Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Maður á þrítugs-
aldri, sem hlaut
stungusár fyrir
utan stúdenta-
garðana við Sæ-
mundargötu að-
faranótt 6. mars
sl., var út-
skrifaður af gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í síð-
ustu viku.
Hlaut hann
lífshættulega áverka í árásinni og
var honum um tíma haldið sofandi.
Játning liggur fyrir í málinu og er
gerandanum haldið í gæsluvarð-
haldi. Hann neitar að hafa ætlað að
valda manninum fjörtjóni.
Maðurinn hlaut stungusár neð-
arlega á baki sem olli rispu á lunga
og fór djúpt inn í lifrina.
Útskrifaður eftir
stunguárás
Stúdentagarðar við
Sæmundargötu.
Ferðamenn við Dyrhólaey virtu við-
vörunarskilti og hindranir að vett-
ugi, líkt og sjá má á meðfylgjandi
mynd sem Henry Páll Wulff, yfir-
maður markaðsmála hjá Arctic Ad-
ventures, tók á sunnudag.
„Við vorum á ferð með hóp um
helgina og komum að Dyrhólaey á
sunnudag,“ segir Henry Páll.
„Skiltin eru skýr og það er búið að
girða af þann hluta sem fólk á ekki
að fara yfir á. En fólk horfir ein-
faldlega framhjá skiltunum og
hlustar ekki á viðvaranir – það
virðist ekki láta neitt stoppa sig í
að ná réttu myndinni.“
Hissa á krafti öldunnar
Henry Páll segir sama vanda
blasa víða við um Suðurland. „Nýju
skiltin í Reynisfjöru virðast til
dæmis vera hunsuð og það sama á
við um Gullfoss og Jökulsárlón.
Fólk horfir framhjá öllum aðvör-
unum og er svo hissa á því hve öld-
urnar geta verið sterkar.“
Hjá Arctic Adventures útskýri
þeir hættuna vel fyrir farþegum
sínum og fólk taki því almennt vel.
„Ég hef aldrei verið með ferða-
mann sem var varaður við ein-
hverju en svaraði „já, en ég vil
bara taka mynd“. Alltaf sé hægt að
benda ferðamönnum á góða útsýn-
isstaði fyrir myndatöku án þess að
fara yfir hindranir.
„Þess vegna verð ég líka svekkt-
ur þegar maður er að biðja ferða-
menn, sem ekki tilheyra manns eig-
in hópi, að fara vinsamlegast ekki
yfir viðvörunarlínuna og þeir hunsa
það fullkomlega.“
Farið inn á hættuleg svæði
Ljósmynd/Henry Páll Wulff
Hætta Ferðamenn við Dyrhólaey fóru yfir hindrun og hunsuðu skilti.
Ferðamenn við Dyrhólaey virða viðvaranir að vettugi
Lögreglumenn á Suðurnesjum
könnuðu yfir páskahátíðina ökurétt-
indi leigubifreiðastjóra á bifreiða-
stæðinu við komusal Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar. Er skemmst frá
því að segja að allir voru með sitt á
hreinu og höfðu tilskilin ökuréttindi
og akstursheimildir í lagi. Kváðust
þeir ánægðir með þetta framtak lög-
reglu, segir í frétt frá lögreglunni á
Suðurnesjum.
„Sama máli gegndi um þá sem
flytja fólk til og frá flugstöðinni í at-
vinnuskyni. Þegar þeirra réttindi
voru könnuð reyndist allt í besta
lagi. Við eftirlit með umferð um flug-
hlað og umhverfis flugstöðina var
akstur ökumanna til fyrirmyndar og
engin tilefni til afskipta. Loks var
lögregla með eftirlit með skemmti-
stöðum í umdæminu um páskahátíð-
ina og þar fór allt vel fram,“ segir í
fréttinni.
Allir voru með
allt á hreinu á
Suðurnesjum
Einungis hafa
verið gerðir
þjónustusamn-
ingar við 7 af 74
öldrunarheim-
ilum í landinu.
Ríkisendur-
skoðun telur í
nýju áliti mik-
ilvægt að hraða
samningum við heimilin.
Árið 2013 benti Ríkisendur-
skoðun á að velferðarráðuneytið
hefði einungis gert þjónustusamn-
inga við 8 af 73 öldrunarheimilum í
landinu. Stofnunin hvatti ráðu-
neytið til að bæta úr þessu og efla
eftirlit sitt með þjónustu og rekstri
heimilanna. Samningagerð við
öldrunarheimili og eftirlit með
þjónustu þeirra og rekstri eru nú
lögbundin verkefni Sjúkratrygg-
inga Íslands. Samkvæmt upplýs-
ingum þaðan liggja fyrir drög að
rammasamningi við hjúkrunar-
heimilin.
Samið við 7 af 74
hjúkrunarheimilum