Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 4. M A R S 2 0 1 6
Stofnað 1913 23. tölublað 104. árgangur
ALLT SEM
VIÐKEMUR
FERMINGUNNI
KANNSKI ER
NETIÐ EKKI
BARA BÓLA
88 SÍÐNA BLAÐAUKI ÍMARK 24 SÍÐUR
Hagnaðurinn að aukast
Fimmtán félög í Kauphöll Íslands skiluðu 66 milljarða hagnaði á árinu 2015
Hagnaðurinn eykst um 46% milli ára Uppgjör Haga verður birt í apríl
sínu en fjárhagsár þeirra miðast við
1. mars á hverju almanaksári.
Félögin sem nú hafa skilað upp-
gjörum sínum munu að öllu óbreyttu
greiða eigendum sínum 23,5 millj-
arða í arð. Hæsta arðgreiðslan kem-
ur í hlut hluthafa VÍS, eða 5 millj-
arðar króna, og þar á eftir koma
hluthafar Icelandair með 3,5 millj-
arða.
Flest skiluðu fyrirtækin meiri
hagnaði í fyrra en á árinu 2014. Sé
hagnaður þeirra tólf félaga, að Hög-
um undanskildum, sem skráð voru í
kauphöllina samanburðarárin tvö,
skoðaður sést að hann fer úr réttum
35 milljörðum króna í 51,4 milljarða.
Felur það í sér aukinn hagnað upp á
47%. Icelandair hagnaðist mest allra
félaganna eða um 14,3 milljarða
króna. Næst mestu skilaði Marel
með 8,1 milljarð.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fimmtán af sextán félögum á aðal-
lista Kauphallarinnar hafa nú skilað
uppgjörum sínum og nemur saman-
lagður hagnaður þeirra 66 milljörð-
um króna. Þrjú ný félög bættust í
Kauphöllina á síðasta ári, Eik, Reitir
og Síminn, og er hagnaður þeirra
rétt tæpir 15 milljarðar króna. Hag-
ar eiga enn eftir að skila uppgjöri
Minna en bankarnir
» Samanlagður hagnaður við-
skiptabankanna þriggja var 62%
hærri en félaganna fimmtán.
» Landsbankinn greiðir 28,5
milljarða í arð, meira en kaup-
hallarfélögin öll til samans.
MAukinn hagnaður í Kauphöll »18
Fýlar voru á flestum syllum í fuglabjargi
skammt austan við Grindavík fyrr í vikunni. Þar
virtust tveir takast á um hylli þeirrar sem sat
fyrir aftan í mestu makindum og fylgdist með.
Skvaldur fýlanna fyllti bjargið og minnti fýla-
kórinn á að það styttist í vorið.
Fýllinn eða múkkinn er ein algengasta fugla-
tegundin við Ísland. Hann er sjófugl en er líka
farinn að verpa langt inni í landi. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Rómantísk átök í fuglabjarginu
Skvaldur fýlanna fyllti fuglabjarg austan við Grindavík og minnti á að vorið nálgast
Landsnet áætlar að fjárfesta í
raforkuflutningskerfinu hátt í 35
milljarða króna á næstu þremur ár-
um. Er þetta veruleg aukning mið-
að við framkvæmdir fyrirtækisins á
síðustu árum og mestu fram-
kvæmdirnar frá árinu 2007.
Einna umfangsmestu fram-
kvæmdirnar verða á Norðaust-
urlandi í tengslum við stóriðju-
framkvæmdir á Bakka við Húsavík.
Reistar verða háspennulínur frá
Bakka að Þeistareykjum og Kröflu
og tilheyrandi tengivirki.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna að vinna er að hefjast við
Suðurnesjalínu 2 í næsta mánuði.
Hún liggur frá Hafnarfirði í
Reykjanesbæ og þaðan með jarð-
streng til Helguvíkur. »22
Landsnet fjárfestir
hátt í 35 milljarða
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu
er verra en í fyrra. Metnaðarleysi
einkennir viðbrögð borgaryfirvalda í
Reykjavík að mati Ólafs Guðmunds-
sonar, varaformanns FÍB. Hann
segir að það vanti heildstæða áætlun
um viðgerðir á götum og þjóðvegum.
Þá séu vinnubrögð verktaka við mal-
bikun óviðunandi og efni sem notað
er, möl og bik, ekki fullnægjandi.
Þörf sé á að setja strangari reglur í
útboðstilkynningar.
Tryggingafélögum berast í hverri
viku tilkynningar um tjón á öku-
tækjum sem lent hafa í holum í
gatnakerfinu. Tjón er ekki bætt ef
veghaldari getur sýnt fram á að
hann hafi ekki fengið tilkynningu um
skemmdirnar á götunni. Aðeins fá
tjón hafa fengist bætt. Mikilvægt er
því að ökumenn láti Vegagerðina og
sveitarfélögin vita um skemmdir
sem þeir sjá.
Flest tjónanna eru minniháttar,
að sögn Auðar Daníelsdóttur hjá
Sjóvá sem annast tryggingar
Reykjavíkurborgar. Yfirleitt er um
að ræða skemmdir á dekkjabúnaði
bifreiða. Fyrirtækið fékk í fyrra yfir
100 tilkynningar og nokkrar hafa
borist á þessu ári. »4
Morgunblaðið/Golli
Hola við holu Gert við á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns.
Holurnar í götunum fleiri en í fyrra
Sjóvá fékk yfir hundrað tilkynn-
ingar um tjón vegna ástands gatna
„Tilkynningar
til barnaverndar
ættu að vera
mikið fleiri frá
leikskólum mið-
að við að flest ís-
lensk börn eru í
leikskólum og
stór hluti þeirra
dvelur þar allan daginn. Við ættum
að vera í svo góðri stöðu til að meta
hvort ekki sé nægilega vel hlúð að
börnum og annað slíkt, því við er-
um svo mikið með þeim,“ segir
Linda Hrönn Þórisdóttir, leik-
skólastjóri Kópahvols í Kópavogi.
Að meðaltali koma 2% tilkynninga,
sem berast til barnaverndar, frá
leikskólum en á sama tíma snúast
25% þeirra mála sem eru til með-
ferðar hjá barnaverndarnefndum
um börn á leikskólaaldri. »16
Tilkynningar ættu
að vera fleiri
„Þetta er auðvitað mikill sigur
fyrir umbjóðendur mína. Dómurinn
staðfestir endanlega þá meginreglu
að það er óheimilt að skilja veiðirétt
frá bújörð,“ segir Guðjón Ármanns-
son, lögmaður eigenda jarðarinnar
Lambhaga í Rangárþingi ytra.
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
Héraðsdóms Suðurlands um að
óheimilt hafi verið að semja um að
veiðiréttur í Eystri-Rangá fylgdi
spildu sem seld var út úr jörðinni á
árinu 1928. Dæmi eru um aðra sam-
bærilega samninga sem gerðir hafa
verið á árunum 1923 til 2006 en
ekki er vitað hversu víða áhrifa
dómsins gætir. »2
Veiðiréttur ekki á
sumarbústaðalandi