Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 27
Rósa hóf kennslu við sérdeild
gagnfræðastigs í Miðbæjarskólanum
árið 1951 og kenndi þar í tíu ár. Auk
þess sinnti hún stundakennslu víða.
Rósa og fjölskylda hennar fluttu í
Söðulsholt í Eyjahreppi þar sem eig-
inmaður hennar var prestur í rúman
áratug. Þar ráku þau farskóla fyrir
sveitina, kenndu við Laugargerðis-
skóla eftir að hann var byggður og
stunduðu allan tímann búskap í Söð-
ulsholti með kindur, hesta, hænsni,
hund og kött: „Búskapurinn var
bindandi yfir heyskapartímann og
auk þess gestkvæmt á heimili
sóknarprestsins. En við hjónin höfð-
um bæði áhuga á bústörfunum og
vorum því samhent í því sem öðru í
gegnum tíðina.“
Þau fluttu í Kópavog 1972 þar sem
Árni var prestur í Kársnespresta-
kalli 1971-91. Á þeim árum kenndi
Rósa við Æfingadeild Kennaraskól-
ans og var síðan endurmenntunar-
stjóri KHÍ 1979-89. Þau fluttu síðan
að Borg á Mýrum 1991 þar sem Árni
var prestur til 1996 en þá sinnti Rósa
háskólanámi í guðfræði og heimspeki
við HÍ. Þau fluttu síðan aftur í Kópa-
voginn þar sem þau hafa átt heima
síðan.
Rósa var formaður Kvenfélaga-
sambands Snæfellsness, formaður
Prestkvennafélags Íslands og sat í
Nordisk ministerråd um skólamál.
Um áhugamál segir hún að þau
hjónin hafi ferðast víða og að hún hafi
verið sílesandi, einkum áður fyrr:
„Mér hafa alltaf þótt skemmtileg-
astar og eftirminnilegastar þær bók-
menntir sem lýsa framandi þjóðum
og menningu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Rósu Bjarkar er Árni
Pálsson, f. á Stóra-Hrauni í Kolbeins-
staðahreppi 9.6. 1927, fyrrv. sókn-
arprestur í Kársnesprestakalli í
Kópavogi og á Borg á Mýrum. For-
eldrar hans voru Páll Geir Þorbergs-
son, verkstjóri í Reykjavík, og Anna
Árnadóttir, húsfreyja í Reykjavík.
Börn Rósu Bjarkar og Árna eru
Þorbjörn Hlynur Árnason, f. 10.3.
1954, prófastur á Borg á Mýrum en
kona hans er Anna Guðmundsdóttir,
kennari við Menntaskóla Borgar-
fjarðar í Borgarnesi, og eru synir
þeirra Árni Páll Þorbjörnsson, f.
1982, og Guðmundur Björn Þor-
björnsson. f. 1986; Þórólfur Árnason,
f. 24.3. 1957, forstjóri í Reykjavík og
fyrrv. borgarstjóri, en kona hans er
Margrét Baldursdóttir tölvunar-
fræðingur og eru börn þeirra Baldur
Þórólfsson, f. 1985, og Rósa Björk
Þórólfsdóttir, f. 1988; Anna Katrín
Árnadóttir, f. 2.3. 1963, ráðgjafi hjá
Advania í Reykjavík, og er dóttir
hennar Kristín Manúelsdóttir, f.
1989; Árni Páll Árnason, f. 23.5. 1966,
alþingismaður í Reykjavík og fyrrv.
ráðherra, en kona hans er Sigrún
Björg Eyjólfsdóttir flugfreyja og eru
börn þeirra Bylgja Árnadóttir, f.
1984, Eyjólfur Steinar Kristjánsson,
f. 1990, og Friðrik Björn Árnason, f.
1993.
Systkini Rósu Bjarkar: Sólrún
Þorbjörnsdóttir, f. 18.5. 1928, d. 12.9.
2006, húsfreyja, og Ragnhildur Þ.
Þorbjörnsdóttir, f. 17.7. 1935, versl-
unarstjóri í Reykjavík.
Foreldrar Rósu Bjarkar voru Guð-
ríður Þórólfsdóttir, f. 20.9. 1894, d.
8.11. 1980, húsfreyja í Reykjavík, og
Þorbjörn Guðlaugur Bjarnason, f.
14.7. 1895, d. 8.11. 1971, pípulagn-
ingameistari í Reykjavík.
Úr frændgarði Rósu Bjarkar Þorbjarnardóttur
Rósa Björk
Þorbjarnardóttir
Dómhildur Þórarinsdóttir
vinnuk. á Seljalandi í Hörgslandshreppi
Ólafur Ólafsson
Ragnhildur Ólafsdóttir
vinnuk. á Seljalandi í
Hörgslandshreppi
Þórólfur Jónsson
b. á Dalshöfða í Fljótshverfi
Guðríður Þórólfsdóttir
húsfr. í Rvík
Ragnhildur Þórarinsdóttir
húsfr. á Blómsturvöllum
Jón Magnússon
b. á Blómsturvöllum í Fljótshverfi
Jón Einarsson
hreppstj. í Mundakoti á Eyrarbakka
Björn Karel Þórólfsson
dr. í málvísindum
Ólöf Jónsdóttir
húsfr. í Seglbúðum
Helgi Jónsson
b. í Seglbúðum
Jón Helgason
fyrrv. alþm. og
ráðherra í Seglbúðum
Jón Óttar
Ragnarsson
fyrsti sjónvarpsstj.
Stöðvar 2
Erna Ragnarsdóttir
innanhússarkitekt
Kristín Símonardóttir
húsfr. í Gröf
Þorlákur Jónsson
b. í Gröf í Skaftártungu
Ragnhildur Þorláksdóttir
húsfr. á Heiði
Bjarni Einarsson
b. á Heiði á Síðu
Þorbjörn G Bjarnason
pípulagningam. í Rvík
Einar Bjarnason
b. á Heiði á Síðu
Ragnar í
Smára forstj.
og útg. í Rvík
Jón Jónsson
b. í Seglbúðum
Ragnhildur Jónsdóttir
húsfr. á Heiði
Með langömmubarni Rósa Björk
með Kristján Árna Júlíusson.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Málfríður fæddist á Arnar-vatni í Mývatnssveit 30.3.1927. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson, skáld og
bóndi á Arnarvatni, og k.h., Hólm-
fríður Pétursdóttir, húsfreyja. Hálf-
bróðir Sigurðar var Jón, alþingismað-
ur. í Múla, faðir Árna, alþingismanns
frá Múla, föður Jónasar, rithöfundar
og alþingismanns, og Jóns Múla tón-
skálds. Sigurður var sonur Jóns Hin-
rikssonar, skálds á Helluvaði, og Sig-
ríðar Jónsdóttir frá Arnarvatni.
Bróðir Jóns var Olgeir, langafi Guð-
mundar Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra.
Hólmfríður var dóttir Péturs Jóns-
sonar, alþingismanns og ráðherra,
bróður Kristjáns, háyfirdómara, al-
þingsmanns og ráðherra, Steingríms
alþingismanns og bæjarfógeta á
Akureyri, og Rebekku, móður Har-
alds Guðmundssonar ráðherra, og
ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráð-
herra. Hálfsystir Péturs var Sigrún,
móðir Steingríms Steinþórssonar for-
sætisráðherra. Pétur var sonur Jóns,
alþingismanns á Gautlöndum Sig-
urðssonar og Solveigar, systur Bene-
dikts, afa Geirs Hallgrímssonar for-
sætisráðherra. Solveig var dóttir
Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar
Þorsteinssonar. Móðir Hólmfríðar
var Þóra Jónsdóttir frá Grænavatni.
Eiginmaður Málfríðar var Har-
aldur Jónsson, bóndi á Jaðri í Reykja-
dal og eignuðust þau sjö börn.
Málfríður lauk kvennaskólaprófi í
Reykjavík 1947, var húsfreyja á Jaðri
1948-92, ráðskona á sumrum hjá
Vegagerð ríkisins 1968-85, aðstoðar-
ráðskona við Kristnesspítala á vetr-
um 1981-85 og í fullu starfi 1985-87.
Hún var kennari við grunnskóla
Reykdæla 1967-79, bókavörður við
Amtsbókasafnið á Akureyri 1992-
2001.
Málfríður var alþingismaður Norð-
urlands eystra 1987-91 fyrir Samtök
um kvennalista, landskjörin vara-
þingmaður þar 1984 og 1986 og for-
maður þingflokks Samtaka um
kvennalista 1990-91. Hún sat í Vest-
norræna þingmannaráðinu 1989-91.
