Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
✝ Freydís Laxdalfæddist að
Meðalheimi, Sval-
barðsströnd, S-
Þing. 8. apríl 1941.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð,
Akureyri, 21. febr-
úar 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Theodór
Laxdal bóndi í
Túnsbergi, Sval-
barðsströnd (1917-2003), og
kona hans, Líney Sveinsdóttir
(1911-1968). Bróðir Freydísar
sammæðra var Jón Kárason
(1926-2002). Alsystkini hennar
eru Sveinberg, f. 1942, Helga, f.
1944, Svavar Páll, f. 1945,
Oddný, f. 1948, d. 1990, og
Lilja, f. 1950.
Þann 3. júní 1962 giftist
Freydís Ævari Hjartarsyni bún-
aðarráðunaut, f. 26. júní 1940,
d. 7. október 2009. Foreldrar
hans voru Friðrika Vigdís Har-
aldsdóttir (1915-1992) og Hjört-
ur Ármannsson (1918-1992) en
stjúpfaðir hans var Ólafur Sig-
urvin Tryggvason (1920-2005).
Freydís og Ævarr bjuggu all-
an sinn búskap á Akureyri að
undanskildum þremur árum
sem þau bjuggu á Blönduósi.
frá vori 1977. Einnig tók hún á
móti fjölda barna í heima-
húsum, vann um tíma á Blöndu-
ósi og svo við mæðraverndina á
Akureyri. Hún tók sér stundum
hlé frá störfum til að sinna
barnabörnunum og starfaði
einnig um stund við umönnun
aldraðra.
Hún var farsæl ljósmóðir og
hélt góða skráningu yfir sín
ljósubörn og tók hún á móti
1.177 börnum á ferli sínum.
Freydís lét af störfum haust-
ið 2001. Árið eftir fékk svo Æv-
arr alvarlegt heilablóðfall og þá
má segja að hún hafi valið að
nota sinn tíma í umönnun hans
enda náði hann ótrúlegum bata
með hennar stuðningi. Stuttu
áður en hann fékk áfallið höfðu
þau hjón komið sér upp sum-
arbústað í landi Þverár í
Reykjahverfi. Þar áttu þau gott
athvarf síðustu árin sem þau
áttu saman.
Freydís var um tíma í stjórn
Norðurlandsdeildar LMFÍ og
var einnig félagi í Oddfellow-
reglunni.
Freydís var mikil handa-
vinnukona og lék allt í hönd-
unum á henni og liggur eftir
hana mikið af fallegu hand-
verki. .
Útför Freydísar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 4. mars
2016, og hefst athöfnin kl.
10.30.
Börn þeirra eru: 1)
Hrafnhildur Líney,
hjúkrunarfræð-
ingur og ljósmóðir,
f. 1964, gift Stefáni
Sigurði Ólafssyni
sjúkraþjálfara, f.
1964. Börn þeirra
eru Andri Fannar,
f. 1991, hans unn-
usta er Hildur Mist,
f. 1992, og eiga þau
Emblu Sif, f. 2014,
Alma, f. 1995, og Atli Snær, f.
2002. 2) Friðrika Harpa lög-
fræðingur, f. 1967. Hennar son-
ur er Ævarr Freyr, f. 1996,
unnusta hans er Silja Kristina,
f. 1997. Faðir hans er Birgir
Karl Knútsson, f. 1960. 3) Har-
aldur Bergur vélamaður, f.
1972, í sambúð með Elínu Svövu
Ingvarsdóttur verkefnastjóra. f.
1972. Þeirra börn eru Jóhanna
Margrét, f. 2008, Freydís Ósk, f.
2011, og Kristján Valur, f. 2012.
Freydís útskrifaðist sem ljós-
móðir frá Ljósmæðraskóla Ís-
lands 30. september 1960. Hún
var ljósmóðir í Svalbarðsstrand-
arhreppsumdæmi frá útskrift
til loka árs 1968 og við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
1961-1962, síðan í sumarafleys-
ingum þar til hún var fastráðin
Freydís Laxdal ljósmóðir er
látin. Orðið ljósmóðir var valið
fegursta orð íslenskrar tungu og
vart er til göfugra starf. Sem
ljósmóðir tók Freydís á móti á
annað þúsund börnum og að
hennar hinsti dagur hafi verið
konudagur er ef til vill táknrænt
fyrir hennar lífshlaup. Sem ljós-
móðir var Freydís gæfusöm í
starfi og að foreldrar hafi skírt
börn sín í höfuðið á ljósmóður-
inni Freydísi segir meira en
mörg orð. Kynntist ég Freydísi
fyrir um þrjátíu árum og naut
ég þeirrar gæfu að verða
tengdasonur hennar og Ævars.
Freydís lét mér alltaf finnast ég
vera sérstakur og var umhyggja
í minn garð slík, að dætrum
hennar fannst oft nóg um. Mörg
sumur héldum við til í svítunni á
efri hæðinni hjá þeim. Var alltaf
passað upp á að okkur liði sem
best og ætíð beið heitur matur,
þegar ég kom of seint í kvöld-
mat eftir fótboltaæfingar. Þegar
börn okkar Hrafnhildar fæddust
var ætíð auðsótt að fá pössun í
Holtagötunni. Fyrir vikið voru
samskiptin mikil og oft setið og
spjallað yfir kaffibolla.
Freydís var engin venjuleg
tengdamóðir, a.m.k. þekkti ég
ekki aðrar konur á hennar aldri
sem höfðu slíkan áhuga á stang-
veiði. Um árabil var fastur liður
á hverju sumri að við Hrafnhild-
ur og börnin áttum ógleyman-
legar helgar í veiðiferðum á
Hólsfjöllum, þar sem ömmur og
afar komu saman. Freydís að-
stoðaði þar elsta barnabarnið
með stöngina og þó að menn
segðu að í Viðarvatninu okkar
veiddist ekkert á stöng þá dund-
uðu þau sér af þolinmæði þar til
beit á hjá stráknum. Slík þraut-
seigja má segja að hafi einkennt
hana á öllum sviðum.
Freydís var afar hrein og
bein í öllum samskiptum, traust
og sjálfri sér samkvæm. Undir
rólegu yfirborðinu lumaði hún
þó á lúmskum húmor. Hún vann
öll verk sín af natni og vand-
virkni og var afar fjölhæf handa-
vinnukona. Jólapostulínsstellin
sem hún málaði handa börnum
sínum bera vitni um það. Mun
hennar verða minnst með hlý-
hug á hverjum jólum þegar list-
fengi hennar mun gleðja augað.
Þegar ég lít til baka þá átta ég
mig á því að Freydís var ekki
mikið að trana sér fram. Var
hún kannski dæmigerð amma
sem sinnti eldamennsku og öðru
en leyfði afanum að leika sér
meira við börnin. Barnabörnum
sínum var Freydís eins góð
amma og hugsast getur, bæði
gjafmild og hlý og hafði þann
mikilvæga eiginleika að vera
góður hlustandi. Þegar hún síð-
an kom með athugasemdir þá
voru þær þess eðlis að þær
skiptu máli. Freydísi á ég margt
að þakka og tel mig heppinn að
hafa átt hana að sem tengda-
móður. Síðustu árin sem Ævarr
lifði voru henni erfið, en hún
stóð sig eins og hetja þrátt fyrir
að hennar eigin heilsu væri far-
ið að hraka. Þrátt fyrir veikindi
þreyttist hún aldrei á að hlusta
á og fá fréttir af barnabörnum
og eina langömmubarninu sínu.
