Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum WorkPlus Strigar frá kr. 195                                     ! "# " $!% $! #  %$  #" &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %"! %$ "!  "  "# $#  # #""   %""" % "!#! "$" $ $# #  # #"#%   "#! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Meniga hefur verið tilnefnt til evrópskra verðlauna í fjármálalausn- um, „European Fintech Awards“. Samkvæmt tilkynningu eru þessi verðlaun veitt árlega fyrir bestu og áhugaverðustu nýjungarnar í fjár- málalausnum í Evrópu og er Meniga tilnefnt í ár ásamt 285 öðrum evr- ópskum fyrirtækjum. Verðlaunin verða afhent í höfuðstöðvum hol- lenska bankans ABN Amro í Amst- erdam í apríl næstkomandi. Nú stendur yfir seinni helmingur at- kvæðagreiðslu vegna verðlaunanna þar sem allir geta kosið það fyrirtæki sem þeim finnst efnilegast og er nánari upplýsingar um það að finna á vefsíðu Meniga. Meniga tilnefnt ásamt 285 öðrum fyrirtækjum ● Íbúðalánasjóður hefur undirritað samning við Eignarhaldsfélag Seðla- bankans, ESÍ, um kaup á sértryggðum skuldabréfum með veði í húsnæðis- lánum útgefnum af Arion banka. Sjóð- urinn kaupir skuldabréf fyrir 13 millj- arða en hann keypti í lok síðasta árs sams konar skuldabréf fyrir 70 millj- arða. Því er alls um að ræða 83 millj- arða króna viðskipti milli sjóðsins og ESÍ á nokkrum mánuðum. Í tilkynningu um viðskiptin segir að þau muni hafa jákvæð áhrif á rekstur Íbúðalánasjóðs, en með kaupunum sé lausafé sjóðsins, sem safnast hefur upp vegna uppgreiðslna og leiðréttingar húsnæðislána síðustu misseri, fjárfest í verðtryggðum, vaxtaberandi eignum. Þannig auki kaupin jöfnuð á milli eigna og skulda Íbúðalánasjóðs, hvort sem lit- ið er til fjárflæðis eða verðtrygginga- jafnaðar Íbúðalánasjóður kaupir sértryggð skuldabréf af ESÍ Morgunblaðið/Sverrir Fjárfest Íbúðalánasjóður leitar ávöxtunar. STUTTAR FRÉTTIR ... Felur það í sér aukinn hagnað upp á 47% fyrir þessi tólf félög. Þá nam hagnaður Eikar, Reita og Símans, sem skráð voru á markað í fyrra, tæpum 15 milljörðum að auki. Sé gert ráð fyrir að hagnaður Haga haldist svipaður og á síðasta ári nemur heildarhagnaður félag- anna sextán á Aðallista Kauphallar- innar um 70 milljörðum króna á árinu 2015. Hlutfallslega lægri arðgreiðslur Af félögunum fimmtán sem skilað hafa ársuppgjöri sínu hyggjast tólf þeirra greiða arð til eigenda. Sé mið- að við fyrirliggjandi tillögur stjórna félaganna má gera ráð fyrir að aðal- fundir þeirra muni samþykkja að greiða tæpa 23,5 milljarða í arð. Þrjú félög hyggjast ekki greiða arð til hluthafa. Það eru Fjarskipti, Ný- herji og Reginn. Þau tólf félög sem skilað höfðu ársuppgjöri á sama tíma í fyrra, og skráð voru í kauphöll frá 2014 og fyrr, hyggjast nú greiða tæpan 21,1 milljarð í arð til eigenda en í fyrra námu arðgreiðslur þeirra til eigenda 19,3 milljörðum. Felur það í sér ríf- lega 9% aukningu frá fyrra ári. Samkvæmt arðgreiðslustefnu Haga skal greiða að minnsta kosti helming hagnaðar í arð til hluthafa, svo áætla má að arðgreiðsla verði ekki undir 1,9 milljörðum, miðað við óbreyttan hagnað. Samkvæmt því má áætla að félögin á Aðallista Kauphallarinnar muni greiða um eða yfir 25,5 milljarða króna til hluthafa í formi arðs. Rétt er að geta þess að