Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Brynjar afléttir þagnarbindindi 2. Blaðamannalistinn fer í rannsókn 3. Séreign getur myndast með arfi 4. Ráðleggur Sigmundi að segja … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Píanóleikarinn Sunna Gunnlaugs kemur fram með félögum sínum í Tri- bute tríói á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í Hörpu. Þau munu leika tónlist eftir lagahöfundinn Magnús Eiríksson í djassbúningi. Markmið tríósins er að hylla helstu meistara íslenskrar dæg- urtónlistar, eins og segir í tilkynn- ingu. Ásamt Sunnu eru meðlimir tríósins Leifur Gunnarsson sem leik- ur á bassa og trommuleikarinn Krist- ofer Rodriguez Svönuson. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags ís- lenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar og heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Tribute tríó leikur lög Magnúsar  Fjallkonan eftir Ingibjörgu Hjart- ardóttur er komin út í Þýskalandi en bókin kom út fyrir jól hér á landi í fyrra. Fjallkonan er fjórða skáldsaga Ingibjargar og hafa allar bækur hennar verið gefnar út í Þýskalandi af forlaginu Salon Lite- ratur Verlag og hlotið góðar viðtökur. Í Fjall- konunni vakna minningar bernskuáranna af dvala og varpa um leið ljósi á æv- intýralegt lífs- hlaup heims- konunnar Ríkeyjar. Fjallkona Ingibjargar komin út í Þýskalandi Á fimmtudag Vaxandi austanátt. Stöku él sunnanlands, en bjart- viðri um landið norðan- og vestanvert. Austan 10-20 um kvöldið, hvassast með suðurströndinni og snjókoma á Suðausturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-13 m/s sunnanlands og snjókoma með köflum. Hægari vindur í öðrum landshlutum og yfirleitt þurrt og bjart veður. Hiti frá frostmarki syðst, niður 12 stiga frost. VEÐUR Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í Dom- inos-deild karla í körfu- knattleik eftir sigur á Þór í æsispennandi framlengdum leik í Þorlákshöfn í gær- kvöld. Stjörnumenn náðu að knýja fram oddaleik þegar þeir höfðu betur gegn Njarðvíkingum suður með sjó. Oddaleikurinn fer fram í Garðabæ en allir leikirnir í einvíginu hafa unnist á úti- velli. »2-3 Haukar komnir í undanúrslitin Undanúrslit Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik hefjast í kvöld þegar Haukar taka á móti Grindavík á Ás- völlum og Snæfell og Valur eigast við í Stykkishólmi. Álitsgjafi Morgunblaðs- ins að þessu sinni, Mar- grét Kara Sturludóttir úr Stjörnunni, reiknar með því að Haukar og Snæfell komist áfram og muni spila til úrslita en vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til að komast í úrslit. »4 Undanúrslitin hefjast hjá konunum í kvöld Haukar eru áfram með eins stigs for- skot á toppi Olís-deildar kvenna í handknattleik en Haukar lögðu Val á heimavelli í gærkvöld. Haukar eru stigi á undan Gróttu þegar tvær um- ferðir eru eftir en Grótta burstaði Fjölni. Fram komst upp í þriðja sætið með sigri gegn Fylki og Stjarnan er komin í 4. sætið eftir öruggan sigur á Selfyssingum. »2 Haukar með eins stigs forskot á toppnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bíllinn er listagripur og mér er í mun að honum verði til frambúðar búinn sá sess sem honum ber. Mér er annt um þennan bíl og þegar aldurinn færist yfir og heilsan farin að bila vil ég koma honum í öruggar hendur,“ segir Sverrir Andrésson á Selfossi. Hann hefur nú sett á sölu bíl sem hann smíðaði í kringum aldamótin, það er nákvæm eftirgerð Thomsens- bílsins sem var fyrsti