Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Einar
Stefánsson hef-
ur verið ráðinn
aðstoðar-
fréttastjóri á
viðskiptarit-
stjórn Morg-
unblaðsins.
Stefán hefur
starfað á
Morgunblaðinu
undanfarið ár
en hann var formaður VR og
Landssambands íslenskra versl-
unarmanna á árunum 2011-2013.
Auk þess hefur hann meðal
annars sinnt kennslu við Háskól-
ann í Reykjavík, Háskóla Íslands
og Opna háskólann. Stefán er
með meistaragráðu í viðskiptasið-
fræði frá Háskóla Íslands og
cand.theol.-próf frá sama skóla.
Með ráðningu aðstoðarfrétta-
stjóra hyggst Morgunblaðið
leggja enn frekari áherslu á öfl-
uga umfjöllun um viðskipti.
Fréttastjóri viðskipta er Sig-
urður Nordal.
Ráðinn aðstoðar-
fréttastjóri viðskipta
Stefán Einar
Stefánsson
Maðurinn sem slas-
aðist alvarlega í
vinnuslysi í gömlu
áburðarverk-
smiðjunni í Gufu-
nesi á fimmtudag í
síðustu viku, þegar
fiskikör féllu yfir
hann, er látinn.
Hann hét Jóhann
Svanur Júlíusson,
fæddur 20. ágúst
1987 og lætur eftir sig konu og rúm-
lega eins árs dóttur.
Jóhann Svanur hafði starfað í rúm
sex ár hjá Íslenska gámafélaginu,
sem hefur höfuðstöðvar sínar og
margvíslega starfsemi í Gufunesi.
Lést eftir vinnu-
slys í Gufunesi
Jóhann Svanur
Júlíusson
Undanfarið hefur staðið yfir mikið ættarmót og álfta-
þing við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þátttakendur á
þinginu reyndust vera 32 við talningu. Hinn hraustlegi
maki Svandísar varð bráðkvaddur í fyrrahaust. Fugla-
áhugamenn bíða þess nú með öndina í hálsinum hvort
Svandís velji sér nýjan maka á ættarþinginu eða hvort
nýtt par taki völdin á Bakkatjörn þegar kemur að varp-
tíma í vor. Hér er Svandís í forgrunni á ættarþinginu.
Fuglaáhugamenn fylgjast spenntir með því hvað Svandís gerir
Morgunblaðið/Ómar
Ættarmót og álftaþing á Bakkatjörn
Kristjan Stefanson,
hæstaréttardómari í
Winnipeg í Kanada,
andaðist á Grase-
spítalanum í Winnipeg
þriðjudaginn 2. mars
síðastliðinn.
Kristjan eða Kris,
eins og hann var gjarn-
an nefndur, fæddist í
Eriksdale í Manitoba
14. maí 1944 og var því
á 72. aldursári. For-
eldrar hans voru Ei-
ríkur Stefánsson, þing-
maður íhaldsmanna á
kanadíska þinginu 1958 til 1968, og
Sigrún Sigfúsdóttir (Stefanson, áður
Sigurdson). Foreldrar Eiríks voru
Kristján Stefánsson (f. 1873) frá
Undirvegg í Kelduhverfi og Rann-
veig Eiríksdóttir (f. 1877) frá Hræ-
rekslæk í Hróarstungu í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar Sigrúnar voru
Sigfús Sigurðsson (f. 1874) frá
Klömbrum í Reykjadal og Sigurlaug
Jónsdóttir Frímanns Sigurdson (f.
1878) frá Ási í Kelduhverfi. Eiríkur
og Sigrún eignuðust fjóra syni,
Dennis, sem lést 2010, Tom, Kris og
Eric.
Kris ólst upp á Gimli. Hann lauk
laganámi við Manitoba-háskóla
1969, var saksóknari í
Manitoba frá 1973-1993
og hæstaréttardómari
(Court of Queen’s
Bench) frá 1993.
Bræðurnir Kris og
Eric Stefanson, fyrr-
verandi ráðherra í
Manitoba, unnu að því
að styrkja tengsl Mani-
toba við Ísland frá 1984
og heimsóttu Ísland
saman í þeim tilgangi
yfir 40 sinnum. Kris var
í móttökunefnd Íslend-
ingadagsins á Gimli í
um 40 ár og þar af sem formaður í
nær þrjá áratugi. Sem slíkur tók
hann á móti öllum sérstökum gest-
um frá Íslandi, greiddi götu þeirra
og hélt þeim og öðrum gestum sér-
staka veislu í lok hátíðar á eigin
kostnað. Fyrir tveimur árum heiðr-
aði Íslendingadagsnefnd hann fyrir
að hafa unnið manna mest í þágu
vestur-íslenska samfélagsins í Mani-
toba í tengslum við samskipti þess
við Ísland og útnefndi hann heið-
ursfélaga Íslendingadagsnefndar.
