Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.2. 2016 MATUR Getty Images/iStockphoto Heimabakað er best Fátt er betra en nýbakað brauð með kaffinu á morgnana. Langbest er að borða það volgt úr ofninum með smjöri, osti og sultu. Það er ekki flókið að baka gott brauð! Hér fá lesendur nokkrar góðar hugmyndir að einföldu og dásamlegu brauði, bollum og kexi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 1 bréf þurrger (ca. 12 g) 5 dl kalt vatn 1-3 gulrætur (fer eftir stærð) eða sem samsvarar 2.5 dl af rifnum gulrótum 2 epli eða sem samsvarar 3.5 dl af rifnum eplum 2 msk olía 2 msk hunang (fljótandi) 2 tsk salt 3 dl heilhveiti ca 8-10 dl Kornax-hveiti í bláum pakkningum fyrir brauðbakstur Setjið vatnið í skál og blandið gerinu saman við vatnið með písk. Gulrætur og epli eru afhýdd, rifin gróft og sett út í gerblönduna. Því næst er olíu, hunangi og salti bætt út í og látið bíða í nokkarar mín- útur. Bætið að lokum heilhveiti og hveiti út í þar til deigið verður pass- lega blautt og hnoðið saman í höndum eða vél þar til það er orð- ið slétt. Setjið þá plastfilmu eða viskustykki yfir skálina og deigið látið kaldhefast í ísskáp yfir nóttu (eða í eina klukkustund við stofu- hita). Stillið ofn á 225°C og setjið bökunarpappír á plötu. Setjið deig- ið á plötuna og fletjið út jafnt í alla kanta. Skerið því næst deigið í fern- inga með pizzahníf eða beittum eldhúshníf. Stingið svo hér og þar í deigið með gaffli. Setjið viskustykki yfir plötuna og látið hefast í 20 – 30 mínútur til viðbótar. Að lokum er bökunarplatan sett inn í ofn og bakað við 225°C í um það bil 20 mínútur. Ein bökunarplata gefur um það bil 20 brauðbollur. Frá eldhussogur.com. Brauðbollur með eplum og gulrótum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.