Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 30
Neitað um læknisaðstoð
Vesturlandsréttur í Danmörku stað-
festi um liðna helgi gæsluvarðhalds-
úrskurð undirréttar Árósa yfir ljóð-
skáldinu Yahya Hassan. Hann mun
því sitja í gæsluvarðhaldi til 18. apríl
nk. en hann var kærður fyrir fólsku-
lega líkamsárás sem varðar allt að
sex ára fangelsi, verði hann fundinn
sekur. Þetta kemur fram í danska
dagblaðinu Politiken. Samkvæmt
fréttum danska dagblaðsins Berl-
ingske er Hassan einnig kærður fyr-
ir ólöglegan vopnaburð.
Hassan, sem aðeins er tvítugur að
aldri, var sem kunnugt er handtek-
inn aðfaranótt mánudagsins 21.
mars sl. grunaður um að hafa skotið
fimm skotum að 17 ára pilti á stuttu
færi og hæft hann annars vegar í fót-
inn og hins vegar lærið. Hassan neit-
ar sök, en pilturinn sem fyrir árás-
inni varð tók hluta hennar upp á
símann sinn og birti á lokuðum
Facebook-vegg sínum þaðan sem
upptakan rataði inn á vef danska
dagblaðsins BT.
Í frétt Politiken er haft eftir Claus
Bonnez, verjanda Hassan, að hann
sé vægast sagt undrandi á þeirri
meðferð sem Hassan hafi hlotið, en
honum hafi í framhaldinu af hand-
tökunni verið neitað um nauðsyn-
lega læknisaðstoð sem haft geti nei-
kvæðar afleiðingar fyrir heilsu hans.
Í tölvupósti sem Bonnez sendi
dönsku fréttastofunni Ritzau sl.
skírdag kom fram að læknir á bráða-
deild Háskólasjúkrahússins í Árós-
um hefði vakið athygli lögreglunnar
á því að Hassan hefði átt að mæta í
aðgerð daginn eftir að hann var
handtekinn til að láta laga erfitt brot
á hægri úlnlið sem hann hlaut í bíl-
slysi nokkrum dögum áður en skot-
árásin átti sér stað.
Samkvæmt frétt danska dag-
blaðsins Berlingske var aðgerðinni
hins vegar frestað um óákveðinn
tíma þrátt fyrir að lögreglan væri
upplýst um hversu áhættusamt það
gæti reynst og haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir heilsu Hassan. „Hann
liggur í fangaklefa með mikla verki,
m.a. í úlnliðnum. Hann getur ekki
hirt um sig, farið á klósettið og mat-
ast og hann fær ekki nauðsynlega
læknisaðstoð,“ skrifar Bonnez og
bætir við að skáldið hafi áhyggjur af
því að missi hann hreyfigetuna í
hægri hendi geti það haft afar skað-
leg áhrif á rithöfundarferil hans.
Að sögn Bonnez felur það í sér
mannréttindabrot að neita fanga um
nauðsynlega læknisaðstoð og því
hafi hann ákveðið að kæra ákvörðun
lögreglunnar til sérstakrar kæru-
nefndar innan lögreglunnar.
„Það sem gerir þetta mál einstakt
er að ég hef orð læknis fyrir því að
hann [Hassan] þurfi bráðnauðsyn-
lega á aðgerðinni að halda. Þetta er í
fyrsta sinn á mínum ferli sem lög-
fræðingur sem ég rek mig á það að
orð læknis séu að engu höfð,“ skrifar
Bonnez. Engar nýjar fréttir af mál-
inu hafa ratað í danska fjölmiðla síð-
an á laugardag. Hassan hefur sjálfur
ekki tjáð sig síðan 22. mars sl. en þá
margbirti hann á opnum Facebook-
vegg sínum eftirfarandi skilaboð:
„Ég sit í gæsluvarðhaldi með brotið
viðbein og brotinn úlnlið hjálp það
þarf að gera aðgerð á hendinni og
mig vantar hjálp hjálpið mér.“ Þess
má geta að Hassan á tæplega 124
þúsund fylgjendur á Facebook og
hefur að undanförnu tjáð sig mikið
þar um illdeilur sínar við glæpaklík-
una Black Army. silja@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Þjáður Ljóðskáldið Yahya Hassan
bíður enn eftir aðgerð á hendi.
Bjargarlaus í
fangaklefanum
260mmVeltisög
Multi-sög fylgir með í kaupunum
Kr. 150.000,-
með VSK
Model LF1000
Sagarblað 260 mm
Sagdýpt 90° 70 mm
Sagdýpt 45° 48 mm
Afl inn 1650 W
Þyngd 36 kg
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Lónsbakka
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Umfangsmikil og metnaðarful ráð-
stefna um menningu og gildi hennar
verður haldin á Hólum í Hjaltadal á
fimmtudag og föstudag. Meðal þeirra
sem taka til máls eru Illugi Gunn-
arsson, mennta- og menningar-
málaráðherra,
Solveig Lára Guð-
mundsdóttir
vígslubiskup,
Katrín Jak-
obsdóttir, Jón
Ólafsson, Kolbrún
Halldórsdóttir,
Guðni Tómasson,
Fríða Björk Ingv-
arsdóttir, Ólafur
Rastrick, Mar-
grét Hallgríms-
dóttir, Arnar Eggert Thoroddsen,
Guðmundur Oddur Magnússon, Ólöf
Kristín Sigurðardóttir og Sigtryggur
Baldursson. Allt sannkallað þunga-
viktarfólk í menningarlífinu. Meðal
listamanna sem koma fram má síðan
nefna feðgana Halldór og Þórarinn
Eldjárn, Skagfirska kammerkórinn,
Katrínu Gunnarsdóttur dansara,
Berglind Maríu Tómasdóttur flautu-
leikara og leikhópinn Kriðpleir.
Guðbrandsstofnun skipuleggur
ráðstefnuna í samstarfi við Bandalag
íslenskra listamanna, Listaháskóla
Íslands, Þjóðminjasafnið og Ís-
lensku- og menningardeild Háskóla
Íslands með áherslu á menning-
arfræði. Solveig Lára vígslubiskup er
stjórnarformaður Guðbrandsstofn-
unar en hún er samstarfsverkefni
þjóðkirkjunnar, Háskólans á Hólum
og Háskóla Íslands. „Starfsemi
Guðbrandsstofnunar er þríþætt,“
segir hún. „Við höldum eina ráð-
stefnu á ári, erum með fræðafundi
tvisvar í mánuði á veturna og þá
stöndum við fyrir sumartónleikum
alla sunnudaga yfir sumarið. Stofn-
unin heldur utan um menningar-
starfsemi á Hólum.“
Fyrir tveimur árum var ákveðið að
stofnunin stæði fyrir fjórum ráð-
stefnum sem allar hefðu sömu yf-
irskrift: Hvernig metum við hið
ómetanlega.
„Í fyrra var undirtitill ráðstefn-
unnar „Náttúran og auðlindirnar“,
og var hún haldin í samstarfi við
Orkustofnun, Náttúruverndarráð og
Ferðamálastofu. En núna er undirtit-
illinn „Menningin“,“ segir hún og
bætir vð að samstarfið við undirbún-
inginn hafi verið skemmtilegt.
Í undirbúningsnefndinni með
stjórn stofnunarinnar eru Fríða
Björk Ingvarsdóttir, rektor Listahá-
skólans, Benedikt Hjartarsson sem
stýrir deildinni um hagnýta mening-
armiðlun við H.Í., Kolbrún Halldórs-
dóttir, sem er forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna, og Anna Lísa
Rúnarsdóttir frá Þjóðminjasafninu.
Ólík sjónarhorn á menningu
Þegar spurt er um markmið ráð-
stefnunnar, segir Solveig Lára það
fyrst og fremst vera að skapa samtal
milli þessara ólíku hópa. „Það gerðist
svo skemmtilega í fyrra, þegar við
vorum að tala um náttúruna og auð-
lindirnar. Þá myndaðist ákveðin orka
sem ég er sannfærð um að er enn að
einhverju leyti að bera ávöxt.
Tilgangurin nú er fyrst og fremst
að ná þessu samtali, ekki að svara
spurningunni hvernig við metum hið
ómetanlega, en allir fyrirlesararnir
eru beðnir um að tala um þetta efni.
Engum er falinn sérstakur vinkill og
það verður spennandi að heyra
hversu ólík sjónarhorn koma frrá
þessum ólíku þátttakendum. Öll
ávörp eru tíu mínútur og svo eru jafn
langar umræður á eftir.“
Hverja telur Solveig Lára vera
kostina við að stefna þátttakendum á
ráðstefnu sem þessa heim að Hólum,
í stað þess að halda hana í þéttbýli?