Nú er komið að leiðarlokum á
lífsins ferðalagi og hefur Frey-
dís fundið sinn hinsta dvalar-
stað. Þaðan mun hún ásamt
Ævari geta fylgst með afkom-
endum sínum vaxa og dafna því
hvergi er útsýnið betra og dag-
arnir bjartari. Mun minningin
um afburðakonu ætíð lifa í
hjarta mínu.
Stefán Sigurður Ólafsson.
Bókin er búin. Hún endaði
ekki eins og við vildum. Það
verður framhald en það verður
erfitt að halda áfram. Þú verður
ekki með. Endirinn er ekki allt-
af auðskiljanlegur. Hann vekur
allskonar tilfinningar og hugs-
anir sem við ráðum illa við. Síð-
ustu vikur og mánuðir voru erf-
iðir en það vaknaði von um að
við fengjum aðeins meiri tíma,
betri tíma. En tíminn var á þrot-
um. Með tárin í augunum finn-
um við ekki bara sársaukann
heldur líka þakklætið. Þakklæt-
ið fyrir þann tíma sem við áttum
og þakklæti fyrir að nú andar þú
léttar við hlið pabba og afa.
Minningarnar eru margar og
dýrmætar. Minningar um þig að
veiða. Minningar um lummurn-
ar, grilluðu rúllupylsuna og
smurbrauðið. Minningar um alla
handavinnuna; postulínið og
prjónana. Jólastellið sem vitnar
um vandvirkni þína og þolin-
mæði. Minningar um skíðaferðir
og kakó á eftir. Minningar um
okkur að spila og púsla. Minn-
ingar um þig í rússíbananum og
á ferðalaginu í Danmörku.
Minningin um ykkur pabba og
afa í sumarbústaðnum. Minning-
ar um þig við saumavélina langt
fram á nótt að sauma öskudags-
búning sem Ævarr Freyr varð
að fá, enda ákveðinn þriggja ára
drengur sem hafði ömmu í vas-
anum. Ömmuna sem varð fyrst
til að bjóða hann velkominn í
heiminn. Ömmuna sem fannst
barnabörnin það allra besta.
Þetta eru hversdagslegar minn-
ingar en það er einmitt það sem
gefur þeim svo mikið gildi.
Lífið tók óvænta stefnu árið
2002 þegar pabbi og afi veiktist.
Þá sást best úr hverju þú varst
gerð. Umhyggja þín var einstök
og áttir þú stóran þátt í því
hversu vel hann náði að byggja
sig upp. Þú gafst allt þitt í þetta
verkefni og gerðir það vel en
áttir ekki jafn auðvelt með að
þiggja hjálp og umhyggju ann-
arra handa sjálfri þér. Þegar
hann kvaddi áttir þú ekki mikið
eftir og reyndist þér erfitt að
snúa dæminu við og þiggja um-
hyggju annarra. Síðustu vikur
og mánuði fengum við að endur-
gjalda þér umhyggju þína og í
dag þökkum við það.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Við kveðjum þig með virðingu
og þakklæti fyrir það sem þú
gafst okkur og hefur gert okkur
að því sem við erum í dag. Þú
varst okkur einstök mamma og
amma.
Harpa og Ævarr Freyr.
Freydís Th. Laxdal
✝ Ásgeir Lúðvíks-son fæddist í
Reykjavík 24. mars
1937. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 15. febrúar
2016.
Foreldrar hans
voru Lúðvík
Bjarnason, f. 24.
júní 1897, d. 15.
október 1956, og
Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. 5. febrúar
1900, d. 16. apríl 1985. Eftirlif-
andi systkini Ásgeirs eru Gunnar
Lúðvíksson, f. 1933, eiginkona
hans er Margrét Nueva, f. 1952,
og Rósa Sigríður Lúðvíksdóttir,
f. 1935.
Ásgeir var í sambúð með
Berthu Þórarinsdóttur um langt
árabil, þau slitu samvistum. Síðar
var Ásgeir í sambúð með Hrefnu
Birgisdóttur um
árabil, þau slitu
samvistum.
