Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 44

Morgunblaðið - 04.03.2016, Side 44
FÖSTUDAGUR 4. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Maðurinn látinn 2. Íslenskt barn fær ekki að koma heim 3. Nafn mannsins sem lést 4. Fimm barnaníðingar hörmuleg… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þýski myndlistarmaðurinn Jo- hannes Tassilo Walter og belgíski tónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz snúa bökum saman í bókverka- hljóðinnsetningu í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2, í dag kl. 18. Kynnt verður til sögunnar nýtt bók- verk Johannesar Tassilo Walter og flutt hljóðinnsetning sem Nicolas hefur gert af þessu tilefni. Bókverk Johannesar er gefið út af útgáfufyr- irtækinu Hamann von Mier sem sér- hæfir sig í útgáfu myndlistarbóka. Morgunblaðið/Júlíus Bókverkahljóðinn- setning í Mengi  Í tilefni af afmælisdegi listmál- arans Ásgríms Jónssonar, sem fæddist 4. mars árið 1876, verða haldnir tónleikar á heimili lista- mannsins og vinnustofu, Safni Ás- gríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, í dag kl. 16. Á þeim mun dúettinn Duo Harpverk, skipaður slagverks- leikaranum Frank Aarnink og hörpu- leikaranum Katie Buckley, frumflytja tónverkið „Málverk“ eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem byggt er á tónsmíðum Ásgríms Jónssonar. Þessi útsetning á hluta tónsmíða Ásgríms var sérstaklega samin fyrir flytjendurna og til heiðurs listmál- aranum, að því er fram kemur í til- kynningu. Á dagskránni verður einn- ig verk eftir færeyska tónskáldið Andras Spang Olsen, „Medi’D- IS’tation“. Rakel Pétursdóttir, deild- arstjóri rannsókna og sér- safna við Lista- safn Íslands, mun fjalla um feril listamanns- ins og kynni af tónlist. Frumflytja verk á afmælisdegi Ásgríms Á laugardag Hæg sunnanátt og léttskýjað nyrðra og eystra, ann- ars skýjað. Sunnan 8-13 og slydda eða snjókoma syðra og vestra um kvöldið. Hiti 0-5 stig suðvestantil, en frost annars 1-8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt 3-8 m/s og víða él, einkum norðvestanlands, en bjartviðri á Norðausturlandi. Frost 1 til 12 stig, en kringum frostmark suðvestantil. VEÐUR Deildarmeistaratitillinn blasir við Íslandsmeisturum Hauka í Olís-deildinni en þeir náðu í gærkvöld sex stiga forskoti í toppsætinu með sigri gegn Akureyri. Bikarmeistarar Vals töpuðu fyrir FH, ÍR heldur enn í von um að tolla í deildinni eftir öruggan sigur á Gróttu, ÍBV lagði Fram og Víkingur er endanlega fallinn eftir tap á móti Aft- ureldingu. »2-3 Haukar náðu sex stiga forskoti Kári Steinn Karlsson mun næst hlaupa maraþon í Düsseldorf í Þýska- landi hinn 26. apríl. Þá reynir hann við lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst en hann hljóp maraþon í London árið 2012 og varð þá fyrsti íslenski karlinn til að keppa í maraþoni á Ól- ympíuleikum. „Ég á að vera fullfær um að ná lágmarkinu en maraþonið getur verið snúið,“ segir Kári Steinn. »4 Kári reynir við ólympíu- lágmark í Düsseldorf Tindastóll frestaði því að KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dom- ino’s deild karla í körfuknattleik í gær en Stólarnir lögðu Íslandsmeist- arana. ÍR hrósaði sigri á móti Snæ- felli og þar með féllu bæði Höttur og FSu. Stjarnan vann Hött og Keflavík hafði betur á móti FSu. Þá burstuðu Haukar lið Grindvíkinga í Röstinni í Grindavík. »2-3 KR-ingar náðu ekki að tryggja sér titilinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur Harðarson hefur tengst sundi afreksfólks í yfir 50 ár. Hann var góður sundmaður sjálfur, „þokkalegur á innanlandsmarkaði“, eins og hann orðar það, og byrjaði að kenna og þjálfa eftir að hann út- skrifaðist úr Íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni 1965. Hann byrjaði að lýsa sundi í Sjónvarpinu 1986 og er enn að á þeim vettvangi, lýsti síðast frá keppninni á nýaf- stöðnum Reykjavíkurleikum. Auk þess hefur hann verið í sundtækni- nefnd Evrópska sundsambandsins síðan 1998. Fyrsta lýsing Guðmundar frá Ól- ympíuleikum var frá leikunum í Barcelona 1992. „Ég var í stúdíóinu á Laugaveginum rétt eins og 1996 en hef síðan farið á leikana og lýst á staðnum 2000, 2004, 2008 og 2012,“ rifjar hann upp. Bætir við að hann hafi farið sem landsliðsþjálfari á Ól- ympíuleikana 1972, 1976 og 1988. Hann var landsliðsþjálfari 1969- 1980 og aftur 1986-1988, en þjálfaði í millitíðinni í Danmörku. „Það er alltaf jafngaman að lýsa sundkeppni,“ segir Guðmundur. „Þegar maður liggur yfir þessu í marga daga og rifjar upp árangur og fleira kemst maður í gírinn og undirmeðvitundin opnast, en maður þarf að finna klórlyktina til þess að komast í stuð.“ Fræknir kappar Guðmundur Gíslason, Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem náði meðal annars áttunda sæti í 200 m baksundi á heimsmeistaramótinu í Madrid 1986 og sjötta sæti í 100 m baksundi á Evrópumótinu árið áður, Ragnheið- ur Runólfsdóttir, sem varð í sjöunda sæti í 100 m bringusundi á EM í Aþenu 1991, og Örn Arnarson, sem varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í sundi, í 200 m baksundi 1998, og varð í fjórða sæti í greininni á Ólympíuleikunum í Sydney 2000, hafa verið í forystu íslensks sundfólks, hvert á sínum tíma, en Ísland hefur aldrei átt eins gott sundfólk á sama tíma og um þessar mundir. Þar fara fremst Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþrótta- maður ársins 2015, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Anton Sveinn McKee. „Við stöndum vel með þessa þrjá sundmenn sem eiga möguleika á að komast í úrslit á Ól- ympíuleikunum í Ríó í sumar,“ segir Guðmundur og vísar til árangurs þeirra á HM á liðnu ári. „Toppurinn er hærri og breiddin þar meiri en áður,“ áréttar hann. Það er meira en að segja það að komast í úrslit á Ólympíuleikum og verðlaunasæti eru gjarnan „frátek- in“. „Það koma samt alltaf ein- hverjir á óvart og vonandi verður það okkar fólk í ár, en fyrir fjórum árum komu þrjár 14 til 15 ára stúlk- ur frá Litháen, Kína og Bandaríkj- unum úr tómarúmi og urðu ólymp- íumeistarar.“ Guðmundur áréttar að þrátt fyrir ungan aldur hafi ís- lenska afreksfólkið öðlast mikla reynslu. „Þetta eru reynsluboltar en það er of snemmt að tala um verð- laun. Fyrst þarf að komast í 16 manna úrslit og takist það geta menn farið að láta sig dreyma um úrslitin og gangi það eftir má hugsa um verðlaun.“ Skemmtilegt starf Guðmundur segir skemmtilegast að lýsa þegar sundfólkið stendur sig vel og á möguleika á góðum árangri. Þá þurfi að spekúlera, meta keppi- nautana og spá í spilin. „Lýsingar frá ÓL í Peking, þegar Michael Phelps var að reyna að vinna átta gull og bæta met Marks Spitz, eru mjög eftirminnilegar, því ég var þjálfari á ÓL 1972 og sá Mark vinna gullin sjö,“ segir Guðmundur. „Þeg- ar Örn var kominn í úrslit á Ólymp- íuleikunum 2000 sagði ég að hann ætti ekki möguleika á gulli eða silfri, því Bandaríkjamaður og Ástr- ali kepptu um gullið, en bronsið væri annað mál. Það var gríðarleg spenna og lýsingin ein sú eftir- minnilegasta. Við Samúel Örn Erl- ingsson vorum saman og þegar Örn varð í fjórða sæti kom löng þögn. Við vorum orðlausir og þeir sem þekkja Samma vita að það þarf mik- ið til þess að hann þagni.“ Orðlaus í beinni lýsingu  Guðmundur Harðarson þarf klórlyktina ÓL 2004 Guðmundur þurfti að sitja í rúma tvo tíma í brennandi morgunsólinni í átta daga í 30° hita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.