„Þá myndi ráðstefnan eflaust
hverfa inn í ýmislegt annað sem er á
döfinni,“ svarar hún. „Hér verða
þátttakendur á staðnum allan tím-
ann. Markmið Guðbrandsstofnunar
er að efla menningarstarfsemi á Hól-
um. Við fáum þessa umræðu heim í
hérðað og kynnum staðinn í leiðinni
fyrir öllu þessu fólki; það er ótvíræð-
ur kostur – og það eru spennandi
dagar framundan.“
Hinir ólíku listamenn verða með
forvitnileg atriði og hefur Elísabet
Indra Ragnarsdóttir, hjá menningar-
húsinu Mengi, sett saman þann hluta
dagskrárinnar. Fulltrúar heimamana
verður Skagfirski kammerkórinn,
enda „er kóramenningin í Skagafirði
engu lík,“ segir Solveig Lára.
„Í lokin verður dagskráin tekin
saman, bæði í tali og í teikningum;
listakonurnar Lóa Hjálmtýsdóttir og
Rán Flygering munu teikna ráð-
stefnuna – það verður mikið að gera
hjá þeim allan tímann!“ efi@mbl.is
„Það eru spennandi
dagar framundan“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hólastaður Áhrifafólk í menningarlífinu mun ræða þar gildi menningar.
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
Rætt á Hólum um menningu og mat á hinu ómetanlega
Í fyrsta skipti í það 21 ár sem breska
útvarpsstöðin Classic FM hefur stað-
ið fyrir könnun meðal hlustenda
sinna um vinsælustu tónverk sög-
unnar lyftir Ludwig van Beethoven
sér upp fyrir Wolfgang Amadeus
Mozart, sem fellur í annað sætið.
Útvarpsstöðin birtir lista yfir þau
300 tónverk sem hlustendur stöðv-
arinnar kunna best að meta og sam-
kvæmt The Guardian tóku 170.000
manns þátt í kosningunni, sem gerir
þetta viðamestu skoðanakönnunina
um klassíska tónlist. Beethoven er
höfundur 19 af þessum 300 verkum
en Mozart á 16. Síðustu þrjú ár hafa
tónskáldin verið hnífjöfn, átt jafn-
mörg verk á listanum, en þar áður
átti Mozart ævinlega vinninginn.
Haft er eftir einum af þulum út-
varpsstöðvarinnar, John Suchet, að
hann telji auknar vinsældir verka
Beethovens nú tengjast því að þau
hafi talsvert verið notuð í kvikmynd-
um, til að mynda hafi sjöunda sin-
fónían verið notuð með áhrifaríkum
hætti í The King’s Speech.
„En tónlist hans er annars dáð um
allar jarðir; það
er sama á hvaða
götuhorn maður
kæmi, í hvaða
landi sem er, allt-
af myndi einhver
þekkja til verka
Beethovens.“
Það nýrra tón-
verka sem komst
hæst á listann er
verk sem Yuzo
Koshiro og Ryuji Iuchi sömdu fyrir
tölvuleikinn Shenmue en það er eitt
ellefu verka á listanum sem eru sam-
in fyrir eða notuð í tölvuheimum.
John Williams er vinsælasta lifandi
tónskáldið, í 44. sæti listans, og telja
útvarpsmenn það tengjast vinsæld-
um tónlistar hans í nýju Star Wars-
kvikmyndinni. Vinsælasta kvik-
myndatónsmíðin er þó tónlist How-
ards Shore úr Hringadróttinssögu
en hún situr í 28. sæti.
Á toppi listans situr hins vegar, í
sjöunda skipti síðan 1996, The Lark
Ascending eftir Ralph Vaughan
Williams.
Beethoven sigrar Mozart í fyrsta
skipti í vinsældakosningu í Bretlandi
Ludwig van
Beethoven
Sigur Rós og John Grant eru meðal listamanna
sem troða upp á Glastonbury-hátíðinni á Eng-
landi síðustu vikuna í júní. Tilkynnt hefur verið
að LCD Soundsystem, sem er aftur komin fram á
sjónarsviðið eftir hlé, komi fram, sem og meðal
annarra Muse, Adele, Coldplay, PJ Harvey, Elect-
ric Light Orchestra, ZZ Top, Art Garfunkel, New
Order, Underworld og Cyndi Lauper.
Sigur Rós og John Grant á Glastonbury
John Grant