Morgunblaðið - 13.01.2016, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
94.900
Verð
119.900
Verð
69.900
Ný vara
Veggskápur USG
Upphengdur læsanlegur verkfæraskápur með
rennihurð, læsanlegur. Kjörinn fyrir geymslu á
verkfærum. Stærð: 1375x714x145
USG F1Z600
69.900
Ný vara
Vinnuborð
Traust vinnuborð frá USG.
Sterkur járn rammi.
Stærð: 1500x780x830mm
USG F1Z200
Síðumúla 11・568 6899・www.vfs.is
Verkfæraskápur 188 verkfæri
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir.
USG FIRP7B
Verkfæraskápur 172 verkfæri
7 skúffur með frauðbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir.
USG FIRP7B-FOAM
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra, telur að breyta
þurfi verklagi í skipulagsmálum í
miðborg Reykjavíkur, svo verktakar
komist ekki upp með að sýna ekki
teikningar af húsum fyrr en rétt áð-
ur en til stendur að samþykkja
byggingu húsanna.
„Ég hef miklar skoðanir á þessu
og hef haft um
nokkurt skeið.
Það er búið að
vera viðvarandi
vandamál mjög
lengi að fólk fær
ekki aðgang að
þessum upplýs-
ingum fyrr en
það er komið það
nálægt fram-
kvæmdum að
menn leyfa sér, þegar fram koma at-
hugasemdir, að segja að það sé of
seint. Það er fráleitt fyrirkomulag.
Auðvitað skiptir útlit húsa máli, ekki
síður en staðsetningin eða umfangið.
Það á sérstaklega við miðbæinn,
svæði sérstakrar byggingarlistar og
sögu. Ég tel mikilvægt að menn
breyti þessu og það er líka í anda
þess sem menn gera kröfu um nú til
dags; betri aðkomu almennings að
ákvörðunum, betri upplýsingagjöf
og gagnsæi.“
Kjörnir fulltrúar líka í vanda
Sigmundur Davíð segir þetta oft
hafa verið til umræðu þegar hann
sat í skipulagsráði Reykjavíkur.
„Við vorum sammála um að það
væri ekki gott fyrirkomulag að jafn-
vel fulltrúar í skipulagsráði fengju
ekki að meta útlit húsa fyrr en rétt
áður en menn færu að byggja, svo
ekki sé minnst á íbúana. Útlitið skil-
aði sér alltaf seint og um síðir og var
jafnvel ekki ætlast til þess að við,
hinir kjörnu fulltrúar, hefðum skoð-
un á því. Það fannst mér ótækt. Það
var góð samstaða um það í skipu-
lagsráðinu á sínum tíma að þessu
þyrfti að breyta og embættis-
mönnum, sem mér fannst vera sam-
mála okkur, hafði verið falið að gera
það,“ segir Sigmundur Davíð og tek-
ur dæmi af nýbyggingu sem til stóð
að reisa í miðbænum á sínum tíma.
Verktakinn hafi ítrekað fengið
þau skilaboð að endurhanna glugga
hússins, þannig að það félli betur að
umhverfinu. Sigmundur Davíð seg-
ist svo síðar hafa ekið fram hjá hús-
inu, eftir að hann var hættur í skipu-
lagsráði, og þá tekið eftir að rangir
gluggar voru á húsinu.
Auka þurfi eftirlit á þessu sviði.
Sigmundur Davíð telur aðspurður
eðlilegt að á næstu misserum hafi
skipulagsyfirvöld í Reykjavík frum-
kvæði að því að íbúar, sem og kjörn-
ir fulltrúar, fái að sjá myndir af
fyrirhuguðum húsum í miðbænum
mun framar í skipulagsferlinu.
