Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Iðnaðarmenn
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine
í Martin, Slóvakíu mun halda
inntökupróf í Reykjavík 6. apríl og
2. júní 2016. Einnig 14. júlí í
Martin. Prófað er í efnafræði
og líffræði. Ekkert prófgjald.
Skólagjöld 9.500 evrur á ári. Kennt
er á ensku. Nemendur læra
slóvakísku og geta tekið alla klinik í
Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem
læknar ( MUDr.) eftir 6 ára nám.
Fjöldi íslendinga stundar nám í
læknisfræði við skólann auk
norðmanna, svía og finna og fl.
Heimasíða skólans er
www.jfmed.uniba.sk/ en FÍLS
félag íslenskra læknanema í
Slóvakíu www. Jfmedslova-
kia.wordpress.com
Kaldasel ehf., Runólfur
Oddsson. Uppl. í s. 5444333 og
fs. 8201071
Húsviðhald
Húsaviðhald
o.fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ AuðurKjartansdóttir
fæddist í Reykja-
vík 23. desember
1947. Hún lést á
líknardeild LSH
18. mars 2016.
Foreldrar
hennar voru
Kjartan Guð-
mundsson og Ingi-
björg Árnadóttir.
Systkini Auðar
voru tvö.
Eftirlifandi maki Auðar er
Guðmundur Sigurjónsson, f. 2.
ágúst 1948. Auður og Guð-
mundur gengu í hjónaband
hinn 3. júní 1967.
Dætur þeirra
eru: 1) Ingibjörg,
gift Vilhjálmi Páli
Bjarnasyni og
eiga þau þrjú
börn. 2) Þórey,
gift Þorleifi Helga
Óskarssyni og
eiga þau tvö börn
en fyrir átti Þor-
leifur eina dóttur.
Í fjölda ára vann
Auður í Hólagarði
við verslunarstörf þar til
starfsævinni lauk.
Útför Auðar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 30.
mars 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku mamma mín, þá er
komið að kveðjustund og mig
langar að þakka þér fyrir allt
það sem þú kenndir mér og all-
ar þær góðu minningar sem við
eigum saman. Við áttum ófáar
stundirnar við eldhúsborðið hjá
þér yfir hannyrðum og góðu
spjalli, ávallt gat ég leitað til
þín ef eitthvað bjátaði á. Börnin
mín Amanda og Guðmundur
voru þér sem demantar sem þú
fylgdist ávallt vel með og barst
hag þeirra fyrir brjósti.
Elsku mamma mín, nú ert þú
búin að fá hvíldina eftir erfið
veikindi.
Ég elska þig, mamma mín,
og ég mun alltaf hugsa hlýtt til
þín og þú verður alltaf með mér
í öllu því sem ég geri. Þín dótt-
ir,
Þórey.
Hér sit ég og minnist tengda-
móður minnar sem er farin frá
okkur eftir erfið veikindi.
Það var fyrir tæpum 20 árum
að ég hitti hana Auði fyrst og
ávallt hefur verið mikill sam-
gangur síðan. Með mér fylgdi
Alma Rut sem varð strax eitt af
barnabörnum ykkar og þeim
fjölgaði, þá var oft mikið fjör í
Dúfnahólunum hjá ykkur Guð-
mundi. Þar var ávallt passað
upp á að til væri ís og svali.
Það er margs að minnast á
þessum árum. Nokkur ferðalög
fórum við saman bæði innan-
lands og erlendis, fimm vikur
vorum við öll saman á Gran
Kanarí. Börnin okkar, Amanda
og Guðmundur, hafa orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
ömmu og afa í sama húsi síð-
ustu 14 árin, eftir að við fluttum
í Dúfnahólana, og á köflum voru
þau oftar uppi hjá ykkur en
heima hjá sér.
Hannyrðir alls konar voru
þitt líf og yndi, maður gat geng-
ið að því vísu þegar vinnudegi
lauk og ég kom heim þá leit
maður upp á fjórðu hæð og þá
sast þú við eldhúsgluggann og
veifaðir – þess verður sárt
saknað. Ekki máttir þú neitt
aumt sjá hvort heldur væri tví-
eða fjórfætlingar. Hann Tumi
okkar á eftir að sakna þessa að
amma komi í heimsókn með lít-
inn garnhnykil til að leika sér
með.
