Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrsti áfangi nýs náttúruminjasafns í Perlunni verður mögulega opnaður fyrir sumarið 2017, ef áform fjár- festa ganga eftir. Hugmyndir um slíkt safn í Perlunni hafa reglulega verið til um- ræðu. Tímamót urðu í málinu í gær þegar borgarráð samþykkti einróma að ganga til samninga við félagið Perlu norðursins um leigu á Perlunni til framtíðar. Megináherslur sýningarinnar, NáttúruPerlna, verða norðurljós, jarðvarmi, eldvirkni, ferskvatn, haf- ið, jöklar, lífríki Íslands og hvernig loftslagsbreytingar birtast á Íslandi. Sýningin verður á þremur hæðum og eru hugmyndir um að byggja milligólf í miðrými, þannig að til verða nýjar hæðir. Þær munu hins vegar ekki ná yfir allt miðrýmið í heilum hring og má því áfram sjá hvelfinguna frá jarðhæð. Á fyrstu hæð verða sýningargripir tengdir eldvirkni og ferskvatni. Þar verður jafnframt beinagrind af steypireyði og stórt fiskabúr með fiskum úr nytjastofnum við Ísland. Íshellir með 70 metra göngum verð- ur í tankinum. Ný aðferð er notuð til að endurskapa jökul innandyra. Geta framkallað jökulhlaup Á annarri hæð tanksins verður sýning helguð jöklum og verður hluti hennar gagnvirkur, þannig að gestir geta til dæmis framkallað jökul- hlaup. Framan við jöklarýmið verð- ur fjallað um áhrif loftslagsbreyt- inga. Á nýrri þriðju hæð verður fjallað um gróðurfar og dýralíf frá tertíer til okkar tíma. Ef miklir at- burðir verða í náttúru Íslands, til dæmis eldgos, verður miðlað frá þeim í rauntíma á sýningunni. Helga Viðarsdóttir er stjórnarfor- maður Perlu norðursins. Hún gerir sér vonir um að viðræðum við borg- ina geti lokið á næstu vikum. Helga var ráðin sem fram- kvæmdastjóri Perluvina í byrjun október 2015. Hennar hlutverk var að setja saman tilboð til Reykja- víkurborgar. Hún segir að upphaflega hafi þrjú félög haft til skoðunar að leggja hvert fram sína tillögu að sýningu. Þau hafi hins vegar ákveðið að sam- einast undir merkjum Perlu norð- ursins um þá tillögu sem á endanum var lögð fram við Reykjavíkurborg. „Þetta voru allt hópar sem höfðu áhuga á að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Með því að vinna saman sáum við að félögin gætu verið sterk- ari fjárhagslega og með enn breiðari faglegan bakgrunn fyrir því að setja upp svona sýningu. Við erum búin að hanna teikning- ar af sýningunni og má segja að verkefnið sé langt komið. Það getur þó ekki hafist fyrr en við fáum að- gang að Perlunni. Við sjáum fyrir okkur að framkvæmdatími verði 18- 24 mánuðir. Við ætlum að opna sýn- inguna í áföngum og fyrsta áfanga jafnvel fyrir sumarið 2017, þann næsta svo fyrir árslok,“ segir Helga. Veitingasölunni verður breytt Hún segir að áfram verði ókeypis aðgangur að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar og salernum í kjallara. Hins vegar þurfi að greiða aðgangs- eyri á sýninguna. „Við sjáum fyrir okkur veitinga- sölu á efstu hæðum. Það verða breyt- ingar á veitingasölunni. Við viljum að hún endurspegli þau gildi sem sýningin miðlar. Þetta er náttúru- sýning fyrir alla aldurshópa, Íslend- inga sem erlenda ferðamenn. Við sjáum fyrir okkur einfaldan, fljótleg- an en hollan mat. Jafnframt sjáum við fyrir okkur fínna veitingahús. Við munum leggja áherslu á hreinar og vottaðar afurðir og veitingar á heimsmælikvarða,“ segir Helga. Hún segir að á fjórðu hæðinni verði verslun með íslenskum vörum, auk þess sem þar verði boðið upp á menningarviðburði. Hugmyndir séu um að þar geti farið fram tónleikar sem til dæmis tengjast Airwaves-- tónlistarhátíðinni. Helga segir að- spurð að verkefnið sé talið arðbært. Áfram sé búist við miklum fjölda gesta í Perluna. Áætlað er að stofn- kostnaður sýningarinnar verði um 1.550 milljónir, að viðbættum virð- isaukaskatti. Helga segir eigendur hafa skuldbundið sig til að leggja fram 900 milljónir í hlutafé og hefur lánsfjármögnun að upphæð 650 milljónir króna verið tryggð. Eigin- fjárhlutfall er 58,1%. Tæpir 2 milljarðar í náttúrusafn Náttúruminjasafn Beinagrind af steypireyði verður til sýnis á sýningunni. Á hægri myndinni má sjá drög að útliti fyrirhugaðs fiskabúrs í Perlunni.  Hópur fjárfesta undirbýr opnun náttúruminjasafns í Perlunni í Reykjavík  Innanrými Perlunnar verður breytt og byggð milligólf  Íshellir verður á jarðhæð eins vatnstanksins  Veitingasölu breytt Tölvuteikning/Þ. Darri Jónsson/Visionis/Birt með leyfi Þrír fjárfestahópar » Hóparnir þrír eru fjárfest- ingasjóðurinn Landsbréf – Ice- landic Tourism Fund I slhf., þar sem Icelandair Group, Lands- bankinn og Lífeyrissjóður verslunarmanna eru meðal hluthafa, og eignarhaldsfélagið Perluvinir, sem stofnað var af um 80 hluthöfum í lok október. » Þriðji hópurinn eru fjárfest- ingafélögin Saltland, sem er í eigu Óskars Rúnars Harðar- sonar lögfræðings, og Lapp- land, í eigu Gunnars Gunn- arssonar lögfræðings. » Markmið félaga þeirra Ósk- ars Rúnars og Gunnars er að fjárfesta í ferðaþjónustu á sviði afþreyingar, hótela og safna. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjá Perluvinum Helga Viðarsdóttir hefur undirbúið safnið í Perlunni. Tölvuteikning/Náttúruminjasafn Íslands/Birt með leyfi RARIK hefur samið við Norræna fjár- festingarbank- ann, NIB, um lán til að fjármagna lagningu jarð- strengja í stað háspennuloftlína. Lánsfjárhæð er 25 milljónir evra, eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna, og er lánstím- inn 15 ár. Með láninu er tryggð fjár- mögnun fyrir lagningu jarðstrengja sem koma í stað um 1450 kílómetra af háspennuloftlínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá NIB. Fram- kvæmdum við þennan áfanga á að ljúka árið 2020 og RARIK áætlar að heildarkostnaður verði 50,1 milljón evra, eða um 7,1 milljarður króna. NIB lánar RARIK Henrik Normann  Tryggir fjármögn- un jarðstrengja KJARNAGRAUTAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FRÁ 1984 Sæng og koddi kr. 12.936 Rúmföt kr. 6.742 Ullarteppi kr. 8.245 25% afsláttur af fermingargjöfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.