Málfríður lést 28.12. 2015.
Merkir Íslendingar
Málfríður Sigurðardóttir
90 ára
Guðrún Kristmannsdóttir
85 ára
Björn Sæmundsson
Rósa Björk
Þorbjarnardóttir
75 ára
Eygló Yngvadóttir
Jón Erlings Jónsson
Jón Oddur Kristófersson
Þrúður Jónheiður
Hjaltadóttir
70 ára
Ásgerður Ragnarsdóttir
Friðrik Sveinn Kristinsson
Helga Sigurbjörg
Gunnarsdóttir
Högni Skaftason
Sigmundur Þórisson
Sigríður Herdís
Guðmundsdóttir
Sigtryggur Jóhannsson
60 ára
Anna Steinunn Jónsdóttir
Jónas Rafn Jónsson
Nikolajs Pavluks
Ólafur Jónsson
Sigrún Harðardóttir
Silvija Leimane
Sybil Gréta Kristinsdóttir
Valborg Röstad
Þórunn Ósk Kristjánsdóttir
50 ára
Amprai Phonsaksai
Andrzej Jan Zaczynski
Einar Ólafur Erlingsson
Halldór Brynjarsson
Hákon Guðbjartsson
Jóna Steindórsdóttir
María Peters Sveinsdóttir
Ósk Anna Gísladóttir
Rósa Þorleifsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Sigurbjörn Þ.
Guðmundsson
Unnur Berg Elfarsdóttir
Vala Garðarsdóttir
Þórhallur M. Kristjánsson
40 ára
Agnar Árni Stefánsson
Andri Sigurgeirsson
Anna Rún Frímannsdóttir
Berglind Eir Magnúsdóttir
Bragi Þorsteinsson
Dawid Karol Samp
Eydís Elva Þórarinsdóttir
Eysteinn Ingólfsson
Hafsteinn Lúðvíksson
Halldór Steinar Sigurðsson
Helgi Jóhannesson
Huiyan Yu
Marco Steinberg
Margrét Matthíasdóttir
Óskar Arnórsson
Páll Hjaltalín Árnason
Soffía Guðbjörg
Þórðardóttir
Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir
Sverrir Bjarnason
30 ára
Björgvin Jónsson
Geirný Ómarsdóttir
Guðlaug María
Magnúsdóttir
Iulian-Marian Grecu
Joanna Chalustowska
Kamil Giersa
Marek Zbigniew Paszek
Ólafur Þór Berry
Rannveig Gísladóttir
Sigríður Ásta Björnsdóttir
Þóra Matthíasdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Þóra ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í lögfræði frá HÍ,
stundar nú MA-nám í lög-
fræði og er jafnframt í
fæðingarorlofi.
Maki: Ragnar A. Guð-
mundsson, f. 1984, sölu-
stj. hjá Skaginn Þrír X.
Börn: Óskar Helgi, f.
2013, og Þórunn, f. 2015.
Foreldrar: Þórunn Ey-
vindsdóttir, f. 1966, og
Matthías Sveinsson, f.
1963.
Þóra
Matthíasdóttir
30 ára Sigga Ásta ólst
upp á Akureyri, býr þar,
lauk B.Ed.-prófi frá KHÍ og
starfar hjá Lostæti, veislu-
og veitingaþjónustu.
Maki: Arnar Kr. Hilmars-
son, f. 1983, pípari.
Börn: Viktoría Rós Arn-
arsdóttir, f. 2004, og
Hilmar Marinó Arnarsson,
f. 2012.
Foreldrar: Júlíana Þ. Lár-
usdóttir, f. 1947, og Björn
Þórleifsson, f. 1947, d.
2003.
Sigríður Ásta
Björnsdóttir
30 ára Rannveig ólst upp
á Blönduósi, býr í Reykja-
vík, lauk prófum frá tísku-
skólanum FIDM í Los Ang-
eles og starfar við bún-
ingahönnun og -gerð fyrir
sjónvarp og kvikmyndir.
Systkini: Arndís, f. 1979,
Halla, f. 1979, og Stefán
Örn, f. 1989.
Foreldrar: Þórdís
Baldursdóttir, f. 1954, og
Gísli Guðmundsson, f.
1953. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Rannveig
Gísladóttir