Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 17

Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 17
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í ljósi innri átaka Pírata að undan- förnu, þar sem hart virðist tekist á um völd, er fróðlegt að rifja upp ein- staka þætti í bók Margrétar Tryggvadóttur, Útistöður, sem kom út 2014. Margrét var þingmaður Borgarahreyfingarinnar og svo Hreyfingarinnar á árunum 2009 til 2013. Samkvæmt lýsingum Margrétar voru mikil átök í Borgarahreyfing- unni sumarið 2009 á milli þinghóps flokksins og stjórnar Borgarahreyf- ingarinnar. Á bls. 82 stendur undir fyrirsögninni Djúpstæður sam- skiptavandi: „Það var ekki einleikið hversu illa þinghópnum og stjórn Borgarahreyfingarinnar gekk að tala saman. Grunnvandinn lá auðvitað í valdabaráttu en það hjálpaði ekki þegar tortryggni, lítil þekking á fundarsköpum, óskýrar boðleiðir og skýlaus krafa um „gegnsæi“ bættust við.“ Margrét lagði til í pósti til stjórnar og þinghóps (sem í voru auk hennar Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Þrá- inn Bertelsson - innskot blm.) að „við myndum leita eftir aðstoð við sam- skipti, fundarsköp og ekki síst fundarritun…“ Birgitta og Þór til sálfræðings Og síðar á sömu síðu segir: „Einnig kom fram tillaga um að þeir sem hefðu verið í hve dýpstum deilum færu í ráðgjöf til að reyna að laga þann vanda. Úr varð að Þór og Birgitta fóru ásamt hluta stjórnar og Gunnari Sig- urðssyni til sálfræðings sem sérhæfði sig í að laga brotin hjónabönd.“ Píratar leituðu einmitt til vinnu- staðasálfræðings í lok síðasta mán- aðar, til þess að „hjálpa okkur að starfa saman þrátt fyrir ýmsan þann ágreining sem viðgengst undir miklu álagi og í fordæmalausri stöðu,“ eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, orðaði það á þingi. Á bls. 87 í bók Margrétar kemur fram að sumarið 2009 hafi verið farið að anda köldu á milli Birgittu Jóns- dóttur og Þráins Bertelssonar. Hann hafi rokið bálvondur af þingflokks- fundi eftir að hafa sagt „Birgittu stunda fasistastjórnun í þinghópn- um“. 6. ágúst 2009 var m.a. haft eftir Þráni í Fréttablaðinu: „Ég sé ekki ástæðu til að skiptast á orðum við fólk (Margréti, Birgittu og Þór - innskot blm.) sem ekki er mark takandi á.“ Í bréfi sem Margrét skrifaði til Katrínar Snæhólm 7. ágúst 2009 seg- ir Margrét m.a.: „Ég hef miklar áhyggjur af Þráni … Ég ræddi við sálfræðimenntaðan mann í dag sem er vel inni í málum hreyfingarinnar og hann grunar að Þráinn sé með alz- heimer á byrjunarstigi … Ég hafði ekki leitt hugann að slíku þótt mér fyndist þetta skýra margt. Hvað finnst þér?“ (bls. 99) Þráinn varð ævareiður þegar hann frétti af innihaldi bréfsins og hótaði að lögsækja Margréti „fyrir atvinnu- róg og meiðyrði og neyta allra bragða til að koma upp um illt innræti mitt“. (bls. 100) Margrét bað Þráin afsökunar bréf- lega, því hann vildi ekki ræða við hana, en í svarbréfi Þráins bendir hann henni á að Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður, hafi séð sóma sinn í að segja af sér þingmennsku eftir að tölvupóstur um samflokks- mann hafi ratað víðar en ætlunin hafi verið. Orðrétt segir í bréfi Þráins: „Ég hef gert stjórn Borgarahreyfingar- innar grein fyrir því að annaðhvort segi ég mig úr Borgarahreyfingunni eða stjórnin reki þig úr Borgara- hreyfingunni og geri kröfu um að þú segir af þér þingmennsku. Enn- fremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dóm- stólum …“ (bls. 103). Þráinn sagði sig úr Borgarahreyf- ingunni haustið 2009 þegar Alþingi kom saman á nýjan leik og starfaði sem „óháður þingmaður“ líkt og sagði í úrsagnarbréfi hans, sem forseti Al- þingis las upp við upphaf þings. Eftir að Þráinn sagði sig úr Borg- arahreyfingunni mynduðu þeir þrír þingmenn sem eftir voru í flokknum stjórnmálaflokk sem þeir nefndu Hreyfinguna. Hreyfingin var form- lega stofnuð 18. september 2009. Allt reiðasta fólkið á Íslandi Margrét segir um endalok Borg- arahreyfingarinnar í bók sinni: „Eftir á að hyggja var Borgarahreyfingin dæmd til að springa í loft upp, til stofnunar hennar var ekki vandað í upphafi enda tíminn af skornum skammti. Auk þess kom þar saman allt reiðasta fólkið á Íslandi.