Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 30

Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 ✝ Steinþóra Þor-björg Guð- laugsdóttir fæddist í Hafnarfirði 15. júlí 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. febr- úar 2016. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, fædd 9. október 1886 í Skuld í Reykjavík, dáin 31. októ- ber 1963, og Guðlaugur Hinrik Gunnlaugsson skipstjóri í Hafn- arfirði, fæddur 14. nóvember 1892 í Sviðholti á Álftanesi, dáinn 8. apríl 1975. Systkini Steinþóru voru Sigurður, fæddur 11. ágúst 1920, dáinn 20. mars 1937, Gunn- laugur, fæddur 7. september 1922, dáinn 14. mars 2004. Þann 17. október 1942 giftist Steinþóra Jóhanni Lárussyni múrarameistara frá Gröf í Grundarfirði, fæddur 26. ágúst 1920, dáinn 5. mars 2005. Börn Steinþóru og Jóhanns eru: 1) Sig- urður, fæddur 1943. Fyrri eig- inkona hans var Hulda Dóra Jó- hannsdóttir sem lést 13. júní 2006. Seinni eiginkona hans er Gerður Ragna Sveinsdóttir. Börn Sigurðar og Huldu Dóru eru Steinþóra, fædd 1961, Bryndís, fædd 1962, og Jó- hann Páll, fæddur 1972. 2) Halldóra, fædd 1944, dáin 2005. Maki Einar Gíslason. Börn þeirra eru Kristín Erna, fædd 1967, Brynja, fædd 1970, Þóra, fædd 1973. 3) El- ínborg, fædd 1951, maki Oddur H. Oddsson. Börn þeirra eru Davíð Freyr, fæddur 1974, Frið- björn, fæddur 1978, og Oddrún Helga, fædd 1981. 4) Jóhann Þór- ir, fæddur 1954, maki Ragnheið- ur Þórunn Kristjánsdóttir. Börn þeirra eru Yngvi Þór, fæddur 1975, Birgir Már, fæddur 1978, Róbert Freyr, fæddur 1981, og Alexandra Fanney, fædd 1990. Útför Steinþóru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Látin er í hárri elli tengdamóð- ir mín, Steinþóra Guðlaugsdóttir. Hún var fædd og uppalin í Hafnarfirði og bjó þar alla sína tíð. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Jóhanni Lárussyni múr- arameistara, sem nú er látinn fyr- ir nokkru síðan. Steinþóra vann í fyrstu á saumastofu en eftir því sem börn- unum fjölgaði snéri hún sér alfar- ið að rekstri heimilisins sem hún stjórnaði af mikilli röggsemi. Hún átti sér margvísleg áhuga- mál. Hún ferðaðist mikið með Jóhanni, aðallega til Bandaríkj- anna og Kanada þar sem hún átti marga ættingja sem hún sýndi mikla ræktarsemi og bauð þeim oft til Íslands og dvöldu þeir þá á heimili þeirra hjóna. Hún stundaði saumaskap og margvíslegar hannyrðir, einnig hafði hún mikinn áhuga fyrir postulínsmálningu og eru margir fallegir gripir sem hún skilur eftir sig. Hestamennsku stundaði hún með Jóhanni meðan heilsan leyfði, í Hafnarfirði á veturna og í Krísu- vík og við Flúðir á sumrin. Við kveðjum góða konu og ylj- um okkur við fallegar minningar og vitum að nú er hún komin til Jóa síns og ríður út með honum á rennisléttum grundum, hún á honum Loga sínum og hann á Meinlausa Blesa. Blessuð sé minning Steinþóru Guðlaugsdóttur. Oddur H. Oddsson. Kveðja til elsku tengdamóður minnar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með þakklæti fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ragnheiður. Í lífi hverrar manneskju eru áhrifavaldar. Amma Steina og afi Jói voru stórir áhrifavaldar í mínu lífi. Amma átti þá ósk heita að fá að ganga menntaveginn, en aðstæð- ur og viðhorf fjölskyldu hennar komu í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. Vegna þessa var enginn meira hvetjandi að við barnabörnin sæktum okkur menntun. Henni var alveg sama í hverju menntunin fólst, hvort heldur það var iðnmenntun eða akademísk menntun, bara að við fyndum okkar fjöl í lífinu og lærð- um eitthvað. Á menntaskólaárun- um