Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Kæli og frystiklefar Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 í öllum stærðum Benedikt Bóas benedikt@mbl.is FÍB vonast til að geta kynnt nýtt smáforrit eða app á næstu dögum. Forritið, sem hefur vinnuheitið holuappið, er hannað af ungum frumkvöðli og á að geta staðsett holur í vegakerfi landsins mjög ná- kvæmlega. For- ritið er nánast tilbúið og er gert fyrir snjallsíma. Hægt verður að ná í það frá bæði Google Play store og Apple appstore. „Nú er í gangi þessi fer- ill að koma forrit- inu inn í þessar búðir og það tekur einhverja daga en við vonumst til að geta kynnt það á næstu dögum,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB. Upplýsingaveita sem nýtist Mikið hefur verið rætt og ritað um holur í gatnakerfi höfuðborg- arinnar en víða er pottur brotinn í þeim efnum um allt land. „Tilgangurinn með forritinu er sem fyrr að auka upplýsingar og ör- yggi vegfaranda. Þarna vonumst við til að sveitarfélög og Vegagerðin, sem eru veghaldarar, taki jákvætt í þetta framtak. Þarna er upplýsinga- veita sem mun nýtast þeim til að grípa inn í. Auðvitað erum við líka að tryggja réttarstöðu neytenda því það hafa alltof margir lent í skakka- föllum og tjóni út af holunum,“ seg- ir Runólfur. Milljarða þörf Komið hefur fram að uppsöfnuð þörf hjá borginni í viðhaldi er komin í 40 kílómetra en árlega bætast við 15 kílómetrar. Ef hreinsa ætti upp allar holur og rásir í vegum myndi það kosta Reykjavíkurborg og Vegagerðina um þrjá milljarða. Um 30 tjónstilkynningar hafa borist Sjóvá það sem af er ári vegna holuskemmda. Eftir að vinnuflokkar fóru af stað skömmu fyrir páska að fylla í holur hefur síminn ekki hringt jafnmikið. „Eftir ákall borgara, fjölmiðla og annarra var settur svolítill kraftur í að gera við. Það voru margar tjón- stilkynningar en það hefur dregið úr þeim sem betur fer,“ segir Run- ólfur. Smáforrit til að merkja holur í gatnakerfinu  Holuappið eykur upplýsingar og öryggi vegfarenda Morgunblaðið/Eggert Holufylling Margir eru orðnir langþreyttir á bráðaviðgerðum á malbiki höfuðborgarbúa. Nýtt app mun geta staðsett holurnar af nákvæmni. Runólfur Ólafsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is NAVIS hefur ásamt Naust Marine, Íslenska Sjávarklasanum/Green Marine Technology og NýOrku sótt um frumherjastyrk til Rannis til að hanna fyrsta hybrid-, eða tvinn-línu- veiðibátinn á Íslandi. „Hugmyndin er að hanna frá grunni 15 metra línubát sem getur gengið bæði fyrir rafgeymum og rafmótor eða dieselvél og síðar jafnvel fyrir raf- magni og met- anóli en þá væri hægt að gera bát- inn alfarið út með íslenskri orku,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri NAV- IS. Tvinn-bílar hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi og reynst góður kostur fyrir þá sem vilja draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda og um leið spara peninga við bensíndæluna en er raunhæft að nýta sömu tækni í skip? „Tæknin á þessu sviði er í stöðugri þróun og hefur tekið nokkurt stökk á undanförnum árum svo við teljum að þetta sé orðið raunhæfur kostur.“ Tilraunir með minni báta Hjörtur tekur það sérstaklega fram að ekki sé verið að setja nýja vél í gamlan bát. „Í stað þess að setja þennan búnað í eldri bát viljum við hanna nýjan bát frá grunni þannig að hægt sé að nýta til fulls þá möguleika sem þessi tækni býður upp á. Menn eru að gera til- raunir víða á minni bátum en við höf- um ekki séð neitt gert með þá stærð sem við stefnum á. Úttekt okkar og síðan hönnun verður vonandi til að gera okkur kleift að sjá hvað hentar best til að finna út hagkvæmasta rekstrarmynstur bátanna,“ segir Hjörtur en hugmyndin að þessari umsókn kviknaði í framhaldi af meist- araverkefni sem Alexander Anders- son, skipaverkfræðingur hjá NAVIS, vann ásamt samnemanda sínum við Chalmers-háskólann í Gautaborg. Það verkefni fólst í að kanna hag- kvæmni þess að setja tvinnkerfi í línuskipið Jóhönnu Gísladóttur GK sem er liðlega 56 metra langt. Spurður um það hvenær almenn- ingur megi búast við því að sjá tvinn- báta í höfnum landsins segir Hjörtur að hönnun og smíði geti tekið 2 til 3 ár. Tæplega þriðjungs sparnaður Ávinningurinn af tvinn-bát getur verið gífurlegur en eldsneytiskostn- aður skipa getur verið töluverður. „Það bendir allt til þess að með þessari tvinn-tækni megi spara allt að 30% af eldsneytiskostnaði miðað við dieselolíu og þannig minnka kol- efnisfótspor tilsvarandi og sé farið út í brennslu á metanóli verður hægt að minnka kolefnisfótsporið enn meira“ segir Hjörtur. Hann segir að til þessa hafi ekki hafi verið mikið hug- að að orkunýtingu minni báta og smábáta. Bátar af þessari stærð séu margir gríðarlega afkastamiklir, með stórar vélar og jafnvel með ís- vélar um borð sem knúnar eru af dieselvélum. „Við teljum tímabært að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvað nauðsynlegt sé að hafa um borð til að gera út á sem hagkvæm- astan hátt.“ Hjörtur bendir á að með þessari tvinn-tækni sé hægt að slökkva á dieselmótornum þegar komið er á miðin og nota hljóðlausan og mengunarlausan rafmótor á með- an veiðar fara fram. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni hvort menn nota rafmagn eða diesel til að komast aftur í land. Áhuginn mikill Verkefnið er enn á teikniborðinu og spurður að því hvort hugsanlegir kaupendur bíði í röð eftir orkuspar- andi bát segir Hjörtur áhugann vissulega vera fyrir hendi þó enn séu ekki komnir kaupendur. „Við erum með þetta verkefni í höndunum núna og byrjum á úttekt og hönnun fyrst. Ég hef hins vegar orðið var við talsverðan áhuga, bæði meðal sjómanna og útvegsmanna, á þessum hugmyndum.“ Tvinn-línubátur á teikniborðinu  NAVIS auk NýOrku, Naust Marine og Sjávarklasanum vilja hanna fyrsta íslenska tvinn-línubátinn  Eldsneytissparnaður gætið orðið allt að 30 prósent  Útvegsmenn og sjómenn eru áhugasamir Skipahönnun Málin rædd á skrifstofu NAVIS í Íslenska Sjávarklasanum. Frá vinstri Frímann A. Sturluson, Hermann Haraldsson og Karl Lúðvíksson. Hjörtur Emilsson Vopnaðir lög- reglumenn munu áfram sinna gæslu á Keflavík- urflugvelli, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þeir munu ekki bera MP5 hríð- skotabyssur dags daglega nema eitthvað komi upp á. „Það verður áfram stíft eftirlit á flugvellinum. Við munum byggja það á okkar eigin lögreglumönnum og hafa jafnframt aðgang að sprenguleitarhundi sérsveitar rík- islögreglustjóra,“ sagði Ólafur Helgi. Þetta var ákveðið í gær á fundi fulltrúa embættis lög- reglustjórans á Suðurnesjum, ríkis- lögreglustjóra og innanríkisráðu- neytisins um þörfina fyrir áfram- haldandi vopnaða gæslu á Kefla- víkurflugvelli. Ólafur Helgi sagði að embætti ríkislögreglustjóra myndi gera nýtt áhættumat fyrir Keflavík- urflugvöll. Gæslan á flugvellinum mun vera með þessum hætti þar til áhættumatið liggur fyrir. Þá verð- ur tekin ákvörðun um framhaldið. gudni@mbl.is Vopnuð lögregla og sprengjuleitarhundur áfram við gæslu á Keflavíkurflugvelli Ólafur Helgi Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.