Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 21
Þetta gæti verið kvöldið til að taka skyndibita með sér heim enda þarf að
afgreiða 11 slíkar ferðir á mánuði til að fá inngöngu í meðalklúbbinn. Það
skiptir máli að fá góða þjónustu en 37% Íslendinga hætta að kaupa vöru
eða þjónustu hjá fyrirtækjum sem þeir eru að vanir að skipta við milli ára,
algengasta ástæðan er léleg þjónusta. Það er samt auðvitað ekki meirihlut-
inn. Þú lætur þig kannski bara hafa það þótt það vanti einn kjúklingavæng í
fötuna.
Þú þarft að vera yfir kjörþyngd, eins og 60% landsmanna, borða þó
fisk tvisvar í viku en eins og þorri þjóðarinnar tekurðu ekki
aukalega inn D-vítamín og færð ekki nóg af því. Ef fjölskyldan
ætlar að sammælast um kvöldmat sem allir eru sáttir við er
ekki grænmetisréttur á boðstólum. Sem Anna gætir þú fallist
á það en Jón verður þá að lúffa því um 60% íslenskra karl-
manna borða ekki grænmetisrétti nema sem meðlæti.
Þrátt fyrir óteljandi möguleika á að leigja myndir á sjónvarpsefnisveitum skaltu halda þig
við línulaga sjónvarpsdagskrá eins og mikill meirihluti landsmanna, 85%. Fylgstu með
Útsvarinu, það er vinsælasti þátturinn. Samkvæmt fleiri vinsældatölum er líklegast
að þú skrollir aðeins í gegnum mbl.is.
Sættu þig við að vera heima hjá þér í kvöld, flestir eru þar. Hins vegar, ef þú finnur
menningartaugarnar æpa á þig og þú ákveður að fara í leikhús keyptu þá miða á
sýningu sem er íslensk, með atburðum sem gerast um kvöld að sumarlagi
eins og könnun hefur leitt í ljós að Íslendingar vilja helst. Ef það eru liðnir um
tveir mánuðir frá síðustu bíóferð er komið að því að skella sér í kvikmynda-
hús. Meðal-Íslendingurinn lætur ekki líða lengra en 10 vikur á milli ferða.
Það gefst tími til að ræða lífið og tilveruna þegar börnin eru sofnuð. Þið gætuð talað um
stofnun þjóðgarðs á hálendinu eins og meirihluti landsmanna vill. Það má líka ræða alvar-
legri mál eins og líffæragjafir. Þú kemur því skýrt og greinilega á framfæri að þú viljir
gefa líffæri þín ef hægt er þegar þú fellur frá, eins og mikill meirihluti landsmanna. Það
eru hins vegar 40% líkur á að ættingjar þínir muni neita því ef þú ert ekki búinn að
skrifa undir formlegt skjal þess efnis.
Það er vakað lengur en á venjulegu kvöldi og sofið eitthvað frameftir. Að meðaltali sefur þú 6,5 klukku-
stundir en þú þekkir marga sem sofa minna en 6 klst. enda sefur þriðjungur Íslendinga skemur en þann
tíma. Heilbrigður svefn þykir þurfa að ná að minnsta kosti 7 klukkustundum. Þú ert svolítið hugsi yfir því sem
þig dreymdi síðustu nótt enda trúir þú því að draumar merki eitthvað – eins og hinir.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins veit lítið um kynhegðun þína og getur gefið litlar leiðbeiningar í þeim efnum. Rann-
sóknir á því efni skortir. Gömul könnun frá Durex segir að þú ættir að vera að um þrisvar sinnum í viku. Ekki er vitað um
aldursskiptinguna á því.
Það er að koma helgi og því ágætt að skipuleggja í hug-
anum hvað þú ætlar að gera með fjölskyldunni. Þið
hafið ekkert spókað ykkur á vinsælasta útivistarsvæði
Reykvíkinga, Laugardalnum, það sem af er ári en
67% landsmanna heimsækja Laugardalinn á hverju
ári. Takið stefnuna þangað.
Vinnufélagi þinn fer í hádegismatnum að tala um frænku
sína sem sér búálfa og ekki láta þér detta annað í hug en trúa
honum. Meirihluti þjóðarinnar trúir á skyggnigáfu. Þú þarft
samt ekkert endilega að fara á miðilsfund enda er meirihluti fólks hér
á landi ekki búinn að prófa slíkt.
En það er margt að tala um á föstudegi í hádegis- og kaffitímum. Meirihluti kaffi-
stofunnar, 60%, hefur áhyggjur af súrnun sjávar, enn fleiri ræða áhyggjur af losun
gróðurhúsalofttegunda en þegar kemur að heilbrigðismálum tekur allur kórinn
undir. 90% viðstaddra eru á því að Alþingi eigi að forgangsraða fjármunum til
heilbrigðismála.
Tíminn líður hratt. Það er nóg að gera. Þú kíkir aðeins inn á heimabankann.
Þú nærð endum saman en þekkir nú samt fullt af fólki sem gerir það með al-
gjörum naumindum eða þarf að nota spariféð sitt til þess en tæplega helm-
ingur þjóðarinnar er í þeirri stöðu. Þú slekkur á tölvunni og nærð í börnin í
leikskólann. Á leiðinni þangað geturðu hugsað með ánægju til leikskóla
barnsins og frístundaheimilisins eins og um 90% landsmanna gera.
Það er komið að verslunarferðinni sem þú varst farinn að leggja drög að í morg-
un. Á morgun er nammidaguren sjö ára dóttir þín borðar of mikið af við-
bættum sykri og sú neysla mun tvöfaldast á unglingsárum. Þessi
sykur kemur núna úr sælgætinu að mestum hluta en þegar hún
verður 15 ára kemur allur þessi sykur aðallega úr gosdrykkjum og
sykruðum svaladrykkjum. Sykurmagnið í blóðinu er þó óvenju hátt
enda er enn verið að jafna sig eftir bolludaginn síðastliðinn mánu-
dag þar sem þú gættir þess að torga rúmlega tveimur bollum eins
og allir hinir.
Þú þarft lítið að spá í að hafa rauðvín með kvöldmatnum en yfir
50% Íslendinga drekka áfengi með mat sjaldnar en sex sinnum
á ári. Þú ert heldur ekkert að fjargviðrast yfir því að fá ekki áfengi í
matvöruversluninni. Það eru ekki meirihlutaatkvæði með því.
FRÁ HÁDEGI TIL
KVÖLDS
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
EFTIR KVÖLDMAT
Heimildir: Upplýsingar eru m.a. fengnar úr
opinberum gögnum, svo sem frá Hagstofu
Íslands og Samgöngustofu, könnunum Gallup
og MMR, Landlæknisembættinu, umhverfis-
skýrslu höfuðborgarsvæðisins, rannsóknum
á vegum Háskóla Íslands, Modernus og gögn-
um frá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu.