Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári Hestakona „Ég gaf þeim aldrei færi á að hætta við en þær reyndu það,“ segir Ragnheiður Samúelsdóttir, stolt af sínum konum. Ragnheiður er reiðkennari og fer fyrir Töltgrúppunni, fjölmennum hópi hestakvenna. af sjálfri mér að hafa fylgt þessu eft- ir,“ segir Ragnheiður, sem naut dyggrar aðstoðar Lilju Sigurðar- dóttur. Í þessu samhengi vísar hún til gagnrýnisradda sem voru flestar á þá leið að það væri ómögulegt að búa til atriði með jafnmörgum knöp- um og raun ber vitni. Það er ekki einfalt að búa til prógramm með flottum töltslaufum og leggja þær á minnið en hvort tveggja var vel af hendi leyst. Tónlist og stuð á æfingum Að stýra öllum þessum fjölda kvenna segir Ragnheiður að hafi gengið býsna vel enda kraftmiklar og áhugasamar hestakonur á ferð sem voru alltaf tilbúnar að mæta á æfingu, jafnvel seint á kvöldin. Í töltgrúppunni eru ríflega 80 konur en 62 gátu tekið þátt í sýningunni að þessu sinni. Þær hafa hist einu sinni í viku að jafnaði í vetur. Æfingarnar hafa verið fjölmennar eftir því. „Ég lagði ríka áherslu á að leggja öll nöfn kvennanna á minnið en ekki kalla „hey þú“. Maður á að sýna fólki virð- ingu svo því líði vel og nái árangri,“ segir Ragnheiður. Tónlist notaði hún einnig mikið. „Tónlistin er mögnuð leið til að kenna fólki. Það kemur inn svo mikill kraftur og geislandi orka,“ segir Ragnheiður um stuðið á æfing- unum. Snjallsímatæknin kemur einnig að góðum notum í kennslunni og er óspart nýtt. „Við tökum upp allar æfingar. Þær fara svo heim með myndböndin og laga það sem þarf fyrir næsta tíma. Það er ekki bara tíminn og kennslan heldur einnig heimavinna.“ Allar konur í hestamannafélag- inu Spretti eru velkomnar í Tölt- grúppuna. „Það sem ég hugsaði með þennan hóp er að hafa hann opinn fyrir allar konur sem geta riðið tölt og hafa kjark og þor. Ég vildi ekki handvelja inn í hópinn heldur leyfa öllum að vera með og njóta sín,“ seg- ir Ragnheiður sem hefur starfað sem reiðkennari í fjölda ára en hún segist aldrei hafa séð svona mikinn árangur. Til að ná þessum árangri þurfi góða samvinnu, halda þurfi réttum takti, hraða og einbeitingu til að leysa verkefnið. Þegar fór að styttast í sýninguna örlaði á spennu í hópnum. „Ég gaf þeim aldrei færi á að hætta við en þær reyndu það,“ segir Ragnheiður og hlær, stolt af sínum konum. Ragnheiður segir mikilvægt að allir finni sér sinn farveg í hesta- mennskunni. „Mér finnst það á hendi svo fárra aðila að fá að vera eitthvað í hestamennskunni en ef við ætlum að kveikja áhuga þurfa fleiri að fá pláss. Það vilja allir vera með og fá hrós,“ segir Ragnheiður. Næsta mál á dagskrá hjá Ragn- heiði og Töltgrúppunni er að halda áfram að æfa nýtt prógramm. Í framhaldinu verður starfið kynnt fyrir öðrum hestamannafélögum og hver veit nema fleiri svona flott sýn- ingaratriði eigi eftir að líta dagsins ljós. Töltslaufur Hluti af prógramminu sem þær þurftu að leggja á minnið. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Borgarbókasafn Reykjavíkur og Myndlistaskólinn í Reykjavík í sam- starfi við Nexus standa fyrir mynda- sögusamkeppni og -sýningu fyrir fólk á aldrinum 10-20+ ára. Í tilkynningu segir að samkeppnin sé helguð tiltek- inni myndasöguhetju og -þema. Að þssu sinni er þemað „Eitraðar konur“ en árið 1966 birtist í fyrsta sinn háskakvendið og umhverfisverndar- sinninn Poison Ivy og velgdi Batman undir uggum. Þetta flagð undir fögru skinni fagnar því fimmtíu ára afmæli árið 2016. Dómnefnd skipa Sunna Sigurðar- dóttir