Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Blaðsíða 18
Loðfeldir og loðskraut af ýmsu tagi var áberandi á tískuvikunni enda loðfeldir með sterkan talsmann í borginni í formi skinnasölufyrirtækisins með meiru Kopenhagen Fur. Efniviðurinn var minkaskinn og selskinn og allt þar á milli. Sígildir pelsar sáust líka en yfir- hafnirnar fengu ennfremur unglegri svip með litríkum feldum og eru fyrir bæði karlmenn og konur. Ljósmyndir/Copenhagen Fashion Week Asger Juel Larsen By Malene Birger Jesper Høvring Loðfeldir Birger Christensen Freya Dalsjø TÍSKUVIKAN Í KAUPMANNAHÖFN 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 T ískuvikunni í Kaupmannahöfn er nýlokið en hún setur sterk- an svip á borgina þessa daga sem hún stendur yfir. Ólíkt mörgum öðrum tískuvikum er almenningi boðið að taka þátt í ýmsum viðburðum, stórir skjáir sem sýna frá lokuðum sýningum eru settir upp fyrir framan Ráðhúsið, heimavöll tískunnar, og líka á Amager-torgi. Fyrir utan Ráðhúsið voru sýningar haldnar á fleiri áberandi stöðum í borgarmyndinni eins og D’Angleterre-hótelinu og Rundetårn. Sunnu- dagsblað Morgunblaðsins fékk tækifæri til að fylgjast með mörgum þeirra að þessu sinni. Bæði dönsk tískumerki og hönnuðir annars staðar frá, alls um 25 talsins, sýndu á þessari stærstu tískuviku Norðurlandanna. Að þessu sinni var aukin áhersla á herratísku, enda vex markaðurinn fyrir herraföt hraðar en hjá kventískumerkjum. Opnunarsýningin var frá Tonsure, verðlaunuðu og rísandi herrafata- merki. Teymið á bak við merkið skipa Malte Flagstad, fyrrverandi hönnuður hjá Maison Martin Margiela og Adam El-Zayat Hjorth, sem sér um sölu- og markaðsmálin. Stuðningur frá krónprinsessunni Hjorth þessi skartar yfirvararskeggi eins og svo margir ungir menn í Kaupmannahöfn en þeir eldri eru líklegri til að vera með alskegg. Stallaklipping nýtur líka mikilla vinsælda og var að minnsta kosti einn ungur maður sem sportaði yfirvararskeggi við stallaklippinguna. Spurning hvort þessi tíska eigi eftir að ná til Íslands? Fataiðnaðurinn er stór í Dan- mörku og mætti Mary, krónprins- essa Dana, á opnunarsýninguna til að sýna stuðning sinn við tískuvik- una. Sýningarnar eru auðvitað staður þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra og var bloggdrottningin Pernille Teisbæk ekki langt undan en hún er orðin táknmynd nor- rænnar tísku á alþjóðlegum vettvangi og er reglulega tekin fyrir á Vogue.com. Umfram allt snýst þetta þó um sýningarnar og fötin sem hönnuðir kynntu fyrir haustið 2016. Henrik Vibskov heldur tryggð við heimahagana og sýndi í höfuð- borginni en hann er einn af fáum dönskum hönnuðum sem jafnan frumsýna línur sínar á tískuviku í París. Hann er eitt af þekktari nöfn- um tískuvikunnar en þar má líka nefna tískuhús By Malene Birger og Ganni. Nýrri nöfn sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri eru Freya Dalsjø og Asger Juel Larsen. Máðar kynjalínur Gaman er að segja frá því að kynjalínan er ekki eins bein og hún hefur alltaf verið. Í þetta skiptið var áberandi að herratískan var ekki síður djörf og skapandi en kvenfatatískan. Karlar klæddust jafnvel leggings og pilsum og konur herralegum fötum. Á herrasýningum voru konur heldur ekki skildar útundan, og öfugt, en til dæmis lokaði hin danska þekkta fyrirsæta Caroline Brasch Niel- sen sýningunni hjá Tonsure. Á meðfylgjandi myndum verða tekin fyrir þrjú þemu, loðfeldir voru áberandi á tískuvikunni sem og tíundi áratugurinn og síðan verður skyggnst sérstaklega inn í heim herranna. Djarfir herrar og dýrðar dömur Tískuvikan í Kaupmannahöfn fór fram í fyrstu viku febrúar en þar sýndu hönnuðir tískuna fyrir haustið 2016. Sunnudagsblað Morg- unblaðsins fylgdist með sýningunum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Bæði dönsk tískumerki og hönnuðir annars staðar frá, alls um 25 tals- ins, sýndu á þessari stærstu tískuviku Norðurlandanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.