Á síðasta ári komu upp veik-
indi sem sigruðu þig að lokum.
Æðruleysið sem þú sýndir í
veikindum þínum var ótrúlegt
þó að bæði þú og við nánasta
fjölskyldan vissum í hvað
stefndi.
Síðustu vikurnar voru erfið-
ar, þó sérstaklega Guðmundi
sem hefur staðið eins og klettur
þér við hlið.
Hvíl í friði, elsku Auður. Við
fyrsta tækifæri sendi ég þér
Leifa-sósu.
Elsku Guðmundur, Guð
styrki þig.
Þorleifur H. Óskarsson
(Leifi).
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Mig langar að minnast minn-
ar kæru vinkonu með nokkrum
orðum, það væri hægt að setja
svo mikið á blað en það hefði
ekki verið í hennar anda. Hún
var föst á sínu þó ekki væri hún
hávaxin, hafði mikla persónu-
töfra sem löðuðu að sér fólk og
ferfætta málleysingja. Við átt-
um margar góðar stundir sam-
an við handavinnu, göngutúra
og ferðalög sem við hjónakornin
á 1-A og 4-D fórum saman, ekki
skemmdi fyrir ef við fundum
jólabúðir í þeim ferðum. Sam-
leiðin var ekki nógu löng en
skilur mikið eftir og í dag, þeg-
ar ég geng síðustu skrefin með
Auði, þakka ég allar samveru-
stundirnar. Mín kæra vinkona,
vertu sæl, en eins og við töl-
uðum um tökum við upp þráð-
inn í blómabrekkunni og
heklum þá úr gullnum þræði.
Elsku Guðmundur, Þórey,
Inga og fjölskyldur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og ég
trúi að söknuðurinn víki um síð-
ir fyrir birtu minninganna.
Blessuð sé minning Auðar
vinkonu minnar.
Fanney Þorsteinsdóttir.
Auður
Kjartansdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma okkar, við
viljum þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við
áttum saman og allar
minningarnar sem við eig-
um. Við viljum þakka þér
fyrir alla hjálpina sem þú
veittir okkur við lærdóm,
það var svo gott að geta
leitað til þín með dönsku-
bókina þegar við vorum í
vandræðum.
Við elskum þig óendan-
lega mikið, elsku amma.
Þín barnabörn,
Amanda og
Guðmundur.
✝ Anna Luckasfæddist í
Obertrubach í
Þýskalandi 16.
mars 1940. Hún lést
á heimili sínu 19.
mars 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Georg
Müller skósmiður,
f. 1910, d. 1945, og
Ida Müller hús-
móðir, f. 1912, d.
1990. Systkini hennar eru Marg-
areta Reichel, f. 1941, og Jo-
hann Müller, f. 1943, d. 2006.
Anna giftist 12. október 1964
Dieter Maximilian Luckas, tann-
smíðameistara frá Bamberg
Þýskalandi, f. 13. október 1941,
d. 14. mars 1991. Sonur
hjónanna Karls Luckas, f. 1896,
d. 1964, og Anni Luckas, f. 1902,
d. 1976.
Börn Önnu og Dieters eru:
1) Udo Luckas, f. 1965, kona
hans er Rósa Linda Thor-
arensen, f. 1966. Börn þeirra
eru: a) Arnór Maximilian Luc-
kas, f. 1991. b) Svava Rut Luc-
kas, f. 1994. c) Ástrós Silja Luc-
kas, f. 1998.
mundur Ýmir Bragason, f. 1961.
Anna ólst upp hjá móður sinni
og systkinum í Obertrubach í
Þýskalandi, en faðir hennar var
fórnarlamb seinni heimsstyrj-
aldarinnar og lést 1945. Eftir al-
menna grunnskólagöngu gekk
hún í húsmæðraskóla í eitt ár.
Árið 1956 fluttist hún til Bam-
berg og vann þar við versl-
unarstörf. Þar kynntist hún eig-
inmanni sínum, fluttust þau
saman til Liechtenstein 1963
þar sem þau störfuðu bæði. Æv-
intýraþráin dró þau til Íslands
árið 1965, þar sem hún hefur bú-
ið æ síðan. Dieter vann sem
tannsmiður en hún hélt þeim og
börnum þeirra heimili fyrstu ár-
in. Árið 1972 stofnuðu þau sitt
eigið fyrirtæki, Tannsmíðaverk-
stæðið hf. og síðar Lukas D.
