Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 1 6
Stofnað 1913 73. tölublað 104. árgangur
62 KONUR RIÐU
TÖLTSLAUFUR Í
MUNSTURREIÐ
EINVÍGI
UNDRA-
BARNA
MENNING OG
MAT Á HINU
ÓMETANLEGA
HEIMSMEISTARATITILLINN Í SKÁK 18 RÁÐSTEFNA Á HÓLUM 30ÍSLANDSMET 12
„Þetta er af-
gerandi og skýr
niðurstaða miðað
við að málið var
umdeilt. Miklar
breytingar voru
lagðar til og skilj-
anlega er það
umdeilt, við höf-
um skilning á því
en ég er mjög
sáttur við niður-
stöðuna,“ segir Sindri Sigur-
geirsson, formaður Bændasamtak-
anna, um niðurstöðu atkvæða-
greiðslu meðal bænda um nýja
búvörusamninga. Sauðfjársamn-
ingur var samþykktur með 60,5% at-
kvæða sauðfjárbænda, 37,3% voru á
móti. Tæplega 3.000 voru á kjörskrá
og kjörsókn var 57%. Um naut-
gripasamninginn kusu rúm 70% af
1.244 á kjörskrá, já sögðu 75% og
tæp 24% höfnuðu samningnum.
Sindri segir aðsókn bænda á
kynningarfundi um samningana
hafa verið góða og þar hafi gefist
gott tækifæri til að skýra samn-
ingana út. Spurður um andstöðu
nærri 40% sauðfjárbænda við samn-
ingi þeirra segist Sindri hafa átt von
á henni. Fordæmi séu fyrir slíkri
niðurstöðu þegar um miklar breyt-
ingar sé að ræða. „Nú fer málið til
Alþingis og mikilvægt að það fái
góða umfjöllun þar. Fyrir okkur
bændur er mikilvægt að við snúum
bökum saman og reynum að vinna
eftir samningunum eins og best
verður á kosið,“ segir Sindri.
Niðurstaða bænda
„afgerandi og skýr“
Sindri
Sigurgeirsson
Belgísk yfirvöld hafa lækkað töl-
una yfir fjölda þeirra sem létust í
hryðjuverkaárásinni í Brussel í síð-
ustu viku. Er nú talið að 32 hafi lát-
ist, en ekki 35 eins og tilkynnt var
sl. mánudag. Gáfu yfirvöld þá skýr-
ingu í gær að farið hefði verið nán-
ar yfir málið og þá komið í ljós rugl-
ingur á milli tveggja lista.
Í frétt AFP er haft eftir Maggie
de Block, heilbrigðisráðherra Belg-
íu, að 32 séu látnir eftir hryðjuverk-
in, þar af 17 Belgar og 15 erlendir
borgarar, 94 séu enn særðir á
sjúkrahúsum.
17 Belgar létust og
15 erlendir borgarar
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Samkvæmt samningum Íslendinga
og Færeyinga um loðnuveiðar Fær-
eyinga í íslenskri lögsögu ber þeim
að landa ákveðnu hlutfalli aflans hér
á landi. Svo virðist sem ekki hafi
verið farið að þessu ákvæði samn-
ingsins síðustu þrjár loðnuvertíðir
og hafa íslensk stjórnvöld farið fram
á skýringar af hálfu stjórnvalda í
Færeyjum. Jafnframt er Fiskistofa
að fara yfir aðgerðir gagnvart fær-
eyskum útgerðum.
„Alls virðast Færeyingar hafa
landað um 11.500 tonnum til vinnslu
í heimahöfnum síðustu þrjár vertíð-
ir, sem þeir áttu samkvæmt samn-
ingum að landa hér á landi. Töpuð
framlegð fyrir íslenskar vinnslur
gæti verið meira en hálfur millj-
arður þannig að þetta er mikið
tjón,“ segir Jóhann Guðmundsson,
skrifstofustjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu.
Aðalræðismaður Íslands í Fær-
eyjum hefur afhent færeyskum
stjórnvöldum nótu frá íslenskum
stjórnvöldum. Þar er málavöxtum
lýst og Færeyingum gefinn kostur á
að útskýra málið. »10
Vilja svör frá Færeyingum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Löndun Færeyska skipið Finnur
fríði landar á Fáskrúðsfirði 2015.
Virðast ekki hafa landað loðnu hér í samræmi við samninga
Hægt væri að gera báta út al-
farið með íslenskri orku verði
hugmyndir NAVIS að raunveru-
leika en fyrirtækið hefur ásamt
Naust Marine, Íslenska sjáv-
arklasanum/Green Marine
Technology og NýOrku sótt um
frumherjastyrk til Rannís til að
hanna fyrsta hybrid- eða tvinn-
línuveiðibátinn á Íslandi.
Hugmyndin er að hanna frá
grunni 15 metra línubát sem get-
ur gengið bæði fyrir rafgeymum
og rafmótor eða díselvél og síðar
jafnvel fyrir rafmagni og metan-
óli. Hjörtur Emilsson, fram-
kvæmdastjóri NAVIS, segir áhug-
an mikinn enda eldsneytis-
sparnaður allt að 30 prósent. »6
Hanna fyrsta tvinn-
línubátinn á Íslandi
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann
langþráðan sigur í gærkvöldi þegar það lagði
Grikki að velli, 3:2, í vináttulandsleik í Piraeus.
Staðan var 2:0 fyrir Grikki eftir hálftíma en ís-
lenska liðið sneri leiknum sér í vil. Arnór Ingvi
Traustason, sem hér á í höggi við varnarmann
Grikkja, minnkaði muninn, Sverrir Ingi Ingason
jafnaði og Kolbeinn Sigþórsson skoraði sig-
urmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. » Íþróttir
Karlalandsliðið í knattspyrnu komst á sigurbraut á ný
AFP
Unnu Grikki eftir að hafa lent tveimur mörkum undir
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Menn deyja áfengisdauða fyrir ut-
an kaffistofuna, ætla að sprauta sig
þar inni, það hafa brotist út slags-
mál og verið morðhótanir. Einu
sinni tók maður upp hníf og ætlaði
að drepa þann næsta en sem betur
fer beit hnífurinn illa,“ segir Vörð-
ur Leví Traustason, framkvæmda-
stjóri Samhjálpar, um það skelf-
ingarástand sem ríkir á Kaffistofu
Samhjálpar í Borgartúni, sem orðin
er hálfgert félagsheimili útigangs-
manna í Reykjavík.
Eftir að Dagsetri fyrir heimilis-
lausa, á Eyjarslóð út á Granda, var
lokað í ágúst sl. varð kaffistofan
eitt af fáum afdrepum utangarðs-
manna og þar halda þeir orðið til.
Fá þeir morgunkaffi og heita mál-
tíð í hádeginu, sér að kostnaðar-
lausu.
Starfsfólkið óttaslegið
Vörður Leví segir að starfsfólk
kaffistofunnar sé orðið óttaslegið
og búist við því versta þegar þang-
að komi oft menn í mjög slæmu
ástandi. Hann hefur óskað eftir því
við Reykjavíkurborg að fundin
verði lausn á þessum vanda. Svörin
sem hann fær eru þau að ráðning-
arbann og sparnaður sé í gildi hjá
borginni. Vörður segir að um tölu-
verðan hóp sé að ræða, heimsóknir
til Samhjálpar séu um 200 á dag og
um páskana hafi þær mest orðið á
þriðja hundrað á dag.
Neyð meðal útigangsfólks
Kaffistofa Samhjálpar orðin hálfgert félagsheimili útigangsmanna í Reykjavík
Hafa ekki annað skjól eftir að Dagsetrinu var lokað Slagsmál og morðhótanir
Hvað gerir borgin?
» Reykjavíkurborg er með
vettvangs- og ráðgjafarteymi
sem hittir utangarðsfólk þar
sem það er statt hverju sinni.
» Talsmaður borgarinnar segir
brýnast að finna húsnæði fyrir
þennan hóp. Því betra hús-
næði, því meiri líkur á að fólk
geti unnið út frá sínum grunni. MÁfengisdauði, slagsmál... »4
Margar deildir
Landspítalans
eru nú yfirfullar
eftir mikið álag
sem var á spít-
alanum í gær
þegar leggja
þurfti fjölda
sjúklinga inn.
„Það er okkar
reynsla að eftir
svona langar há-
tíðir er mjög mikil aðsókn til okkar
og mikill innlagnaþungi,“ segir Sig-
ríður Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar á Land-
spítalanum. Mjög hátt
nýtingarhlutfall hefur verið á legu-
deildum spítalans og í gærdag voru
flestar legudeildir yfirfullar. »4
Landspítalinn fyllt-
ist eftir páskana
Landspítali Margir
leita lækninga.