Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Allir háskólar Íslands standa í sam-
einingu fyrir Háskóladeginum sem
verður haldinn laugardaginn 5. mars
frá kl. 12 til 16.
Fram kemur í tilkynningu að
markmið skólanna sé að bjóða upp á
metnaðarfulla kynningu á öllum
mögulegum námsleiðum á Íslandi,
sem eru yfir 500 talsins.
Dagskráin fer fram í húsakynnum
Háskóla Íslands, Háskólans í Reykja-
vík og Listaháskóla Íslands, Laug-
arnesvegi 91. Háskóli Íslands, Há-
skólinn á Akureyri, Háskólinn á
Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskól-
inn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli
Íslands og Listaháskóli Íslands
kynna námsframboð sitt, á grunn- og
framhaldsstigi.
Ókeypis rútuferðir verða á milli
HÍ, HR og LHÍ meðan á dagskránni
stendur. Þar gefst framtíðarháskóla-
nemum kostur á að hitta náms-
ráðgjafa, kennara, starfsmenn og
nemendur háskólanna svo þeir geti
tekið upplýsta ákvörðun um námsval.
Morgunblaðið/Kristinn
Námsframboð kynnt Frá Háskóladeginum á síðasta ári.
Háskólanám kynnt
á Háskóladeginum
Allir háskólar kynna námsleiðir
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Tilkynningar til barnaverndar ættu
að vera mikið fleiri frá leikskólum
miðað við að flest íslensk börn eru í
leikskólum og stór hluti þeirra dvel-
ur þar allan daginn. Við ættum að
vera í svo góðri stöðu til að meta
hvort ekki sé nægilega vel hlúð að
börnum, og annað slíkt, því við erum
svo mikið með
þeim,“ segir
Linda Hrönn
Þórisdóttir, leik-
skólastjóri í
Kópahvoli í Kópa-
vogi. Þetta er
meðal þess sem
kom fram í erindi
hennar á Rann-
Ung í Háskóla Ís-
lands í gær sem
hún byggði á
meistararitgerð sinni sem nefnist
„Uppeldi er stórmálið stærsta“:
Reynsla leikskólastjóra af tilkynn-
ingum til barnaverndar.
Linda Hrönn bendir á að að með-
altali koma 2% þeirra tilkynninga
sem berast til barnaverndar frá leik-
skólum en á sama tíma þá eru 25%
þeirra mála sem eru til meðferðar
hjá barnaverndarnefndum vegna
barna á leikskólaaldri. Þessar til-
kynningar koma því að mestu ann-
ars staðar frá. Í þessu ljósi ætti hlut-
fall tilkynninga frá leikskólum að
vera mun hærra. Þetta er byggt m.a.
á árlegum skýrslum Barnavernd-
arstofu frá 1996 - 2014, þar er tíund-
að hvaðan tilkynningar berast.
„Þetta er áhyggjuefni. Þetta á samt
ekki bara við um Ísland en í þeim
rannsóknum sem gerðar hafa verið
víða um heim var staðan sú sama.“
Í ritgerðinni kannaði hún hver
reynsla leikskólastjóra af
tilkynningum til barnaverndar væri
og hvað þeir teldu ástæðuna fyrir því
að ekki berast fleiri tilkynningar frá
leikskólum til barnaverndar en raun
ber vitni. Lögð var fyrir eigindleg
rannsókn og tók Linda Hrönn viðtal
við átta leikskólastjóra með fjöl-
breytta starfreynslu sem störfuðu
víðsvegar um landið og að auki nýtti
hún gögn úr tveimur rýnihópum.
„Þetta er svo margvíslegt, allt frá
meðvirkni, þekkingarskorti, nánum,
daglegum tengslum og ótta,“ segir
Linda Hrönn spurð um ástæðu fárra
tilkynninga til barnaverndar.
„Við erum lausnamiðuð stétt. Við
vinnum með þessi börn allan daginn
og okkur langar að búa þeim vel í
haginn. Ef við sjáum að eitthvað
skortir þá tökum við það í eigin
hendur og leysum það.“
Annað atriði sem hún benti á að
myndi vega þungt er að allar til-
kynningar sem berast frá leik-
skólum til barnaverndanefndar
þurfa leikskólastjórar að samþykkja
og jafnframt að tilkynna foreldrum
barnsins. Hins vegar á það ekki við
ef grunur er um alvarlegri brot, t.d.
kynferðisofbeldi eða annars konar
ofbeldi. Þá telja margir sig þurfa að
vera 100% vissir í sinni sök um til-
kynninguna í stað þess að leyfa
barninu að njóta vafans.
Kröfurnar miklar
Í verklagsreglum um tilkynn-
ingaskyldu starfsmanna leik-,
grunn- og framhaldsskóla til barna-
verndar kemur fram að starfsmenn
þessara stofnana eigi að tilkynna ef
grunur vaknar um að ekki sé allt
með felldu en ekki eingöngu stað-
festan grun. Svo er það hlutverk
barnaverndarnefnda að meta hvort
ástæða er til að kanna málin betur.
Kröfurnar sem gerðar eru til starfs-
manna í leikskólum varðandi þennan
málaflokk eru því miklar en þekk-
ingin á verklagsreglunum er víða
mjög takmörkuð.
„Sumir óttast viðbrögð foreldra
og hvaða áhrif þetta hefur á sam-
skipti við foreldra þegar tilkynnt er.
Dæmi eru um að leikskólastjórar
sem þurftu að takast á við erfið
barnaverndarmál hafa óttast um
eigið öryggi. Þetta verður til þess að
fólk hugsar sig tvisvar um að til-
kynna,“ segir Linda Hrönn. Þá ótt-
ast starfsmenn um afdrif þeirra
barna sem eru tilkynnt.
Í þessu samhengi var nefnt dæmi
um í ritgerðinni að foreldrar hefðu
flutt börnin á annan leikskóla og
byrjað þar á hreinu blaði. „Þó við vit-
um að upplýsingar eiga að fylgja
barninu og færast á milli skóla og
sveitarfélaga þá virðist stundum
sami pakkinn byrja að nýju, þannig
að tiltrú fólks og starfsfólks sem hef-
ur verið lengi á akrinum er ekki sér-
lega góð í garð barnaverndar og þá
hugsar það með sér að það borgi sig
ekki að vera að standa í því að til-
kynna,“ segir Linda Hrönn.
Þekkingarskortur á málaflokkn-
um og orðið „grýla“ kom iðulega upp
í rannsókninni þegar minnst var á
barnavernd . Hún segir brýnt að
auka þekkingu starfsfólks um ein-
kenni barnaverndarmála, að það
þekki ferlið og þá tilkynningaskyldu
sem það hefur. Þá þarf barnavernd
að kynna sig betur til að auka þekk-
inguna. „Á meðan þetta er svona þá
er börnum ekki leyft að njóta vafans
eins og þau ættu alltaf að gera.“
Börnum ekki leyft að njóta vafans
Tilkynningar til barnaverndar vegna gruns um vanrækslu barna ættu að vera fleiri, að mati
leikskólastjóra Meðvirkni og ótti við viðbrögð foreldra hugsanlega ástæða fárra tilkynninga
Morgunblaðið/Ernir
Barnavernd Að meðaltali koma 2% þeirra tilkynninga sem berast til barnaverndar frá leikskólum en á sama tíma
þá eru 25% þeirra mála sem eru til meðferðar hjá barnaverndarnefndum vegna barna á leikskólaaldri.
Linda Hrönn
Þórisdóttir
„Þetta getur verið erfitt ferli og
óþægileg staða fyrir skólastjórn-
endur. Sérstaklega í leikskólum
þar sem mikil nánd er við for-
eldra,“ segir Steinunn Bergmann,
félagsráðgjafi hjá Barnavernd-
arstofu, spurð hvort fyrirkomulag
um tilkynningar til barnaverndar
setji leikskólastjórnendur ekki í
erfiða stöðu þegar þeir þurfa að
greina foreldrunum frá að til-
kynnt verði um mál barnsins
þeirra til barnaverndar. Steinunn
bendir á að það hafi sýnt sig að
það skilar meiri árangri í þessum
málum að unnið sé opið, þá upp-
lifa foreldrar síður trúnaðarbrest
milli sín og leikskólans. Spurð
hvort tilefni sé til þess að endur-
skoða þessar verklagsreglur segir
hún ekki vera ástæðu til þess en
bendir á að skólastjórnendur
þurfi að koma sér upp verklagi
hvað þetta varðar. „Hins vegar
má skoða hvort það sé ekki til-
efni til að efla samstarf starfs-
fólks barnaverndarnefnda og
skóla en það er á ábyrgð sveitar-
félaga að starfsemi á þeirra veg-
um sé með þeim hætti að hags-
munir barna séu tryggðir,“ segir
Steinunn.
Efla samstarf nefnda og skóla
BARNAVERNDARSTOFA
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Reyktur og grafinn
Eðallax
fyrir ljúfar stundir