Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Landspítalinn og velferðarráðuneyt- ið vinna nú að því að leysa svokall- aðan fráflæðisvanda spítalans, en í honum felst að ekki er hægt að út- skrifa talsverðan fjölda sjúklinga sem hafa lokið meðferð á spítalanum og er þar einkum um að ræða aldr- aða. Þessi hópur liggur nú í um fimmtungi sjúkrarúma spítalans og hefur þetta m.a. haft þau áhrif að fresta hefur þurft aðgerðum. Um 100 aldraðir einstaklingar með gilt færni- og heilsumat bíða á Landspítalanum eftir plássi á hjúkr- unarheimilum. Auk þeirra liggja á spítalanum um 30 aldraðir einstak- lingar á bráðalegudeildum spítalans sem bíða eftir öðrum úrræðum eins og t.d. hvíldarinnlögn eða endurhæf- ingu, sem þeir komast ekki í því þar liggja sjúklingar sem bíða eftir öðr- um úrræðum. Kæmist allt þetta fólk í þau úrræði sem það þarf á að halda, væri hægt að útskrifa sjúklinga úr um 19% sjúkrarúma, en á spítalan- um eru tæplega 700 rúm. Undanfarið hefur verið fjallað um mikið álag á Landspítalanum og að þar liggi sjúklingar á göngum og í skoðunarherbergjum. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að þetta ástand sé að hluta til árs- tíðabundið. „Það er jafnan mikið álag fyrstu vikur ársins, jafnvel fyrstu mánuðina,“ segir Sigríður. Ástæður þessa álags segir hún eink- um tvær. Annars vegar hálkuslys og hins vegar veirusýkingar eins og t.d. nóróveiruna sem er niðurgangspest sem getur lagst þungt á þá sem veik- ir eru fyrir, og inflúensu. Sigríður segir að lítið hafi orðið vart við inflúensuna á spítalanum enn sem komið er. „En þegar það gerist, þá þurfum við að breyta fjöl- býlum í einbýli til að einangra sjúk- linga. Þá mun rúmum fækka enn frekar.“ Fresta hefur þurft talsverðum fjölda skiplagðra aðgerða því skort- ur á leguplássi hamlar innlögn fólks eftir aðgerðir. Einnig hafa hálku- slysin orðið til þess að aðrar aðgerðir hafa þurft að víkja. Í síðustu viku var mörgum aðgerðum frestað vegna þess að ekki var pláss á legudeildum, samkvæmt upplýsingum frá Mar- gréti Guðjónsdóttur verkefnastjóra á skurðlækningasviði, en heildar- fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Í gær hafði þurft að fresta þremur aðgerð- um það sem af er vikunni. Þegar áþekkar aðstæður hafa komið upp hefur viðbúnaðarstigi verið lýst yfir á spítalanum. Sigíður segir það ekki hafa verið gert enn, en vel gæti farið að svo yrði. „Það er ekki hægt að útiloka það. Við vöktum ástandið vel og við munum að sjálf- sögðu gera það ef við getum ekki sinnt því sem við þurfum að gera. Hlutverk Landspítalans er lögboðið. Í þessari stöðu erum við ekki að veita fulla þjónustu, heldur er hún skert.“ Yfirfullt á biðdeild Á Vífisstöðum hefur undanfarið verið rekin biðdeild fyrir sjúklinga sem bíða eftir plássi á hjúkrunar- heimili. Þar er gert ráð fyrir 42 sjúk- lingum en að undanförnu hafa þar verið fleiri einstaklingar vegna plássleysis á spítalanum,. „Það er alls staðar yfirfullt,“ segir Sigríður. Leita hefur þurft til sjúkrahúsa í nágrannasveitarfélögunum til að koma sjúklingum fyrir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður for- stjóra Landspítalans, segir að það sé gert í góðu samráði við viðkomandi sjúkling og aðstandendur. „Við höf- um t.d. lagt fólk inn á heilbrigðis- stofnun Vesturlands, en það er fyrst og fremst vegna endurhæfingar,“ segir Anna Sigrún. Hún segir að um 80% sjúklinga á Landspítalanum séu langveikir og aldraðir. Þetta hlutfall sé líklega eitthvað hærra hér á landi en víða annars staðar, m.a. vegna þess að þar sé skipulag þjónustunn- ar öðruvísi og sinni þessum hópum í ríkari mæli en hér er. Þær upplýsingar fengust frá vel- ferðarráðuneytinu að þar væri verið að greina vandann í samráði við Landspítalann. Heilbrigðisráðherra vonast til að kynna leiðir til úrlausn- ar síðar í þessum mánuði og hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar. Meðal þeirra er að opna fleiri biðdeildir fyr- ir aldraða eins og þá sem er á Vífils- stöðum, efling á heimahjúkrun og fjölgun hvíldarrýma og endurhæf- ingarúrræða. Gætu útskrifað 19% sjúklinga  Um 80% sjúklinga á Landspítalanum eru langveikir og aldraðir  Ekki