Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 ✝ Sigríður Krist-ín Brynjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 13. október 1967. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 29. des- ember 2015. Foreldrar henn- ar eru Valgerður Kristjánsdóttir, f. 21.6. 1944, og Brynjólfur Kristinsson, f. 28.7. 1937, d. 22.5. 2014. Systkini Sigríðar eru: Hildur, f.19.12. 1964. Valdís, f. 26.7. 1966, maki Sævar Hansson. Hrund, f. 21.6. 1974. Systkini sam- feðra eru: Kristinn Lárus, f. ur þeirra er Pálmar Dan, f. 15.7. 1988, þau slitu samvistir. Sigríður ólst lengst af upp í Breiðholtinu og í Bolungarvík. Hún lauk grunnskólaprófi í Fellaskóla. Hún vann á Al- þingi þegar fyrsta barnið fæddist en valdi að gæta barna heima þegar sonurinn kom í heiminn. Þau Einar bjuggu á Snorrabrautinni þar til þau fluttu á Hellissand, síð- ar keyptu þau íbúð í Hafn- arfirði, þar sem heimili henn- ar var þar til ári áður en hún lést. Sigga vann ýmis störf eins og í Osta- og smjörsöl- unni, á skrifstofu Sambíóanna og í Jolla á kvöldin. Síðar vann hún í mötuneyti Héðins, hjá 365 miðlum og síðast í mötuneyti HB Granda. Hún flutti síðan úr Hafnarfirðinum í Laugarnesið. Útför Sigríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. janúar 2016, klukk- an 13. 2.10. 1959, maki Guðmunda Guð- jónsdóttir. Krist- jana, f. 15.3. 1960. Páll, f. 8.6. 1960, maki Margaret Brynjolfsson. Dóttir Sigríðar og Viðars Zophan- íassonar er Val- gerður Brynja, f. 10.7. 1985. Maki Valgerðar er Dav- íð Þór Björnsson. Börn þeirra eru Ylfa Rán Hjaltadóttir, f. 28.8. 2003, Jakob Máni Júl- íusson, f. 7.4. 2008, og Aþena Ýr Davíðsdóttir, f. 31.10. 2012 Sigríður var í sambúð með Einari Vigni Sigurðssyni. Son- Þegar ég var að verða þriggja ára kom mamma heim með Siggu af Fæðingarheim- ilinu. Ég flýtti mér að kíkja of- an í burðarrúmið og sagði: „Já, þetta er Valdís!“ En virðist svo átta mig og segi hissa: „Nei, þetta er ekki Valdís!“ Þessi misskilningur er kannski skilj- anlegur í ljósi þess að þarna var Valdís systir aðeins eins árs. Þetta voru mín fyrstu kynni af Siggu systur en m.a. vegna lítils aldursmunar vorum við systurnar mjög samrýmdar frá barnæsku. Aðeins á unglingsár- unum varð einhver breyting þar á en það stóð ekki yfir í langan tíma. Þegar við nálguðumst full- orðinsárin flutti ég til Frakk- lands og Sigga fór að vinna og eignaðist Völu Brynju og seinna Pálmar Dan. Á þessum tíma var ekkert internet og því voru bréfaskriftir og símtöl heim mér mjög mikilvæg til að draga úr heimþránni sem hrjáði mig oftar en ekki. Bréfin voru oft lengi að ber- ast að mér fannst og símtöl það dýr að þau hefðu átt að vera af skornum skammti. En alltaf hringdi Sigga reglulega í mig og finnst mér það vera lýsandi fyrir það hvernig manneskja hún var – alltaf boðin og búin til að láta öðrum líða betur. Ósjaldan töfraði hún fram veislumat þegar maður var bara rétt að kíkja í heimsókn og oftast sá hún um matseldina fyrir alla þegar við vorum stór- fjölskyldan að hittast. Alltaf hress og kát og jákvæð. Við höfum ætíð verið mjög nánar allar systurnar þrátt fyr- ir að vera ólíkar að mörgu leyti og hafa farið mismunandi leiðir í lífinu. Sigga var örugglega sú þol- inmóðasta af okkur en hún gat t.d. setið tímunum saman við að púsla hin erfiðustu púsl og mér er mjög minnisstætt hvað hún gat náð langt í Mario Bros- tölvuleiknum í gamla daga, sælla minninga! Hún var líka sú eina í fjöl- skyldunni sem tókst að leysa töfrateninginn sem ég hef alltaf verið full aðdáunar yfir. Það sem var ekki síður aðdáunar- vert var handavinnan hennar, en það sem hún prjónaði eða saumaði var svo fallegt og óað- finnanlegt. Ég er svo þakklát fyrir það hvað við eyddum miklum tíma saman síðastliðið sumar. Valdís „Noregsfari“ var því miður fjarri góðu gamni en við hinar nutum þess að dvelja um tíma í bústaðnum hennar og Sævars. Hin árlega sumarútilega í Fljótshlíðinni hjá mömmu og Bjarna varð mun lengri en vanalega – við skelltum okkur meira að segja til Vestmanna- eyja með börnum og barna- börnum og lékum túrista um Suðurlandið. Bæjarrölt á björt- um sumarnóttum, þar sem gist- ing var innifalin hjá Siggu sem var nýflutt í Laugardalinn, eru mér einnig mjög minnisstætt. En eins og einstök púsl geta verið mismunandi í laginu þá mynda þau eina heild þegar þau eru sett saman og þannig finnst mér við systurnar hafa verið. Núna þegar eitt púsl vantar í spilið er eins og ég sé búin að missa hluta af sjálfri mér sem aldrei verður að fullu bættur. Sigga var ekki aðeins systir mín heldur góður vinur sem dæmdi aldrei og ég gat treyst. Systrahópurinn verður aldrei samur en ég veit að við hinar munum veita hver ann- arri styrk ásamt öðrum fjöl- skyldumeðlimum með því að halda í yndislegar minningar sem við eigum um Siggu syst- ur. Hildur Brynjólfsdóttir. Elsku Sigga litla systir mín situr úti í götu. Þetta notaði ég mikið í gegn- um árin. Þá sagði hún oft: „Val- dís mín, ég er ekki litla systir þín, ég er stærri en þú.“ Sigga var þó einu ári yngri en ég og minnti ég hana á það reglulega. Við vorum alla tíð mjög nánar. Við deildum herbergi stóran hluta æsku okkar og dunduðum okkur við hina ýmsu iðju. Á tímabili sungum við út í eitt, leystum krossgátur, púsluðum eða teiknuðum Gissur gullrass í A4 og margt fleira. Þegar Sigga eignaðist Völu Brynju, tæplega 18 ára, bjó hún ennþá heima. Þetta var á „djammárunum“ miklu en Sigga lét nánast alveg af öllu djammi og einbeitti sér að móð- urhlutverkinu sem hún sinnti af mikilli ábyrgð. Pálmar Dan eignaðist hún svo tæplega 21 árs. Þá hætti hún að vinna á Alþingi og gerð- ist dagmamma til að geta verið meira heima með börnunum. Sigga átti alla tíð mjög auð- velt með að eignast vini, hún vingaðist við alla og aldur eða þroska setti hún ekki fyrir sig í þeim efnum. Hún var síbrosandi og mjög hjálpfús. Hún var mikill dugn- aðarforkur, vann hratt og vel og lagði sig alla fram við vinnu sína. Mér er minnisstætt þegar hún hjálpaði til við flutninga þegar ég flutti milli landshluta og var með fimm vikna barn á handleggnum. Hún sagði: „Val- dís mín, slakaðu á og sestu nið- ur, við hin reddum þessu.“ Og svo var allt sett á fullt. Við systurnar Hildur, ég, Sigga og Hrund höfum verið duglegar að eiga systrastundir og þar sem Sigga hafði mikla hæfileika í matseld fékk hún stærstu ábyrgðina á því sviði. Þessar systrastundir voru okk- ur systrum mjög dýrmætar og miklar gleðistundir. Við hinar munum halda áfram að hittast og njóta þess að hafa hvor aðra en það verður tómlegt án Siggu litlu systur. Við munum ylja okkur við góðar minningar. Sigga var mjög þrjósk og átti oftast síðasta orðið í þræt- um. Þessi þrjóska hjálpaði henni í gegnum margskonar mótlæti í lífinu og hjálpaði henni þegar hún mætti sínu stærsta og erfiðasta verkefni, lungnakrabbanum. Hún tók þessu verkefni með sama æðruleysinu og öllu öðru. Þeg- ar hún hringdi í mig og færði mér fréttirnar brast ég í grát. Þá sagði þessi elska: „Elsku Valdís mín, ég hef sennilega ekki sagt þér þetta á nógu nærgætinn hátt.“ Hún barðist fram á síðasta augnablik. Hún vissi að hverju stefndi en leyfði sér ekki að gefast upp. Síðasta samtalið sem ég átti við hana, fimm tímum áður en hún lést, sagði ég að mér þætti svo sárt að hún þyrfti að ganga í gegnum þetta. Hún svaraði með blíðum róm: „Ég er ekki að ganga í gegnum neitt.“ Hún var full áttuð og með á nótunum, hún vildi bara ekki gefast upp. Ég spurði hana hvernig henni liði og sem staðfesting á hversu vel var hugsað um hana á krabba- meinsdeild 11E svaraði hún „mér líður ljómandi vel,“ og svo brosti hún. Elsku Sigga mín, ég sakna þín svo sárt og á svo erfitt með að sætta mig við örlög þín. Ég veit að þú munt eignast fullt af vinum þarna „hinumegin“ eins og þú gerðir hér og góð- mennska þín og létta lund munu fá að njóta sín þar eins og hér. Þar til við hittumst að nýju. Valdís Brynjólfsdóttir, stóra systir. Ég stari á símann minn – ó, hvað ég vildi óska að hringt væri í mig. Í símanum stendur nafnið hennar og þegar hún hringir birtist mynd á skjánum af henni, þessa mynd sé ég aldrei aftur, heyri rödd hennar aldr- ei aftur, mun ekki eiga næt- urlöng símtöl um allt og ekk- ert þar til ég nánast sofna talandi. Fer ekki í systraferð með henni í bústaðinn og syng há- stöfum í bílnum á leiðinni eða keppi við hana í sundi – já keppa, það gerðum við oft. Fyrsta keppnin sem ég man eftir var hvor okkar gæti borð- að ristaða brauðið í færri bitum – hún vann – alltaf. Sama hvað ég reyndi að galopna sjö ára gamla munninn minn, tókst Siggu, sem var helmingi eldri þá, alltaf að gleypa brauðið í færri bitum. Og síðasta keppn- in okkar var síðastliðið vor í Laugardalslauginni. Ég taldi öruggt að ég myndi nú verða fljótari, enda búin að vera dug- leg að æfa mig og farin að synda skriðsund og allt, en ó nei! Sigga, sem hafði ekki synt í háa herrans tíð, beið á bakk- anum og klappaði og hvatti mig með miklum látum í mark! Þegar við vorum litlar var Sigga dugleg að „ala mig upp“ eins og hún sagðist sjálf vera að gera, borða með lokaðan munn- inn, ganga bein í baki og ganga beina leið með dúkkuvagninn á malarveginum í Bolungarvík. Eitthvað fannst henni uppeldið á mér vera slakt og hinir fjöl- skyldumeðlimirnir dekra mig of mikið, en svo urðum við eldri og þegar Vala fæddist treysti hún litlu systur til að gæta hennar. Hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd þegar ég þurfti á að halda. Hún kom vestur til að hjálpa mér að flytja til Danmerkur og 16 árum síðar kom hún þangað til að hjálpa mér að flytja heim aftur. Sigga var stolt af afkomend- um sínum. Hún var með sér herbergi fyrir barnabörnin, fullt af leikföngum. Litla skott- ið mitt elskaði að koma í heim- sókn og prófa alla prinsessuk- jólana. Hinar stelpurnar mínar höfðu mikla matarást á henni, enda gerði hún góðan mat sem hún nostraði við. Ég heimsótti hana eitt sinn í veikindunum um hádegisbil, hringdi rétt á undan til að vita hvort ég ætti ekki að ná í einhvern mat handa okkur. Orkulaus eins og hún var í miðri lyfjameðferð, vildi hún ekkert svoleiðis, sagð- ist snara kjúlla og frönskum inn í ofn og var það síðasta mál- tíðin okkar saman. Þó svo að síðustu 30 árin hafi nær alltaf einhver okkar systra búið erlendis var Sigga klettur- inn sem við vissum alltaf af á Ís- landi. Í minni minningu höfum við alltaf verið góðar systur. Ég minnist þess ekki að hafa rifist við hana nokkurn tímann. Við vorum fjögurra blaða smári, að- eins með fjórum blöðum geta óskirnar ræst, nú vantar óska- blaðið. Það er skarð sem aldrei verð- ur fyllt. Nú þegir síminn seint á kvöld- in þegar aðrir sofa. En ég vaki ein og sakna Siggu minnar svo sárt. Gott er ein með guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, þegar annar ylur dvín, – seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Við skulum leiðast eilífð alla, – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum.) Hrund Brynjólfsdóttir. Falleg, dugleg, hjálpsöm, yndisleg. Þessi orð eiga svo sannarlega við um hana Siggu Stínu frænku mína sem laut í lægra haldi, aðeins 48 ára, í baráttu við krabbamein. Við er- um systradætur. Það er sárt að sjá á eftir konu í blóma lífsins. Sigga Stína átti alltaf sér- stakan sess í lífi mínu. Árið 1979 passaði hún fyrir mig hann Kristján minn, þá aðeins 11 ára gömul. Hún tók sér ferð á hendur frá Bolungarvík, en þá bjó hún þar með foreldrum og systrum, og á Selfoss til að passa fyrir mig. Þá kom strax í ljós dugnaðurinn sem hún bjó yfir, að passa níu mánaða drenginn frá miðjum maí til ágústloka. Það sýndi sig þarna hjálpsemin, dugnaðurinn og væntumþykjan sem einkenndi hana æ síðan. Á þessum tíma var húlahringjaæðið í fullum gangi og hún var allra flinkust með hringinn frá hálsi og niður á tær, ekkert mál. Hún var líka með besta húlahringinn eins og hún sagði sjálf, en hringinn bjó Geiri til handa henni úr raf- magnsröri. Sumarið eftir fórum við fjölskyldan vestur í Bolung- arvík og heimsóttum Valgerði frænku og fjölskyldu. Þegar við komum þangað var Sigga Stína ekki heima og Kristján, sem þá var að verða tveggja ára, var ekki alveg tilbúinn að tala við allar þessar frænkur sínar. En þegar hann heyrði í Siggu Stínu tók hann á rás og beint í fangið á henni. Þar vildi hann vera og hvergi annars staðar, hann þekkti röddina hennar og hlýja fangið. Hjá Siggu Stínu vildi hann vera og vék ekki frá henni þann tíma sem við vorum hjá þeim. Á milli þeirra ríkti gagnkvæm vinátta alla tíð. Hvíl í friði, elsku Sigga Stína frænka. Sendum fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Sigríður (Sigga) og Þorgeir (Geiri). Elsku Sigga Stína. Kallið er komið og ég er ekki tilbúin að missa þig. Eftir yfir 40 ára vináttu ætti ég að vera farin að þekkja þig en það var svo sárt að fylgjast með þér í veikindum þínum og meiri hetju er ekki hægt að finna, þú varst svo dugleg og sterk. Ég gæti endalaust rifjað upp sögur af okkur en þá duga ekki 3.000 stafabil og ég er lé- legur penni. Margar af fyrstu minningum okkar saman leita nú til mín, fyrstu kynni okkar á róló í Bol- ungarvík er þú spurðir mig hvort ég vildi leika við þig og vorum við vinkonur upp frá því. Svo ótal margs er að minnast þegar af miklu er að taka. Mér er minnistætt þegar við vorum að baka fyrir jólin og tala saman í símann öll kvöld. Afraksturinn hefði dugað fyrir heilt mötuneyti en við vorum hvorug mikið fyrir smákökur og var þeim hent um páska. Eða þegar við prjónuðum út í eitt jólagjafir og seldum líka húfur sem við prjónuðum. Ég á eftir að sakna símtal- anna okkar. Okkur þótti gaman að púsla og þú rammaðir þín inn en ég tók mín saman aftur og púslaði þeim aftur og aftur. Ég mun ekki gleyma text- anum við Tvær úr Tungunum, það erum við á leið á ball. Þú varst svo dugleg til vinnu og vannst mikið og unnum við saman í Frystihúsinu í Bolung- arvík , Osta- og smjörsölunni og eins sástu um þrif hjá Cel- síus. Ferðin okkar til Barcelona með starfsfólkinu frá Celsíus var æði og hefðu þær mátt vera fleiri. Á jólahlaðborði Þróttar 14. nóvember síðastliðinn komstu með mér og Gunnu og vannst gistingu á Hótel Stracta. Því miður tókst okkur ekki að fara en við náðum að dansa saman. Þú varst heppin að eignast Völu Brynju og Pálmar Dan og barnabörnin þrjú Ylfu Rán, Jakob Mána og Aþenu Ýri. Ylfa Rán stóð þér mjög nærri og átti mikið pláss í hjarta þér. Minning mín um þig lifir í hjarta mér. Elsku Vala Brynja, Pálmar Dan og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning þín, elsku Sigga Stína. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt lát- inn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (höf. óþekktur) Þín vinkona, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir. Sigríður Kristín Brynjólfsdóttir Laugardags- morgunn, heldri kona í stólnum, aðr- ar sitjandi með kaffibolla inni í eldhúsi á Laug- arnesveginum og amma á fullu að klippa og greiða eftir kúnst- arinnar reglum. Þessi sterka mynd af ömmu minni mun ætíð fylgja mér. Svana amma var með duglegustu konum sem ég hef kynnst og í mörg ár eftir að hún hætti að reka sína eigin hár- greiðslustofu tók hún á móti við- skiptavinum alla laugardaga heim til sín. Bæði var það merki um vinnuhörku hennar en ekki síður um trygglyndi viðskiptavina Svanbjörg Hróbjartsdóttir ✝ Svanbjörg Hró-bjartsdóttir fæddist 9. júlí 1928. Hún lést 27. nóv- ember 2015. Útför Svan- bjargar fór fram í kyrrþey. hennar, sem vissu vel að þar var fag- maður á ferðinni en einnig um þau djúpu vináttutengsl sem hún hafði myndað við konurn- ar sem hún hafði sinnt, sumar ára- tugum saman. Amma Svana var hörð af sér og gat verið þrjósk þegar hún þurfti á því að halda. En hún vildi öllum vel og hafði þægilega og góða nærveru. Hún lagði rækt við fjölskyld- una og við barnabörnin nutum góðs af því að geta alltaf farið til ömmu Svönu. Margar af vinkon- um mínum minnast þess hve gott var að koma inn á heimili hennar og hve vel var tekið á móti þeim. Verandi elsta barna- barnið naut ég þess að vera löngum stundum í pössun hjá ömmu og átti margar góðar stundir með henni. Síðar þegar ég var sjálf komin með börn tók amma Svana alltaf vel á móti þeim, og skellti í pönnukökur ef vel lá á henni, en pönnsurnar hennar ömmu voru bestu pönns- ur í heimi. Ef frá eru talin veikindin sem hrjáðu hana síðustu æviárin var amma Svana alltaf mjög heilsu- hraust og myndarleg kona sem lagði mikla áherslu á líta vel út og koma vel fyrir. Henni fannst gaman að vera í kringum fólk. Einnig hafði hún unun af því að syngja og tónlist var henni í blóð borin. Hafði fallega söngrödd og var óhrædd við stíga á stokk, oft ásamt Gullu systur sinni og syngja, hvort sem það var í fjöl- skylduboðum, kirkjunni, en hún söng lengi í kirkjukórum víðveg- ar í Reykjavík, eða á samkomum eldri borgara. Að sama skapi fannst henni ofboðslega gaman að dansa og ef það heyrðist skemmtilegt lag í útvarpinu, þá átti hún til að standa upp eða setja frá sér það sem hún var að sýsla við og sveifla sér í takt við lagið. Þannig langar mig að minnast ömmu minnar, syngjandi og dansandi. Ásta Sigmarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.