Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 36

Morgunblaðið - 17.12.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að útskýra mál þitt fyrir ungu fólki. Mundu bara að þú ert ekki einn að verki. Leggðu áherslu á að hvíla þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. En ef þér finnst leiðinlegt að hjálpa fólki skaltu pæla betur í því. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ættingi þinn kallar á athygli þína en þú ert of önnum kafinn við aðra hluti. Fáðu góðan vin til að slást í för með þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og annað á morgun. Nú er tækifærið að sýna hvað í þér býr. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það umkringir þig fólk sem vill ekki bara hjálpa – það þarfnast þess! Þú hjálp- ar því með því að leyfa því að aðstoða þig. Skoðanir einstaklings munu koma þér mjög á óvart. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þeir eru margir sem bíða í ofvæni eftir að þú segir skoðun þína á ákveðnu máli. Hættu að eyða tímanum til einskis og drífðu þig! 23. sept. - 22. okt.  Vog Flest virðist ganga þér í haginn svo þú getur slakað á og þarft ekki stöðugt að vera að reyna að hagræða hlutunum. Nú er tíminn til að kynna sér dulúðleg svið og mundu að framkoma sýnir eðli sálarinnar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er oft vitnað til klettsins, þegar skapgerð þína ber á góma. Leitaðu að tækifæri til að hjálpa öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er líklegt að þú lendir í deilum um peninga eða eyðslu í dag. Að því loknu getið þið gert það sem hugur ykkar stendur til. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vandað fólk í hópnum í kring- um þig færir þér gæfu. Margt af því sem sýnist áríðandi leysist upp ef maður lætur sem maður taki ekki eftir því. Ekki leyfa gremju að krauma innra með þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú virðist hafa svör við öllu á reiðum höndum. Bíddu í einn dag eða svo og athugaðu hvort þú sért reiðubúin(n) til að breyta afstöðu þinni á einhvern máta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Menn láta eitt og annað flakka í einkasamtölum sem á ekkert erindi við aðra. Tímasetningin er stórkostleg. Jón Ingvar Jónsson kastar framjólavísu ársins 2015 – og er lík- ur sjálfum sér: Við skulum ekki hafa hátt en heilla vinum árnum. Jólasveinar ganga um gátt gráir fyrir járnum. Þá Ingólfur Ómar Ármannsson: Fönn þó hylji foldarsvið finn ég gleði í hjarta. Blessuð jólin boða frið bjartri dásemd skarta. Og hann bætir við í léttum dúr: Skoltinn þanið skröggur fær skerpir á andanstólum. Fengitíminn færist nær fer að líða að jólum. Guðmundur Ingi Jónatansson var góðvinur Vísnahornsins og verður saknað á þessum vettvangi. Hann orti á sínum tíma: Er nú mæða andans brott, ekki hræða á stjái. Kannski fæðist kvæði gott, kannski ég næði fái. Eitt sinn orti Pétur Stefánsson hálfgerða öfugmælavísu, en til- efnið var að hann sagðist hættur að geta ort – slitnað hefði upp úr sambandi hans og ljóðadísarinnar: Svona fór um sambandið sem mig mátti gruna, skömmin ég er skilinn við skáldadrottninguna. Friðrik Steingrímsson getur sjaldnast setið á sér þegar Pétur er annars vegar og kastaði óðar fram: Þú ortir mest um öl og reið og ýmsra kvenna dekur, að hún fengi á þér leið enga furðu vekur. Guðmundur Ingi mælti þegar í léttum dúr: „Pétur minn! „Gangi þér vel að dubla við drottn- inguna!““ Hjá einmánuði eru skil. Eykst þér vilji og kraftur. Þá mun karlinn koma til kerlingunni aftur. Nokkur orð frá Hjálmari Frey- steinssyni að lokum: Á gömlum helgisögnum margir hafa mætur, en merkilega tíma lifum við. Útlendingastofnun á aðventunni lætur endurskrifa jólaguðspjallið. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af jólasveinum og drottningu skálda Í klípu „LANGALANGAFI MINN STOFNAÐI ÞETTA FYRIRTÆKI – AF HVERJU ELTIST ÞIÐ EKKI VIÐ HANN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GETURÐU SETT HANDLEGGINN Á MÉR Í FATLA Í TVÆR VIKUR SVO ÉG LOSNI VIÐ UPPVASKIÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hjálpar þér í gegnum daginn. KOMIÐ MEÐ SÆLGÆTIS- STAFINA! HRÓLFUR, ÞESSI VAR SOFANDI Á VERÐINUM! ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÉG ÞARF AÐ DÆMA ÞIG TIL HÖRÐUSTU VÍKINGAREFSINGARINNAR! ÞÚ MEINAR… ÞÚ MEINAR… JÁ! ÞÚ FERÐ Í HÁTTINN ÁN ÞESS AÐ HAFA FENGIÐ KVÖLDMAT! GISP! SKATT- RANNSÓKN SKAT TA- SKÝR SLUR Víkverji áttaði sig á því um daginnað aðventan væri meira en hálfnuð. Heimili Víkverja ber þess þó engin merki, fyrir utan það að eldhúsið er nánast orðið glansandi fínt. Restin af húsinu þarf hins vegar að bíða því að enginn tími hefur gef- ist til þess að sinna því. „Næstu helgi, næstu helgi“ lofar Víkverji frúnni, en svo verður minna úr lof- orðunum þegar vinnuvikunni slepp- ir. x x x Ein leiðin til að halda eldhúsinueins hreinu og það hefur verið er sú að halda öllum jólabakstri í lág- marki. Víkverji minnist þess þegar hann var krakki að móðir hans og amma hefðu bakað allar mögulegar og ómögulegar sortir fyrir jólin, og fylgdi undirbúningurinn nánast heilli dagskrá. Eina helgina var skorið út laufabrauð, þá næstu bak- aðar piparkökur. Víkverji áttar sig æ betur á því í seinni tíð að þessi fasta dagskrá gekk samt eiginlega bara upp af því að amma hans var komin á eftirlaun. Hvernig hún hafði tíma til þess að sinna þessu öllu mun Vík- verji aldrei vita hins vegar. x x x Piparkökuskreytingar voru hinsvegar á þeim tíma alltaf í mestu uppáhaldi hjá Víkverja, en amma hans bakaði þá alls kyns karla og kerlingar, grísi, sleða og jólasveina, sem barnabörnin síðan skreyttu með glassúr og alls kyns öðru góðgæti. Hvert barnabarn fékk einn karl og eina kerlingu til þess að skreyta, hvorki meira né minna, en sú skömmtun var tekin upp eftir að Víkverji hafði tekið sig til eitt árið, smellt þunnu lagi af glassúr á eina kerlinguna (hún var í pilsi og gat því borið meira af súkkulaði á sér), sett eins marga súkkulaðidropa og hann gat ofan á, og síðan borðað með bestu lyst fyrir framan vesalings ömmuna, sem hljóðaði upp, fremur ósátt við sinn mann. x x x Víkverji fékk því gjarnan að heyraþað að af því að hann lét eins og algjör súkkulaðigrís eitt árið þurftu öll barnabörnin með tölu að sætta sig við skert aðgengi að piparkökufólk- inu á næstu árum. víkverji@mbl.is Víkverji Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur. Fyrra Pétursbréf 5:7 Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.