Ásgeir fæddist
og ólst upp í vest-
urbæ Reykjavíkur
og gekk þar í Mela-
skólann í Reykjavík
og síðar í Verzlun-
arskóla Íslands.
Hann vann við
verslunarstörf
ásamt foreldrum
sínum og systkinum
til að byrja með en síðar lá leið
hans í útgerð. Ásgeir var einn
stofnenda og hluthafa útgerð-
arfyrirtækisins Vísis sf. í Grinda-
vík. Ásgeir var síðast til heimilis í
Stóragerði 36, 108 Reykjavík.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 4. mars
2016, og hefst athöfnin klukkan
13.
„Ja, gú moren“ var óbrigðul
símakveðja Ásgeirs Lúðvíksson-
ar, jafnt að morgni sem kveldi.
Hress, ræðinn, gjöfull og líflegur.
Slíka hringingu fékk ég kannski
einu sinni í mánuði áður en heilsa
hans brást. Hann sagði sögur af
ferðum sínum og fólki sem varð á
vegi hans og honum fannst eitt-
hvað til koma. Honum fannst yf-
irleitt flestir nokkuð merkilegir.
Var næmur á sérstöðu hvers og
eins og náði að heilla viðmælendur
sína með einstakri ljúfmennsku og
lagni í mannlegum samskiptum.
Ég var sex ára þegar ég sá Ás-
geir fyrst. Hann var vinur Jörgens
móðurbróður míns, kom oft með
honum að Seljalandi, sem var
heimili bernsku minnar, býli í út-
jaðri Reykjavíkur í þá daga þar
sem amma mín og afi bjuggu, býli
sem kannski var ögn líkara dýra-
garði en hinum hefðbundnu. Þar
ægði saman beljum, rollum, gæs-
um, hænum, hundum, köttum og
kanínum að ógleymdu blæbrigða-
ríku mannlífi.
Það var alltaf veisla þegar Ás-
geir bar að garði. Hann átti og rak
í þá daga, ásamt Gunnari bróður
sínum, kjötbúðina Bræðraborg
við samnefndan stíg. Föðurarf-
leifð þeirra. Hann átti að jafnaði
flotta bíla með stóru skotti sem
ætíð var hlaðið alls kyns kræsing-
um þegar hann kom í heimsókn.
Þær reiddi hann fram og ef ég
man rétt eldaði sjálfur dýrindis
máltíðir, sló upp eins konar „Ba-
bettes gæstebud“. Hann gleymdi
heldur ekki smáfólkinu, hafði með
sér nokkra Matchbox-bíla sem ég
fékk að velja úr, valdi svo sjálfur
annan og gaf mér. Það hefði verið
hægt að svelta sig í nokkra daga
fyrir einn slíkan, hvað þá tvo.
Síðar átti Ásgeir eftir að fara í
útgerð með föður mínum og fleir-
um, þegar sá síðarnefndi var hér-
aðslæknir á Flateyri. Útgerðin
hét Fiskborg, fiskverkunin Ás-
borg og báturinn Hinrik Guð-
mundsson, 99 tonna sænskur eik-
arbátur með „drottningarrass-
gat“. Þetta vafstur átti vel við
Ásgeir þótt hallað hafi heldur und-
an fæti, lauk reyndar með því að
hún var lögð af. Fljótlega tók hann
upp þráðinn á sama vettvangi og
gerðist hluthafi og starfsmaður í
útgerð Páls Pálssonar, Vísi, í
Grindavík. Hlut sinn í þeirri út-
gerð seldi hann meirihlutaeigend-
um fyrir nokkuð mörgum árum.
Þær eru margar minningarnar
sem sækja á þegar hugur er látinn
reika til góðra og eftirminnilegra
stunda og samskipta við Ásgeir
Lúðvíksson. Hann leyfði mér að
ferðast með sér austur á Kirkju-
bæjarklaustur á Rúgbrauðinu
sínu, leyfði mér að keyra spöl og
spöl en það sem mestu máli skipti
var að hann hrósaði þegar vel
tókst til en lét ógert að skammast
þótt eitthvað færi úr böndunum.
