Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2016, Blaðsíða 35
flokka Reykjavíkur 1952-55, vann við verslunina Vogue 1954-56, kenndi við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dalasýslu 1956-58, við Barnaskóla Garðahrepps (Flata- skóla) 1958-62, kenndi á föndur- námskeiðum á kvöldin í þrjá vetur 1959-62 og var flugfreyja hjá Loft- leiðum 1962-64. Hún sótti síðan um græna kortið í Bandaríkjunum, fékk þar atvinnuleyfi og flutti til Kali- forníu vorið 1964. Þar var hún gjald- keri hjá Crocker Citizens National Bank í Los Angeles 1964-68 og síð- asta árið aðalgjaldkeri bankans. Hún var gjaldkeri Íslendingafélagsins í Los Angeles 1966-68, gjaldkeri Sparisjóðs Kópavogs 1968-69, handavinnukennari í Hagaskóla 1969-79, í Melaskóla 1969-72, við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1977- 2001 og deildarstjóri Myndlistar- brautar FB 1992-94. Þá var hún beð- in að skipuleggja handíðabraut skól- ans en FB var fyrsti framhalds- skólinn sem stofnaði slíka braut. Handíðabrautin FB hófst sem fata- og textílbraut 1994 og var Borghild- ur fag- og deildarstóri hennar til 2000. Borghildur er heiðursfélagi í Fa- tex – félagi fata- og textílkennara í framhaldsskólum. Eftir að hún hætti kennslu fór hún að taka grunn- og framhaldsskólanema í einkatíma í stærðfræði og hefur sinnt því síðan: „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af einkakennslunni.“ Borghildur var formaður fjáröfl- unar jólakorta hjá Svölunum á ár- unum 2009-2012. Fjölskylda Borghildur giftist 23.8. 1970 Eð- varði Bjarnasyni, f. 14.1. 1926, raf- magnseftirlitsmanni. Foreldrar hans voru Bjarni Marteinsson, netagerð- armeistari á Eskifirði, og k.h., Gunn- hildar Steinsdóttur húsfreyja. Kjörbörn Borghildar og Eðvarðs eru Jóna Björg Eðvarðsdóttir, f. 5.4. 1980, lyfjatækninemi í Reykjavík og er sonur hennar Máni Elvar Traustason, f. 2002, og Gunnar Frið- rik Eðvarðsson, f. 1.1. 1985, mann- fræðingur í Reykjavík, í sambúð með Valdimari Ármann kvikmyndagerð- armanni og á Valdimar tvær dætur, Ingu Rán, f. 1994, og Maríu, f. 1996. Systkini Borghildar: Þorvarður Björn Jónsson, f. 16.10. 1928, d. 23.10. 2013, verkfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts og síma; Sigurður Kristján Jónsson, f. 1932, d. 1934; Valdimar Kristján, f. 20.8. 1934, prófessor em- eritus, og Jón Albert, f. 21.9. 1936, d. 27.4. 2008, matreiðslumeistari og sendibílstjóri. Foreldrar Borghildar voru Jón Kristjánsson, f. 22.9. 1890, d. 22.11. 1972, trésmíðameistari á Ísafirði og í Reykjavík, og k.h., Þorbjörg Valdi- marsdóttir, f. 18.4. 1894, d. 29.5. 1968, verslunarmaður og síðar hús- freyja á Ísafirði og í Reykjavík. Úr frændgarði Borghildar G. Jónsdóttur Borghildur G. Jónsdóttir Helga Bjarnadóttir húsfr. í Seyðisfirði Jón Bjarnason b. í Seyðisfirði við Djúp Björg Jónsdóttir húsfr. í Heimabæ Valdimar P. Þorvarðsson kaupm., útgerðarb. í Heimabæ í Hnífsdal Þorbjörg Valdimarsdóttir húsfr. á Ísafirði og í Rvík Elísabet Kjartansdóttir húsf. á Bakka Þorvarður Sigurðsson b. á Bakka í Hnífsdal Sigurður H. Christianson húsasmíðam. í Seattle í Bandaríkjunum Jóna H. Valdimarsdóttir húsfr. Sigurður Þorvarðsson