var ómetanlegt að eiga ömmu og afa sem bjuggu við hliðina á skólanum. Daglega beið mín heit- ur hádegisverður eða smurt brauð sem amma var búin að útbúa handa okkur afa, sem einnig skaust heim í mat væri hann að múra í Hafnarfirðinum. Oft vor- um við bara tvær einar og gjarnan vildi hún að ég tæki vin með mér. Amma fékk mikla næringu út úr því að spjalla. Á tíðum vissi hún meira um tónlistarmenn samtím- ans en ég nokkru sinni, en setti svo gjarnan hina kanadísku Anne Murray á Dual-plötuspilarann í fallega vel póleraða eikarskápn- um. Eftir matinn, við undirspil Anne Murray, átti hún til að pakka manni inn í teppi og leyfa manni að fá sér kríu, en rak mann svo með harðri hendi í skólann á ný að lúrnum loknum, slugs var henni ekki að skapi. Ömmu og afa hús á Selvogsgötunni var hús frið- ar og kærleika og ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að njóta þeirra eins lengi og raun bar vitni. Þegar börnin mín svo fóru í skóla í hverfinu var Ýmir minn duglegur að stinga sér inn í kleinukaffi og spjall hjá þeim. Amma mín var fyrirmynd alls þess sem ég tengi við að halda heimili og ala upp börn. Hún ásamt dóttur sinni og móður minni kenndi mér að hekla og prjóna og telja út í krosssaum, hún kenndi mér að elda, baka pönnukökur, búa til rúllupylsu og kæfu og að spritta símtólið a.m.k. einu sinni í viku. Þetta eru dyggð- ir sem ekki eru í hávegum hafðar í dag, en ég kann virkilega að meta þær sjálf. Þar sem ég sat síðastliðna helgi á heimili minnar eigin dóttur í Kaupmannahöfn, þá allt í einu upplifði ég mömmu mína og ömmu í henni, þar sem dóttir mín, létt í fasi trítlaði um heimilið og var að sýsla. Ég þekkti natnina sem amma hafði og það fyllti hjarta mitt að sjá og upplifa hvernig hún og mamma lifa áfram í unga fólkinu okkar. Það var gott að ná að kveðja ömmu nú um jólin þegar ég kom heim frá Írlandi í jólafrí. Amma þekkti mig strax þegar ég kom. Hár aldur og heilsufarsbrestir höfðu sett mark sitt á hana og það var verulega sárt að sjá. Hún sagði mér þá að þetta væri síðasta skiptið sem við myndum sjást, hún ætlaði að kveðja fljótt. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum bæði ein og með drengina mína og við sátum með henni og skoðum minningar í myndaalbúmunum hennar. Á nýju ári, á 93. aldursári kvaddi amma okkur. Takk fyrir allt og allt, elsku besta amma mín. Þú lifir áfram í okkur öllum. Fljúgðu burt í friði. Kristín Einarsdóttir. Amma Steina er fallin frá. Minningarnar hrannast upp. Ófá- ar stundir átti ég á Selvogsgöt- unni hjá ömmu Steinu og afa Jóa. Þar var ég alltaf velkominn og þar fann ég ávallt fyrir hlýju og kær- leika. Í minningunni var heimili ömmu og afa á Selvogsgötunni ævintýralegt. Bratti stiginn var óspart notaður sem rennibraut þar sem við börnin renndum okk- ur niður á úlpunni eða buxunum á gríðarlegum hraða. Jóladagsboð- in á Selvogsgötunni voru einstak- lega skemmtileg. Þar voru öll frændsystkinin samankomin í keppni ársins sem fólst í því að ná mesta hraðanum í stiganum. Þetta endaði alltaf í þrasi og púst- rum sem ömmu Steinu og afa Jóa tókst ætíð að stilla með ró og yf- irvegun. Aldrei kom til greina að banna leik okkar í stiganum. Við amma Steina náðum vel saman. Ég minnist góðu stund- anna þegar hún sagði mér frá sjálfri sér, uppvexti sínum og lífs- viðhorfi. Við drukkum saman te í „testofunni okkar“ þar sem við ræddum líka málefni líðandi stundar. Í mínum huga vorum við að leika okkur saman, en síðar skildi ég að hún var um leið að leiðbeina mér. Þegar hún kenndi mér að spila var hún um leið að segja mér sannindi lífsins. Svo verðlaunaði hún mig með kandís sem hún átti alltaf nóg af. Fyrir ungan dreng voru þetta heim- spekilegar og lærdómsríkar um- ræður. Ég minnist aðfangadagskvöld- anna úr æsku en þá voru amma Steina og afi Jói með okkur fjöl- skyldunni. Þá var mikið hlegið og oft á kostnað ömmu Steinu sem kvartaði sáran yfir matnum eða jólagjöfunum sem við gáfum henni í það skiptið. Amma Steina fylgdist vel með fólkinu sínu og var annt um það. Hún lá ekki á skoðunum sínum og var ófeimin að gefa sitt álit á mönnum og málefnum, oftast óumbeðin. Með einhverjum hætti náðum við að snúa hreinskilni hennar í gott og einlægt grín, öll- um til skemmtunar og ekki síst henni sjálfri. Tilveran var sannar- lega skemmtilegri þegar sól og hlátur var nærri og þannig vildi amma hafa lífið. Ég mun ætíð sjá ömmu Steinu fyrir mér sem flotta og skemmtilega konu, en í hjarta mínu býr minning sem lifir með mér og ég er þakklátur fyrir. Þegar afi Jói féll frá sáum við í raun hvað þau höfðu verið hvort öðru. Hún bar sitt í hljóði en sakn- aði um leið þess góða manns sem hafði verið hennar besti vinur og lífsförunautur. Amma Steina var þess vegna ferðbúin og trúði á endurfundi. Það er gott að hugsa til þess að þau nái nú saman á ný. Það var guðsgjöf að fá að eiga stundir lífsins með ömmu og afa. Ég og fjölskylda mín minnumst þeirra með þakklæti og biðjum Guð að blessa minningu ömmu Steinu og afa Jóa. Davíð Freyr Oddsson. Elsku amma Steina. Á sama tíma og ég hugsa til þín með söknuði þá ylja góðar minn- ingar um þig mér um hjartarætur. Að koma til ykkar afa á Sel- vogsgötuna var alltaf notalegt. Það var dekrað við alla sem komu þar við, með heimatilbúnum kræsingum og öðru góðgæti. Sterkustu minningarnar frá tíma okkar saman voru meðal annars jólaboðin á Selvogsgöt- unni og allur jólaundirbúningur- inn. Þú varst rosalega mikið jóla- barn og þér fannst ekki leiðinlegt að stússast. Þetta voru engar smá veislur. Allir mættu og við krakk- arnir renndum okkur á Millet-úlp- unum niður stigann í ganginum. Öll framhaldsskólaárin mín við Flensborgarskólann kom ég oft í viku til ykkar í „eyðu“ og fékk mér að borða. Það var alltaf heimabak- að brauð, nýkomið úr vélinni sem var keypt í einni af mörgum ferð- um ykkar til USA, með skinku sem afi var búinn að frysta sneið fyrir sneið og svo voru alltaf pönnsur eða snúbbar í eftirrétt. Kringluferðirnar okkar saman, þegar við brunuðum á rauða Vol- vonum inn í Reykjavík á 120 km/ klst., yfir nokkur „appelsínugul- rauð“ ljós og upp á tvo til þrjá kantsteina. Þú varst svo mikil B-mann- eskja, hringdir oft seint á kvöldin og óskaðir eftir að láta lita á þér augabrúnirnar, núna. Ekki málið, alltaf var ég tilbúin til að skreppa til þín og áttum við margar skemmtilegar stundir saman þar sem við naglalökkuðum okkur og flettum nýjasta Quelle. Aðfangadagskvöldin á Vestur- vanginum voru ógleymanleg. Það biðu allir spenntir eftir að þú opn- aðir pakkana. Amma, þú varst kona með sterkar skoðanir og varst ekkert að liggja á þeim. Ég er oft minnt á það hvað við séum líkar og það tel ég mikið hrós. Í seinni tíð var ótrúlega gaman að koma til þín og bara spjalla. Þú varst mjög hreinskilin og með ein- dæmum hlýjan ömmufaðm. Þú hafðir svo gaman af að segja frá lífinu og sýndir mikinn áhuga á því hvað ég og allir hinir vorum að taka okkur fyrir hendur. Ég hafði einstaklega gaman af að heyra rómantísku sögurnar þínar frá því í gamla daga og þér fannst ekki leiðinlegt að rifja þær upp þar sem þú saknaðir afa mikið. Nú veit ég að hann afi hefur tekið á móti þér og þið njótið ykk- ar saman. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þar sem þú varst var alltaf gaman. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu um alla eilífð. Hvíldu í friði, elsku amma Steina mín, þín verður sárt sakn- að. Þín Oddrún (Odda). Steinþóra Guðlaugsdóttir ✝ Sævar ÖrnGuðmundsson fæddist í Reykjavík 20. september 1948. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Ólafsdóttir, f. 24. júní 1914, d. 10. júlí 1989, og Guðmund- ur Brynjólfsson, f. 13. ágúst 1915, d. 15. maí 2000. Alsystkini hans eru 1) Bryndís, f. 1933, 2) Gísli, f. 1934, d. 1936, 3) Jón Vilberg, f. 1935, d. 1997, 4) Ágúst Hróbjartsson, f. 1936, d. f. 1971, sambýlismaður Ægir Ólafsson, f. 1968, dóttir þeirra er Hildisif Sigrún, f. 2005, og eru þau búsett í Noregi. Fyrir á Ægir soninn Davíð Aron, f. 1994. 2) Atli Örn Sævarsson, f. 1975, sam- býliskona Olga Kristrún Ingólfs- dóttir, f. 1980, synir hennar eru Ómar og Ingólfur. Sævar hóf störf hjá Loftleið- um 1966, síðar Flugleiðum, og starfaði þar til ársins 2000 sem yfirmaður á frílager í Keflavík og einnig við önnur störf hjá fé- laginu. Síðustu árin starfaði Sæv- ar hjá Ísaga og lét af störfum þegar hann varð 67 ára í sept- ember sl. Sævar átti mörg áhugamál, þau helstu voru ferðalög með fjölskyldunni, lax-og silungsveiði og sund. Síðustu ár lagði hann stund á módelsmíði, aðallega herflugvélar. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í dag, 4. mars 2016, kl. 13. 2002, 5) Guðrún Hulda, f. 1938, 6) Ólöf Guðbjörg, f. 1939, d. 2007, 7) Hrafnhildur, f. 1941, 8) Birgitta Kolbrún, f. 1943. Sammæðra bróðir Sævars var Ingi Bergmann Karls- son, f. 1931, d. 2005. Sævar kvæntist 20.9. 1969 Hildi Gunnarsdóttur, f. 17.6. 1948. Foreldrar hennar voru Gunnar Vilhjálmsson, f. 1905, d. 1974, og Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 1908, d. 2002. Börn Sævars og Hildar eru: 1) Hlíf Sævarsdóttir, Löngunin til að eiga fjölskyldu er fyrirferðarmikil í lífi flestra manna. Oft er vitnað til þess að fjölskyldan sé hyrningarsteinn samfélagsins. Orðið fjölskylda merkir í raun einn fyrir alla og all- ir fyrir einn. Hér er ábyrgðin í fyr- irrúmi og hér tengist fólk sterk- ustu böndunum. Ástir manns og konu, móðurástin, föðurástin, um- hyggja og ábyrgð foreldra á börn- unum. Þegar vel tekst til á ein- staklingurinn hér besta athvarfið og hér finnur hann hamingju og tilgang. Þeir áttu það sameiginlegt feðgarnir, Sævar og Guðmundur Brynjólfsson, að þeir fundu ham- ingjuna og tilgang lífsins í faðmi fjölskyldunnar. Heimilið hin helgu vé. Þar leið þeim best. Það voru ákveðin gildi sem feðgarnir höfðu að leiðarljósi: Heiðarleiki, sam- viskusemi, hógværð, reglusemi, halda gefin loforð og standa sig vel í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Traustir og trúir sínu fólki. Það var oft glatt á hjalla í Hlíð- argerði 4. Þar var söngur og dans í hávegum hafður, hlátrasköll og allir í góðu skapi. Í þessu umhverfi óx Sævar Örn úr grasi þótt honum fyndist stundum sem galsinn gengi úr hófi. Hann var yngstur og lét oft lítið á sér bera. Gæfa hans fólst í því að kynnast ungri og fallegri stúlku, Hildi Gunnars- dóttur. Þau voru aðeins 18 ára þegar þau settu upp trúlofunar- hringana. Það var fallegt par. Hildur var stoð Sævars og stytta í lífinu til síðasta dags. Ég fylgdi honum til Keflavíkur þar sem hann sótti um starf hjá Loftleiðum. Hann fékk starfið. Starfsferill hans var þá strax ráð- inn og starfaði hann hjá Flugleið- um, lengst af sem yfirmaður á frílager í Keflavík. Þá komu vel í ljós hinir góðu mannkostir hans. Sævar var mikill vinur vina sinna. Helsta áhugamál hans var að veiða með vinum í Ytri-Rangá og vötnum á hálendinu. Hann elskaði að ferðast með sínu fólki um víða veröld. Síðustu árin hafði hann yndi af að setja saman flug- vélamódel. Sævar Örn átti í langri og harðri glímu við krabbameinið sem dró hann til dauða. Ég bið góðan Guð að varðveita Hildi og börn þeirra, Hlíf og Atla Örn. Blessuð sé minning Sævars Arn- ars. Baldur Óskarsson. Í dag verður lagður til hinstu hvílu vinur og uppeldisfélagi, Sævar Örn Guðmundsson. Hann var yngsta barn hjónanna Sigur- bjargar Ólafsdóttur og Guðmund- ar Brynjólfssonar bifreiðastjóra. Það var mikið líf og fjör á uppeld- isheimili Sævars og systkinahóp- urinn stór, fimm systur og fjórir bræður. Þegar Sævar fellur nú frá, langt um aldur fram aðeins 67 ára, streyma fram góðar minningar um kæran vin. Hugurinn reikar aftur til uppvaxtaráranna í Smá- íbúðahverfinu þegar við vinirnir, Sævar og Helgi S. Guðmundsson, lékum okkur öllum stundum sam- an við boltaleiki á malargötum og hálfkláruðum leikvöllum hverfis- ins. Saman gerðumst við meðlimir í Knattspyrnufélaginu Víkingi, þar sem Sævar varði markið svo eftir var tekið. Var þá oft talað um gríðarlegt markmannsefni. Við fé- lagarnir tókum af heilum huga þátt í unglingastarfi KFUM og K í hverfinu. Það varð okkur öllum góður og öruggur leiðarvísir inn í fullorðinsárin. Við ólum hver ann- an upp og hver og einn lagði fram þann manngildissjóð sem honum fylgdi úr heimahúsum. Eftir skólagöngu ákvað Sævar að ráða sig til starfa hjá Loftleið- um – síðar Flugleiðum – þar sem hann starfaði í rúma þrjá áratugi. Þar varð hann fljótt vinsæll meðal starfsfélaga sinna. Honum fylgdi ævinlega einstakur hlýhugur og góðvild. Hann sóttist ekki eftir at- hygli né upphefð, en vann öll sín verk af samviskusemi og réttvísi. Lífshlaup hans var langur og glæsilegur æviferill um mann sem var einstaklega skyldurækinn, heiðarlegur og vandvirkur og lagði sig ávallt fram um að vinna hvert verk vel. Þeir sem kynntust Sævari urðu þess líka fljótt áskynja að hann hafði ákaflega þægilega nærveru. Hann var nær- gætinn og umhyggjusamur maður í öllum samskiptum sínum við fólk. Sævar var barnungur þegar hann kynnist eftirlifandi eigin- konu sinni – Hildi Gunnarsdóttur – myndarlegri og listrænni stúlku úr Reykjavík. Reyndist hún Sæv- ari frábær eiginkona, traustur og góður vinur, afbragðs húsmóðir og móðir tveggja barna þeirra. Dóttirin Hlíf á eina dóttur og býr hún í Noregi og sonurinn Atli Örn býr í Reykjavik og er í sambúð með tvö börn. Það var eins og Sævari og Hildi tækist alltaf að móta þægilegt andrúmsloft í kringum sig, and- rúmsloft hjálpsemi og glaðværð- ar. Þau komu fram við alla af sér- stakri hógværð og prúðmennsku. Sævar sagði ekki alltaf margt en þó heilmikið. Sævar greindist með krabba- mein fyrir 10 árum. Með Guðs hjálp og sérfræðinga okkar í læknastétt tókst að gera honum lífið bærilegt. Lengi var haldið í vonina en svo brást hún – síðustu mánuðirnir reyndust honum og fjölskyldunni mjög erfiðir. Svo er endar ógn og stríðin. Upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar (Sr. Friðrik Friðriksson) Sjá, ég kem skjótt og launin hef ég með mér til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er. Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn. (Opb 22.12-13, 17.20-21) Við biðjum Guð að blessa minn- ingu um góðan vin og vottum Hildi og aðstandendum Sævars innilega samúð okkar. Kolbrún og Ómar Kristjánsson. Sævar Örn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.