Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íslensk jarðarber koma í búðir í vikunni. Upp- skeran hefur verið góð hjá grænmetisbændum og þótt snjórinn sé enn við völd eru jarðarberin brak- andi fersk. „Við erum komin með nokkuð mikið af berjum sem fara í búðir í vikunni,“ segir Jóhannes Haf- steinn Sigurðsson, sölustjóri Sölufélags garðyrkju- manna. Íslensk jarðarber eru ræktuð meðal annars á Kvistum, Silfurtúni, Sólbyrgi og Jarðarberja- landi. „Salan á jarðarberjum gekk mjög vel í fyrra, það hefur aldrei verið eins mikið framboð af íslenskum berjum og þá en í ár er verið að auka magnið og framboðið. Íslendingar virðast taka vel í íslensku berin og nú á að prófa að koma með íslensk bróm- ber, íslensk kirsuber og fleiri nýjungar.“ Jóhannes segir að meira íslenskt grænmeti sé einnig á leið í búðir, eins og paprika og tómatar. „Það hefur verið skortur á íslensku grænmeti í verslunum en það mun aukast með hækkandi sól. Yfirleitt eru þessar vörur að koma í kringum páska, þá eykst úrvalið af íslensku grænmeti. Það gerir auðvitað mönnum lífið leitt þetta blessaða myrkur sem er hér á Íslandi því rafmagn er merki- lega dýrt. Þrátt fyrir það er mikil sókn í greininni og við lítum bjartsýnum augum á sumarið,“ segir Jóhannes. Á myndinni tínir Kristjana Jónsdóttir jarðarber í gróðrarstöðinni á Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. benedikt@mbl.is Íslensk jarðarber á leiðinni í búðir Ljósmynd/SFG Nöfn þriggja íslenskra ráðherra og fleira áhrifafólks í stjórnmálum eru á lista yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum, að sögn Kastljóss Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í gögnum erlendra blaðamanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra gáfu bæði yfirlýsingar í gær af þessu tilefni. Sem kunnugt er upplýsti Anna Sigurlaug Páls- dóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra, nýlega að hún væri eigandi erlends félags sem héldi utan um fjölskylduarf hennar. Félagið var sett í afskráningarferli árið 2009 Bjarni birti færslu á Facebook og kvaðst hafa keypt fyrir tíu árum þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskipta- félaga hans um kaup á fasteign í Dubai. „Ég gerði grein fyrir kaupum á félaginu og niðurlagningu þess gagnvart íslenskum skattyfirvöldum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varnarþing í Lúxemborg,“ skrifaði Bjarni. Það var ekki fyrr en honum barst ábending frá erlendum blaðamanni sem honum varð ljóst að félagið var skráð á Seychelles-eyjum. Það hafði þó engin áhrif í skattalegu samhengi, að sögn Bjarna. Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai. Viðskiptafélagarnir gengu út úr kaupunum og ár- ið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í af- skráningarferli. „Við gildistöku reglna um hagsmuna- skráningu þingmanna átti ég því hvorki hlut í félagi í atvinnurekstri né aðrar fasteignir en húsnæði til eigin nota,“ skrifar Bjarni. Fjallað var um þessi fasteignakaup í fjölmiðlum árið 2010. Bjarni kveðst telja rétt að fylgja einfaldri reglu í þessum efnum: „Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og regl- ur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“ „Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru á Bresku Jómfrúareyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skattaskjóla,“ skrifaði Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra á Facebook-síðu sinni í gærkvöld. Hún sagði í pósti til sjálfstæðisþingmanna að það kæmi sér „fullkomlega á óvart“ að nafn sitt væri á listanum. Tók aldrei yfir eignarhald á félaginu Hún skrifaði á Facebook að sér hefði borist fyrirspurn frá þýskum blaðamönnum 16. mars sl. um hugsanleg tengsl hennar við félag sem var skráð á Bresku