kaupm., útgerðarm. og hreppstj. í Hnífsdal Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja í Hnífsdal Jónas Þorvarðsson b. á Bakka í Hnífsdal Margrét Valdimarsdóttir húsfr. í Rvík Helga Haraldsdóttir Íslandsm. í sundi Þorvarður Alfonsson Jón Sólnes bankastj. og alþm. á Akureyri Júlíus Sólnes verkfræðingur og fyrrv. alþm. og ráðherra Björg Jónsdóttir Helga Sigurðard. húsfr. í Hnífsdal Guðmundur V. Þorkelsson sjóm. á Ísafirði Guðný Rósa Jónasdóttir hjúkrunarfr. í Hnífsdal Jóhann J. Ólafsson lögfr. og stórkaupm. Valdimar Ritchie flugvirki Jónas Elíasson prófessor emeritus Elías Elíasson verkfr. Norma Samúelsd. rithöfundur Halldór Elíasson prófessor emeritus Þorvarður Elíasson fyrrv. skólastjóri VÍ Margrét Elíasdóttir listakona Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hesteyri Sigurður Jónsson b. á Hesteyri Kristín Sigurðardóttir húsfr. í Neðri-Miðvík Kristján Jónasson b. í Neðri-Miðvík í Aðalvík Jón Kristjánsson trésmíðam. á Ísafirði og í Rvík Silfá Jónsdóttir húsfr. í Rekavík bak Látur Jón Björnsson b. í Rekavík bak Látur Valdimar B. Valdimarsson ættfræðingur Hulda Valdimarsdóttir starfsm. í sendiráði Bandaríkjanna ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Björgvin fæddist á Akureyri4.3. 1930. Foreldrar hansvoru Sæmundur Gunnar Steinsson, verslunarmaður á Akur- eyri, og k.h., Magnea Margrét Magnúsdóttir húsfreyja. Sæmundur var sonur Steins Þórð- arsonar, bónda á Hrúthóli, og k.h., Guðrúnar Oddsdóttur húsfreyju, en Magnea Margrét var dóttir Magn- úsar Magnússonar, bónda á Þverá og á Hóli í Ólafsfirði, og k.h., Önnu Guðrúnar Baldvinsdóttur húsfreyju. Eiginkona Björgvins var Ásbjörg Guðgeirsdóttir húsfreyja en hún lést árið 2009. Hún var dóttir Guðgeirs Jónssonar, bókbandsmeistara í Reykjavík, og Guðrúnar Sigurðar- dóttur húsfreyju, frá Ásmundar- stöðum í Rangárvallasýslu. Björgvin og Ásbjörg eignuðust tvö börn, Hildisif sjúkraliða og Kjartan tæknifræðing. Björgvin lauk stúdentsprófi frá MA 1950, fyrrihlutaprófi í verkfræði við HÍ 1954 og prófi í byggingar- verkfræði frá DTH í Kaupmanna- höfn 1957. Björgvin var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar S. Thor- oddsen 1957-58 og bæjarverkfræð- ingur á Akranesi 1958-60. Auk þess kenndi hann við Iðnskólann á Akra- nesi 1958-62. Hann stofnaði og starf- rækti verkfræðistofu á Akranesi á árunum 1960-70. Björgvin var síðan bæjarstjóri á Akranesi á árunum 1962-70 en þá fluttu þau hjónin í Kópavog og hann var bæjarstjóri í Kópavogi frá 1970 til dánardags 1980. Björgvin sat í fjölda nefnda og ráða á vegum Akraneskaupstaðar og síðar Kópavogs. Hann sat í vara- stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga og í fulltrúaráði þess, í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi og í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands. Björgvin gekkst fyrir stofnun Landssambands sjúkrahúsa 1962 og var formaður þess 1962-71. Þá sat hann m.a. í nefnd um frumvarp til sjúkrahúslaga árið 1963 og nefnd til að kanna hagkvæmar samgöngu- leiðir yfir Hvalfjörð. Björgvin lést 20.8. 