Karlsson heildverslun, störfuðu
þau þar bæði, en árið 1991 lést
Dieter. Hélt hún áfram að
stjórna fyrirtækjunum allt til
ársins 2014. Lengst af bjó hún í
Ásbúð 96 í Garðabæ. Anna hefur
verið dyggur félagsmaður í
Zontaklúbbnum Emblu til
margra ára.
Árið 2015 flutti hún í Boða-
þing 22 í Kópavogi.
Útför Önnu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 30. mars 2016,
klukkan 11.
2) Claudia Marg-
areta Luckas, f.
1966, maður henn-
ar er Þórður Bach-
mann, f. 1965, synir
þeirra eru: a) Stein-
ar Þór Bachmann,
f. 1988, unnusta
hans er Kristín
Hansdóttir, f. 1988.
b) Atli Karl Bach-
mann, f. 1991, unn-
usta hans er Stef-
anía Rut Hansdóttir, f. 1988.
Hún á tvö börn. c) Hilmir Hrafn
Bachmann, f. 2001.
3) Frank Dieter Luckas, f.
1968, kona hans er Gígja Magn-
úsdóttir, f. 1969. Dætur þeirra
eru: a) Anna Luckas, f. 2000, og
b) Katla Luckas, f. 2004.
Sambýlismaður Önnu frá
1999 var Bragi Vestmar Björns-
son, fyrrverandi skipstjóri frá
Sjónarhóli í Hafnarfirði, f. 18.
júní 1929, d. 23. júlí 2012.
Börn hans: 1) Guðbjörg Birna
Bragadóttir, f. 1946. 2) Harpa
Bragadóttir, f. 1950. 3) Þóra
Bragadóttir, f. 1953. 4) Geir
Bragason, f. 1955. 5) Erna Dóra
Bragadóttir, f. 1957. 6) Guð-
Elsku Óma. Það er skrýtið að
hugsa til þess að fyrir stuttu
sagðir þú sögur frá þinni æsku,
brostir og naust þess að segja
frá. Nú ertu haldin á vit ævintýr-
anna. Við bræðurnir þekktum
þig sem lágvaxna, þakkláta og
brosmilda konu. Það var sama
hvað kom upp á, ávallt komstu
brosandi til dyranna og brosið
breikkaði bara með aldrinum.
Alltaf varstu aðeins of snemma á
ferð og ekki klikkaðir þú í þetta
skiptið. Við kveðjum þig með
bros á vör, tár í augunum og
minningu í hjartanu.
Þín verður saknað um ókomna
tíð.
Þínir Bachmannbræður,
Steinar, Atli og Hilmir.
Hún hét Anna Luckas. Hún dó
19. marz sl. aðeins þremur dög-
um eftir 76 ára afmælið. Hún
kom inn í líf okkar þegar dóttir
okkar giftist Frank syni hennar
1995. Það var sérstakt að kynn-
ast þessari þýzku fjölskyldu, sem
hafði tekið sig upp um miðjan 7.
áratuginn og fluzt frá föðurland-
inu til þess að hasla sér völl í ís-
lenzku atvinnulífi. Við sem vor-
um uppalin á eftirstríðsárunum
höfðum oft brenglaðar hugmynd-
ir um Þjóðverja. Andúð á fram-
ferði herja þeirra í styrjöldinni
var yfirfært á hinn almenna
borgara. Við það að fá þýzkan
tengdason í fjölskylduna og upp-
lýsingar um afdrif forfeðra hans
víkkaði sjóndeildarhringurinn.
Anna var af bændafólki komin í
Suður-Þýzkalandi. Herinn
kvaddi alla unga menn undir
merki sín, líka bændur og
bændasyni. Faðir Önnu og föður-
bræður voru sendir á vígvöllinn
og áttu ekki afturkvæmt. Á
heimilinu hafa því verið þreng-
ingar, ekkjan ein með þrjú börn.
En með dugnaði og sparnaði var
unnið úr því eins og annars stað-
ar í Þýzkalandi. Systkinin kom-
ust öll til manns.
