Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Síða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 Stofnun vefsíðunnar Airbnb er hluti af því sem nefnt hefur verið deilihag-kerfið. Með því að deila íbúðum okkar gegnum vefsíðu til ferðamannahluta úr ári getur húsnæðið verið í notkun þótt við séum ekki þar. Þetta er í raun afar skynsamleg nýting fjármuna. Flest þurfum við að hafa talsvert fyrir því að koma þaki yfir höfuðið og greiðum stóran hluta tekna til að borga af og halda við því húsnæði sem við búum í. Þegar við förum að heiman er þvi ekki nema sjálfsagt mál að aðrir nýti húsnæðið, og við fáum smávegis aura í aðra hönd til að standa straum af vöxtum, hækkandi fasteignagjöldum og svo framvegis. Airbnb hefur verið til umfjöllunar í mörgum borgum um heim allan og víða hafa verið settar sérstakar regl- ur, eins og stendur til að gera hér, um hve lengi má leigja eigin íbúð út í skammtímaleigu. Samkvæmt frum- varpsdrögum sem fram eru komin og eru nú í nefndaryfirferð er gert ráð fyrir að leigja megi íbúð sína út til ferðamanna í hámark 90 daga á ári. Hefðbundin hótel og forkólfar í ferðabransanum hafa löngum haft horn í síðu þessa leiguforms enda telja þau að það taki frá þeim kúnna. En fyrir því er þó ekki endilega fótur. Í rannsókn sem unnin var við Boston-háskóla á hegðun Airbnb-ferðalanga kom fram að um 40% þeirra hefðu aldrei farið í ferð- ina nema einmitt vegna þessa gistimöguleika. Þessi angi af deilihagkerfinu virðist einfaldlega stækka kökuna fyrir alla frekar en að stela bara sneiðum af hótelgistingu. Þá hefur sýnt sig að á þeim svæðum þar sem framboð Airbnb- gistingar er mikið hefur hótelverð lækkað. Samkeppni á þessu sviði í formi fjöl- breyttra gistimöguleika virðist því jákvæð fyrir neytendur. Á sama tíma og greiningardeild Arion banka telur ástæðu til að staldra við uppbyggingu hótela og gistiheimila í ljósi þess að markaðurinn gæti mettast fetta Samtök ferðaþjónustunnar fingur út í 90 daga regluna. Samtökin telja það of langan tíma sem íbúðaeigendur her á landi fá að leigja ibúðir sínar til ferðalanga í samkeppni við hótel og gistiheimili. Þessar áhyggjur eru óþarfar því auknar vinsældir gistingar í heimahúsum eru langt frá því að vera slæmar fréttir fyrir ferðabransann í heild. Möguleg of- fjárfesting í hóteluppbyggingu ætti miklu frekar að vera efni í áhyggjur hjá ferðaforkólfum heldur en hugguleg heimagisting sem laðar að sér nýja gesti sem annars hefðu ekki heimsótt landið. Nú og ef öll óbyggðu hótelin okkar lenda í vandræðum með að leigja herbergin sín, þá geta þau líka alltaf auglýst – á Airbnb. Morgunblaðið/Golli Nýir gestir í heimsókn ’ Auknar vinsældir gistingar í heima- húsum eru langt frá því að vera slæmar fréttir fyrir ferðabransann í heild. Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Steingrímur Steingrímsson Ég verð að skjóta á Hillary Clinton. SPURNING DAGSINS Hver held- ur þú að sigri í for- setakosn- ingunum í Bandaríkj- unum? Hólmfríður Þorsteinsdóttir Ég vona að það verði hún Hillary Clinton. Morgunblaðið/Sigurborg Selma Karl Gissur Þórisson Hillary Clinton. Eva Ólöf Hjaltadóttir Ég vona nú að Hillary Clinton geri það. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg MARÍA HEBA ÞORKELSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Enn að þróa sýninguna eftir frumsýningu Forsíðumyndina tók Árni Sæberg María Heba Þorkelsdóttir leikkona leikur í verkinu Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur í uppfærslu Sokkabandsins. Verkið er sýnt í Tjarnarbíói 14. og 18. febrúar. Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Um hvað fjallar verkið? Það fjallar um þrjár konur sem koma saman til að leggja á ráðin, skilgreina sín gildi og borða spægipylsu. Eða það er svona ysta lagið. Ekki svo ýkja langt undir yfirborðinu kraumar rasismi og þjóðarrembingur. En leikritið er líka um valda- baráttu, kúgun og einelti í samskiptum. Verkið er bæði grimmt og um leið alveg bráðfyndið. Hvernig kviknaði hugmyndin að verkinu? Ég var búin að ganga með hugmynd að leikriti í maganum sem ég var að hugsa um að reyna að skrifa sjálf. Ég bar hugmyndina undir manninn minn (Kristófer Dignus, kvikmyndaleikstjóra og handritshöfund) sem sagði að það væri nú alveg eitthvað í þessu hjá mér. Þá kom það þannig til að okkur Elmu Lísu langaði að sækja um styrk til uppsetningar á leikverki. Ég stakk upp á þessari hugmynd minni en að við skyldum þá at- huga með að fá Sölku (Guðmundsdóttur) til að skrifa leikritið fyrir okkur. Úr varð að Sokka- bandið sem er leikhópurinn þeirra Elmu og Arn- dísar (Hrannar Egilsdóttur) sótti um uppsetningarstyrk og listamannalaun fyrir hug- myndinni. Við fengum styrkinn sem gerði Sölku kleift fyrir það fyrsta að skrifa leikritið, að setja verkið upp á leiksviði og til að stýra því fengum við Mörtu Nordal sem er eldklár leikstjóri. Nú er verkið 80 mínútur og ekkert hlé. Hvernig gengur það? Það gengur vel og er gaman. Mér finnst þetta skemmtilegt form á leiksýningum. Þetta er örlítið öðruvísi upplifun fyrir áhorfendur sem kannski mætti líkja við tilfinninguna þegar maður sest upp í rússibana. Er/var eitthvað meira krefjandi en annað við gerð verksins? Salka skrifar engar sviðslýs- ingar inn í verkið sem mér finnst bæði mjög skemmti- legt og spennandi en um leið var það mikil áskorun hreinlega að finna út hvað konurnar væru að aðhafast á hverjum tíma. Við gerðum mjög miklar tilraunir á æfinga- tímanum og prófuðum margt. Raunar erum við enn að þróa sýninguna núna eftir frumsýningu. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég fer með lítið en svolítið krefj- andi hlutverk í kvikmyndinni Eiðurinn sem Baltasar Kormákur er í upptökum á um þessar mundir. Auk þess styttist í frumsýningar á kvikmyndaverkefnum þar sem ég fer með misstór hlutverk, bæði ís- lensk og erlend. Þá er ég að byrja að undirbúa mig fyrir sviðsverk sem ég verð í og fjallar um Þórberg Þórðarson sem verður á fjöl- unum á næsta leikári. Hér er um að ræða fyrsta leikstjórnarverk- efni Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur. Bæði spennandi verkefni þar á ferð og flottur hópur listamanna sem að því kemur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.