börn þín alla daga. (Jórunn Bjarnadóttir.) Elskuleg systir okkar Berg- þóra Jónsdóttir frá Fáskrúðs- firði er nú látin 97 ára að aldri. Hún dvaldi á Sólvangi í Hafn- arfirði síðustu árin við frábæra umönnun og hlýju. Sjálf var hún ætíð glöð og hafði gaman af heimsóknum. Hún vildi fylgjast með okk- ur systrunum og fjölskyldum okkar og fréttum frá kunn- ingjum og vinum. Hún las blöðin daglega og fylgdist vel með öllum fréttum. Okkur þykir ákaflega vænt um hve synir hennar og tengdadóttir sýndu henni mikla hlýju með jafnvel dag- legum heimsóknum og ekki má heldur gleyma börnum og barnabörnum Kristmanns og Erlu. Við þökkum þetta af al- hug. Fyrstu minningar okkar um Bergþóru eru frá unglings- árum hennar á Fáskrúðsfirði, en hún var nokkuð eldri en við. Bergþóra systir var glæsi- leg kona svo eftir var tekið. Hún hafði glaðlegt og vin- gjarnlegt viðmót og sagði aldr- ei hnjóðsyrði um annað fólk. Við minnumst heimsókna hennar inn í Gullbringu á Fá- skrúðsfirði með drengina sína tvo til að heimsækja móður okkar Stefaníu Ólafsdóttur og fjölskylduna þar. Eftir að Bergþóra fluttist til Hafnarfjarðar og allir voru fluttir suður, eins og kallað er, þá voru fastir liðir að fara til Bergþóru og Munda á jólaföst- unni. Bergþóra giftist Guð- mundi Stefáni Björnssyni unn- usta sínum og bjuggu þau fyrstu árin á Fáskrúðsfirði en fluttu seinna til Hafnarfjarðar og áttu heima þar allan sinn búskap, en Guðmundur er nú látinn. Við minnumst systur okkar með virðingu og þökk. Sonum hennar tengdadóttur, börnum og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Jóna Jónsdóttir, Erna Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og fjölskyldur. Bergþóra Jónsdóttir Mikið óskaplega eigum við eftir að sakna Steina Ing- ólfs vinar okkar. Ljúfur karl í alla staði, alltaf í góðu skapi, hlátur hans afar smitandi, góður vinur og frábær persóna. Steini kom reglulega til okkar strákanna í söludeild Bílaumboðsins Öskju, nokkuð sem margir okkar viðskiptavina gera svo oft, bara til að spjalla smá og fá kaffisopa. Það var alltaf gaman að fá Steina í heim- sókn, hvort sem hann átti við- skiptalegt erindi eða bara til að ræða daglegu málin. Sögurnar sem karl kunni voru skemmti- legar og hann óspar á að segja þær, hvort sem þær voru skreyttar eða óskreyttar. Menn Þorsteinn Ingólfsson ✝ Þorsteinn Ing-ólfsson fæddist 19. febrúar 1950. Hann lést 1. des- ember 2015. Útför Þorsteins fór fram 11. desem- ber 2015. lögðu niður vinnu til að hlýða á með athygli. Á síðustu árum hafði Steini keypt hjá okkur nokkra bíla, til notkunar við starf sitt. Nýverið lagði kappinn inn pöntun hjá okkur fyrir þeim síðasta og kom margoft til okkar til að útfæra hinar ýmsu hugmyndir sínar um búnað bílsins. Nú skyldi síðasti bíllinn vera pantaður og hann átti að duga vel. Bíll sem átti að afhenda á nýju ári og kappinn var ógurlega spenntur, enda ekki oft sem menn fá splunku- nýja kagga úr kassanum. En svo grípa örlögin inn í, karlinn er farinn í sinn síðasta túr. Með þessum örfáu orðum langar okk- ur að kveðja vin okkar og send- um um leið öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd strákanna í Öskju, Páll Halldór. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA GRÓA GUÐJÓNSDÓTTIR, fv. lögreglukona og fulltrúi hjá sálfræðideild skóla í Reykjavík, síðast búsett í Torfufelli 20, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Reykjavík 7. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja æskulýðs- og sumarstarf KFUM og KFUK í Vindáshlíð og Kaldárseli, Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi, Samhjálp og Mæðrastyrksnefnd. . Kristján Búason, Jóna Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson, Búi Kristjánsson, Sif Sigfúsdóttir, Guðjón Kristjánsson, Ragnheiður Harpa Arnard., Erlendur Kristjánsson, Elín Anna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, BJÖRN J. GUÐMUNDSSON, áður til heimilis að Karfavogi 25, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, þann 9. desember, verður jarðsunginn frá Lindakirkju, Kópavogi, mánudaginn 21. desember klukkan 13. . Margrét Björnsdóttir, Einar Hákonarson, Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigurður Ágúst Sigurðsson, Jón Axel Björnsson, Karen Sigurkarlsdóttir, Björn Jóhann Björnsson, Vilhelmína Einarsdóttir, Unnur Ýr Björnsdóttir, Magnús Bogason, afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HREFNA RAGNARSDÓTTIR, Hraunbæ 44, sem lést föstudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 21. desember klukkan 13. . Axel Sölvason, Axel Sölvi Axelsson, Guðrún Harðardóttir, Ragnar Guðni Axelsson, Björk Hreiðarsdóttir, Bergur Axelsson, Jóna Guðrún Ívarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.