bíllinn á Íslandi. Undirvagn og annað úr Suzuki Það var árið 1904 sem Dethlev Thomsen, konsúll og kaupmaður í Reykjavík, flutti inn bíl, sem var þýskur og af gerðinni Cudell. Til kaupanna – fyrir 111 árum – naut Thomsen tilstyrks Alþingis. Tilgang- urinn með þessu öllu var að reyna hve vel bílar, sem þá voru kallaðir mót- orvagnar, hentuðu við íslenskar að- stæður. Sannast sagna reyndist Thomsens-bíllinn ekki sem skyldi, enda var eintakið tæpast nógu gott og hér engir vegir sem heitið gátu. Aðallega hestvagnabrautir. Endirinn varð því sá að bíll Thomsens var seld- ur úr landi árið 1908. Hin raunveru- lega bílaöld á Íslandi gekk svo í garð nokkrum árum síðar. „Það var alltaf eitthvað við sögu Thomsens-bílsins sem heillaði mig og að smíða eftirgerð hans var ögrandi viðfangsefni sem ég velti lengi fyrir mér. Ég tók því til allar myndir af bílnum sem ég fann og setti mig með góðra manna hjálp í samband við menn í Þýskalandi sem þekktu til svona bíla. Svo hófst ég handa, en þetta tók nokkur ár,“ segir Sverrir um bílinn. Til smíðinnar notaði hann hjólabúnað, undirvagn og annað úr litlum Suzuki-sendiferðabíl árgerð 1993 og lagði yfirbygginguna þar á. Stássgripur eða sviðsmynd í bíó „Já, um dagana hef ég smíðað all- marga bíla svo sem Willys-jeppa og fleiri góða. Þetta verkefni var samt alveg sérstakt og í þetta fór mikil vinna þar sem að mörgu var að hyggja. Ég notaði vélina úr Suzuki- bílnum en á ytra byrðinu er allt líkt því sem var hjá Thomsen, en ég bætti þó við ljósum og öðru,“ segir Sverrir sem lauk smíðinni árið 2001. Thomsens-bíllinn er í dag til sýnis í bíla- og flugminjasafni Einars Elías- sonar á Selfossflugvelli, en stundum hefur verið farið í bíltúra, svo sem á 17. júní, við fornbílasýningar og önn- ur slík tilefni. Þá var bíllinn lengi stássgripur hjá Bílasölu Selfoss sem Sverrir rak um áratugaskeið. Í dag er fyrirtækið í eigu Rögnvaldar Jóhann- essonar sem er með bílinn til sölu. „Þetta væri fínn bíll í tengslum við ferðaþjónustu eða stássgripur. Því verða nýir eigendur annars að ráða,“ segir Sverrir að síðustu. Thomsens-bíllinn er til sölu  Endurgerður fyrsti mótorvagn á Íslandi er falur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Sverrir Andrésson við Thomsensbílinn og með pappaútgáfu af faktornum, sem bíllinn er kenndur við. Víða hefur verið sagt frá Thomsens-bílnum, meðal annars í grein sem Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður skrifaði í Morgunblaðið sum- arið 1994. Um það leyti gerðu Hjálmtýr, Finnbogi Hermannsson og fleiri heimildarmynd um upphaf bílaaldar á Íslandi. Konsúll Thomsen keypti bíl var heiti myndarinnar en sú lína er fengin úr ljóði eftir Þórarin Eldjárn. Í greininni segir Hjálmtýr að tiltækar heimildir vísi á að bíllinn hafi verið smíðaður á miðju ári 1901 – hafi því verið um það bil þriggja ára er hann var fluttur hingað til lands. „Bíllinn var þá orðinn úreltur, líktist fremur hestvagni en bifreið,“ segir í greininni. Þar er einnig vitnað til ökuferða sem farnar voru á bílnum í tilraunaskyni, meðal annars suður í Hafnar- fjörð og austur fyrir fjall. „Hestar fælast lítið sem ekkert fyrir mótor- vagninn,“ sagði Thomsen. Niðurstaðan í grein Hjálmtýs er annars sú að undirbúningur þessa ævintýris hafi ekki verið sem skyldi og því hafi upp- haf bílavæðingar á Íslandi verið á brauðfótum. Fremur hestvagn en bifreið KONSÚLL THOMSEN KEYPTI BÍL, ORTI ÞÓRARINN ELDJÁRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.