Morgunblaðið - 13.01.2016, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
✝ Frosti Skag-fjörð Bjarna-
son fæddist á Ak-
ureyri 21. janúar
1930. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík 12.
desember 2015.
Foreldrar hans
voru Sigríður Ós-
land Sigurjónsdótt-
ir húsmóðir, f.
1902, d. 1973, og Bjarni Mar-
teinn Jónsson, sjómaður og
fangavörður, f. 1905, d. 1999.
Systir Frosta var Hanna Bjarna-
dóttir óperusöngkona, f. 1928, d.
1999.
Frosti kvæntist 26. desember
1953 Kötlu Kristínu Ólafsdóttur,
f. 10. október 1934, djákna og
vefnaðarkonu. Foreldrar henn-
ar voru Svanborg Þórdís Ás-
mundsdóttir, húsfreyja á Laug-
arvatni, f. 1905, d. 1988, og Ólaf-
ur Ketilsson, sérleyfishafi á
Laugarvatni, f. 1903, d. 9.7.
1999. Börn Frosta og Kötlu eru:
1) Ólafur Ketill flugstjóri, f.
1953, d. 2003. Hann var kvæntur
Jóhönnu Valgerði Hauksdóttur,
ljósmóður og hjúkrunarfræð-
Frá fyrra hjónabandi með
Bjarna Andréssyni smið, f. 1956,
á Svanborg Þórdís tvo syni:
Frosta tölvufræðing, f. 1984, og
Aron heilbrigðisverkfræðing, f.
1986. 4) Bjarni, flugstjóri, f.
1968, kvæntur Hrafnhildi
Gunnarsdóttur Peiser hagfræð-
ingi, f. 1972, og eiga þau tvær
dætur: Drífu Rós nema, f. 1997,
og Freyju Dröfn, f. 2006.
Frosti lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1947. Loftskeytaprófi 1948 og
prófi í radíó- og radartækni frá
Municipal Technical College í
Hull á Englandi 1950. Prófi í
loftsiglingafræði 1958, atvinnu-
flugmannsprófi og blindflugs-
prófi 1962 og öðlaðist flug-
stjóraréttindi 1965.
Starfaði sem loftskeytamaður
á togurum og Landhelgisgæsl-
unni, 1950-1957, var flug-
umsjónarmaður 1957-1959 og
flugleiðsögumaður 1959-1963.
Frosti var flugmaður á ýms-
um vélum Flugfélags Íslands og
síðar Flugleiða. Flugstjóri frá
1976 þar til hann lét af störfum
1993 fyrir aldurs sakir. Tók
hann þá upp þráðinn sem loft-
skeytamaður í Gufunesi, 1993-
2000. Hann var í stjórn FÍA, í
trúnaðarmannaráði FÍA, í
starfsráði FÍA, trygging-
arfulltrúi FÍA um árabil og í
stjórn eftirlaunasjóðs FÍA.
Útför Frosta fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
ingi, f. 1956, þau
slitu samvistir. Syn-
ir þeirra eru: a)
Haukur, flugmað-
ur, f. 1979, sam-
býliskona hans er
Erla Ólafsdóttir, f.
1984. Haukur á tvö
börn frá fyrri sam-
búð: Kristófer
Loga, f. 2008, og
Kolbrúnu Lind, f.
2012, með Guðrúnu
Bjarnadóttur, f. 1976. b) Frosti,
hagfræðingur, f. 1982, sambýlis-
kona hans er Ásdís Ólafsdóttir,
f. 1980, dóttir þeirra er Iðunn
Jóhanna, f. 2014. c) Hjörtur,
verkamaður, f. 1988, sambýlis-
kona hans er Sandra Dís Jóns-
dóttir, f. 1988, eiga þau tvö börn,
Aríu Dís, f. 2013, og Darra, f.
2014. 2) Sturla Skagfjörð, sagn-
fræðingur og flugumsjón-
armaður, f. 1956, kvæntur Ólöfu
Einarsdóttur textíllistakonu, f.
1959. Þau eiga tvær dætur;
Kötlu Rán, viðskiptafræðing, f.
1980, og Ólafíu nema, f. 1989. 3)
Svanborg Þórdís viðskiptafræð-
ingur, f. 1964, gift Ófeigi Gests-
syni, f. 1943, og eiga þau eina
dóttur, Kötlu Kristínu, f. 2001.
Nú hefur tengdafaðir minn
lagst til hinstu hvílu eftir alls-
narpa viðureign við veikindi.
Hann sagði stundum síðustu vik-
urnar að hann væri þreyttur.
Frosti Skagfjörð Bjarnason var
ungur drengur sendur frá for-
eldrum á Akureyri í fóstur í
Hegranes í Skagafirði. 12 ára fór
hann aftur í foreldrahús á Akur-
eyri, lauk þar námi við Mennta-
skólann og fór í framhaldsnám.
Hann lærði loftskeytafræði,
lærði að fljúga, var farsæll flug-
stjóri. Hann kynntist ungur kon-
unni sinni, Kötlu Kristínu Ólafs-
dóttur á Laugarvatni, þegar hún
var nærri búin að keyra yfir hann
á bremsulausri rútu föður síns.
Þau giftu sig og eignuðust fallegt
heimili og fjögur börn.
Þegar Svanborg Þórdís dóttir
þeirra var búsett á Blönduósi
kynntumst við og giftumst
nokkru síðar. Þá kynntist ég fjöl-
skyldu sem var samheldin. Frosti
og Katla komu oft í heimsókn og
fórum við margar ferðir um ná-
grennið. Minnisstæð er ferð í
Drangey og gönguferð upp með
Vatnsdalsá frá Forsæludal.
Í ilmandi lyngmóa, innan við
Bjarnastaði í Hvítársíðu, eignað-
ist fjölskyldan sumarhús sem
nefnt var Svanahlíð. Áttum við
þar margar samverustundir bæði
innan dyra og utan við plöntun
trjáa og lagfæringu beða, lagn-
ingu gangstíga og viðhald húss-
ins. Var þá margt spjallað og oft
sá ég gleðisvip á andliti Frosta,
sú gleði náði líka til augnanna
sem þá gjarnan geisluðu líka af
hlýju, ekki síst þegar afkomend-
ur bárust í tal en þeim sýndi
Frosti mikla umhyggju. Frosti
var með fádæmum vandvirkur,
sagði nákvæmlega frá ýmsum at-
vikum úr sögu sinni í gegn um
tíðina; silungsveiði á Grænlandi,
hreindýraveiði fyrir austan og
rjúpnaveiði á Holtavörðuheiði
svo dæmi séu tekin. Það var unun
að sjá hvernig andlit og augu
breyttust eftir umfjöllunarefni
hverju sinni. Hann sinnti öllu við-
haldi af samviskusemi og mikilli
natni. Það var stórskemmtilegt
að fylgjast með honum grafa fyr-
ir trjám og skógarþrastaungarn-
ir komu í heimsókn til hans og
fengu eitthvað gott í gogginn.
Byggt var lítið hús fyrir verkfæri
og það skírt Þrastahlíð. Þannig
liðu farsæl ár. Einn skugga bar
þó yfir og dró fyrir sólu. Það
gerðist á aðfangadag jóla árið
2003 þegar elsti sonur þeirra
hjóna, Ólafur Ketill, lést. Það
varð allri fjölskyldunni þung
raun. Þó svo tíminn hafi liðið og
minningarnar tekið við og þyrlað
yfir liðna tíð situr samt alltaf sár-
ið eftir.
Saman áttu þau Katla fallegt
heimili, þar voru allir velkomnir,
oft fjölmennt og kátt, gjarnan
sungið og leikið undir á píanó eða
saxófón. Þetta voru sælar stundir
Frosta, hann unni tónlist, kunni
fjölda texta, raddaða og óraddaða
og söng til margra ára í kórum.
Söngröddin erfðist til barnanna
og sungu oft saman Ólafur,
Sturla og Frosti, þegar fjölskyld-
an kom saman. Yndislegur fjöl-
skyldufaðir hefur nú kvatt og
haldið á fund genginna kynslóða.
Ófeigur Gestsson.
Frosti Skagfjörð
Bjarnason
✝ GuðbjörgAmelía Magn-
freðsdóttir fæddist
21. mars 1953. Hún
lést 24. október
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Magnfreð
Tryggvi Jónasson,
f. 16. október 1915
á Ísafirði, d. 17.
apríl 1991, og Val-
gerður Sigurborg
Jónsdóttir, f. 11. júní 1914 á
Galtarhrygg í Ísafjarðardjúpi,
d. 1. febrúar 1982.
Systkini Amelíu eru: Elín, f.
1943, Ingi Guðjón, f. 1945, Þor-
steinn Kristinn, f. 1949, Jens
Friðrik, f. 1950, og Sigríður
Steinunn, f. 1956.
Börn Guð-
bjargar Amelíu
eru: 1) Valgerður
Jóhanna, f. 1971,
börn hennar eru: a)
Kristófer Atli, f
1989, sonur hans
er Atlas Logi, f.
2013. b) Aron Már,
f. 1990, börn hans
eru Natalía Sól, f.
2012, og Tristan
Máni, f. 2013. c)
Tanja, f. 1994, sonur hennar er
Jóhann Elí, f. 2015. d) Stefán
Dagur, f. 2004, og e) Amelía
Sól, f. 2006. 2) Ásbjörn, f. 26.
apríl 1977.
Útför Guðbjargar fór fram
frá Ísafjarðarkirkju 7. nóv-
ember 2015.
Elsku mamma, hjartans þakk-
ir fyrir allt.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Valgerður og Ásbjörn.
Amelía var fimmta barn for-
eldra okkar. Það var mikil eftir-
vænting við fæðingu hennar en á
þeim tíma mátti ekki koma í
heimsókn á sjúkrahúsið svo að ég
sat í tröppunum á ganginum og
beið.
En svo kom hún í heiminn og
það var ást við fyrstu sýn þegar
ég fékk að sjá hana.
Þessi fallega systir mín ólst
upp að Seljalandsvegi 8 á Ísafirði,
í fjölskyldu sem var samhent
þrátt fyrir stundum lítil efni. Ég
fékk að dúlla með hana er hún
stækkaði, oft skreið hún upp í
með kalda fætur og fékk að hita
þær á stóru systu á meðan við lás-
um saman. Amelía var bráðgreint
og duglegt barn og gekk vel í
skóla. Hún fór snemma að vinna
eins siður var hjá unglingum þess
tíma.
Hana langaði til að læra meira
en það varð ekki. Hún vann fyrst
hjá Norðurtanganum og tók svo
meirapróf árið 1974. Prófið tók
hún á olíubíl og þótti nokkurt af-
rek enda ekki algengt að konur
tækju meirapróf.
Þegar Amelía var 18 ára gömul
eignaðist hún Valgerði Jóhönnu,
Vallý. Um tíma bjó Amelía með
Benedikt Guðmundssyni, föður
Valgerðar, en þau slitu samvist-
um og fluttu mæðgurnar þá til
foreldra okkar.
Árið 1977 fæddist Ásbjörn en
faðir hans er Bjarni Kjartansson.
Amelía leigði sér íbúð fyrir sig og
börnin og vann oftar en ekki tvö-
falda vinnu. Hún var í mörg ár í
Mjólkurstöðinni en síðan hjá
Gunnvöru hf.
Árið 1990 keypti Amelía hús í
Sundstrætinu, Messíönnuhús, og
vann eins og forkur við lagfær-
ingar á því enda bæði útsjónar-
söm og handlagin. Húsinu fylgdi
góður garður og þangað bauð hún
fjölskyldunni iðulega í mat á
sumrin enda bæði hjartahlý og
gestrisin.
Amelía var elsk að fjölskyldu
sinni, bóngóð og alltaf fyrst til að
rétta hjálparhönd. Hún var bros-
mild og stutt í glettnina en með
sterkan vilja og tók upp hanskann
fyrir þá sem minna máttu sín.
Börnum sínum unni Amelía
mjög og vildi allt fyrir þau gera.
Vinum Vallýjar og Ásbjörns, sem
og börnum þeirra, var hún eins og
önnur móðir.
Við söknum Amelíu sárt og um
leið og við kveðjum hana erum við
þakklát fyrir tímann sem við átt-
um með þessari yndislegu systur,
móður, ömmu og frænku. Allar
góðu og skemmtilegu minning-
arnar lifa áfram.
Elsku Vallý og fjölskylda og
elsku Ásbjörn, megi góður Guð
styðja ykkur í sorginni.
Elín Magnfreðsdóttir.
Guðbjörg Amelía
Magnfreðsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
KRISTMUNDUR HALLDÓRSSON,
fyrrverandi skrifstofustjóri,
Bræðratungu 36,
lést 6. janúar síðastliðinn. Útför hans fer
fram frá Digraneskirkju föstudaginn
15. janúar klukkan 13.
.
Gróa Jónatansdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS ÓSKARSSON
húsasmíðameistari,
Hamratungu,
lést sunnudaginn 3. janúar. Útförin fer
fram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 16. janúar klukkan 13.
.
Þuríður Jónsdóttir,
Jón Arnar Magnússon, Hulda I. Skúladóttir,
Harpa Sigríður Magnúsdóttir, Unnsteinn S. Snorrason,
Einar Kári Magnússon, Lilja Rún Bjarnadóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
Hrafnakletti 1,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
laugardaginn 16. janúar klukkan 14.
.
Jónína Kristín Eyvindsdóttir,
Eyvindur S. Magnússon, Ólafía G. Sigurvinsdóttir,
Kristján Á. Magnússon, Branddís M. Hauksdóttir,
Magnús H. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástæra eiginmanns, föður,
afa og langafa,
LOGA S. JÓHANNSSONAR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
gjörgæsludeildar Landspítala fyrir alúð og
óeigingjarnt starf.
.
Jóhanna M. Vestmann,
börn, afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓR HALLDÓRSSON
læknir,
sem lést 2. janúar, verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
19. janúar kl. 13.
.
Auður Ingólfsdóttir,
Guðlaug Þórsdóttir, Ingólfur Kristjánsson,
Jóna Þórsdóttir, Lars Peter Jensen,
Bolli Þórsson, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,
Hjalti Þór Þórsson
og barnabörn.
ANTONÍA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Steinaborg, Berufjarðarströnd,
síðast til heimilis að
Norðurbrún 1, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. janúar.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju
föstudaginn 15. janúar klukkan 13.
.
Antonía Sveinsdóttir,
Anna María Sveinsdóttir,
Helga Haraldsdóttir
og aðrir vandamenn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI SVEINBJÖRNSSON
yfirvélstjóri,
Öldugötu 52,
lést á Landspítalanum Hringbraut
10. janúar síðastliðinn.
Jarðarför auglýst síðar.
.
Ragna Matthíasdóttir,
Sveinbjörn M. Bjarnason, Ebba Sverrisdóttir,
Elín B. Bjarnadóttir, Adolf Árnason,
Matthías Æ. Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
ELVAR KRISTJÓNSSON,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu
mánudaginn 18. janúar klukkan 11.
.
Kristjón Elvar Elvarsson, Kristbjörg Bragadóttir,
Ástríður Jóhanna Elvarsdóttir, Þórsteinn Pálsson,
Róbert Sindri Elvarsson, Eva Dögg Blumenstein,
Karl Ragnar Elvarsson, Helena Arnljótsdóttir
og barnabörn hins látna.