Fyrir nokkrum misserum varð
Ásgeir fyrir miklu áfalli sem leiddi
til lömunar og örkumla. Hann lét
hlutskipti sitt þó ekki verða til
þess að slá sig út andlega, hélt ró
sinni og yfirvegun allt til hinstu
stundar.
Ásgeir Lúðvíksson var einstak-
ur maður hvernig sem á persónu
hans er litið, gamansamur, ljúfur,
æðrulaus, fróður og vel lesinn.
Mynd hans og minning öll mun
fylgja mér meðan lifi.
Ég votta öllum ættingjum og
ástvinum hans innilega samúð og
bið Guð um að varðveita minningu
góðs drengs og vinar.
Önundur S. Björnsson,
Breiðabólstað.
Ásgeir Lúðvíksson
Elsku afi okkar
hefur nú kvatt þessa
jarðvist. Vegna ald-
ursbils okkar systk-
ina eigum við mismunandi æsku-
minningar um Helga afa. Helgi og
Sibba ólust sín fyrstu ár upp með
afa og ömmu inni á heimilinu þar
sem foreldrar okkar stunduðu bú-
skap með þeim í Torfum. Þá þótti
gott að geta kíkt yfir í afa og
ömmu eldhús ef þar bauðst eitt-
hvað betra en í mömmu og pabba
eldhúsi. Afi og amma flytja til Ak-
ureyrar árið 1977 og eiga yngri
systkinin, Silla, Þórir og Obba,
því sínar fyrstu minningar um afa
úr Glerárgötunni þar sem þau
bjuggu til margra ára. Það voru
fastir liðir í bæjarferðum að fara í
Helgi Sigurjónsson
✝ Helgi Sig-urjónsson
fæddist 19. janúar
1919. Hann lést 20.
febrúar 2016.
Útför Helga var
gerð 29. febrúar
2016.
hádegismat í Glerár-
götuna og var þar
oft margt um mann-
inn. Við krakkarnir
lékum okkur oft í
„Gulur rauður,
grænn, og blár“ í
stiganum sem lá á
milli hæða en pöss-
uðum okkur alltaf á
að hafa ekki of hátt
til að trufla ekki Óla
og Mæju á neðri
hæðinni.
Afi var mikill safnari, átti gríð-
ar margar bækur og safnaði með-
al annars frímerkjum. Við systk-
inin áttum líka okkar
frímerkjabækur sem pabbi hjálp-
aði okkur að safna í og fengum við
oft bunka af bréfsnifsum með frí-
merkjum á með okkur heim frá
afa.
Afi okkar lifir í minningunni
sem mikill dugnaðarforkur og
göngugarpur. Hann var duglegur
að ganga um götur bæjarins og
hélt sér þannig í formi fram á síð-
ari árin. Það brást varla að á ferð-
um manns um eyrina og miðbæ-
inn rakst maður á afa á fullri ferð
með stafinn sinn, annaðhvort í
heilsubótargöngu, búðarferð eða í
sendiferð fyrir vini sína sem áttu
fyrirtæki í miðbænum.
Elsku afi, við munum ávallt
geyma þig í hjörtum okkar og ylja
okkur við minningar um þig um
ókomin ár. Við munum vel eftir
fallega hvíta þykka hárinu þínu,
brúna vinnusloppnum þínum þeg-
ar þú vannst í timburporti KEA,
hversu hlýr faðmur þinn var,
hvernig þú hristist allur til þegar
þú hlóst innilega, hvernig þú
hossaðir okkur á hnjánum á þér
og hvernig „heillin“ fylgdi á eftir
því sem þú sagðir við okkur. Við
höfum líka verið svo heppin að fá
að kynna börnin okkar fyrir þér,
sem nú eru orðin fimmtán talsins,
og eiga þau líka margar góðar
minningar um þig.