“ Í nóvember 2013 hélt Hreyfingin landsfund sinn í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Þar var Hreyfingin form- lega lögð niður og Árbæjarsafninu voru gefnir ýmsir munir sem tengd- ust starfi Hreyfingarinnar, Borgara- hreyfingarinnar og búsáhaldabylt- ingunni, en það var einmitt upp úr þeirri hreyfingu sem Borgarahreyf- ingin varð til. Útistöður ekki nýjar af nálinni  Margt í innri deilum Pírata að undanförnu sem minnir á átökin sem Margrét Tryggvadóttir lýsir í bók sinni Útistöður um ágreininginn sem varð í Borgarahreyfingunni fljótlega eftir stofnun flokksins Morgunblaðið/Ómar Borgarahreyfingin Myndin er tekin vorið 2009 á meðan allt lék í lyndi hjá þeim fjórmenningum Þráni Bertelssyni, Þór Saari, Margréti Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur, sem öll urðu þingmenn Borgarahreyfingarinnar þá. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Bókmenntafélag jafnaðarmanna og Alþýðuflokkurinn efna til hátíðar- samkomu í Iðnó í Reykjavík laugar- daginn 5. mars. Tilefnið er 100 ára afmæli Alþýðuflokksins en flokkur- inn og Alþýðusamband Íslands voru stofnuð 12. mars 1916. Á laugardag verður einnig opnuð í Iðnó sýning á áróðursspjöldum sem Wilhelm Beckmann gerði fyrir Al- þýðuflokkinn. Þar verða einnig ljós- rit af 19 listaverkum sem ýmsir lista- menn gerðu fyrir Sunnudagsblað Alþýðublaðsins á árunum 1934 til 1936. Alþýðuflokkurinn var stofnaður sem stjórnmálaafl verkalýðsfélag- anna í landinu og tóku sjö verkalýðs- félög í Reykjavík og Hafnarfirði þátt í stofnun hans. Í framhaldinu voru stofnuð félög jafnaðarmanna um land allt og flokkurinn bauð fyrst fram í kosningum árið 1916 og árið 1926 varð hann aðili að Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna. Formlegu starfi hans lauk þegar hann tók þátt í stofnun Samfylkingarinnar en flokk- urinn var þó aldrei lagður niður og lifir enn. Á hátíðarsamkomunni í Iðnó laugardaginn 5. mars kl. 14 verður fjallað um sögu flokksins, jafnaðar- stefnuna og mikil áhrif flokksins til hagsbóta fyrir íslenska alþýðu og á þróun velferðarsamfélagsins. Í framhaldi afmælishátíðarinnar verða fluttir átta fyrirlestrar um Al- þýðuflokkinn og jafnaðarstefnuna á laugardögum í mars og apríl og síðan í september og fram í október að bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræð- ings um 100 ára sögu Alþýðuflokks- ins kemur út. Þá munu jafnaðarmenn í „rauðu bæjunum“ Hafnarfirði og á Ísafirði efna til hátíðarfunda í september nk. í tilefni af afmælinu. Alþýðuflokkur aldargamall  Afmælishátíð í Iðnó á laugardag Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðnó Afmælishátíðin verður í Iðnó við Reykjavíkurtjörn á laugardag. Margrét segir í bók sinni (bls. 220) að þinghópurinn hafi almennt boðið hinn vangann og aldrei svarað fyrir sig þótt sífellt væri á þeim barið sumarið og haustið 2009. „Mín upplifun af þessum tíma er eins og ég ímynda mér hvernig það sé að vera í ofbeldis- sambandi,“ segir Margrét og er rétt að vísa í þess- um efnum til sama orðalags og Helgi Hrafn Gunn- arsson viðhafði fyrir skemmstu um ástandið hjá Pírötum, og var í þeim efnum einkum að vísa til Birgittu Jónsdóttur. „Sífellt var gert lítið úr störfum okkar og persónum, við hædd og spottuð og félagar okkar görguðu á okkur – bókstaflega. Það var að verða lífsspursmál að koma sér út úr þessum aðstæðum. Og mér fannst þurfa eitt spark til baka; að við þyrftum að útskýra okkar sjónarmið, þótt það væri ekki nema einu sinni.“ Líkt og í ofbeldissambandi VIÐ HÖFÐUM ALMENNT BOÐIÐ HINN VANGANN Margrét Tryggvadóttir www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur 2016 Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500 Bókaðu núna! Bókaðu snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.