Morgunblaðið - 13.01.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hin skelfi-lega árás áferðamenn í Istanbúl í gær er einungis nýjasta áfallið af því tagi sem heimsbyggðin hefur orðið fyrir að undanförnu. Þó að ekki séu öll kurl komin til grafar varð snemma ljóst að Ríki ísl- ams eða aðilar með tengsl við þau samtök bera höfuðábyrgð- ina á ódæðinu. Þetta er ekki fyrsta árásin á tyrkneskri grund sem hægt er að rekja til Ríkis íslams og fróðlegt verður að sjá hvernig Tyrkir munu bregðast við að þessu sinni. Erdogan forseti og Davotoglu forsætisráðherra hafa þegar lofað því að árásinni verði svarað og að baráttunni við Ríki íslams verði haldið áfram. Hafa verður í huga í því sam- hengi að viðbrögð Tyrkja við fyrri árásum virtust beinast ekki síður að Kúrdum í Sýr- landi, sem þó hafa lagt hvað mest á vogarskálarnar í barátt- unni gegn Ríki íslams á jörðu niðri. Verður fróðlegt að sjá, hvort ódæðið nú muni breyta þeim áherslum Tyrkja þannig að höfuðáherslan verði lögð á að sigrast á Ríki íslams, frekar en að jafna sakirnar við Kúrda. Til lengri tíma litið gæti árásin, líkt og aðrar slíkar, haft mikil og neikvæð áhrif á þróun mála. Þróunin í Tyrk- landi hefur á síð- ustu árum hægt og bítandi verið sú að Erdogan hefur aukið völd sín og hert tökin. Árásin gæti hæg- lega ýtt frekar undir þá þróun. Með því að ráðast á ferða- menn tekst Ríki íslams að sá fræjum óttans ekki bara í Tyrk- landi, heldur einnig meðal al- mennings í öðrum ríkjum. Á það ekki síst við um Þýskaland, en níu af tíu staðfestum fórn- arlömbum sprengingarinnar komu þaðan. Þjóðverjar ákváðu í kjölfar hryðjuverkanna í París að veita Frökkum og bandamönnum þeirra stuðning í loftárásum sínum, án þess þó að flugher landsins tæki beinan þátt í hernaðaraðgerðum. Sú spurn- ing vaknar því eðlilega hvort ekki sé eðlilegt skref fyrir Þjóðverja nú að taka beinan þátt í aðgerðunum gegn hryðju- verkasamtökunum. Ódæðið í gær er ekki fyrsta hryðjuverkið sem Ríki íslams stendur fyrir á árinu utan landamæra sinna og verður örugglega ekki það síðasta. Það verkefni að uppræta samtökin verður æ brýnna eftir því sem hermdarverkunum sem framin eru í nafni þeirra fjölgar. Baráttan gegn Ríki íslams verður æ brýnni} Skelfilegt ódæði Hætt er við aðværi öllum yf- irlýsingum grein- ingardeilda ís- lensku bankanna frá árunum 2006- 2008 safnað saman í eina bók myndi innihaldið þykja kúnstug lesning. En muna verð- ur að þær fámennu deildir á norðurhjara voru ekki einar á ferð. Öflugustu fjármálastofnanir í heimi, ásamt frægustu setrum vísinda og fræða, sem flestir bukta sig niður í gólf er þeir heyra á minnst, voru á líku róli. Fullyrðingar, sem flennt var upp þá, sýnast ótrúlega barnalegar nú í ljósi þess sem varð. En alkunna er að brennt barn forðast eldinn. Enn er nægilega skammt frá sviptingaárinu 2008 til þess að menn hafi vara á sér. Og ekki er útilokað að því geti svartsýnin nú keyrt menn niður í svörtustu hol, rétt eins og blind- andi bjartsýni hóf næstum alla hjörðina upp í skýin á fyrr- nefndu skeiði. En frétt á borð við þá, sem mbl.is birti í gær, hlýtur að hringja bjöllum, þótt óvíst sé hversu margar og hljómmiklar þær verði. En í fréttinni segir að grein- ingardeild „Royal Bank of Scotland hefur sent viðvörun til viðskiptavina. Þeim er ráðlagt að losa sig við hluta- bréf og leita öryggis í ríkisskuldabréf- um. Bankinn telur að efnahagshörmungar muni ríða yfir á árinu. „Í fjölmennum sal er útgönguleiðin þröng,“ seg- ir bankinn. „Hættan er mikil.““ Samkvæmt fréttinni telur greiningardeild RBS enn fremur „að horfur ársins séu líkt og þær voru árið 2008. Útlitið er talið svart og bent er á að hlutabréfa- verð gæti fallið um tuttugu pró- sent og að olíutunnan gæti fari niður í sextán dollara. Bankinn segir verðhjöðnun og slæma stöðu á mörkuðum í Kína vera mikið áhyggjuefni. Þá er talið að skuldasöfnun fyrirtækja og heimila sé of mikil.“ Illa horfir reynist þessi grein- ingardeild vera spámannlegar vaxin en slíkar deildir voru sein- ast. Hinu er þó ekki að neita að mörg teikn eru uppi í byrjun þessa árs um að allra veðra sé von í efnahags- og fjármálum á næstu misserum. Vonandi rætist betur úr en horfir. Nú er deiluefnið, hvort ný kreppa sé að skella á eða hvort kreppunni sem hófst 2007/8 hafi aldrei lokið} Spámenn sjá vart út úr augum Þ að bar við fyrir ekki svo löngu að hópur karlmanna réðst að konum og beitti kynferðislegu ofbeldi; karlarnir nugguðu sér upp við konurnar, afklæddu þær að öllu eða nokkru leyti, káfuðu harkalega á þeim og sumum var nauðgað af fleiri en einum karl- anna. Nú vill svo til að ég er ekki að tala um at- burðina í Köln á nýársnótt, heldur gerðist þessi atburður síðasta sumar í Hanoi, höf- uðborg Víetnams, þegar hópar ungra karl- manna beittu stúlkur í sundlaugagarði kyn- ferðislegu ofbeldi. Víetnamskir karlar eru aðallega búddatrúar, kristnir og caodaistar. Austur í Japan er kynferðislegt ofbeldi gegn konum vandamál í lestakerfi landsins og í könnun í framhaldsskólum í Tókýó fyrir nokkrum árum kom fram að tveir þriðju hlutar stúlkna í skólanum höfðu orðið fyrir slíku káfi í lest á leið í eða úr skóla. Fyrir vikið komu yfirvöld á sérstökum lesta- vögnum fyrir konur eingöngu. Trúleysi er útbreitt í Jap- an, en þeir sem trúa eru alla jafna búdda- eða sjintotrúar. Í Suður-Asíu þekkist fyrirbæri sem kallast „Evuhrell- ing“, þegar hópar karla veitast á kynferðislegan hátt að einni eða fleiri konum, stundum með orðum, en líka með káfi og öðru ofbeldi. Dæmi um þetta eru frá Indlandi, þar sem mikill meirihluti játar hindúatrú, en líka Pakistan og Bangladess þar sem múslimatrú er ríkjandi. Á nýársnótt í Köln gerðist það að hópar ungra karl- manna veittust að konum, rændu þær í mörgum tilfellum og beittu fjölmargar kynferðislegu ofbeldi, allt frá káfi til nauðgana. Flestir karlanna voru að sögn frá Norður-Afríku, en sam- kvæmt upplýsingum í þýskum fjölmiðlum var 31 handtekinn: níu Alsíringar, átta Marokkó- menn, fimm Íranar, fjórir Sýrlendingar, tveir Þjóðverjar, einn Serbi og einn Bandaríkja- maður. Ekkert hefir verið gefið upp um trúar- brögð viðkomandi, en meirihlutinn væntan- lega múslimar. Af þessari upptalningu er þér vonandi ljóst, ljúfi lesandi, að undirrót ofangreindra ofbeld- isverka er ekki trúarbrögð óþokkanna, heldur er það menningarlegt, karlamenningarlegt, og má finna í samfélögum um heim allan. Þótt vandi kvenna sé vissulega víða mun meiri en í Vestur-Evrópu og í sumum þeirra landa þar sem konur njóta minnstra réttinda sé íslam ríkistrú rekumst við alls staðar á kynjamisrétti sem birt- ist meðal annars í vændi, klámi og kynbundnu ofbeldi svo dæmi séu tekin – yfirráð karla yfir konum eru rót- grónasta yfirráðakerfi mannkynssögunnar og eldri en nokkur trúarbrögð. Aukinn áhugi á kynfrelsi kvenna er jákvæður, en ekki ef hann er knúinn af rasisma. Á forsíðu þýska blaðsins Focus í vikunni birtist mynd af nakinni konu með kám- ugum handarförum í tilefni af illverkunum í Köln. Vænt- anlega þarf ekki að taka fram að konan var hvít, en hand- arförin svört; skilaboðin: Látið okkar (hvítu) konur í friði! arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Látið (okkar) konur í friði! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Endurheimt votlendis get-ur reynst þungt lóð ávogarskálarnar í lofts-lagsbókhaldi okkar Ís- lendinga. Baráttan við losun gróð- urhúsalofttegunda hefur staðið lengi eins og jarðarbúar voru ræki- lega minntir á með fréttaflutningi frá loftslagsþingi Sameinuðu þjóð- anna í París nýverið. Votlendissetur Landbúnaðar- háskóla Íslands (LBHÍ) var stofnað vorið 2008. Forstöðumaður þess er Hlynur Óskarsson, deildarforseti umhverfisdeildar LBHÍ. Hann er votlendisvistfræðingur að mennt. Votlendissetrið hefur haldið úti fræðasetri um votlendi og þar er lögð stund á rannsóknir og ráðgjöf um votlendi. Endurheimt votlendi Hlynur vissi til þess að nokkur sveitarfélög hefðu gripið til ýmissa aðgerða vegna votlendis og fram- ræslu. Borgarbyggð hefur gert framræslu leyfisskylda og þarf að sækja um leyfi til framræslu þar. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að endurheimta votlendi í Úlfars- árdal. Auk þess er fuglafriðland í Vatnsmýri, sem kunnugt er. Garða- bær hugleiðir að endurheimta vot- lendi á Álftanesi og víðar í sveitar- félaginu. Þá hefur Reykhólahreppur lagt til allstórt land, Kotland, suðaustur af þorpinu á Reykhólum. Þar endurheimti Vegagerðin votlendi til mótvægis við votlendi sem raskaðist vegna framkvæmda. Svæðið tengist fugla- friðlandi þar sem hreppurinn hefur sett upp fuglaskoðunarhús. Eigandi Reykhólajarðarinnar hefur einnig stundað endurheimt votlendis á landi sínu alveg frá 1970. Hlynur nefndi einnig fuglafrið- landið í Flóa þar sem votlendi var endurheimt með neðanverðum austurbakka Ölfusár með því að fylla upp í framræsluskurði. Upp- haf þess var að Fuglavernd og Eyrarbakkahreppur, sem síðar varð hluti af Árborg, fengu styrk úr Umhverfissjóði verslunarinnar. Sveitarfélagið lagði til landið. Þá- verandi nefnd landbúnaðarráðu- neytisins um endurheimt votlendis kom einnig að málinu. Nefndin starfaði í um tíu ár og lauk störfum 2006. Við framræslu mýra lækkar jarðvatnsstaðan og súrefni kemst að mólögum sem safnast hafa upp frá ísaldarlokum. Við það hefst „hægur bruni“ fyrir tilstilli loft- háðra örvera og kolsýringur slepp- ur út í andrúmsloftið. Hlynur sagði að með því að hækka vatnsstöðuna á ný upp undir yfirborðið og end- urheimta votlendið dragi úr þess- um „hæga bruna“ um a.m.k. 90%. Framræst land vegur þyngst Losunarstuðull kolefnis úr framræstu landi á Íslandi er 5,7 tonn á hvern hektara á ári. Íslend- ingar voru mjög stórtækir í fram- ræslu og ræstu fram 4-5 þúsund ferkílómetra, 400-500 þúsund hekt- ara, sem er ámóta og allt mýrlendi sem ræst var fram í Þýskalandi. Munurinn er sá að í Þýskalandi búa 75 milljónir manna en hér búa 330.000 íbúar. Kolefnið binst síðan súrefni og myndar koltvísýring. „Þetta er geysimikið magn sem losnar á þennan hátt og framræst land er langstærsta uppspretta gróðurhúsalofts á Íslandi, meira en allar samgöngur eða stóriðja losa,“ sagði Hlynur. „Losun gróður- húsalofts úr framræstu landi vegur svo þungt hjá okkur því við erum fámenn þjóð og vorum dugleg við framræsluna.“ Endurheimt votlend- is dregur úr losun Morgunblaðið/RAX Framræsla Stór flæmi votlendis hafa verið ræst fram í áranna rás. Með endurheimt votlendis er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúruvernd- arsamtök Austurlands – NAUST hafa hvatt sveit- arstjórnir á Austurlandi til að hafa for- göngu um að finna svæði í lands- hlutanum þar sem endurheimt votlendis gæti farið fram. Erindi NAUST þess efnis var m.a. rætt á fundi bæjarráðs Fljótsdalshér- aðs hinn 11. janúar sl. NAUST hefur sótt um styrk til umhverf- isráðuneytisins til að vinna að tillögu að tíu svæðum á Austur- landi þar sem endurheimta megi ónýtt votlendissvæði. Í bréfinu er m.a. bent á að 72% af heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi séu vegna framræsingar lands, að sögn umhverfisráðherra. Stór hluti framræstu svæðanna sé ekki lengur nýttur í landbúnaði eða til matvælaframleiðslu. Leitað að tíu svæðum AUSTURLAND Hlynur Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.