Hvíl í friði.
Helgi, Sigurbjörg,
Sigurlaug, Þórir og
Þorbjörg.
Elsku afi. Þegar ég var lítil var
ég svo heppin að fá að eiga heima
hjá ykkur ömmu með mömmu í
Glerárgötunni. Þegar ég byrjaði í
skóla kom ég til ykkar eftir skóla.
Ég fékk að skottast mikið með
þér, t.d í göngutúra í bæinn og að
koma við í Blómabúðinni Laufás,
Hólabúðinni og Bókabúð Jónasar.
Man ennþá hvað þú labbaðir rosa-
lega hratt, ég var á harðahlaupum
á eftir þér og oft með hlaupasting.
Þegar þú varst ennþá að vinna í
portinu og ég komin heim úr skól-
anum fylgdi ég þér í vinnuna,
portið, eftir matinn og oft labbaði
ég á móti þér þegar þú varst að
koma heim. Stundum kom ég
snemma til að fara með þér í eft-
irlitsferð og læsa öllu og mesta
spennan var bragginn með hitan-
um.
Við spjölluðum mikið saman og
ég gat alltaf leitað til þín, þú vissir
miklu meira en aðrir um mig og
hjálpaðir mér oft að læra. Ég tók
oft viðtöl við þig á öllum skólastig-
um um hin ýmsu atriði, lífið í
gamla daga, hvernig uppeldið var
og vinnan og lífið hér áður fyrr.
Þú hafðir svo gaman af þessu og
ég kynntist þér betur og við hlóg-
um mikið. Ég hjálpaði þér oft í
hinum ýmsu verkum eins og að
þrífa allar bækurnar þínar fyrir
jólin. Þú áttir rosalega mikið af
bókum og þurfti að taka hverja
einustu bók úr hillunni, þurrka af
henni og ryksuga hana. Þú varst
með mikið skipulag á bókunum
þínum, það var hægt að fletta upp
í bók sem allt var skipulega skrif-
að niður eftir stafrófsröð höfunda.
Við fundum okkur alltaf eitthvað
til að binda inn eins og litlu bæk-
urnar mínar 50 sem eru bundnar
inn í sex bindi og strákarnir mínir
eru svo heppnir að fá að lesa
núna.
Þegar jólin nálguðust þá
skreytti ég og jú þú varst vana-
fastur og auðvitað átti jólaskraut-
ið sinn stað.
Þegar ég sagði þér að ég væri
ólétt að Róbert Darra varstu svo
spenntur og alltaf að velta því fyr-
ir þér hvort hann væri strákur.
Ég veiktist mikið eftir fæðinguna
og þú gast ekki beðið lengur,
ákvaðst að koma upp á sjúkrahús
og kíkja á prinsinn. Ég á svo flotta
mynd þar sem þú situr með hann í
fanginu uppi á sjúkrahúsi, stoltur
langafi. Eins þegar ég var ólétt að
Helga Frey þá fannst þér ég nú
orðin frekar digur og hvort hann
væri nú ekki að koma út. Það kom
að því og þegar ég sagði þér að ég
ætlaði að fara að skíra á morgun
þá sagðir þú: „Aumingja dreng-
urinn, hann fær nú örugglega
ekki fallegt nafn.“ Húmorinn allt-
af til staðar hjá þér. Hinsvegar
þegar þú heyrðir nafnið kom
kökkur í hálsinn og heyrðist að þú
varst rosalega ánægður með enn
einn nafnann. Það var sárt að
kveðja en ég fékk góðan tíma með
þér og strákarnir mínir líka. Nú
lifa minningarnar og ég mun
segja strákunum allt sem við
brölluðum saman.
Þín afastelpa,
Sædís Eva.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar