Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 28

Morgunblaðið - 13.01.2016, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016 Ferskt upphaf – alla morgna Í græna Skráargatinu er lykillinn að hollara mataræði. Merkið var fyrst tekið upp í Svíþjóð árið 1989 og hefur síðan öðlast sess sem norræna hollustu- merkið, nú síðast á Íslandi. Vörur merktar Skráargatinu uppfylla strangar kröfur um hollustu. Þess vegna er Fitness merkt með Skráargatinu. Avókadó- og möndlumix Innihald: 1 glas súrmjólk Ca. 50g Nestlé FITNESS® Hálft avókadó Handfylli af grófsöxuðum möndlum Skerið avókadóið í bita og blandið öllu saman í skál. Bragðgóður morgunmatur eða millimál. Prófaðu súrmjólk með mismunandi bragði til tilbreytingar. Láttu skynsemina ráða og byrjaðu daginn á bragðgóðum og hollum morgunverði. 51% HEILKORNA MIKILVÆG NÆRINGAR- EFNI AF SYKRI Í HVERJUM SKAMMTI 3gAÐEINS Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gamlir vinir líta inn og þið eigið skemmtilega stund saman. Fólk sem fylgist ekki með velferð þinni hjálpar þér við að fest- ast í sama farinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver færir þér hugsanlega gjöf í dag sem gerir þér kleift að sækja námskeið eða setjast aftur á skólabekk. Leitaðu sátta og leggðu þar þitt af mörkum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur nóg á þinni könnu þessa dagana og skalt ekki taka meira að þér í fé- lagsstarfinu en þú ert fær um að standa við. Ef þú ert að kaupa í matinn ertu líka við stjórn á þeim vettvangi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skipulag jafnt heima fyrir sem í vinnunni er þér ofarlega í huga og ekkert at- hugavert við það. En í dag er gáfulegast að njóta meira og gagnrýna minna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur ekki hugmynd um hverjum þú getur treyst. Stattu upp og klappaðu fyrir viðkomandi manneskju núna, þó að þú þurfir að gera þér upp tilefnið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru alltof mörg verkefni á dagskrá þinni. Gakktu þó ekki of langt. Dagurinn í dag er ekki góður til þess að versla heldur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ástæða fyrir því að ástarengillinn Kúpid er krakki en ekki viturt gamalmenni. Fjölskyldulífið er í fyrirrúmi hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eitt og annað sem svífur í lausu lofti hjá þér svo þú þarft að ná betri tökum á hlutunum. Stundum leggur þú meira til en það sem þú færð til baka. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Enginn getur rænt þinn innri mann svo þér er óhætt að leyfa honum að njóta sín í umgengni við aðra. Stingdu upp á að hver og einn leggi sitt af mörkum við að skemmta hópnum þegar að hópefli kemur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einstakur skýrleiki blasir við þér í dag. Einhver er ekki heiðarlegur í þinn garð og þú þarft að finna út hver það er. Talaðu vel um heiminn þinn og hann batnar í sífellu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er margt jákvætt á sveimi í kringum þig og þú átt alveg skilið að njóta góðs af einhverju þar. Gerðu áætlun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það mun reyna á þolinmæði þína í dag og einhverjir samstarfsmenn þínir munu ganga helst til langt. En þú veist hvað á bjátar og ert þar af leiðandi á góðri leið með að leysa það. Fía á Sandi spurði sig á Leirnum:„Og hvað á ég þá að yrkja um? Ef ég vildi yrkja um það sem örugglega hitti mundi ég festa flest á blað fyrir neðan mitti.“ Ólafur Stefánsson kunni svarið: Það mun líka úrelt orðið, ekki til að bæta geð. Þá er skárra’ að bera’ á borðið bjór og snafs að væta með. Og bætti við innan sviga: (Bullið finnur engan endi, oft þó reki hnykil minn. Úr kasti éls að sunnan sendi, sólargeisla á bæinn þinn.) Fía svaraði: „Takk fyrir sólina. Æ. Er él hjá þér! Hér er veðrið fínt og flott fáein ský þó hanga yfir þó er ansi gott úti á svelli að ganga. Þó að enn sé úti svalt og ekkert niði í lækjunum er Fía á Sandi fær um allt farin að kasta hækjunum. Var að láta gera upp ættgenga mjaðmargallann minn og hef hökt á hækjum í tvo mánuði.“ Sigurlín Hermannsdóttir yrkir því „grannar fyrir austan á létu kjósa um nafn á hreppnum sínum Skeiða- og Gnúpverjahreppi og gamla nafnið varð ofan á með yfirburðum. Nú að fagna fínt ég tel, fá sér tár og öðuskel, láta Brún minn bryðja mél, – bændum líkar nafnið vel.“ „Aldur er afstætt hugtak,“ segir Ármann Þorgrímsson: Lengi tókst mér ellinni að ögra alla tíð mig lífið hefur glatt en orðinn núna áttatíu og fjögra undarlegt hvað tíminn líður hratt. „Þetta hefði Ísleifi þótt skrýtið,“ segir Jón H. Arnljótsson og: „Það var slegið kornið á bæ í Landeyjunum í fyrradag, en vegna stuðlasetningar leyfi ég mér að færa það um þrjá daga. Satt er skrýtið (segjum tveir), senn má taka í hornið. Í Landeyjunum þreskja þeir á þrettándanum kornið.“ Davíð Hjálmar Haraldssosn er í bú- mannsþönkum: Mjólk úr kúm er kæld í tanka. Konan prýðir sérhvern rann. Mér finnst afar brýnt að banka- bófar fái umboðsmann. Halldór Gudlaugsson á Boðnarmiði: Nú um stundir þelinn þykknar þagna fundir refs við Djúp meðan grundir sólu sviknar sofa undir vetrarhjúp Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Yrkisefni af ýmsum toga Í klípu „VIÐ ÆTTUM AÐ RÁÐA SÝNILEGA MINNIHLUTA. ÞAÐ ER OF ERFITT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM ÓSÝNILEGU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VASKURINN ER STÍFLAÐUR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hjálpast að við að umbera mikinn missi. JÓN! ODDI ER AÐ NAGA INNISKÓNA ÞÍNA! OG HANN ER AÐ KLÁRA TÓMATSÓSUNA ÉG ÞARF FÓTFRÁASTA MANNINN HINGAÐ FRAM! Á ÉG AÐ FARA MEÐ SKILABOÐ, HERRA? NEI, ÉG VIL AÐ ÞÚ FARIR OG KOMIR TIL BAKA… …MEÐ HEITA PÍTSU! David Bowie virtist vera alls stað-ar á mánudaginn. Lög hans hljómuðu í útvarpi, hann var efsta frétt í öllum fjölmiðlum, á fésbókinni virtust allir hafa verið hans helstu aðdáendur, hann var meira að segja spilaður í leikhléi í bikarleik KR og Njarðvíkur í Frostaskjólinu. x x x Víkverji var í sveit í norður í landiþegar hann fyrst komst í tæri við Bowie, líklega ellefu ára gamall. Sonur hjónanna á bænum var í námi í Bandaríkjunum og kom heim með ógrynni af tónlist, þar á meðal þvælda kassettu með Ziggy Star- dust. Sú plata var af öðrum heimi, byrjar á lagi um að aðeins séu fimm ár til stefnu og stigmagnast allt til lokalagsins, Rock ’n’ Roll Suicide. Lögin ómuðu í kollinum á Víkverja á meðan hann elti rollur og bætti girð- ingar, í minningunni yfirleitt í rign- ingu, í algerri mótsögn við hina norðlensku sveit. Textarnir voru skemmtilega óskiljanlegir, en virt- ust þó búa yfir merkingu sem var alltaf rétt utan seilingar. x x x Þetta var í upphafi áttunda áratug-arins og frjóasta skeið Bowies var að hefjast. Hvert meistaraverkið rak annað. Víkverji fékk Aladdin Sane í hendur nokkrum dögum eftir að hún kom út í apríl 1973 og fannst hún fullkomin, albúmið, söngurinn, ótrúlegur píanóleikur Mikes Gar- sons. Í tólf ára afmæli hans var plat- an sett á fóninn og þegar Drive In Saturday hljómaði slökkti einhver ljósin og einhverjir dönsuðu í fyrsta sinn vangadans, þótt Víkverji væri of feiminn og uppburðarlítill til að taka þátt í slíku. Menn veltu titlinum fyrir sér, var þetta vísun í Þúsund og eina nótt, eða átti að hnika til orða- bilum þannig að lesa ætti heitið A Lad Insane. Síðar sagði Bowie að hann hefði haft í huga bróður sinn, sem greindist með geðhvörf. x x x Ýmsir aðrir tónlistarmenn oghljómsveitir hafa átt huga Vík- verja í áranna rás, en Bowie hefur alltaf haft sinn sérstaka sess og mun hljóma áfram í huga hans þótt hann sé allur. víkverji@mbl.is Víkverji Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast. Sálm 85:11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.