Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 ef vel lá á honum og mikið lá við. Síðan liðu árin og Ingi stofn- aði sína lögfræðistofu í Kefla- vík og þar á eftir í Hafnafirði en var ávallt fastagestur hjá embættinu. Við áttum mikið saman að sælda á þessum árum og fram til þessa raunadags. Þá ferðuðumst við saman bæði ut- an lands og innan og veit ég ekki um skemmtilegri ferða- félaga. Ingi var maður hinna gömlu gilda. Einn besti matur sem hann fékk var sjósiginn fiskur eða saltaðar þorskkinnar, út- vatnaðar. Ég er ekki frá því að hann hafi notað vestfirskan hnoðmör út á hvort tveggja eins og hann átti kyn til. Þá átti hann gott safn bóka sem helst urðu að hafa komið út fyrir hans eigin fæðingardag. Stundum keypti hann sér mál- verk ef hann féll fyrir þeim og átti dágott smekklegt safn. Á stofuveggnum hjá honum var litríkt og stórt málverk í ab- straktstíl og svo óreiðukennt að maður fékk sjóriðu af því að virða það fyrir sér. Þó sagði hann mér að í raun kynni hann betur að meta málverk af sveitabæ undir fjalli með foss í gili. Með þessu er ég ekki að segja að hann hafi verið forn í háttum heldur að hann hafði þessar víddir. Hann var ekki mikið fyrir að trana sér fram en var hreinn og beinn og tryggur vinur. Hann hafði góða skaphöfn og jafnlyndi. Ríkur þáttur í skap- gerðinni var húmor sem gat verið beinskeyttur og oft lét hann mergjaðar athugasemdir falla sem oftar en ekki voru ör- stutt greining á kjarna málsins. Þá var gaman að geta hlegið. Hann var vinmargur og fá- dæma höfðingi heim að sækja og öllum leið vel í hans ranni. Það var gott að eiga samleið með Inga H. Sigurðssyni og vottum við Þórunn Hreggviði og fjölskyldu hans samúð okk- ar og stórfjölskyldunni allri. Þorsteinn Pétursson. Félagi minn og vinur til margra ára, Ingi H. Sigurðs- son, er látinn um aldur fram eftir langvarandi veikindi. Inga kynntist ég fyrst í Dölum vest- ur. Hann hafði keypt jörðina Víghólsstaði á Fellsströnd ásamt félögum sínum og dvaldi oft vestra. Ingi bauð af sér góð- an þokka og við nánari kynni reyndist hann afar traustur og góður félagi. Það sást vel til hans því hann var með hæstu mönnum yfir 2 metrar á hæð. Þegar árin liðu tókst með okkur góð vinátta. Við hittumst fyrir vestan og sunnan. Hann var höfðingi heim að sækja, af- ar vinsæll, bráðgreindur, vel að sér um öll málefni, sagði frá á einstakan hátt, hnyttinn í til- svörum, manna skemmtilegast- ur, trygglyndur en umfram allt drengur góður og sannur gleði- gjafi. Hann var veiðimaður mikill, stundaði lax- og silungs- veiðar á sumrin og gæsaveiðar á haustin. Hann kunni frá mörgu að segja um veiðiskap- inn. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Inga. Ingi var lögfræðingur að mennt og starfaði við sitt fag allt til þess að hann varð að hætta sökum heilsubrests. Hann reyndist haukur í horni þeim fjölmörgu er til hans leit- uðu. Að leiðarlokum þakka ég Inga af heilum hug náin og skemmtileg kynni til fjölda ára, gleðistundir, lífsleiknina, vin- áttu og hlýju í minn garð alla tíð. Ég kveð hann hinsta sinni með söknuði, virðingu og þökk. Fjölskyldu, ættingjum og vinum Inga sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Inga H. Sigurðssonar. Magnús Ástvaldsson. ✝ Þórunn Daní-elsdóttir fædd- ist á Garðstöðum við Ísafjarðardjúp 12. febrúar 1943. Hún lést á Spáni 14. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Daníel Kristjánsson, f. 10. júní 1910, d. 1995, og Lára Sigríður Bjarnadóttir, f. 25. nóvember 1912, d. 1996. Fóst- ursystir Þórunnar var Kol- brún Björnsdóttir, f. 5. júní 1939, d. 2006. Eiginmaður Þórunnar er Ármann Jóhanns- son / Khushendra Desai, kaupmaður, f. 10. júlí 1941. Börn þeirra eru: Gunnvant Baldur, f. 23. september 1963; sonur hans og Sonju Elídóttur er Brandur, f. 19. janúar 1996; og Edda Bryndís, f. 26. maí, 1967. Þórunn ólst upp hjá for- eldrum sínum á Ísafirði, en flutti með móður sinni og systur til Reykja- víkur á unglings- aldri. Hún fór til Englands til starfa sem barn- fóstra 19 ára. Þar kynntist hún eft- irlifandi eig- inmanni sínum. Þórunn og Ár- mann bjuggu fyrstu árin í Mos- fellssveit, þá í Reykjavík, stuttan tíma í Hveragerði en síðustu árin í Kópavoginum. Seinni árin áttu þau sitt annað heimili í nágrenni Malaga á Spáni. Utan reksturs heimilis og verslunarinnar Jasmin með manni sínum, vann Þórunn stuttlega sem bréfberi í Mos- fellssveit. Einnig um árabil á sjúkraþjálfunardeild Reykja- lundar og sem móttökuritari í Heilsugæslu Hlíðahverfis. Útför Þórunnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 30. mars 2016, klukkan 15. Kær frænka mín hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn. Við Þórunn vorum systradætur, hún heldur eldri en ég og líka fædd á Ísafirði. Vart er hægt að nefna Þórunni án þess að nefna Kollu systur henn- ar. Þær voru einstakar systurnar, Þórunn og Kolla, svo ljúfar báðar tvær og samrýmdar. Þær systur voru mér afar kærar. Ég naut þess að hlusta á þær rifja upp æskuárin sín á Ísafirði. Þær töl- uðu svo fallega um ömmu og afa og áttu góðar minningar frá sam- býlinu við þau. Gestagangur var mikill á æskuheimilinu og frænd- systkini okkar bæði skírð og ein- hver líka fædd á heimilinu. Þær mæðgur fluttu til Reykjavíkur rétt eftir fermingu Þórunnar. Áfram átti stórfjölskyldan griða- stað á heimili þeirra. Þangað var alltaf gott að koma og dvelja hjá Láru og systrunum. Þegar Þórunn og Khushendra höfðu stofnað sitt heimili fékk ég stundum að koma og vera hjá þeim. Það var spennandi fyrir sveitastelpuna frá Ísafirði að koma til Reykjavíkur og fá að passa fallegasta barn sem ég hafði séð, hann Gunnvant. Seinna var ég líka hjá þeim í Mosó. Ýmislegt kemur upp í hugann svo sem þeg- ar ég, þá trúlega 13 ára, var hjá frænku og fjölskyldu í Mosó og til- hlökkunin mikil þegar ákveðið hafði verið að það yrði kjúklingur í matinn komandi laugardag. Ég hafði þá aldrei smakkað kjúkling, en séð hann snæddan í bíómynd- um þ.e. horft á leikarana halda um legginn og naga kjúklinginn. Heldur urðu vonbrigðin mikil þegar í ljós kom að Khushendra stóð í matargerðinni þann daginn og kjúklingurinn var framreiddur á indverskan máta í karrýsósu. Eitthvað sem ég heldur betur kynni að meta í dag. Matar- smekkurinn var ekki upp á marga fiska hjá unglingnum að vestan. En það var gott að vera hjá þeim, enda hefur alltaf verið kært á milli okkar. Eitt af því sem mig langar að þakka Þórunni frænku sérstak- lega fyrir, er hvað hún og þau hjónin voru alltaf góð við Sæma bróður minn. Hann átti alltaf skjól hjá Þórunni frænku, kom oft á hennar heimili, á jólum sem á öðr- um tímum var hann velkominn. Að lokum langar mig til að þakka kærri frænku fyrir ánægjulegar samverustundir á fjölmörgum kaffihúsaferðunum okkar á undanförnum árum. Það, sem ég naut þessa að spjalla og hlusta á frásagnir elsku frænku minnar Þórunnar og Eddu henn- ar. Við hittumst oftast