teiknari, Sirrý (Margrét Lárus- dóttir) myndasöguhöfundur og Björn Unnar Valsson bókmenntafræðingur. Vinnuaðferðin er algerlega frjáls og verkin geta hvort sem er verið myndasaga eða stök mynd með myndasöguþema eða mynd sem tengist myndasögum á einhvern hátt. Þátttakendur skulu skila verkunum á Borgarbókasafnið í Grófinni, Tryggvagötu 15, í umbúðum merkt- um: „Eitraðar konur 2016“. Síðasti skiladagur er 13. apríl 2016. Fylgja skal fullt nafn, fæðingarár, síma- númer og tölvupóstfang. Upplýsingar veitir Björn Unnar Valsson, bjorn.unnar.valsson- @reykjavik.is. Einnig í síma 411-6100. Sýningin verður á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafninu í Grófinni, við Tryggvagötu. Hún verður opnuð laug- ardaginn 30. apríl kl. 15 og stendur út maímánuð. Við opnun sýningarinnar verða úr- slit samkeppninnar tilkynnt og verð- laun afhent við hátíðlega athöfn. Nú er lag að vera með! Endilega … Háskakvendi Poison Ivy fagnar fimmtugsafmæli á þessu ári, en hún er umhverfissinni. Hér er Uma Thurman í hlutverki þessarar eitruðu konu. … takið þátt í myndasögu- samkeppni um eitraðar konur Hér gefur að líta hina tíu ára jap- önsku „beagle“-tík Purin, en hún er einkar lagin við að halda jafnvægi á jógabolta. Hún skaut öðrum hvuttum ref fyrir rass í fyrra þegar hún varð heimsmeistari í því að vera fljótust allra hunda að ferðast tíu metra á bolta. Ótrúlegt hvað hægt er að kenna ferfætlingunum. Hundar keppa í ýmsum kúnstum AFP Purin Snillingur í að rúlla á bolta. Heimsmeistari í jafnvægislist Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is 21.990 Verð Hjólatjakkur 3T Stöðugur hjólatjakkur sem lyftir 52cm, lægsta staða 14,5cm. Burðarþol 3 tonn. TJ T83001 Þvottakar 20 Gallon Þvottakar sem hentar vel fyrir þrif á varahlutum og verkfærum. TJ TRG4001-20 Til í fleiri stærðum Sandblásturskassi Flottur sandblásturskassi sem hentar vel á verkstæðið. Vinnupláss: 60x84x63cm. TJ TRG4222 Til í fleiri stærðum 22.990 Verð 69.900 Verð Kapaltromla 25m Lengd 25m, leiðir 3G1,5 H05VV-F BR 1099150027 6.990 Verð Digital rennimál 150mm, 0,02mm skekkja TO YT7201 4.990 Verð Vélagálgi 1 Tonn Hámarkshæð 2000mm, lægstahæð 25mm. Burður 1 Tonn TJ T31002 Til í fleiri stærðum 49.900 Verð Sem betur fer eru heimsins lönd eins misjöfn og þau eru mörg, og það sama gildir um golfvelli sem finna má um víða veröld. Umhverfi þeirra er ólíkt eftir löndum og dýralíf einnig, og einmitt þess vegna sækir fólk í að ferðast um heiminn til að spila á nýj- um golfvöllum, það er gaman að skipta um umhverfi í golfíþróttinni. Í borginni Jinja í Úganda er að finna hinn ágætasta golfvöll, Jinja Club er hann kallaður, níu holu fall- egur völlur á bökkum Nílar. Þar er einnig innan girðingar vinsæl sund- laug og eins er hægt að fara í tennis og skvass. Notalegur bar og veitinga- staður er við golfhúsið og unaðslegt að kæla sig þar á heitum dögum eftir golfhring. En afar sérstaka reglu er að finna efst á því blaði sem spilarar fá við komuna: Þar stendur að ef fót- spor eftir flóðhest á „greeninu“ hef- ur áhrif á legu kúlunnar eða að- stæður til að slá kúluna, þá megi færa hana til. Hér áður voru flóðhest- ar algengir gestir á þessum golfvelli, og komu þeir frá ánni Níl, en nú hefur þeim fækkað og sjást þeir sjaldan. Þó gildir reglan um flóðhestasporin enn, ef vera skyldi … Gaman í golfi í Úganda AFP Flóðhestar Þeir voru algengir gestir á golfvellinum í Jinja hér áður fyrr. Sérstakar reglur um spor flóðhesta gilda á golfvellinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.