Morgunblaðið - 13.01.2016, Page 14

Morgunblaðið - 13.01.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Ágreiningur er kominn upp á milli sveitarstjórnarmanna um hvernig skipta eigi væntanlegu framlagi rík- isins til að bæta sveitarfélögunum upp tekjumissi vegna skattleysis séreignarsparnaðar einstaklinga sem nýttur er til að lækka höfuðstól húsnæðislána í tengslum við skulda- leiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Sam- tök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu andmæla kröftuglega nýjum hugmyndum sem fram hafa komið um að dreifa framlaginu aðal- lega til sveitarfélaga utan höfuð- borgarsvæðisins. Í frumvarpi um málið sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að hluti skatts á fjármálafyrirtæki verði not- aður til að bæta sveitarfélögunum upp tekjumissi vegna útgreiðslu sér- eignarsparnaðar. Áætluð fjárhæð er um 1,1 milljarður samtals á árunum 2014 og 2015 en óvissa með fram- haldið. Gert er ráð fyrir því að tekj- urnar skiptist í samræmi við útsvar- stekjur sveitarfélaganna. Það þýðir að í hlut sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu þar sem um 65% landsmanna búa koma um 730 millj- ónir króna. Hins vegar hafa einstök sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn lýst þeirri skoðun sinni að skipta ætti framlaginu eins og öðrum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þá myndi meginhluti framlagsins fara til sveitarfélaga utan höfuð- borgarsvæðisins og aðeins um 70 milljónir til höfuðborgarsvæðis. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur sent frá sér samþykkt þar sem fram kemur að hún telji „óhjákvæmilegt annað en að andmæla kröftuglega öllum þeim hugmyndum sem fram hafa verið settar um að fella þessar tilteknu sértekjur undir almennar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs með þeirri niðurstöðu að um 93-94% þessara sértekna færu til sveitarfé- laga utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir slíku finnast engin rök, þar sem þessum tekjum er ætlað að bæta öllum sveitarfélögum landsins upp sérstakan tekjumissi vegna sér- stakra aðgerða í tengslum við skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinn- ar.“ helgi@mbl.is Andmæla nýrri skiptingu  Deilt um skiptingu „bankaskatts“ á milli sveitarfélaga  730 milljónir fara að óbreyttu til höfuðborgarsvæðisins –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 22. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. janúar. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eldsneytiskostnaður íslensku út- gerðarinnar sem hlutfall af afurða- verði hefur ekki verið jafn lítill síð- an í ársbyrjun 2002. Þetta kem- ur fram í grein- ingu Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmda- stjóra Analytica, sem gerð var fyrir Morgun- blaðið. Þróunin frá árinu 2000 er sýnd hér til hliðar. Verðlækkun á olíu hélt áfram á mörkuðum í gær og fór verðið á olíufatinu í New York undir 30 dali. Verð á íslenskum sjávarafurðum er hins vegar hátt og er afurðaverð sem hlutfall af eldsneytiskostnaði því lágt í sögulegu samhengi. Þetta ætti að óbreyttu að styrkja afkomu útgerðarinnar, en Yngvi bendir á að stærri útgerðir séu gjarnan með samninga um kaup á olíu sem kveða á um tengingu við heims- markaðsverð. Þá þurfi að hafa í huga að ekki sé fullkomin samsvör- un milli verðþróunar gasolíu, svart- olíu og hráolíu. Verðþróun hráolíu gefi hins vegar góða sýn á stóru myndina. Framboðið hafi haldist mikið Yngvi bendir á að olíuhrunið skýrist meðal annars af hægum hagvexti víða um heim samhliða því að framboð á olíu hafi haldist mikið. Vegna minni hagvaxtar í Kína sé eftirspurn eftir eldsneyti að dragast saman. Hrávöruverð sé að lækka. „Það er ýmislegt í þessari