Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.02.2016, Qupperneq 53
14.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 ÓSKARINN Kate Winslet getur ekki hugsað sér að sniðganga Óskarsverðlaunahátíðina eins og sumir ætla að gera til að mótmæla „hvítri“ óskarshátíð. Ástæðan: Leonardo DiCaprio. „Ég hef mjög sterklega á tilfinningunni að þetta verði ár Leos,“ sagði Winslet við fréttamenn á frumsýningu á mynd sinni Triple 9 í London. Þessi fyrrverandi sam- leikari hennar í stórmyndinni Titanic er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni The Revenant. „Hann er nánasti vinur minn í heiminum og ég gæti ekki hugsað mér annað en að mæta til að styðja hann.“ Fleiri ástæður liggja ennfremur að baki. „Þetta hefur verið svo frábært ár fyrir konur. Mér þætti ég vera að bregðast eigin kyni ef ég færi ekki,“ sagði hún. Kate styður Leo Kate ætlar að mæta. AFP KVIKMYNDIR Margir hafa eflaust saknað gamanleikkonunnar Goldie Hawn á hvíta tjaldinu en hún hefur ekki leikið í kvikmynd frá því að The Banger Sisters var frum- sýnd árið 2002. Önnur gamanleikkona, sem er núna einhver sú allra vinsælasta í heimi, ætlar heldur betur að bæta úr þessu. The Hollywood Reporter greinir frá því að Amy Schumer sé búin að fá Hawn til liðs við kvikmynd sem hún er með í bí- gerð. Myndin hefur ekki fengið nafn en við stjórnvölinn er Jonathan Levine, leikstjóri The Night Before. Hawn mun að sjálf- sögðu leika móður Schumer og er öruggt að þessar tvær eiga eftir að verða góðar saman. Goldie Hawn snýr aftur Hawn ætlar að leika móður Amy Schumer. Stórskemmtileg sýningvar opnuð íLouisiana-nútíma- listasafninu norður af Kaup- mannahöfn í byrjun febr- úar. Sýningin nefnist Eye Attack og einblínir á tíma- bilið 1950-1970. Sjónum er beint að „op list“ og „kínet- ískri“ list þessara ára. Mesta áherslan er á tvo listamenn, hinn ungverska Victor Vasarely og hina bresku Bridget Riley. Þetta er yfirgripsmikil sýning sem virkilega gaman er að skoða því verkin snúast alla jafna um að blekkja augað, listaverkin virðast hreyfast og bylgjast og leikið er með þrívídd. „Kínetísk“ list byggist á því að verkin breytast eftir því sem áhorfandinn hreyfir sig, hreyfing hans er nauðsynleg til að upplifa verkið. Börn á skólaaldri ættu að hafa gaman af sýningu sem þessari en í Louisiana er líka boðið upp á sérstaka barnavinnustofu. Húsið sjálft og umhverfi er líka sérlega fallegt og býður upp á útivist í leið- inni og setu við arineld í skemmti- legri kaffistofu. Ennfremur eru tvær stórar inn- setningar sem leika sér með rýmið og trufla skynjun þar sem unnið er með þrívídd og spegla. Verkin eru jafnan áleitin og skapa mörg heilmikið áreiti með blikkandi ljósum, hreyfanlegum listaverkum og skerandi röndum. Öryggisverðir safnsins gengu þó ekki um með sólgleraugu líkt og sögur fara af um sýningu af þessu tagi í MoMa í New York á sjöunda áratugnum. Þessar listastefnur voru stórir áhrifavaldar í dægurheiminum og settu til dæmis mikið mark á auglýsingar, plötuumslög, lógó og fatahönnun. Sýningin gerir þessum kafla sér- lega góð skil og telur upp helstu strauma og stefnur í poppmenningu þessa tíma og hvern- ig þetta tengist. Eitt dæmi um áhrif „op list- ar“ má sjá hér til hliðar á forsíðu bandaríska tískutímaritsins Vogue frá árinu 1965. „Op listin“ átti líka vel við hugvíkkandi eiturlyfja- strauma tímabilsins og ást almennings á geimferðum og vísindaskáldskap. Victor Vasarely, Vega Or, 1969. Árás á augað „Op list“ á forsíðu Vogue í júní 1965. Skarpar línur og skynvillur ráða ríkjum í nýrri sýningu í danska listasafninu Louisiana. List af þessu tagi hefur haft mikil áhrif á dægurmenningu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mynd/Louisiana Þrátt fyrir að koma úr ólíkum átt- um virtist fara vel á með Justin Bieber og Courtney Love á tísku- sýningu Saint Laurent í Los Angel- es í vikunni. Love birti meira að segja mynd á Instagram af sér og Bieber að heilsast og textinn með myndinni hjóðaði svo: „Sannkall- aður heiðursmaður“. Ekki skorti stjörnufansinn á sýningunni sem fram fór í Hollywood Palladium en á Instagram-myndinni sáust líka Krist Novoselic úr Nirvana og Kim Gordon úr Sonic Youth. Fötin frá Saint Laurent eru líka einstaklega rokkvæn. AFP Saman á Saint Laurent AFP : PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 miðvikudaginn 2. mars. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 4. mars SÉRBLAÐ Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. FERMINGAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.