Jómfrúr- eyjum. Ólöf kvaðst hafa svarað fyrirspurninni 22. mars sl. Nokkrum dögum áður hafði Tómas Sigurðsson, eig- inmaður hennar, einnig svarað fyrirspurninni. Ólöf segir að maður sinn hafi starfað fyrir alþjóðlegt fyrirtæki undanfarin 12 ár. „Síðari hluta ársins 2006 leit- aði Tómas ráðgjafar hjá Landsbanka Íslands varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfs- kjörum hans. Markmiðið var að njóta leiðsagnar bankans varðandi hugsanlegar fjárfestingar í erlendum verðbréf- um enda starfsvettvangur Tómasar alþjóðlegur,“ skrif- aði Ólöf. Hún segir að ráðgjafar bankans hafi lagt til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag og stofnaði Landsbankinn í Lúxemborg félagið. Bankinn veitti Tómasi umboð á félagið og óskaði eftir að Ólöf fengi sambærilegt umboð. „Það mun vera skýring á því að nöfn okkar eru á umræddum lista,“ skrifaði Ólöf. Aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eignarhald félags- ins eða nýtti það til fjárfestinga. gudni@mbl.is Þrír ráðherrar orð- aðir við aflandsfélög  Bjarni gerði skattayfirvöldum grein fyrir eign sinni  Ólöf Nordal átti aldrei eignarhlut í félagi í skattaskjóli Ólöf Nordal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson Svartþröstur var búinn að verpa fjórum eggjum í hreiður í Garðabæ á annan dag páska. Snævarr Örn Georgsson sá hreiðrið fyrst á pálmasunnudag, 20. mars. Það var þá fóðrað og tilbúið, en tómt. „Þeir verpa venjulega einu eggi á sólarhring þar til þeir eru full- orpnir og þá leggjast þeir á,“ sagði Snævarr. Svartþrösturinn verpur 3-5 eggjum, samkvæmt fuglavef Námsgagnastofnunar. Snævarr sagði að svartþrösturinn yrpi gjarnan snemma. Hrafninn er með fyrstu fuglateg- undum til að verpa á vorin. Snæv- arr kvaðst nýlega hafa séð tilbúinn hrafnslaup í Heiðmörk en krummi var ekki lagstur á. Hann er því ekki langt á eftir svartþrestinum. „Kannski á það við um svarta spör- fugla – að verpa snemma,“ sagði Snævarr og hló. Hann er frá Akur- eyri og er að ljúka MS námi í um- hverfisverkfræði við Háskóla Ís- lands. Snævarr er mikill fuglaáhugamaður og hefur tekið þátt í fuglamerkingum allt frá vor- inu 2003. „Ég hef mikið verið í álftamerkingum fyrir norðan, rjúpnamerkingum og alls konar fuglamerkingum.“ Farfuglum fjölgar óðum. Frést hefur af álftum, grágæsum, síla- mávum, svartbökum, skógar- þröstum og andategundum sem eru komnar. „Stóra gusan er ekki kom- in. Ætli hún komi ekki þegar kemur alvöru sunnanátt í apríl,“ sagði Snævarr. gudni@mbl.is Ljósmynd/Snævarr Örn Georgsson Vor á næsta leiti Svartþrastarhreiðrið er nosturslega gert og fóðrað. Fjögur egg í svart- þrastarhreiðrinu  Svartþröstur varp snemma í vor „Ég veit ekki til þess að neinn trúnaðarmaður í Samfylkingunni sé í þeim að- stæðum. En það liggur í augum uppi að slíkt er ekki samrým- anlegt trún- aðarstörfum fyr- ir Sam- fylkinguna,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, við mbl.is, spurður hvort hann vissi til þess að áhrifamaður innan flokksins tengdist félögum í skattaskjólum, líkt og fram hefur komið í fréttum um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög. Árni Páll sagði að Samfylkingin hefði tekið skýra afstöðu gegn skattaskjólum, eins og systur- flokkar hennar erlendis. Samrýmist ekki trúnaðarstörfum Árni Páll Árnason Lögreglan á Suð- urnesjum stöðv- aði nýverið starf- semi svokallaðr- ar Airbnb heimagistingar í umdæminu þar sem engin rekstrar- né starfsleyfi reynd- ust vera til staðar. Var því um að ræða brot á lögum um veitinga- staði, gististaði og skemmtanahald. Lögregla mun á næstunni heim- sækja fleiri staði þar sem heima- gisting er auglýst á Airbnb og gá hvort leyfi séu fyrir hendi. Heimagisting án rekstrarleyfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.