Anna bjó með Dieter eigin-
manni símum í Liechtenstein.
Skrýtnar eru tilviljanir. Dieter
komst í kynni við íslenzka skíða-
menn á þessum slóðum. Þeir
voru tannlæknar. Dieter var
tannsmiður og tannlæknana
vantaði tannsmiði. Eitt leiddi af
öðru og fluttu þau til Íslands
1965 til ársdvalar. Dieter fann
sig strax í þessum nýju heim-
kynnum, en Anna ekki. Þau fóru
aftur til Þýzkalands. Eftir ár
fluttu þau aftur til Íslands og nú
komst Anna í takt við samfélag-
ið.
Anna var kona, sem ekki var
fyrir aðgerðaleysi. Hún sá um
rekstur fyrirtækisins og samtím-
is stjórnaði hún heimili sínu af
röggsemd og öryggi. Tilviljum
réð því að við unnum smávegis
fyrir Dieter löngu áður en við
tengdumst fjölskylduböndum.
Þá kynntist ég lítillega þeim
krafti og dugnaði, sem þetta fólk
kom með. Anna þekkti skort og
þess vegna var þess að vænta að
nýtni væri við alla hluti og fregn-
aði ég að lengi vel saumaði hún
föt á börnin og sig. Anna sem var
uppalin í sveit kunni að nýta af-
urðir landsins, plöntur og dýr.
Því var ekki að undra að mikill
og margskonar matur væri á
heimilinu. Og hún tileinkaði sér
hráefni og siði í hinu nýja landi
og blandaði við það sem hún var
uppalin við. Og svo brosti hún
sínu angurværa brosi þegar hún
bauð fram matinn. Mikil gæfa er
fyrir þjóðina að fá slíkt fólk.
Eftir lát Dieters einbeitti
Anna sér að rekstri fjölskyldu-
fyrirtækisins. Þegar hún hafði
verið ekkja í áratug kynntist hún
Braga Vestmari Björnssyni og
voru þau saman uppfrá því. Gleði
og gaman einkenndi samskipti
þeirra. Það varð því mikil sorg
fyrir Önnu þegar Bragi féll frá.
Heilsu hennar hrakaði allt frá
því. Síðasta árið hafði hún íbúð í
Boðaþingi. Hún bauð okkur til
þorrablóts 6. febrúar sl. og lék þá
á als oddi. Það kom því nokkuð á
óvart þegar hún varð bráðkvödd
19. marz, þar sem hún beið eftir
að Frank sonur hennar sækti
hana og færi með henni í búðir.
Við viljum þakka fyrir að hafa
átt þess kost að kynnast þessari
merku konu, sem kom frá fram-
andi landi og auðgaði tilveru
okkar.
Jóhanna og Magnús.
Kær vinkona og Zontakona,
Anna Luckas, er fallin frá.
Fyrir rúmum aldarfjórðungi
lágu leiðir okkar Önnu fyrst
saman í leikfimi hjá JSB. Glað-
legt og hlýtt viðmót hennar varð
til þess að fljótlega tókst með
okkur innileg vinátta sem aldrei
bar skugga á. Sú vinátta leiddi
síðan til þess að Anna kom í
Zontaklúbbinn Emblu árið 1994.
Óhætt er að segja, að Anna
hafi frá byrjun verið góður liðs-
maður Zontasamtakanna. Hún
tók virkan þátt í öllum viðburð-
um klúbbsins, alltaf jákvæð,
brosmild og dugleg og lagði
þannig sitt af mörkum til að efla
þau gildi sem samtökin standa
fyrir.
Eftir að Anna kynntist Braga,
sambýlismanni sínum, studdi
hann hana í Zontastarfinu og
mætti með harmonikkuna sína í
vinaferðir klúbbsins og var hrók-
ur alls fagnaðar. Gaman var að
sjá hina einlægu virðingu og um-
hyggju þeirra hvors fyrir öðru
þau ár sem þau áttu saman.
Fyrir hönd Zontaklúbbsins
Emblu sendi ég fjölskyldu henn-
ar innilegar samúðarkveðjur og
munum við minnast Önnu Luc-
kas með mikilli hlýju og þakk-
læti.
Helga Eysteinsdóttir.
Anna Luckas
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felligluggan-
um. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar