Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 28
MATUR Algeng mistök eru að ofelda fiskinn og verður hann þá þurr og vond-ur. Fiskur þarf oftast mun styttri eldunartíma en fólk heldur. Taktu hann frekar út of snemma en of seint og láttu hann standa smástund. Að elda góðan fisk 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 Þorskurinnhefur allatíð verið okkar verðmæt- asti nytjafiskur og er svo enn í dag. Það þótti heldur ófínt í gamla daga að borða þorsk hérlendis á með- an hann var eft- irsóttur á er- lendan markað. Í dag eru sem betur fer Ís- lendingar búnir að uppgötva að hann er lostæti, og þá sér- staklega hnakkastykkið. Þorskurinn býður upp á endalausa möguleika til að leika sér í matargerð. Óskar er ekkert að flækja hlutina og kennir okkur hvernig á að galdra fram fimm stjörnu máltíð á örskömmum tíma. Þeg- ar hráefnið er ferskt úr sjónum er erfitt að klúðra matnum. Óhætt er að mæla með þorski með beikoni og Brie, hvort sem það er hversdags eða spari. Takið afgangana af beikon brie-þorskinum og skerið beikonið og ostinn í litla bita og tætið þorskinn niður. Setjið þetta á pönnu með olíu (á með- alhita) ásamt kartöflunum og hrærið varlega í með sleif á meðan þetta er að hitna. Kryddið með nokkrum dropum af chili- olíu eða chilidufti. Kreistið yfir ¼ af sítrónu þegar þetta er komið á diskinn. Berið fram með baguette. Beikon- brie-ragú Takið afganga af beikon brie-þorski og setjið á bretti, skerið niður smátt og setjið í skál. Bætið út í skálina 1 eggi, 2 litlar msk hveiti og nokkrum drop- um af chiliolíu eða chili- dufti og ¼ af sítrónu kreist út í. Best er að nudda þessu saman með höndunum og búa til klatta ca. 1 cm þykka. Steikið á heitri pönnu 1-1½ mín. á hvorri hlið. Berið fram með fersku salati eða hrísgrjónum og sósu eftir smekk. Stökkir ljúffengir fiskiklattar 6-700 g litlir þorskhnakkar 500 g sætar kartöflur 1 bréf beikon ólífuolía ½ msk rósmarín ½ Dala Auður eða Brie 1 tsk pipar salt fersk salvía (má sleppa) Hitið ofninn í 180°C. Skerið sætu kartöflurnar í teninga. Setjið smá olífuolíu á pönn- una og steikið beikonið (meðalsteikt) og setjið á disk. Bætið svo aðeins olíu á pönnuna og steikið sætu karftöflurnar á í 2-3 mín. upp úr beikonfeitinni. Kryddið með rósmarín og pipar. Skellið kartöflunum í eldfast mót og bakið þær í ofninum í 15-20 mín. (fer eftir stærð). Þegar kartöflurnar eiga um 10 mínútur eftir gerum við fiskinn kláran. Hellið um 1-2 matskeið af olíu á fiskinn og veltið honum aðeins í olíu- nni. Kryddið með smá pipar og salti. Leggið þorskinn of- an á sætu kartöflurnar og beikonið ásamt ostinum þar ofan á. Bakið í ofni í ca 10 mín. Gott að skreyta með ferskri salvíu eða einhverju grænu kryddi. Þorskhnakkar í sparifötum Í nýjasta þætti af Korter í kvöldmat eldaði Óskar Finnsson dásam- lega þorsk- hnakka með beikoni og Brie. Hann mælir með að nýta afgangana í tvo einfalda en bragðgóða rétti. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Óskar eldar þorskhnakka með beikoni og Brie osti. Morgunblaðið/Ásdís ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM Beikon Brie þorskur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.