þrjár, en stundum voru fleiri frænkur okk- ar með og ég veit að það var Þór- unni einstakt ánægjuefni að upp- lifa samverustundir með stórfjölskyldunni. „Þú grætur vegna þess sem var gleði þín“ er svo satt og rétt og það geri ég núna. Þórunn frænka er farin langt fyrir aldur fram á annað til- verustig, þar sem Kolla systir hennar tekur væntanlega á móti henni. Um leið og ég þakka frænku allar ljúfar samveru- stundir hér á jörð, votta ég Khus- hendra, Eddu, Gunna og Brandi mína dýpstu samúð. Nú sígur sól til viðar og svásan kveður dag, hinn litli lækur niðar sinn ljúfa ástarbrag. og blómin höfuð beygja í blíðri daggar ró, og þýðir fuglar þegja í þurrum hreiðra mó. Einn vakir alltaf þó, sá umsjá öllu veitir og öllu hvíld til bjó. (María Kristjánsdóttir) María Kristjánsdóttir Við fráfall frænku minnar Þór- unnar hverfur hugurinn meira en 60 ár aftur í tímann. Foreldrar lít- ils drengs eru ekki heima – senni- lega á Sjómannadagsballi eða þorrablóti Djúpmanna. Drengur- inn er samt öruggur því að stóra frænka hans er hjá honum. Hún er bæði falleg og góð; notar tím- ann til að lesa undir próf í mann- kynssögu. Frænkan deilir með drengnum því sem hún er að læra og spyr: „Af hverju heldur þú, Svanur, að sagt sé: Guð blessi þig – þegar einhver hnerrar?“ Dreng- urinn vissi ekki svarið en frænkan veit allt og upplýsir: „Það er vegna þess að Svarti dauði sem er skelfilegur sjúkdómur byrjar með hnerra.“ Þar með var vakin for- vitni drengsins um bækur og ver- öldina alla sem ekki hefur horfið síðan. Seinna átti Þórunn eftir að opna mér og fjölskyldunni allri glugga til umheimsins eða réttara sagt hún kom með veröldina til fjölskyldunnar allrar. Allt í einu var kominn Indverji í fjölskylduna og Þórunn átti von á barni. Allt var framandi við Khushendra sem síðar fékk nafnið Ármann. Litar- hátturinn var dökkur og hann eld- aði mat með framandi kryddi, ókunnugt bragðlaukum pipars og salts eingöngu. Mér fannst líf þeirra hjóna æv- intýralegt. Ármann opnaði versl- un í Reykjavík og rak hana af dugnaði, fyrirhyggju og ráð- vendni. Eftir nokkurra áratuga rekstur fór Ármann á eftirlaun og þau hjónin ferðuðust um heiminn, dvöldu langdvölum á Spáni og ræktuðu tengsl við átthaga Ár- manns á Indlandi. Auðvitað veit ég að líf frænku minnar var ekki eingöngu dans á rósum. Þvert á móti var mikið andstreymi í hennar lífi, ekki síst veikindi móður hennar og ótíma- bært fráfall Kolbrúnar systur hennar. Þau hjónin og börn þeirra þurftu einnig að finna vandfund- inn milliveg á milli mismunandi siða og lífshátta allra. Sjálf þurfti Þórunn að takast á við Parkin- sons-veiki á síðustu árum sínum. Ég veit einnig að frænka mín hafði fundið sátt í sínu lífi og fjöl- skyldu sinnar. Eiginmaður henn- ar og börnin tvö umvöfðu hana elsku og kærleika – rétt eins og hennar líf markaðist af blíðu og kærleika til allra. Í huga lítils drengs var stóra frænka mín fal- leg og góð. Það breyttist aldrei. Slíkt líf mun að eilífu lifa. Svanur Kristjánsson. Leiðir okkar Þórunnar Daní- elsdóttur lágu saman í nærri sex áratugi. Hvernig minnist maður slíks ferðafélaga og vinar í nokkr- um setningum? Slíkt er ekki auð- velt – en þó ekki ógerlegt. Þórunn var nefnilega ekki gefin fyrir mál- skrúð af neinu tagi og virði ég það hér. Við kynntumst á táningsárum okkar í gegnum sameiginlega vini í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Við bjuggum báðar á svipuðum slóðum í vesturbæ Reykjavíkur og báðar nýfluttar utan af landi, hún frá Ísafirði og ég frá Selfossi. Við áttum áhyggjulaus og skemmtileg ár í leik og söng ung- lingsáranna og í gegnum fullorð- insárin fylgdumst við ávallt að. Stofnuðum fjölskyldur, tókum þátt í uppeldi barnanna og alltaf var þessi órjúfanlegi þráður milli okkar Þórunnar. Við Ken áttum ógleymanlegar stundir með þeim hjónum, Þór- unni og Ármanni ásamt fjölskyld- um okkar í útilegum, ferðalögum, sumarbústaðaferðum og seinna ferðalögum erlendis. Ég minnist margra gleðistunda á heimili þeirra því hjónin voru annáluð fyrir gestrisni. Þórunn var alltaf sú sama og á unglingsárunum, heilsteypt, hóg- vær og glaðlynd. Áhugamál okkar fóru ætíð saman. Bóklestur, mat- argerð og grúsk var alltaf í um- ræðunni hvenær sem við hitt- umst. Hún var einnig mjög listræn, teiknaði og málaði falleg- ar myndir og nokkrar þeirra voru gjafir til mín sem ég met mikils. Síðustu tvo áratugi vorum við nágrannar í vesturbæ Kópavogs, þar sem við bjuggum steinsnar hvor frá annarri rétt eins og í vesturbæ Reykjavíkur forðum. Fyrir rúmum áratug tókst Parkinsonsdrekanum ógurlega að læsa klóm sínum í mína kæru vin- konu. Hún háði hetjulega baráttu við ógnarvaldinn með dyggum stuðningi Ármanns og barna þeirra. Þórunn var ætíð mjög æðru- laus og það styrkti hana í veikind- unum. Nokkrum dögum fyrir andlát hennar töluðum við saman í síma – var hún þá að fagna feg- urðinni og geislum sólarinnar í umhverfi sínu. Þannig var hún. En „Drekinn ógurlegi“ herti enn frekar takið og sigraði að lokum. Með sorg í hjarta en um leið þakklát fyrir okkar gleðistundir kveð ég Þórunni Daníelsdóttur. Ármanni, Eddu Bryndísi, Gunn- vant og Brandi votta ég mína dýpstu samúð. Sigurbjörg Jónsdóttir. Þórunn Daníelsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT INGÓLFSDÓTTIR, til heimilis að Kambaseli 38, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 19. mars. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 13. . Lilja Björk Hjálmarsdóttir, Hagbarður Ólafsson, Hildur Jóhannesdóttir, Björn Mikkaelsson, Jóhanna M. Jóhannesdóttir, Jón Óskar Jónsson, barnabörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRSÆLL TEITSSON byggingameistari, Víðivöllum 3, Selfossi, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn 22. mars. Útför hans fer fram frá Marteinstungukirkju klukkan 14 laugardaginn 2. apríl. . Kristín Ágústa Ársælsdóttir Tryggvi Rúnar Pálsson Sigurjón Ársælsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigríður Ársælsdóttir Þórarinn Arngrímsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VÍÐIR PÁLL ÞORGRÍMSSON kaupmaður, Hólahjalla 8, Kópavogi, lést laugardaginn 26. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Jóhanna Haraldsdóttir, Haraldur Þór Víðisson, Haukur Víðisson, Ingibjörg Margrét Víðisdóttir, Björn Víðisson, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 17, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi, Kópavogi, mánudaginn 28. mars. . Sigrún Kristín Baldvinsdóttir, Halldóra Baldvinsdóttir, Valdimar Bergstað, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SOPHUSAR J. NIELSEN, kaupmanns, Grenibyggð 36, Mosfellsbæ. . Guðrún Margrét Friðriksdóttir Nielsen, Hildur Nielsen, René Vervoort, Hjörtur Nielsen, Ástríður S. Jónsdóttir, Anna Nielsen, Hildur Margrét, Hjörtur, Rúnar, Ólöf Helga, Guðrún, Aldís, Tómas, Edda Rún og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.