Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 49
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Myndin leitar orða og kannski kem-
ur út úr því lína sem er stuðluð og í
ákveðnum takti. Og ég tala nú ekki
um ef hún endar á orði sem heimtar
rím. Þá getur þetta orðið að hátt-
bundnu ljóði. Önnur orð vilja svo
frekar raða sér í lausara form. Ég
hélt þessu lengi aðgreindu, hélt mig
alveg við háttbundinn brag í fyrstu
þremur bókum mínum af því mér
fannst það svo miklu þægilegra,
fannst að ef ég hefði ekki skorð-
urnar og rammann, þá myndi ég
ekki vita mitt rjúkandi ráð. En svo
ákvað ég að taka á þessu vandamáli
og temja mér það að ná valdi á
óháttbundnum brag. Þá gaf ég út
bók sem heitir Ydd og margir gagn-
rýnendur töluðu í kjölfarið eins og
ég hefði farið í meðferð eða eitthvað
svoleiðis, og losað mig við erfiða ár-
áttu, nú væri allt annað að sjá til
mín. Síðan fór þetta að vera sitt á
hvað – og fyrir mér er ljóð núna
bara ljóð. Sum eru háttbundin, önn-
ur ekki, sum eru vond og sum góð,
og það hefur ekkert að gera með
bragarhátt.
En þetta er ekki sami hluturinn.
Ég hef ort mikið af barnaljóðum og
þau eru eingöngu háttbundin, vegna
þess að í hinum háttbundna brag er
það hrynjandin og rímið sem býr yf-
ir þeim galdri sem höfðar ekki síst
til barna.“
Rými til að skálda
Við ræðum um muninn á prósa-
formunum, smásögum og skáldsög-
um, og húmorinn sem löngum hefur
verið eitt af einkennum skrifa Þór-
arins. Honum finnst smásagan vera
skyld ljóðinu. „Ég minntist á þetta
orð Halldórs Laxness, þanþol, en ég
hef ekkert síður í ljóðagerð og smá-
sögum verið að kanna það sem við
getum kallað þjappþol máls og
forms. Hvað þolir það að vera press-
að mikið saman? Flestar smásög-
urnar mínar eru frekar stuttar.
Skilgreiningin á smásögu er reynd-
ar mjög loðin – og ég hef skifað
smásögu um það! Og í þeim er oft
ákveðin stemning eða grunnhug-
mynd sem gengur upp. Hins vegar
eru allar skáldsögur mínar utan ein,
Skuggabox, sögulegar. En þó að
þær byggist flestar á frásögnum um
menn sem voru til þá er í þeim ákaf-
lega mikið rými til að skálda eitt-
hvað upp. Og ég held að sú viðleitni
að byggja á húmor og óvæntum
uppákomum sé ekkert síður til stað-
ar þar en í smásögunum.“
– En hafa skáldsögurnar lengri
meðgöngutíma en önnur verk?
„Já, þær eiga sér venjulega lang-
an aðdraganda. Spretta oft upp úr
einhverju grúski. Og grúsk er mjög
hættulegt! Það er svo erfitt að setja
sér hömlur, hvar á að stoppa, hve-
nær á maður að klippa á þá jarð-
tengingu sem heimildirnar veita, og
hvað má maður skrifa um fólk sem
var til?
Svo er annað með skáldsögur, þó
það sé banalt að segja það; þær eru
lengri en smásögur og því er maður
lengur að skrifa þær!“
– Undanfarna áratugi hefur þú
starfað við skriftir og iðulega fengið
ritlaun, eins og margir aðrir at-
vinnulistamenn. Það hefur vænt-
anlega aðveldað þér að sitja við?
Ekki á vísan að róa
„Já, mikil ósköp. Í starfi eins og
þessu er náttúrlega ekki á vísan að
róa hvað tekjur varðar. En það þýð-
ir ekki að kvarta yfir því, þetta er
ákvörðun sem ég tók, og fyrir lif-
andis löngu er það komið upp í vana
að vita aldrei með vissu hvað er
framundan. Til að geta komist
þokkalega af fjárhagslega þurfa
nokkrir hlutir því helst að ganga
upp. Eitt er að komast í starfslaun,
en þau nægja aldrei handa öllum og
ekkert gefið að maður fái þau. Það
eina sem maður á skýlausan rétt á
er að sækja um – og því geri ég það
að sjálfsögðu. Mitt hlutverk er að
reyna að halda gangandi þessu
skrifbatteríi sem ég er. Þegar bæk-
ur síðan koma út – og það er heldur
ekkert á vísan að róa með það hve-
nær verk klárast –, þá fara tekjur af
þeim eftir sölu, og hún er ekki fyrir-
fram gefin. Enn ein tekjustoðin hjá
höfundi eins og mér eru verkefni
sem ég tek að mér. Yfirleitt þýðing-
ar eða hitt og þetta smálegt: blaða-
skrif, ávörp, erindi, hugmyndavinna
svo sem tillögur að nöfnum á stofn-
anir, fyrirtæki og þvottaduft, eitt-
hvað svoleiðs.
Vitaskuld munar um það fyrir alla
listamenn að fá starfslaun, að maður
tali nú ekki um það sem almenning-
ur fær í staðinn.“
– En erfiljóð eru horfin af feril-
skrá skálda í dag, eða hvað?
„Já, erfiljóð eru líklega horfin að
mestu en ég fékk í fyrra mjög gott
tækifæri sem hirðskáld. Það var
lærdómsríkt og gefandi. Ég fékk
þessa líka fínu skyrtuhnappa frá
Svíakonungi sem reyndist mestur
mildingur hátignanna.“ Hér rifjar
Þórarinn upp að í tengslum við þýð-
ingu og útgáfu allra Íslendingasagn-
anna á Norðurlandamálin hafi hon-
um verið falið að yrkja drápur og
flytja þær Danadrottningu og kon-
ungum Noregs og Svíþjóðar. Var
ekki sérstakt að vera í þeim gömlu
virðingarsporum íslenskra skálda?
„Þetta var mjög skemmtilegt,“
segir hann. „Þjóðhöfðingjarnir
höfðu verið fengnir til að skrifa hver
sinn formála og svo þegar til stóð í
kynningarskyni að afhenda hverju
fyrir sig kassann með dótinu í, þá
fékk einhver þá ágætu hugmynd, til
að þetta vekti kannski meiri athygli,
að fá íslenskt skáld til að mæra
þjóðhöfðingjana á staðnum. Leitað
var til mín og byrjað á Danadrottn-
ingu á vori, svo komu kóngarnir
seinna um haustið.“
– Settirðu þig í hátíðlegar stell-
ingar?
„Já já, og það gekk allt vel fyrir
sig. Þetta voru dróttkvæðar drápur,
nokkuð snúið form, ekki ólíkt því að
leysa krossgátur. Ég ákvað fyrir-
fram hversu mörg erindin skyldu
vera og um hvað drápan fyrir hvern
og einn fjallaði og svo fengu allir
það sama, lögð var áhersla á að
þarna sé þessi forni arfur kominn á
nýju formi. En ég þurfti að troða
boðskapnum í erindin, og svo hverju
í sína spennitreyju. Og auðvitað
mæra drottningu og kónga, bara
ekki allt of mikið, því eins og Snorri
sagði verður oflof háð.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Þórarinn hefur nú, með aðstoð
Halldórs sonar síns sem er tölv-
unarfræðingur og tónlistar-
maður, opnað heimasíðu: thor-
arinn.eldjarn.is.
Á síðunni eru flokkar helstu
verka Þórarins, smásögur,
skáldsögur, ljóðabækur og þýð-
ingar, tilvitnanir í skrif hans og
segir hann að á næstunni bætist
við ýmiskonar efni, ritdómar og
slíkt. „Þá ætla ég að birta alls-
kyns ræður, erindi og ávörp,
hitt og þetta sem ég á í rosaleg-
um sarpi og þetta er ágætur
vettvangur til að birta það á,“
segir hann og bætir við að fólk
geri síauknar kröfur um að upp-
lýsingar sem þessar séu að-
gengilegar á netinu.
„Þá ætla ég jafnvel að birta á
vefnum nýtt efni, kasta fram
stökum og kommentera á hitt
og þetta.
Nú get ég líka vísað á vefinn
þegar menntaskólanemar
hringja, segjast vera að skrifa
ritgerð og vantar upplýsingar.“
Þórarinn hefur sent frá sér fjölda bóka: kvæði, skáldsögur og smásögur.
Nýtt efni á heimasíðu
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Fasteignasala venjulega fólksins...
Iðavellir 13, 230 Reykjanesbæ,
Frábær staðsetning hentar vel
fyrir fiskverkun/ bílaleigu/ bílasölu
eða allt það sem tengist því að
vera snöggur uppá flugvöll.
Óskað er eftir tilboðum í eignina
1135m2
Fasteignamat 96.600.000 kr.
Brunabótamat 194.300.000 kr.
Björgvin Þ. Rúnarsson
Símanúmer 855-1544
bjorgvin@domusnova.is
Haukur Halldórsson
Hdl, löggiltur fasteignasali
haukur@domusnova.is
’
Í starfi eins og þessu
er náttúrlega ekki á
vísan að róa hvað tekjur
varðar. En það þýðir ekki
að kvarta yfir því, þetta er
ákvörðun sem ég tók, og
fyrir lifandis löngu er það
komið upp í vana að vita
aldrei með vissu hvað er
framundan.