1980. Merkir Íslendingar Björgvin Sæmundsson 95 ára Kristín Sveinbjarnardóttir 90 ára Gerður Guðnadóttir Guðlaug Á. Hannesdóttir 85 ára Halldóra Hartmannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Sigrún Gunnarsdóttir Sólveig Þorsteinsdóttir 80 ára Gunnlaug Emilsdóttir Hildur Sigursteinsdóttir Hrefna Bjarnadóttir Viðar Guðmundsson 75 ára Auður Júlíusdóttir Guðný Leósdóttir Hrund Káradóttir Jón Garðar Ágústsson Páll Sæmundsson Runólfur K. Einarsson Sigríður Jónasdóttir Steinunn S.L. Annasdóttir 70 ára Guðni Arngrímur Pétursson Helga S. Jóhannsdóttir Jóhann Svavarsson Júlíus Sigurbjörnsson Kristinn H. Jóhannsson Ósk J. Guðmundsdóttir Sigurður Hólm Sigurðsson 60 ára Aðalbjörg Baldursdóttir Árni Valur Garðarsson Benedikt S. Benediktsson Guðgeir H. Guðmundsson Heiða T. Kristjánsdóttir Helga Brynleifsdóttir Helga Kristjánsdóttir Jón Ellert Lárusson Jón Ingiberg Guðmundsson Óli Jón Ólason Tómas Kin Chan Þórunn Garðarsdóttir 50 ára Arnar Freyr Jónsson Álfdís S. Stefánsdóttir Björn Þórarinn Birgisson Dýrleif A. Guðmundsdóttir Guðrún Hrefna Elliðadóttir Gunnlaugur Grettisson Hafþór Ingi Heimisson Halldór Grétar Einarsson Hilmar Sigvaldason Hreiðar Hreiðarsson Kristján Ólafsson Pétur Gautur Svavarsson Sigríður G. Magnúsdóttir Svala Erlendsdóttir 40 ára Auður Jónasdóttir Brynja Baldursdóttir Edda Rún Ragnarsdóttir Eiríkur Elís Þorláksson Elín Dröfn Valsdóttir Georg Heiðar Ómarsson Hannes Þór Pétursson Helgi Dan Steinsson Hrafnhildur R. Vigfúsdóttir Kristín Sigríður Valsdóttir Lúðvík Júlíusson Margrét Ásmundsdóttir Margrét J. Þórhallsdóttir Ragna Björk Ragnarsdóttir Stefán Júlíusson Þórunn Magnea Jónsdóttir 30 ára Anna Finnbogadóttir Auður Ö. Guðmundsdóttir Elín Björk Jóhannsdóttir Guðrún Hrönn Logadóttir Hermann Jarl Jónasson Kristján Óli Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Marta býr í Reykjavík, er stílisti og förðunarfræðingur frá Academy of Color and Style í Bretlandi og er sölumaður hjá Bros ehf. Maki: Hermann Arnar Austmar, f. 1979, nemi. Börn: Sóldís Lilja, f. 2012, og Baltasar Myrkvi, f. 2015. Foreldrar: Vigdís B. Sig- urgeirsdóttir, f. 1955, og Gunnlaugur Einarsson, f. 1955. Marta Gunnlaugsdóttir 30 ára Jón Anton ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í fjár- málum frá HÍ og starfar hjá Íslandsbanka. Systkini: Finnbogi Karl, f. 1982; Alexander Már, f. 1991, og Guðríður Ósk, f. 1994. Foreldrar: Jóhann Jóns- son, f. 1962, starfsm. hjá Össuri, búsettur í Mos- fellsbæ, og Sólrún Laufey Karlsdóttir, f. 1962, hús- freyja í Reykjavík. Jón Anton Jóhannsson 30 ára Heiðdís ólst upp í Grundarfirði, býr þar, lauk stúdentsprófi frá Borgar- holtsskóla og starfar hjá Arion banka í Grundar- firði. Maki: Guðmundur Andri Kjartansson, f. 1990, sjó- maður. Foreldrar: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, f. 1965, og Jón Ágúst Jónsson, f. 1968. Fósturfaðir: Jóhann Jón Gíslason, f. 1967. Heiðdís Björk Jónsdóttir LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Gjafir sem gleðja Líttu við og skoðaðu úrva lið Glæsilegir skartgripir á frábæru verði Verð 45.400,- Demantur 6p. Verð 37.900,- Demantur 2p. Verð 69.000,- Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,- Verð 33.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.