þróun sem er ekki endilega góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga,“ segir Yngvi og bendir á að erfiðleikar í heimsbúskapnum geti smitast yfir í verð á útflutningsafurðum þjóðar- innar og hafi að sumu leyti þegar gert það, samanborið við verðlækk- un á áli. Leiðandi hagvísir OECD fyrir Kína bendi hins vegar til að ástandið þar kunni að vera að lagast, þótt verðþróun hlutabréfa þar í landi sýni þess ekki merki. Miðgengi Bandaríkjadals var 130,4 krónur í gær. Á síðustu þremur mánuðum hefur gengi krónu gagnvart dalnum farið hæst í 124,12 kr., en lægst í 132,95 kr., samkvæmt vef Landsbankans. Dal- urinn er uppgjörsmynt olíunnar og hefur gengi hans því áhrif á þróun olíuverðs á Íslandi. Bætir að óbreyttu afkomu útgerða  Verðhlutfall sjávarafurða og olíu hefur ekki verið jafn hagstætt fyrir útgerðir síðan í ársbyrjun 2002  Olíuverðið undir 30 dali á mörkuðum í New York  Daprar hagvaxtarhorfur víða eru ein ástæðan Verðhlutfall sjávarafurða og hráolíu 2000-2015 Vísitala, jan. 2000=100 Heimild: Thomson Reuters, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Analytica. Áætlun Analytica fyrir des. 2015. Janúartölur ekki teiknaðar á línuritið. 140 120 100 80 60 40 20 0 20 00 .0 1 20 08 .0 1 20 04 .0 1 20 12 .0 1 20 02 .0 1 20 10 .0 1 20 06 .0 1 20 14 .0 1 20 01 .0 1 20 09 .0 1 20 05 .0 1 20 13 .0 1 20 03 .0 1 20 11 .0 1 20 07 .0 1 20 15 .0 1 20 00 .0 7 20 08 .0 7 20 04 .0 7 20 12 .0 7 20 02 .0 7 20 10 .0 7 20 06 .0 7 20 14 .0 7 20 01 .0 7 20 09 .0 7 20 05 .0 7 20 13 .0 7 20 03 .0 7 20 11 .0 7 20 07 .0 7 20 15 .0 7 Hæsta hlutfall síðan 2002 Morgunblaðið/Styrmir Kári Á sjó Ásbjörn RE á siglingu. Nú er ódýrara að sigla skipunum. Yngvi Harðarson Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Fyrsta áfanga á viðgerðum á hús- næði Ölduselsskóla í Reykjavík vegna mygluskemmda er að ljúka. Rakaskemmdir komu í ljós í þak- klæðningu. Í lok þessarar viku mæta þau börn aftur í skólann sem fengu kennslu í safnaðarhúsnæði Selja- kirkju á meðan lagfæringar stóðu yfir á skólahúsnæðinu. Um var að ræða tvo árganga, um 85 börn. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum átt í góðu samstarfi við starfsfólk safnaðarheimilisins,“ seg- ir Börkur Vígþórsson, skólastjóri Ölduselsskóla. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hver næsti áfangi á viðgerðum á húsnæðinu verður, að sögn Barkar. Hann vonast til að ekki þurfi að flytja kennsluna og börnin í annað húsnæði vegna þeirra við- gerða sem eftir eru. Börkur væntir þess að þeim verði lokið fyrir næsta skólaár. Heildarkostnaðurinn vegna mygluskemmdanna liggur ekki fyr- ir, eða við þær viðgerðir sem þegar eru búnar. Enn er unnið að því að laga al- varlegar rakaskemmdir á Orku- veituhúsinu á Bæjarhálsi sem komu í ljós í ágústmánuði. Skemmdirnar voru bæði innan- og utanhúss. Um miðjan febrúarmánuð snúa starfs- menn aftur í vinnurými þar sem rak- inn fannst, að sögn Eiríks Hjálm- arssonar, upplýsingarfulltrúa Orkuveitunnar. Rýmið var tæmt og skemmdar gipsplötur fjarlægðar. Stillingum á loftræstikerfinu var breytt til að auka loftskipti og hraða þeim í öllum vinnurýmum. Við það myndast yf- irþrýstingur sem dregur úr hættu á að gró úr veggjum berist inn í rýmið. Á næstunni er von á skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu, sem gerði úttekt á ástandinu og tillögur að úr- bótum. Vísbendingar eru um að rak- inn sé bundinn við austurhlið vest- urhússins og mestur í því rými þar sem hann uppgötvaðist en ástands- skýrslunnar er beðið. Húsið var tek- ið í notkun árið 2003. Mæta brátt aftur í skólann eftir viðgerðir Morgunblaðið/Eggert Mygla Viðgerðir hafa staðið yfir.  Mygluskemmdir í Ölduselsskóla lagaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.