Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Page 15
Blaðamaður og ljósmyndri
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Það var bæði fróðlegt og
skemmtilegt að hitta
þessar metnaðarfullu og
flottu konur.
Í
litlum klefa fremst í stærðar röri sitja flugmenn og flugstjórar landsins og flytja bæði vörur og farþega á
milli landa og landshluta. Starfið er krefjandi, oft stressandi og stundum þreytandi og því fylgir mikil
ábyrgð. Allir þessir litlu takkar, litlu ljósin sem blikka, allir þessir farþegar sem sitja aftur í og treysta
flugmanninum fyrir lífinu. Það þarf að lyfta þessu ferlíki af jörðinni og fljúga því í gegnum ský, yfir fjöll
og höf, stundum í stormi og hríð. Fyrir leikmann lítur það svona út. En flugmenn eru óhræddir við þess-
ar áskoranir.
Konur í miklum minnihluta
Flugmannsstarfið er nokkuð sem blaðamaður gæti aldrei hugsað sér, enda ómögulegur flugfarþegi, hvað þá
meir. En það eru til konur og menn, og þá aðallega menn, sem njóta þess að sitja fremst í litlum klefa, horfa á
heiminn úr lofti og fimlega handleika takka og stýri af miklu öryggi. Starfið hefur alltaf verið, og er enn, karla-
starf. Konum fer hægt og rólega fjölgandi í stéttinni en enn eru þær langt innan við 10 % af íslenska flotanum.
Njóta sín í háloftunum
Konurnar sem blaðamaður ræddi við eru á ólíkum aldri og fljúga fyrir mismunandi flugfélög. Þær eru allar
ánægðar í starfi sínu og njóta sín vel í háloftunum. Þær hafa mismunandi reynslu að baki en allar hafa þær lagt
á sig mikla vinnu til að komast við stjórnvölinn í flugstjórnarklefanum. Óhætt er að segja að blaðamaður mun
anda léttar í næstu flugferð eftir að hafa fræðst um starfið. Vonandi heyri ég rödd þeirra í hátalaranum. Ég
mun jafnvel steinsofna vitandi af þessum konum við stýrið.
Konur
háloftanna
Flugstjórasætið vermir oftast karlmaður en konur eru að sækja í sig veðr-
ið. Þó eru þær enn aðeins nokkur prósent af heildinni. Blaðamaður fann
þrjár íslenskar konur sem stýra í háloftunum. Þær segja frá starfinu með-
al karla, ábyrgðinni, óvæntum atvikum og ævintýralegum farþegum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
2013. Þú ert sem sagt að fljúga og safna háskóla-
gráðum í leiðinni? spyr ég. „Nei, ekki endilega að
safna háskólagráðum en ég held að það sé komið gott
núna, ég fer í nám til að auka þekkingu mína. Maður
lærir svo lengi sem maður lifir,“ segir hún og brosir.
Einnig starfar hún sem formaður Rannsóknar-
nefndar samgönguslysa. „Ég er ekki með fimm í for-
gjöf í golfi, þetta er einfaldlega mitt áhugamál,“ segir
hún.
Flugið ennþá karlastétt
Geirþrúður var önnur konan til að verða ráðin sem
flugmaður hjá Flugleiðum. Hún segist ekkert hafa ver-
ið að velta því mikið fyrir sér. „Ég var líka í vélaverk-
fræðinni og þar vorum við mjög fáar konur,“ segir hún.
„En flugið er karlastétt. Það er karllæg menning í
stéttinni því að karlar eru í miklum meirihluta. Ég hef
lítið pælt í því, nema maður vildi náttúrlega falla inn í
hópinn. En það voru til menn í fluginu á þessum tíma
sem ég var að byrja sem fannst bara að það ætti ekki
að ráða konur. Það var mín einlæga sannfæring að
þetta myndi deyja út en mér finnst samt ennþá karl-
remba í þjóðfélaginu. Það eru enn til karlmenn í minni
stétt sem finnst að konur eigi ekki að vera flugmenn,“
segir hún og bætir við að henni finnist það ekki aldurs-
tengt.
Geirþrúður segir að henni finnist að hún hafi aldrei
verið fyllilega tekin inn í hópinn. „Kvenflugmenn sem
eru giftar flugmönnum, komast miklu betur inn í hóp-
inn. Við sem ekki erum giftar flugmönnum erum meira
fyrir utan hann. Ég er hvorki í flugmannahópnum né í
flugfreyjuhópnum,“ segir hún en bendir á að auðvitað
eigi hún fullt af góðum vinum í fluginu.
Geirþrúður vinnur mjög óreglulegan vinnutíma og
þarf oft að vakna mjög snemma á morgnana og stund-
um nánast um miðjar nætur en segir að öll störf hafi
kosti og galla. „Mér finnst gallarnir vera þessi óreglu-
legi vinnutími,“ segir hún en verst finnst henni nætur-
flugið. „Eitt næturflug er bara eins og þriggja daga
vinna. Við flugfólkið verðum auðvitað þreytt eins og
annað fólk,“ en hún segir að þau upplifi flugþreytu
jafnt sem aðrir og það venjist ekki. Morgunblaðið/Ásdís
Lítill laumufarþegi
Eitt sinn þegar Geirþrúður var að fljúga til Amster-
dam tók flugfreyjan eftir undarlegu krafshljóði sem
kom fyrir ofan fremstu sætaraðirnar. „Þegar við lent-
um í Amsterdam var hljóðið komið fyrir ofan salernið.