hægt að útiloka að spítalinn verði settur á viðbúnaðarstig  Heilbrigðisráðherra býst við að kynna lausnir síðar í þessum mánuði Sigríður Gunnarsdóttir Anna Sigrún Baldursdóttir Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Veðurloftbelg var sleppt í gær við fé- lagsheimilið í Kjós í roki og fimbul- kulda. Háskóli Íslands í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Háskólann í Orléans í Frakklandi og Landbún- aðarháskólann sendi belginn á loft til að safna sýnum úr háloftalægð sem nú er yfir Íslandi. Belgurinn sveif í um 20 kílómetra hæð þar til hann sprakk og lenti á toppi Ingólfsfjalls. Ekki þótti ráðlegt að klífa fjallið í veðrinu í gær til að sækja belginn. „Ástæðan fyrir því að við erum að gera þetta núna er sú að hálofta- lægðin er yfir Íslandi,“ segir Har- aldur Ólafsson veðurfræðingur. „Háloftalægðin er yfir norðurskaut- inu allan veturinn og ruggar fram og til baka en kemur afar sjaldan alla leið til Íslands, slíkt gerist á margra ára fresti,“ segir hann. Ástæðan fyrir því að þessi tiltekna lægð er svona áhugaverð er að hún er líklega full af rusli. „Það er rök- studdur grunur um að þarna sé að finna fullt af rusli. Inn í hringiðuna, sem er í 20-25 kílómetra hæð, safn- ast allskonar agnir sem virðast vera þar lengi, þær eru svo léttar og falla ákaflega hægt og lyftast svo aftur upp þegar sólin hitar þær,“ segir Haraldur. Fyrstu niðurstöður benda til að um 20 þúsund rykagnir séu í hverj- um lítra lofts inni í veðurkerfinu, sem er 5-10 sinnum meira en sunnar á hnettinum. Agnirnar skipta máli fyrir geisl- unarbúskap jarðarinnar, sem er í sinni einföldustu mynd þegar sólin hitar jörðina, og þurfa vísindamenn að vita hvað er mikið af ögnum í lægðinni til að geta reiknað dreif- ingu geislunar. „Ekki er vitað hvað- an þessar agnir koma. Hvort þær eru frá suðlægum slóðum eða úr geimnum, en þær eru forvitnilegar,“ segir Haraldur. Nái vísindamennirnir að greina agnirnar gæti það breytt 5-10 daga langtímaspá til hins betra og einnig 100 ára útreikningum veðurfræð- inga þegar þeir spá um hitafar fram eftir öldinni. Agnir háloftalægðarinnar rannsakaðar með loftbelg  Gætu breytt 5-10 daga langtímaspá til hins betra Morgunblaðið/RAX Á loft Belgnum var sleppt í Kjós. Lokað var fyrir loftumferð í þrjá klukkutíma í grenndinni. Pavla Dagsson Wald- hauserová, Haraldur Ólafsson og Vincent Beverger við það að senda belginn á loft en hann lenti á toppi Ingólfsfjalls. Fylltur Vincent Beverger fyllir belginn af helíum skömmu fyrir sleppingu. Um áramótin hækkaði gjaldskrá á heilsugæslustöðvum landsins um 3,2%. Komu- og vitjanagjöld hækk- uðu þó ekki. Þau standa óbreytt en al- mennt komugjald á dagvinnutíma er 1.200 kr. Hækkunin nær m.a. til rann- sókna og greininga og vottorða fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Hækk- anir eru t.d. á almennu vottorði sem hækkaði úr 4.000 kr. í 4.200 kr., lyfja- leit í þvagi hækkaði úr 2.500 kr. í 2.600 svo dæmi séu tekin. Hækkanir á gjaldskrá eru sam- kvæmt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heil- brigðisþjónustu, sem velferðarráðu- neyti gefur út. Breytingar á rekstri Breytingar á rekstri heilsugæslu- stöðvanna á höfuðborgarsvæðinu hóf- ust á síðasta ári. Áætlað er að þeim ljúki á því næsta. Markmiðið með breytingunum er að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Þetta er m.a. gert með því að fækka yfirstjórnendum úr tveimur niður í einn þar sem skipaður er einn svæð- isstjóri yfir hverri stöð. Þegar hafa verið ráðnir svæðisstjórar á þremur heilsugæslustöðvum og um helgina voru slíkar stöður á þremur stöðvum til viðbótar auglýstar. „Við sjáum ekki annað en að þetta gangi vel. Lögð er áhersla á teymis- vinnu, aukið samstarf milli heilbrigð- isstarfsfólks inni á stöðvunum,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins. Spurð hvort árangurinn af breytingunum sé orðinn mælanlegur, segir Svanhvít það varla vera því ekki sé komin mikil reynsla á þetta. thorunn@mbl.is 3,2% hækkun um áramót  Komugjald heilsugæslustöðva hækkar ekki Morgunblaðið/Júlíus Heilsugæsla Hækkanir taka gildi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.