Kris var ókvæntur og barnlaus.
Haldið verður upp á líf Kris á
Fairmont-hótelinu í Winnipeg kl. 17-
19 fimmtudaginn 10. mars 2016.
Andlát
Kristjan Stefanson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er auðvitað mikill sigur fyrir
umbjóðendur mína. Dómurinn stað-
festir endanlega þá meginreglu að
það er óheimilt að skilja veiðirétt frá
bújörð,“ segir Guðjón Ármannsson,
lögmaður eigenda jarðarinnar
Lambhaga í Rangárþingi ytra.
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
Héraðsdóms Suðurlands um að
óheimilt hafi verið að semja um að
veiðiréttur í Eystri-Rangá fylgdi
spildu sem seld var út úr jörðinni á
árinu 1928. Fleiri dæmi eru um slíka
samninga en ekki er vitað hversu
víðtæk áhrif dómsins geta orðið.
Keyptu spildu með veiðirétti
Eigendur jarðarinnar Langanes-
mela höfðuðu mál á hendur eigend-
um bújarðarinnar Lambhaga til þess
að fá viðurkennt að þau ættu veiði-
rétt fyrir landi jarðar sinnar í
Eystri-Rangá. Þegar þáverandi eig-
Veiðiréttur ekki skilinn frá jörð
Kaupsamningur um landspildu með veiðirétti frá 1928 samrýmdist ekki lögum
samkvæmt dómi Hæstaréttar Eigendur bújarðar fengu ekki arð af Eystri-Rangá
Morgunblaðið/Einar Falur
Laxveiði Vænum fiski landað í Ármótahyl í Eystri-Rangá.
andi Lambhaga seldi spilduna út úr
jörðinni á árinu 1928 var tiltekið að
„öll veiði á landspildunni, bæði til
lands og vatns, fylgir með í kaup-
unum“. Eigendur Langanesmela
vísuðu einnig til þess að þau ættu
jörð að straumvatni og ættu því
veiðirétt samkvæmt þeirri fornu
reglu í íslenskum lögum að eignar-
haldi á landi fylgdi réttur til veiði.
Núverandi eigendur Lambhaga
mótmæltu kröfunni með vísan til
þess að þágildandi löggjöf hefði lagt
bann við að skilja veiðirétt frá land-
areign og hefði orðalagið um veiði-
rétt í kaupsamningi ekki getað haft
gildi. Héraðsdómur taldi að veiði-
réttarákvæðið í kaupsamningnum
hefði ekki samrýmst þágildandi lög-
um um takmörkun á aðskilnaði veiði-
réttar við landareign og staðfesti
Hæstiréttur þá niðurstöðu í gær.
Hlunnfarnir um veiðiarð
Ágreiningur um veiðiréttinn kom
ekki upp fyrr en eftir að Eystri-
Rangá varð að verðmætri laxveiðiá
um síðustu aldamót. Guðjón Ár-
mannsson, lögmaður eigenda Lamb-
haga, vekur athygli á því að Veiði-
félag Eystri-Rangár hafi á sínum
tíma ákveðið að sniðganga sína eigin
arðskrá. „Liggur fyrir að umbjóð-
endur mínir voru hlunnfarnir um
veiðiarð í samfellt 16 ár. Eigendur
frístundalóðarinnar fengu hins veg-
ar arð svo árum skipti þrátt fyrir að
vera hvorki aðilar að veiðifélaginu né
eiga rétt á arði samkvæmt arðskrá.“
Hann bætir við: „Þá liggur fyrir að
veiðifélagið greiddi hluta málskostn-
aðar eigenda frístundalóðarinnar.
Fiskistofa hefur þegar úrskurðað að
sú ákvörðun var ólögmæt.“
Ljóst er að sambærilegir samn-
ingar um veiðirétt sem gerðir
hafa verið fram til ársins 2006
hafa ekki gildi að þessu leyti.
Jón Helgi Björnsson, formaður
Landssambands veiðifélaga,
segir líklegt að þar sem svipaðir
hlutir eru uppi hafi dómurinn
fordæmisgildi. Sambandið hafi
ekki yfirlit yfir það hversu víða
það geti verið. Sveinn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Landssambands sumarhúsaeig-
enda, hafði áhyggjur af málinu
þegar fjallað var um dóm hér-
aðsdóms: „Þetta gæti haft það í
för með sér að fólk sem hefur
lóðir, sem teknar voru út úr lög-
býlum á fyrrnefndu árabili, á
leigu eða hefur keypt þær þurfi
nú að semja við veiðiréttarhafa
um heimild til veiða. Það er ein-
kennileg staða fyrir fólk sem
fram til þessa tíma hefur talið
sig eiga réttinn [...]“
Óljós fjöldi
eins mála
FORDÆMISGILDI DÓMSINS