Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Róbert Marshall og nokkrir aðr-ir örvæntingarfullir þing-
menn Bjartrar framtíðar og ámóta
flokka í útrýmingarhættu hafa
fundið „góða málið“
sem á að lyfta þeim
inn á þing í næstu
kosningum.
Nú leggja þeir tilað Alþingi
álykti „að fela heil-
brigðisráðherra að skipa starfshóp
sem hefji undirbúning að áhuga-
könnun og þarfagreiningu á op-
inberum stuðningi við verðandi for-
eldra í formi vöggugjafar sem
innihaldi nauðsynjavörur fyrir
ungabörn“.
Getur nokkur verið á móti þessu?Er þetta ekki afskaplega já-
kvætt, að ríkið gefi öllum börnum
vöggugjöf? Það hlýtur að vera gott.
Næsta mál sem þessir góðu þing-menn eru án efa með í und-
irbúningi er ekki síður gott, en það
hlýtur að vera að ríkið sjái öllum
fyrir afmælisgjöfum til átján ára
aldurs.
Er ekki óþolanndi að sumir fáirýrari afmælisgjafir en aðrir?
Og er lausnin þá ekki að ríkið
tryggi öllum ríkisafmælisgjöf?
Auðvitað er ríkisafmælisgjöflausnin og alger óþarfi að láta
staðar numið þar; ríkið getur tekið
að sér svo miklu meira af daglegu
lífi fólks.
Og það er alger óþarfi að hafaáhyggjur af skattgreiðendum í
þessu sambandi. Þeir halda núna
eftir um það bil annarri hverri
krónu sem þeir afla og geta vel lát-
ið hana af hendi líka og farið á fullt
framfæri ríkisins, allir sem einn.
Róbert Marshall
Hvað með afmælis-
gjafir frá ríkinu?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 29.3., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík -2 léttskýjað
Akureyri -4 heiðskírt
Nuuk -1 upplýsingar bárust e
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 2 skýjað
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Helsinki 1 alskýjað
Lúxemborg 6 alskýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 6 heiðskírt
Glasgow 6 upplýsingar bárust e
London 8 skúrir
París 7 heiðskírt
Amsterdam 7 skýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 6 heiðskírt
Vín 6 skýjað
Moskva -2 heiðskírt
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 12 heiðskírt
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg 7 léttskýjað
Montreal -5 slydda
New York 10 alskýjað
Chicago 3 alskýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:51 20:14
ÍSAFJÖRÐUR 6:52 20:23
SIGLUFJÖRÐUR 6:35 20:06
DJÚPIVOGUR 6:19 19:45
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Dömuskór
í úrvali
Gæði & glæsileiki
Nýju strætómiðar Strætó eru komnir
í gagnið en eftir morgundaginn, 1.
apríl, verður ekki lengur hægt að nota
þá gömlu. Strætó varð fyrir töluverðu
tjóni á hverju ári vegna gömlu mið-
anna en svindl með þá var algengt.
Nýju miðarnir eiga að útrýma svindl-
miðunum sem voru í notkun. Miðarn-
ir eru komnir með nýtt útlit þannig að
álfólía er lögð í jaðra miðanna og einn-
ig í merki Strætó. Þetta er gert til að
auðkenna betur miða sem gilda í
vagna Strætó. Áður voru níu farmiðar
í hverri örk, nú verða þeir 20.
Hægt verður að nota gömlu miðana
í dag og á morgun en hiann 1. apríl
hættir Strætó að taka við þeim sem
gjaldmiðli í vögnunum. Verður hægt
að skipta gömlu miðunum til áramóta
og þarf að gera það á stoppistöð
Strætó í Mjódd. „Það var smá-
misskilningur í byrjun að þeir myndu
falla úr gildi hinn 1. apríl en þeir halda
verðgildi sínu til áramóta,“ segir Jó-
hannes Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Strætó.
Jóhannes segir að farþegar Strætó
hafi tekið vel í breytinguna og þetta
hafi valdið þeim litlu raski.
„Farþegar okkar eru almennt
ánægðir með þá. Þeir sem eiga gamla
miða geta farið í Mjóddina og skipt
þeim fyrir nýju miðana. Einfalt og
þægilegt.“
Nýju strætómiðarnir í notkun
Skipta þarf strætómiðum í Mjódd
Halda verðgildi sínu til áramóta
Morgunblaðið/Eva Björk
Strætó Nýju farmiðarnir eru til að
auðkenna betur miða sem gilda.
Verkefnisstjórn 3. áfanga ramma-
áætlunar mun í dag ganga frá drög-
um að tillögum sínum um flokkun
virkjanakosta.
Drögin verða
kynnt á opnum
kynningarfundum
sem haldnir verða
víða um land
fyrrihluta apr-
ílmánaðar. Fyrsti
kynningarfund-
urinn verður í
Kaldalóni í Hörpu
á morgun kl. 14.
Að lokinni kynningu og stuttu sam-
ráðsferli vinnur verkefnisstjórn úr at-
hugasemdum og efnir til nýs tólf
vikna samráðsferlis. Þegar unnið hef-
ur verið úr athugasemdum sem vænt-
anlega berast verður tillaga lögð fyrir
umhverfisráðherra. Stefnt er að því
að það verði 1. september.
Eftir fundinn í Hörpu verða fundir
í Grindavík 6. apríl, á Kirkjubæjar-
klaustri og Selfossi 7. apríl, á Stóru-
Tjörnum 11. apríl, á Akureyri og í
Varmahlíð 12. apríl og síðasti fund-
urinn verður á Nauteyri við Ísafjarð-
ardjúp 13. apríl.
Á fundunum mun verkefnis-
stjórnin sitja fyrir svörum að lokinni
kynningu á tillögudrögum.
Stefán Gíslason
Tillögur
kynntar
Verið að ganga frá
flokkun virkjanakosta