Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Forsætisráðherra tekur mynd-arlega upp hanska fyrir
bændur og undrast „að þeir sem
tala mest um sérhagsmuni líta á
það sem sérhagsmunagæslu að
samið sé um kjör við stóra stétt
fólks sem leikur gríðarlega mikil-
vægt hlutverk í samfélaginu á
meðan þeir sem reka beinlínis
samtök um fá-
keppnisrekstur og
berjast fyrir aukn-
um innflutningi og
hærri álagningu til
sín eru ekki taldir
vera í sérhags-
munagæslu?“
Forsætisráðherra bendir áskammir forseta ASÍ yfir
samningum við bændur og spyr
hvort bændasamtökin ættu að „böl-
sótast yfir því að það sé ómögulegt
að menn séu bundnir af þessum ís-
lensku kjarasamningum þegar er-
lent vinnuafl sé til í að vinna sömu
vinnu á lægra verði?“
Það myndu þau auðvitað aldreigera og sjálfum þætti honum
„fráleitt að heimilað yrði að vega
að kjörum og starfsöryggi ís-
lenskra iðnaðarmanna á þennan
hátt.“
En hvers vegna má tala svonaum bændur og aðra sem
starfa í íslenskum matvælaiðnaði?
Hvernig ætli vinnuaðstæður ogkjör séu í mörgum þeirra
verksmiðjubúa sem ráða verðlagn-
ingunni á matvælamarkaði erlend-
is og okkur er sagt að það sé gam-
aldags og óhagkvæmt að setja
hindranir á?
Hver telur forseti ASÍ að séukjör þeirra sem starfa við
framleiðsluna sem hann vill að fái
betri tækifæri til að keppa við
framleiðslu þeirra sem starfa í
greininni á Íslandi?“
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Sigmundur spyr
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 skýjað
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri -5 skýjað
Nuuk 0 skýjað
Þórshöfn 0 skýjað
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 2 þoka
Helsinki -2 skýjað
Lúxemborg 2 alskýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 8 léttskýjað
París 7 léttskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 5 skúrir
Moskva -1 skýjað
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 7 skýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -21 heiðskírt
Montreal -16 heiðskírt
New York 0 heiðskírt
Chicago 0 snjókoma
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:23 18:57
ÍSAFJÖRÐUR 8:32 18:57
SIGLUFJÖRÐUR 8:15 18:40
DJÚPIVOGUR 7:54 18:25
Fjörutíu og níu merkingarmenn
merktu alls 12.568 fugla af 77 teg-
undum á síðasta ári og er það rétt
undir meðaltali síðustu 10 ára. Mest
var merkt af skógarþresti, en ein teg-
und var merkt í fyrsta sinn hér á
landi, ljóshöfðaönd, Anas americana.
Á vef Náttúrufræðistofnunar hefur
verið birt skýrsla um fuglamerkingar
2015.
Árið 2014 var aldursmet súlu slegið
og gerðist það aftur árið 2015. Í bæði
skiptin var um að ræða súlur sem
voru merktar sem ungar í Eldey árið
1982. Fuglinn sem á aldursmetið nú
fannst dauður á Orkneyjum í Skot-
landi í ágúst síðastliðnum, þá rúm-
lega 33 ára gamall. Evrópumetið á
ennþá bresk súla sem varð 37 ára og
fimm mánaða.
Þá sást merkt álft við Arndísar-
staði í Bárðardal í maí sem var orðin
28 ára og átta mánaða gömul. Þetta
kann að vera elsta álft í Evrópu en
það hefur ekki fengist staðfest.
Langförulasti fuglinn sem endur-
heimtur var í fyrra var kría sem
merkt var sem ófleygur ungi sumarið
2013 í Óslandi við Höfn í Hornafirði.
Hún fannst örmagna við Cape Town,
S-Afríku í október síðastliðnum,
11.319 km frá merkingarstað.
Fuglar hafa verið merktir á Íslandi
síðan árið 1921 hafa alls verið merktir
680.720 fuglar af 154 tegundum, mest
af snjótittlingi eða rúmlega 80 þús-
und fuglar.
Tæplega 29 ára álft í Bárðardal
Langförul kría fannst örend 11.319
kílómetra frá merkingarstað við Höfn
Morgunblaðið/Ómar
Kría Með björg í bú á Álftanesi.
Útskipunargengi yfirmanna álvers-
ins í Straumsvík nær ekki að hífa um
borð í flutningaskip þau 4.000 tonn af
áli sem álverið þarf að flytja út í
hverri viku. Unnið var fram á kvöld í
gær. Skipið fer í dag.
Verkalýðsfélögin eru með útflutn-
ingsbann á áli frá álverinu. Kolbeinn
Gunnarsson, formaður Verkalýðs-
félagsins Hlífar, telur að yfirmönn-
unum hafi tekist að skipa út um 2.000
tonnum af áli. Hafnarverkamennirn-
ir eru boðaðir til vinnu árdegis í dag,
væntanlega til að flytja um borð ann-
an varning en ál – tóma gáma eða
gáma með skautleifar til að þyngja
skipið. „Okkur finnst þetta ekki
skemmtileg staða. Við viljum frekar
semja en standa í þessu,“ segir Ólaf-
ur Teitur Guðnason upplýsinga-
fulltrúi. helgi@mbl.is
Fara með
hálflestað
skip af áli
Morgunblaðið/Golli
Útskipun Yfirmenn við vinnu.