Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 31
AFP / Yale University Art Gallery Meistaraverk Rómað málverk Vincents van Gogh af kaffihúsi í Arles. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að eitt af meistara- verkum málarans Vincents van Gogh, „Le café de nuit“ frá 1888, verði ekki afhent afkomanda rúss- nesks safnara sem átti verkið á sín- um tíma en það var gert upptækt í rússnesku byltingunni 1917, ásamt ýmsum öðrum eigum hans. Málverkið, sem van Gogh málaði í Arles í Frakklandi, hefur um ára- bil verið sýnt í Listasafni Yale- háskóla. Úrskurður réttarins eyddi síðustu von Frakkans Pierre Ko- nowaloff til að heimta verkið sem var á sínum tíma í eigu fjölskyldu hans. Málverkið er metið á um 200 milljónir dala, um 25 milljarða kr. Kaffihúsið kyrrt í Yale MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Framúrskarandi vinkona erfyrsta bókin í Napólí-fjórleik Elenu Ferrante,dularfulls rithöfundar sem lítil deili eru vituð á fyrir utan að við- komandi skrifar bækur sem hafa fengið feikigóðar viðtökur víða um heim og hafa sumir jafnvel talað um Ferrante sem einn besta rithöfund samtímans. Bókin kom út á ítölsku 2011 og í íslenskri þýðingu síðasta haust og nú er næsta bókin í flokkn- um einnig komin út hér á landi, Saga af nýju ættarnafni. Reyndar er þýðingin á titli bók- arinnar, Framúrskarandi vinkona, nokkuð blekkjandi, því undirrituð hélt að þar væri vísað til einhverrar sem væri svo óskaplega góð vinkona. Svo er ekki, heldur virðist vinkonan ein- faldlega afburðamanneskja í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Á ítölsku heitir bókin L’amica geniale eða Bráðsnjalla vinkonan sem nær kjarna bókarinnar miklu betur. En hvað um það. Aðalpersónurnar eru vinkonurnar Elena sem er dóttir dyravarðar og skósmiðsdóttirin Lila sem alast upp í Napólí á 6. áratugnum. Þetta er harður heimur, ofbeldi bæði andlegt og lík- amlegt er sjálfsagt í samskiptum og sá vinn- ur sem gengur lengra. Algjört frumskógarlög- mál. Báðar vilja þær kom- ast út úr hverfinu og velja hvor sína leiðina til þess. Elena stendur sig vel í námi og velur menntabrautina í óþökk foreldra sinna og margra annarra í samfélagi þar sem stúlkur eru metnar eftir því hversu snemma þær gifta sig. Lila velur aðra leið, sem er augljóslega í algerri mótsögn við eðli hennar. Elena er sögumaðurinn og sagan er sögð frá hennar sjónarhóli í fyrstu persónu. Vinátta þeirra Lilu er vissulega innileg, en á sama tíma mörkuð öfund og samkeppni. Frá upphafi dregst Elena að Lilu eins og fluga að ljósi; Lila er einfaldlega öðruvísi, hún kærir sig kollótta um þær óskráðu reglur sem gilda í sam- félaginu heldur býr til sínar eigin og þegar líður á nær áhrifavald hennar til sífellt fleiri. „Þetta kvöld varð okkur ljóst að staða Lilu var að breytast. (…) Það stafaði frá henni bjarma sem var eins og þungt kjafts- högg framan í fátækt hverfisins.“ (261). Þetta er einfaldlega ein sú allra skemmti- legasta og best skrifaða bók sem undirrituð hef- ur lesið lengi. Ferr- ante, hver sem það nú er, býr yfir sérlega mikilli frásagnargáfu – persónugalleríið í þessu úthverfi Napólíborgar er ein- stakt og sagnagleðin með ólíkindum. Það er ekkert verið að fegra eitt eða neitt; öfund, ofbeldi, lygar og aðrir mannlegir lestir eru í forgrunni í þessari heillandi sögu sem endar á svo mikilli ögurstundu að það er ekki annað í stöðunni en að grípa strax í næstu bók. Að lokum er hér vinsamleg ábend- ing til lesenda: Endilega gefið ykkur tíma til að lesa listann yfir helstu per- sónur í upphafi bókarinnar. Það get- ur reynst erfitt að henda reiður á þeim öllum, ekki síst vegna þess að sumar ganga undir nokkrum nöfn- um, eins og t.d. heitir Lila í raun Rafaella og allir, nema Elena (sem er kölluð Lenuccia eða Lenu), kalla hana Linu. Napólí Framúrskarandi vinkona er fyrsta bókin í Napólí-fjórleik Elenu Ferrante, dularfulls rithöfundar sem lítil deili eru vituð á fyrir utan að viðkomandi skrifar bækur sem hafa fengið feikigóðar viðtökur víða um heim. Fegurðin í ljótleikanum Skáldsaga Framúrskarandi vinkona bbbbn Eftir Elenu Ferrante. Bjartur - Neon 2015. 330 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Út er komið nýtt tölublað Þjóð- mála - Tímarits um stjórnmál og menningu. Með- al efnis er grein- in „Atlagan að séreignastefn- unni“ eftir rit- stjórann Óla Björn Kárason. Björn Bjarnason skrifar Ritstjórn- arbréf, um stjórnarskrá, pírata sem rífast og Samfylkinguna í sárum; Ólafur Egilsson skrifar grein um fundarhamar Ásmundar Sveins- sonar sem Íslendingar gáfu Samein- uðu þjóðunum; Frosti Sigurjónsson fjallar um rökin fyrir því að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjár- festingabanka; og Bjarni Jónsson fjallar um hlýnun jarðar, orsakir og viðbrögð mannkyns sem hann segir röng. Þá er til að mynda fjallað um dómarann Antonin Scalia, alþjóð- legan gjaldmiðil á Íslandi og Björn Bjarnason fjallar um bók Gunnars Þórs Bjarnasonar, Þegar siðmenn- ingin fór fjandans til. Ný og fjöl- breytileg Þjóðmál 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 10/4 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 23.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 24.sýn Síðustu sýningar! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn Síðustu sýningar! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 1/4 kl. 20:00 56.sýn Lau 2/4 kl. 20:00 58.sýn Fös 1/4 kl. 22:30 57.sýn Lau 2/4 kl. 22:30 59.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 30/3 kl. 19:30 9.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Mið 25/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Mið 4/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Lau 7/5 kl. 14:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Mið 1/6 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson Njála (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. Síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri? NJÁLA – „Drepfyndið“★★★★★, AV – DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.