fleiri leiðir eru til þess að greiða út hagnað til eigenda en með arðgreiðslum. Mörg félög í Kauphöllinni hafa sett upp endurkaupaáætlun þar sem stjórn er veitt heimild til að kaupa hlutabréf eigin félags sem eykur verðmæti þeirra hlutabréfa sem eftir standa og þar með eign hluthafanna. Minna en hjá bönkunum Hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, nam á nýliðnu ári 107 milljörðum króna. Því nemur áætlaður hagnaður kauphallarfélag- anna í kringum 65% af hagnaði bankanna. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort Íslandsbanki muni greiða arð vegna síðasta árs en ekki er gerð til- laga um það af hálfu Arion banka. Stjórn Landsbankans leggur til að greiddur verði út arður upp á 28,5 milljarða og því nemur arðgreiðsla bankans hærri upphæð en saman- lagðar arðgreiðslur kauphallarfélag- anna. Aukinn hagnaður í Kauphöll  Hagnaður félaga á Aðallista um 70 milljarðar samtals  Eigendur fá væntanlega yfir 25 milljarða í arð  Hagnaður allra félaganna aðeins 65% af hagnaði viðskiptabankanna þriggja sem nam 107 milljörðum Hagnaður og tillögur að arðgreiðslum fyrirtækja í kauphöllinni Hagnaður Arður 15.000 10.000 9.000 6.000 3.000 0 m ill jó ni rk ró na Heimild: Ársreikningar Ólík stærð félaganna » Össur er verðmætasta fé- lagið í Kauphöllinni og er það metið á ríflega 200 milljarða króna. » Fast á hæla þess kemur Icelandair með 187 milljarða. » Þriðja stærsta félagið, Mar- el, er metið á 178,8 milljarða. » Olíufélagið N1 er metið á 20,8 milljarða króna. » TM er metið á ríflega 17 milljarða króna. » Smæsta félagið er Nýherji en það er metið á 7,8 millj- arða. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fimmtán af sextán félögum í Kaup- höll Íslands hafa birt uppgjör sín fyrir liðið ár og nam hagnaður þeirra samanlagt rúmum 66 milljörðum króna. Mestum hagnaði skilaði Ice- landair, rétt eins og í fyrra, og reyndist hann 14,3 milljarðar króna. Næstmestum hagnaði skilaði Marel eða 8,1 milljarði. Þar á eftir kom fasteignafélagið Reitir með 7,4 millj- arða. Össur vermir að þessu sinni fjórða sætið með 6,6 milljarða en í fyrra skilaði stoðtækjaframleiðand- inn næstmestum hagnaði af kaup- hallarfyrirtækjum. Eina útgerðar- félagið sem skráð er á markað, HB Grandi, skilaði um 6,5 milljarða króna hagnaði. Hagar eru eina félagið í Kauphöll sem ekki hefur skilað ársuppgjöri sínu. Þar er rekstrarárið annað og miðast upphaf þess við marsmánuð hvert almanaksár. Hagnaður Haga á fyrstu þremur ársfjórðungum yfir- standandi rekstrarárs félagsins nam rúmum 2,8 milljörðum króna og stóð nokkurn veginn í stað miðað við fyrra rekstrarár. Hagnaður Haga á síðara ársfjórðungi síðasta rekstrar- árs nam 990 milljónum og sé miðað við þá niðurstöðu má áætla að hagn- aður Haga á síðasta rekstrarári, sem lauk nú um mánaðamótin, kunni að hafa verið í kringum 3,8 milljarðar króna. Meiri hagnaður en í fyrra Flest fyrirtækjanna skiluðu meiri hagnaði á nýliðnu ári en árið 2014. Össur er þó undantekning þar á en þar dróst hagnaðurinn nokkuð sam- an. Sé hagnaður þeirra tólf félaga, utan Haga, sem skráð voru í kaup- höllina árið 2014 borinn saman milli ára kemur í ljós að hann fer úr rétt- um 35 milljörðum í 51,4 milljarða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.