Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
!
"
# $"
!#"
$
$"
"$
!$
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
#"5
$
# "
!5
!
#!
$$
! #
!$!
!
$"
55
##
!#
#
##5
$5
!$5
###!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Fjárfestingarsjóðirnir Frumtak 2 og
Capital A Partners hafa, í samfloti við
núverandi eigendur tæknifyrirtækisins
Kaptio, lagt því til nýja fjármögnun að
fjárhæð 325 milljónir króna. Kapito
framleiðir meðal annars hugbúnaðar-
lausnina Kaptio Travel sem hjálpar
ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggj-
endum að halda utan um tilboðsferli og
bókanir viðskiptavina.
Hin nýja fjármögnun á meðal annars
að styðja við vöxt fyrirtækisins á alþjóð-
legum markaði og styrkja vöruþróun og
sölu hugbúnaðarins á Bretlandsmark-
aði. Fyrirtækið er með þróunarskrif-
stofur í Heidelberg og Minsk og sölu-
skrifstofu í London.
Tveir fjárfestingarsjóðir
setja fjármagn í Kaptio
● Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur
gefið út nýjan tölvuleik sem fengið hef-
ur heitið EVE: Valkyrie og er hann hann-
aður fyrir nýja tækni sýndarveruleika.
Er leikurinn nú fáanlegur fyrir Oculus
Rift búnað á PC tölvum en síðar í ár
mun hann einnig koma út fyrir Play-
Station 4 leikjavélarnar frá Sony.
Prufuútgáfa af leiknum var fyrst
kynnt á EVE fanfest hátíðinni í Reykja-
vík 2012 og hlaut þá góðar viðtökur. Í
kjölfarið var ákveðið að þróa hugmynd-
ina áfram í fullburða tölvuleik.
Valkyrjur halda innreið
sína í sýndarveruleika
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sala nýrra lúxusbíla til fyrirtækja er
ríflega tvöfalt meiri en á sama tíma í
fyrra. Þá hefur sala lúxusbíla til ein-
staklinga aukist um tæp 90%.
Þetta kemur fram í greiningu
Brimborgar á sölunni á tímabilinu frá
1. janúar og til og með 27. mars.
Greiningin er sýnd á töflum hér til
hliðar en þar má sjá aukninguna í ein-
stökum tegundum.
Heilt yfir hefur salan á nýjum
fólksbílum og atvinnubílum aukist um
rúm 60% og salan á nýjum bílum til
bílaleiga aukist um 91%.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brim-
borgar, segir þessar tölur benda til að
lúxusbílamarkaðurinn sé að vaxa
hraðar en heildarmarkaðurinn fyrir
nýja bíla. Leiða megi líkur að því að
kaupendurnir hafi beðið síðan hrunið
varð með að endurnýja bílana, en sjái
nú góð kauptækifæri. Mörg dæmi séu
um að bílar ætlaðir stjórnendum, t.d.
ráðherrum, hafi verið eknir mikið
þegar þeir komu í endursölu.
Rekstrarleiga á undanhaldi
Egill segir að þótt fyrirtækjamark-
aðurinn sé að vaxa í lúxusbílum sé
ólíku saman að jafna nú og á þenslu-
árunum fyrir hrunið. Þá hafi mörg
fyrirtæki – og raunar einstaklingar –
verið með lúxusbíla á rekstrarleigu.
Það fyrirkomulag sé orðið hverfandi í
umsvifum bílasala í dag.
Að sögn Egils er það fátíðara en áð-
ur að eldri bíll sé látinn ganga upp í
kaupverðið. Hærra hlutfall seldra bíla
sé nú staðgreitt, eða fjármagnað að
hluta með bílaláni.
Egill segir nokkra þætti kunna að
skýra góða sölu á lúxusbílum. Með því
að vörugjöld hafi verið miðuð við kol-
díoxíðslosun ökutækja hafi verð lúx-
usbíla í mörgum tilvikum lækkað.
„Þessir bílar eru með nýjustu
tækni og fara í lægri vörugjaldaflokka
en áður. Þetta getur skipt gríðarlegu
máli, enda er lægsti vörugjaldaflokk-
urinn 0% og sá hæsti 65%. Lúxusbílar
voru áður kannski að lenda í 35%,
55% og 65% vörugjöldum. Nú er til
dæmis í boði XC90 Volvo-jeppi sem
er tengiltvinnbíll og því með 0% vöru-
gjaldi. Hann er með koldíoxíðsgildi
sem er lægra en 50 grömm á hvern
ekinn kílómetra sem setur hann í núll
vörugjaldaflokk. Einnig mætti nefna
að dísilútgáfur af lúxusbílum eru að
lenda í 25% vörugjaldi sem er í lægri
kantinum miðað við það sem var.“
Aukið úrval örvar sölu
„Annar punktur er að úrvalið af
bílum hjá lúxusframleiðendum hefur
aldrei verið meira. Í gegnum árin
hafa 40% af seldum bílum á Íslandi
verið fjórhjóladrifnir jeppar. Það er
ákveðin tilhneiging hjá kaupendum
að færa sig í lúxusbílana, ef það er
raunhæfur valkostur. Þetta mikla úr-
val fjórhóladrifinna bíla í lúxusflokki,
Volvo, Audi, Mercedes-Benz og Lex-
us var ekki til staðar áður,“ segir Eg-
ill.
Dæmi um sölu á lúxusjeppum er að
Brimborg hefur afhent 31 eintak af
XC90 Volvo-jeppa á árinu.
„Frá því XC90 var kynntur í júní
2015 hefur Brimborg pantað yfir 170
bíla af þeirri gerð og þar af eru 140
þeirra seldir. Meðalverð á XC90 bíl er
um 13 milljónir og á þessum 9 mán-
uðum hafa því verið pantaðir bílar af
þessari gerð fyrir yfir 2,2 milljarða á
söluverði,“ segir Egill og bætir við að
margir séu á biðlista vegna sérpant-
ana á XC90 jeppum.
Hann segir aðspurður að aukin sala
lúxusbíla hafi jákvæð áhrif á rekstur
bílaumboðanna. Framlegðin af slík-
um bílum sé enda meiri í krónum talið
en af öðrum bílum.
Sala á lúxusbílum á Íslandi
hefur tvöfaldast milli ára
Frá 3,5 milljónum
» Audi kostar frá 3,5 millj-
ónum króna, Volvo frá 4,3
milljónum, BMW frá 4,7 millj-
ónum og Marcedes-Benz frá
4,8 milljónum, samkvæmt
upplýsingum á vefsíðum bíla-
umboðanna.
» Lexus kostar frá 5,1 milljón,
Landrover frá 7,2 milljónum,
Porsche frá 11,5 milljónum og
Tesla frá 11,7 milljónum.
Sala til bílaleiga á fyrsta fjórðungi er rúmlega 90% meiri en á sama tíma í fyrra
Sala lúxusfólksbíla 1. janúar-27. mars 2016*
Í samanburði við söluna sama tímabil 2015
*Heimild: Brimborg
Einstaklings- og fyrirtækjamarkaður * Hlutdeild
Lúxusmerki 2016 2015 Breytingmilli ára í % 2016 2015
Volvo 75 30 150,0% 23,2% 18,0%
Mercedes Benz 67 42 59,5% 20,7% 25,1%
Landrover 67 31 116,1% 20,7% 18,6%
BMW 44 19 131,6% 13,6% 11,4%
Audi 32 21 52,4% 9,9% 12,6%
Lexus 25 5 400,0% 7,7% 3,0%
Porsche 13 16 -18,8% 4,0% 9,6%
Tesla 0 3 -100,0% 0% 1,8%
Aðrir 0 0 0% 0%
Alls 323 167 93,4%
Einstaklingar 222 118 88,1%
Fyrirtæki 101 49 106,1%
Heimild: Brimborg
* 1. janúar-27.mars 2016
Sala nýrra bíla*
Miðað við sama tíma 2015
2015 2016 Breytingí%
Fólksbílar
og atvinnu-
bílar
2.406 3.853 60,1%
Bílaleigu-
bílar 718 1.370 90,8%
Nýir
fólksbílar til
einstaklinga
og fyrir-
tækja (án
bílaleiga)
1.449 2.135 47,3%
Lúxusbílar 167 323 93,4%
Sjö einstaklingar hafa boðið sig fram
til stjórnar HB Granda en kosið
verður um fimm stjórnarsæti á aðal-
fundi fyrirtækisins á föstudag. Þann-
ig hafa allir núverandi stjórnarmenn
boðið sig fram til endurkjörs auk
Önnu G. Sverrisdóttur og Alberts
Þórs Jónssonar. Þá hefur Lífeyris-
sjóður verslunarmanna farið fram á
margfeldiskosningu en með því
fyrirkomulagi aukast líkurnar á því
að sjóðurinn, og eftir atvikum aðrir
stórir hluthafar, geti haft áhrif á
samsetningu stjórnarinnar. Anna G.
Sverrisdóttir sat þar til nýlega í
stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna
og þá var Albert Þór Jónsson for-
stöðumaður eignastýringar Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins á árunum
2001 til 2005.
Þau sem nú skipa stjórnina eru
Kristján Loftsson stjórnarformaður,
en hann hefur setið í stjórn fyrirtæk-
isins frá 1988, Halldór Teitsson sem
setið hefur frá 2003, Hanna Ásgeirs-
dóttir sem sæti hefur átt frá 2010,
Rannveig Rist sem kom inn í stjórn
2013 og Þórður Sverrisson sem fyrst
var kosinn inn 2014.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
fyrra freistuðu lífeyrissjóðir þess í
fyrra að koma fram breytingum á
stjórn HB Granda. Gerðist það eftir
að sjóðirnir urðu stórir eigendur að
fyrirtækinu í kjölfar skráningar þess
á markað. Þá láðist lífeyrissjóðunum
hins vegar að kalla eftir margfeldis-
kosningu og dugði þá atkvæðavægi
þeirra ekki til að koma að tveimur
frambjóðendum til stjórnar sem þá
buðu nýir fram.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarkjör Kristján Loftsson hef-
ur stýrt stjórn HB Granda frá 2013.
Vilja breytingar á
stjórn HB Granda
Lífeyrissjóður
kallar eftir marg-
feldiskosningu