Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 34

Morgunblaðið - 17.12.2015, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Kristján EmilGuðmundssoner tölvunar- fræðingur hjá TM Software. „Við erum í allrahanda veflausnum. Ef þú ert með eitthvert vandamál sem veftækn- in getur leyst þá erum við með lausnina. En við sérhæfum okkur í stærri verkefnum, fyrir bankakerfi og stærstu fyrirtæki landsins. Það sem ég er einna stolt- astur af eru áheitaverk- efnin en við bjuggum til flotta lausn fyrir þau sem hafa verið notuð af Geðveikum jólum, Mottumars og fleiri slíkum. Við erum með ákveðna pakkalausn sem við getum sett upp á stuttum tíma fyrir hvern sem er.“ Kristján hefur mikinn áhuga á ljósmyndun. „Ég hef verið með myndavél í annarri hendi og tölvu í hinni í þrjátíu ár eða svo. Þegar digital-byltingin varð þá rann þetta saman í eina heild. Ég hef tekið eft- ir því að það er algengt meðal tölvufólks að hafa fundið sér útrás í ljós- myndun. Það er nauðsynlegt fyrir þá sem hanga fyrir framan tölvu all- an daginn að finna sér eitthvað annað að gera fyrir utan vinnu og ljósmyndun hefur marga snertifleti við tölvur eins og myndvinnslu sem maður verður að vera mjög góður í. Svo hef ég mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Hlusta mikið á tónlist frá 1970 til 1990 með skekkj- umörkum og nú er ég að bíða eftir því, eins og fleiri af minni kynslóð, að stærsta mynd ársins komi í bíó. Ég er sjálfsögðu að tala um Star Wars og held það finnist ekki einstaklingur á svipuðum aldri sem varð ekki fyrir áhrifum af þeim myndum, en svo held ég mikið upp á Kubrick og ein mesta upplifun hjá mér var að upplifa 2001: A Space Odyssey í fyrsta skiptið.“ Kristján býr á Selfossi ásamt fjölskyldu sinni. „Ég vinn í Reykjavík og ferðast með eins grænum ferðamáta og hægt er.“ Hann er kvæntur Kallý Harðardóttur, leikskólakennara í Leikskólanum Hulduheimum á Selfossi, og eiga þau hvort sína stelpuna, Ásdísi Völu og Lilju Dögg, sem eru fæddar á sama árinu, 2007, og svo eiga þau saman Elínu Ósk, sem fæddist 2013. Kristján ætlar að gera sér dagamun á afmælisdaginn með nánustu fjölskyldu. Með dætrunum Í Lystigarðinum á Akureyri. Myndavél í annarri hendi og tölva í hinni Kristján Emil Guðmundsson er fertugur í dag K ristján fæddist í Reykja- vík 17.12. 1955 og bjó fyrstu þrjú árin við Nesveginn: „Þótt pabbi væri grjótharður KR- ingur þá lá sú genetík ekki fyrir mér, því fjölskyldan flutti í Hólmgarð 33 í nýbyggt Bústaðahverfi árið 1958 og þar með var ég orðinn Víkingur. Mamma er sveitastúlka frá Brim- ilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfells- nesi, en pabbi var orginal Reykjavík- urstrákur úr sjómannafjölskyldu. Æskuárin fóru í að spila fótbolta með mikilli strákamergð á Víkingsvell- inum og útileiki með krökkunum í hverfinu.“ Kristján var í þrísetnum Breiða- gerðisskóla og Réttarholtsskóla en þar dansaði hann fyrsta vanga- dansinn við undirleik Trúbrots á skólaballi. Nokkrar vikur á sumrin var hann svo hjá móðurbræðrum og fjölskyldum þeirra í Ólafsvík og á Hellissandi. Kristján stundaði nám við MT og lauk þaðan stúdentsprófi 1975 en Kristján Sigurjónsson, fréttamaður á RÚV – 60 ára Heima í stofu Kristján og Áslaug, ásamt Björgu, móður Kristjáns, dætrum sínum, tengdasonum og barnabörnum. Með paradís í Kjósinni Hjónasvipur Kristján með eiginkonunni, Áslaugu bókasafnsfræðingi. Í dag er Jökull Svavarsson framkvæmdastjóri, búsettur í Litla-Álfaheimi fyrir utan Gautaborg, 50 ára. Jökull er sonur Stellu Halldórsdóttur og Svavars Einarssonar sem bæði eru látin. Afmælisbarnið mun dveljast um áramótin í Reykjavík. Árnað heilla 50 ára Vestmannaeyjar Bjarki Páll Arnórsson fæddist í Reykjavík 17. desember 2014. Hann vó 3.380 gr og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Arnór Arnórsson og Hildur Björk Bjarkadóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.