„Þau ættu tvímælalaust að gera
það. Jafnframt finnst mér að emb-
ættismennirnir ættu að vera ófeimn-
ir við að gæta þessara grundvallar-
atriða um hönnunina og auðvitað er
þetta alltaf háð samhenginu. Það er
engin ástæða til að menn hafi sömu
skoðun á nýbyggingarhverfi, eins og
þegar jafnvel er verið að fjarlægja
hús í gamalli byggð og byggja þar
eitthvað í staðinn. Lög um verndar-
svæði í byggð ættu að gera sveitar-
stjórnum þetta auðveldara. Þau voru
sett að erlendri fyrirmynd, þar sem
þau hafa, til dæmis í Bandaríkjunum
og Bretlandi, verið í notkun í yfir
hálfa öld og skipt miklu máli við að
ná þessu fram, að vernda heildar-
yfirbragð og tryggja að uppbygging
sé til þess fallin að styrkja það og að
minnsta kosti ekki að skaða það.“
Hefur gerst hvað eftir annað
Sigmundur Davíð telur aðspurður
að þeir sem standa að uppbyggingu
Hafnartorgs ættu að hægja á verk-
efninu og hlusta á gagnrýni á það.
„Ég tel að það væri mjög æskilegt
og reyndar nauðsynlegt. Þetta er
reyndar ekki ný saga. Menn hafa séð
þetta gerast hvað eftir annað, þegar
það verða þessi svokölluðu skipu-
lagsslys, að hönnuninni er skellt
fram á síðustu stundu og um leið er
fólki sagt að það sé orðið of seint að
hafa skoðun. Það er auðvitað ótækt
fyrirkomulag. Þetta snýst annars
vegar um skipulagið, byggingar-
magnið og annað slíkt, og svo útlitið.
Ég hef verið gagnrýninn á bygging-
armagnið á þessum reit og útlitið.“
Sigmundur Davíð bendir svo á að
30.000 fermetrar á Hafnartorgi jafn-
gildi 13 Iðnaðarbankabyggingum í
Lækjargötu. Byggingarmagnið á
Hafnartorgi hafi frá 2010 aukist um
sem nemur þremur slíkum bygg-
ingum. Þá styrki hönnunin síður en
svo heildarmynd Kvosarinnar.
Nikulás Úlfar Másson, byggingar-
fulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að
þegar verktaki, eða arkitekt, af-
hendir byggingarfulltrúa gögn séu
þau talin opinber eftir að þau hafa
verið lögð fram á afgreiðslufundi
byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi geti þá, lögum
samkvæmt, ekki meinað fjölmiðlum,
eða öðrum fyrirspyrjendum, að sjá
gögnin. Hann segir að þegar breyt-
ing á deiliskipulagi er auglýst eða
grenndarkynnt sé gefinn kostur á að
leggja fram athugasemdir. Síðan
tekur deiliskipulagið gildi eftir sam-
þykkt umhverfis- og skipulagsráðs
Reykjavíkur. Séu aðalteikningar
arkitekta taldar samrýmast skipu-
laginu sé ekki þörf á grenndarkynn-
ingu, þær eftir atvikum samþykktar
og byggingarleyfi gefið út.
Landstólpar – þróunarfélag fer
með uppbyggingu á Hafnartorgi.
Myndbirtingin ótímabær
Á meðan hönnun húsanna var til
umfjöllunar hjá byggingarfulltrúa
óskaði Morgunblaðið eftir teikn-
ingum af húsunum hjá félaginu. Þau
samskipti hófust í apríl í fyrra og
lauk skömmu fyrir jól með birtingu á
tölvumynd af fyrirhugaðri
verslunargötu á Hafnartorgi. Þegar
málið var til meðferðar taldi tals-
maður félagsins ótímabært að birta
myndir af húsunum. Þær væru í
vinnslu.
Sömu sjónarmið koma reglulega
fram í samskiptum Morgunblaðsins
við verktaka og félög sem eru að
byggja upp í miðborg Reykjavíkur.
Fyrir vikið hefur komið fyrir að íbú-
ar nærri viðkomandi byggingarstað
sjá útlit húsanna fyrst þegar um
málið er fjallað í Morgunblaðinu, þá í
kjölfar samþykkis borgaryfirvalda.
Almenningur fái að sjá útlit húsanna
Forsætisráðherra segir ótækt að almenningur fái ekki að sjá útlit húsa fyrr en í lok skipulagsferlis
Verktakar svari þá jafnan að of seint sé að gagnrýna útlit Telur rétt að endurhanna Hafnartorg
Tölvuteikning/PK arkitektar/Birt með leyfi
Horft frá Arnarhóli Svona mun Hafnartorgið að óbreyttu líta út árið 2018.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson