Morgunblaðið - 13.01.2016, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 2016
Guðjón Ketilsson myndlistarmaður
opnar í dag, miðvikudag, kl. 17
sýningu í Ganginum, heimagalleríi
Helga Þorgils Friðjónssonar mynd-
listarmanns á Rekagranda 8. Allir
eru velkomnir.
Sýninguna kallar Guðjón Hliðar-
spor / portrett. Um teiknuð port-
rettverkin, sem hann sýnir nú í
fyrsta sinn, segir Guðjón að hann
hafi teiknað allt sitt líf og teikning
hafi verið stór hluti af daglegum
athöfnum sínum. Smám saman hafi
hann tileinkað sér æ fjölbreyttari
aðferðir við teikninguna og sé hún
til að mynda óaðskiljanlegur hluti
af undirbúningi fyrir þrívíð verk
hans.
„Teikning er gagnlegt tæki sem
hjálpar okkur að skilja og skynja
heiminn betur og miðla skilningi
okkar áfram. Með því að teikna það
sem ég hugsa um og hef áhuga á
get ég betur skynjað allar hliðar
viðfangsefnisins,“ segir Guðjón.
„Ég skoða fólk í gegnum teikn-
inguna. Síðan ég var táningur hef
ég teiknað portrett reglulega. Ég
hef aldrei sýnt portrettteikningar
mínar opinberlega heldur hef ég
umgengist þær eins og persónuleg
sendibréf, eins og samtal á milli
mín og fyrirmyndarinnar.
Þessar teikningar eru á margan
hátt ólíkar þeirri myndlist sem ég
fæst að mestu við.
Portrettmyndagerðin er mjög
nákvæm skoðun á þáttum s.s. formi
andlitshluta, áferð húðarinnar, línu-
strúktúr hársins o.s.frv. Þetta
krefst þolinmæði módelsins og
stundum teikna ég þar til mér
finnst ég hafa fangað manneskjuna,
tek svo ljósmynd og klára teikn-
inguna á vinnustofunni.“
Meðal myndanna sem Guðjón
sýnir er mynd sem hann teiknaði af
aldraðri móður sinni þar sem hann
sat hjá henni á dvalarheimili.
„Þetta eru kyrrðarstundir, við
röbbum um gamla tíma og blýant-
urinn sveiflast eins og pendúll á
milli fortíðar og nútíðar,“ segir
hann.
Guðjón hefur haldið á þriðja tug
einkasýninga og tekið þátt í fjölda
samsýninga, hérlendis sem erlend-
is, og eru verk hans í eigu allra
helstu listasafna landsins, svo og
víða erlendis.
Teikning hjálpar okkur
að skilja og skynja
Guðjón Ketilsson sýnir portrettteikningar í Ganginum
Sjálfsmynd Guðjón Ketilsson segist hafa umgengist portrett sín „eins og
persónuleg sendibréf, eins og samtal á milli mín og fyrirmyndarinnar“.
RÚV sýnir kl. 22.20 í kvöld heim-
ildamyndina Þeir sem þora eftir
leikstjórann Ólaf Rögnvaldsson
sem fjallar um sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna og atfylgi Ís-
lendinga í þeirri baráttu. „Þegar
Mikhaíl Gorbatsjev komst til valda
árið 1985 fékk sjálfstæðisbarátta
Eystrasaltsríkjanna, Eistlands,
Lettlands og Litháens, byr undir
báða vængi. Barátta þeirra fékk
lítinn hljómgrunn. Tvær smáþjóðir
léðu þeim þó rödd sína á al-
þjóðavettvangi, Ísland og Dan-
mörk. Það var ekki síst fyrir per-
sónulega framgöngu tveggja
litríkra stjórnmálamanna, Jóns
Baldvins Hannibalssonar og Uffes
Ellemans Jensen,“ segir um mynd-
ina á vef RÚV. Kolfinna Baldvins-
dóttir, dóttir Jóns, skrifaði handrit
myndarinnar. Ólafur framleiddi
einnig myndina og tónlist við hana
sömdu Jakob Frímann Magnússon
og Borgar Þór Magnason.
Í tilkynningu vegna sýningar
myndarinnar segir að sýningardag-
urinn marki einnig aldarfjórðung-
inn sem liðinn sé frá því blóð rann
um stræti Vilníusborgar, 12.-18.
janúar 1991, á ögurstundu í þessari
hádramatísku sjálfstæðisbaráttu.
Þeir sem þora hlaut áhorfenda-
verðlaun á kvikmyndahátíðinni Est
Docs í Toronto í Kanada í október í
fyrra, hátíð sem er á vegum sam-
taka fólks af eistneskum uppruna í
Kanada og sérhæfir sig í heimilda-
myndum frá Eystrasaltsríkjum eða
myndum sem tengjast þeim með
einhverjum hætti. Í framhaldi af
sýningu myndarinnar í Toronto var
hún valin sem fyrsta myndin til
sýningar á Baltic Film Series sem
efnt var til á vegum Stanford-
háskóla að frumkvæði CREEES
(Center for Russian, East-
European and Eurasian Studies)
og hefur myndin einnig verið sýnd í
helstu sjónvarpsstöðvum Eist-
lands, Lettlands og Litháens og á
norrænum kvikmyndadögum í Lü-
beck í nóvember í fyrra.
Telst til merkustu kafla í
utanríkissögu þjóðarinnar
Guðni Th. Jóhannesson skrifaði
ritgerð til MA-prófs í sagnfræði ár-
ið 1997 um stuðning Íslands við
sjálfstæðisbaráttuna og segir m.a. í
niðurstöðum hennar að atbeini Ís-
lendinga í Eystrasaltsmálum teljist
tvímælalaust til merkustu kafla í
utanríkissögu þjóðarinnar. „Ís-
lenskir ráðamenn höfðu aldrei
blandað sér jafnmikið í mál sem
komu þeim ekki beint við. Stuðn-
ings þeirra verður ætíð minnst við
Eystrasalt. Því væri rangt að taka
undir með þeim sem hafa sagt að
afstaða Íslendinga hafi engu máli
skipt en um leið má ekki taka of
sterkt til orða um stöðu Íslands á
alþjóðavettvangi. Það væri háð en
ekki lof,“ segir m.a. í niðurstöðum
Guðna.
„Stuðnings þeirra verður
ætíð minnst við Eystrasalt“
Heimildamyndin Þeir sem þora sýnd á RÚV í kvöld
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Merkisviðburður Frá undirritun samkomulags um stjórnmálasamband Ís-
lands við Eystrasaltsríkin 26. ágúst 1991. Frá vinstri: Algirdas Saudargas,
utanríkisráðherra Litháens; Sveinn Björnsson, skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins; Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands; Lennart Meri,
utanríkisráðherra Eistlands; Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðhera
Íslands og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur.
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Njála (Stóra sviðið)
Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Mið 3/2 kl. 20:00
Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 7/2 kl. 20:00
Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00
Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00
Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Mið 10/2 kl. 20:00
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00
Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00
Allra síðustu sýningar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 31/1 kl. 13:00
Síðustu sýningar
Flóð (Litla sviðið)
Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k
Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k
Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri
Sókrates (Litla sviðið)
Sun 17/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00
Allra síðustu sýningar!
Vegbúar (Litla sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00
Lau 16/1 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn
Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn
Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn
Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn
Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn
Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn
Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fim 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 16/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn
Fös 15/1 kl. 20:00 5.sýn Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn
Fös 15/1 kl. 22:30 6.sýn Fös 22/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn
Lau 16/1 kl. 20:00 7.sýn Fös 22/1 kl. 22:30 11.sýn
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Armensk-ameríska rokksveitin
System Of A Down verður heiðr-
uð föstudaginn 15. janúar á
Gauknum af hljómsveit sem sett
hefur verið saman af því tilefni.
S.O.A.D. hefur gefið út fimm
breiðskífur og selt yfir 40 milljón
eintök af þeim og á margan slag-
arann sem mun fá að heyrast á
tónleikunum. Efnisskráin spannar
lög frá farsælum ferli sveit-
arinnar sem hófst árið 1994 í
Kaliforníu í Bandaríkjunum. Liðs-
menn heiðurssveit-
arinnar sem leikur
á Gauknum eru
Stefán Jakobsson,
Finnbogi Örn Ein-
arsson, Franz
Gunnarsson,
Hrafnkell Brimar
Hallmundsson,
Erla Stefánsdóttir og Sverrir Páll
Snorrason. Gaukurinn verður
opnaður kl. 21 og hefjast tónleik-
arnir kl. 23.
S.O.A.D. heiðruð á Gauknum
Stefán
Jakobsson