Ég spurði flugvirkjana hvort það væri einhver hætta
en þeir sögðu að það væri allt í lagi og ég flaug heim.
Þetta undarlega hljóð hélt áfram og við héldum að
þetta væri jafnvel lifandi dýr á bak við þil,“ segir hún.
Þegar lent var í Keflavík komu flugvirkjar að athuga
málið og opnuðu einhver vegghólf. „Út flaug lítill
skógarþröstur! Hann hafði tekið sér far fram og til
baka yfir Atlantshafið!“
Erum mjög vel þjálfuð
Geirþrúður segist aldrei hafa orðið hrædd í starfinu.
„Það hefur aldrei verið þannig að ég sæi ekki leið út
úr því,“ segir hún. Henni finnst starfið ekki beint
stressandi en segir þó að oft sé tímapressa. Ég spyr
hvort hún hugsi aldrei að hún beri ábyrgð á lífi
hundruðum manna á flugvélinni. Hún segir að það
hvarfli að sér en hún og aðrir flugmenn séu mjög vel
þjálfaðir og sífellt á námskeiðum að læra á nýja
tækni og uppfæra kunnáttuna. Einnig þurfa flug-
menn að vera vel upplagðir og vel hvíldir fyrir flug.
„Við þurfum að passa vel upp á svefninn okkar. Okk-
ur ber skylda til að hringja og segja ef okkur finnst
við vera of þreytt. Ég hef gert það. Ég hef ekki náð
að sofa fyrir flug og þá ber mér skylda til að tilkynna
það. Ef þú lendir í bilun eða eitthvað, þá viltu vera
úthvíldur,“ segir Geirþrúður sem hefur oft lent í
minniháttar bilunum. „Við fáum bara svo góða þjálf-
un að þegar við lendum í þannig aðstæðum, þá vitum
við hvað við eigum að gera. Ég hef lent í að loftþrýst-
ingur í flugvélinni hélst ekki eins og hann átti að
vera og þá þurftum við að lækka okkur snöggt niður
og setja á okkur súrefnisgrímur og snúa við. Ég lenti
aftur í þessu núna í desember,“ segir hún. Í báðum
þessum tilfellum gerðist það hægt þannig að við náð-
um að lækka flugið áður en farþegar þurftu að nota
grímur. Við höfðum alveg stjórn á ástandinu og eng-
in hætta á ferðum,“ segir hún að lokum.
Óþarfi að óttast hristing
Talið víkur að flughræðslu. „Það er fullt af fólki sem
er flughrætt og það er ekkert að því. Mér finnst að við
ættum að gefa meiri gaum að fólkinu sem er flug-
hrætt og halda betur utan um það. Ef maður er flug-
hræddur, þá hefur það ekkert með rökrétta hugsun
að gera. Fólk er búið að heyra það hundrað sinnum að
flug er einn öruggasti ferðamáti í heimi. Miklu örugg-
ara en að fara upp í bíl,“ segir hún og bendir á að fólk
ráði ekki við það. Hún ráðleggur fólki að reyna að
stunda slökun í flugvél, taka góða öndun og hlusta á
tónlist. „Það eru tvöföld eða þreföld kerfi í flugvélum,
ef eitt kerfi bilar tekur annað við, ef einn mótor bilar
getum við bara flogið á hinum heim. Geirþrúður hefur
látið sig þessi mál varða og stofnaði vefinn fitto-
fly.com til að gefa farþegum og áhafnarmeðlimum góð
ráð hvernig best sé að njóta flugsins.
Rennibrautin blés upp
Ég spyr um furðuleg atvik á ferlinum. Geirþrúður
nefnir að eitt sinn þegar hún var flugfreyja á leið til
Ísafjarðar hafi einn farþeginn verið með læti. „Það var
maður með sveðju sem skar af sér beltið! Hann var
eitthvað orðinn þreyttur á að vera með beltið spennt og
skar það bara af! Við snerum við í bæinn. Í annað sinn
þegar ég var flugfreyja gerðist óvænt atvik. Það var
hálfgerð bilun í neyðarrennibrautinni og hún blés upp
inni í vélinni. Það var spotti sem átti að vera inni í henni
en lá úti og ég rak hælinn á skónum í hann og hún blés
út. Þetta var í DC8 og við vorum að lenda í Keflavík,“
segir hún en vélin var full af fólki. „Rennibrautin blés
upp og fór inn í eldhúsið og braut niður flugfreyjusæt-
ið. Ég var bara heppin að hún skyldi ekki bara drepa
mig eða kæfa mig bara! Það er svo mikill kraftur í
þessu!“