Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bresku hjálparsamtökin Oxfam segja að auð- ug ríki hafi aðeins tekið við 1,39% af um 4,8 milljónum Sýrlendinga sem hafa flúið til grannríkja Sýrlands frá því að borgarastríð blossaði upp í landinu fyrir rúmum fimm ár- um. Samtökin hvetja auðugu ríkin til að taka við að minnsta kosti 10% flóttafólksins fyrir lok ársins. Hjálparsamtökin segja í skýrslu, sem birt var í gær, að auðug ríki hafi lofað að taka við alls 129.966 flóttamönnum frá Sýrlandi en hafi aðeins tekið við 67.100 þeirra, eða um 1,39% alls flóttafólksins, frá árinu 2013. Skýrslan nær til 28 ríkja sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hafa skrifað undir alþjóðlegan sáttmála frá 1951 um réttarstöðu flóttamanna. Skýrsluhöf- undarnir áætla lágmarksfjölda þeirra flótta- manna sem hvert ríki þurfi að taka við til að axla „sanngjarnan hluta“ af byrðinni við skiptingu flóttamanna miðað við stærð hagkerfisins. Þrjú lönd talin axla sanngjarnan hluta af byrðinni Hjálparsamtökin segja að aðeins þrjú af auðugu ríkjunum – Kanada, Noregur og Þýskaland – hafi lofað að taka við fleiri flótta- mönnum en sem nemur lágmarksfjöldanum sem Oxfam telur sanngjarnt að löndin taki við miðað við stærð hagkerfis þeirra. Til að mynda hefur Noregur lofað að taka við 9.000 flóttamönnum en ætti að taka við a.m.k. 3.612 til að axla sanngjarnan hluta af byrðinni, að mati Oxfam. Kanada hefur lofað að taka við 38.039 flóttamönnum en ætti að taka við a.m.k. 15.951, að mati samtakanna. Ísland er á meðal fimm ríkja sem hafa lofað að taka við meira en helmingi af lágmarks- fjöldanum miðað við stærð hagkerfisins. Ís- land hefur lofað að taka við 63% af lágmarks- fjöldanum sem Oxfam telur sanngjarnan. Hin löndin eru Ástralía (64%), Finnland (85%), Nýja-Sjáland (60%) og Svíþjóð (60%). Þurfi að gera miklu meira Oxfam segir að önnur lönd OECD séu langt frá því að axla sanngjarnan hluta af byrðinni. Til að mynda hafi Frakkland lofað að taka við 1.000 flóttamönnum og það sé að- eins um 4% af lágmarksfjöldanum sem sam- tökin telja að landið eigi að taka við til að axla sanngjarnan hluta af byrðinni. Bandaríkin hafa þegar tekið við 1.812 flóttamönnum frá Sýrlandi og hafa lofað að taka við nær 26.000 til viðbótar. Það samsvarar um 7% af lág- marksfjöldanum sem hjálparsamtökin telja sanngjarnt að Bandaríkin taki við miðað við stærð hagkerfisins. Danmörk hefur lofað að taka við 390 flóttamönnum og það er um 15% af lágmarksfjöldanum sem Oxfam telur sann- gjarnan. Ríkisstjórn Bretlands hefur lofað að taka við 20.000 Sýrlendingum fyrir maí 2020 en hjálparsamtökin segja að það sé ekki nóg til að landið axli sanngjarnan hluta af byrðinni. Breska stjórnin bendir þó á að hún hyggst leggja til 2,3 milljarða punda, jafnvirði 412 milljarða króna, til neyðaraðstoðar við sýr- lenska flóttamenn. Hún segir að Bretland leggi til meira fé til aðstoðarinnar en nokkurt annað land að Bandaríkjunum undanskildum. Sýni samstöðu í verki Af um 4,8 milljónum Sýrlendinga sem hafa flúið land sitt vegna stríðsins dvelja rúmlega 2,7 milljónir í Tyrklandi, rúm milljón í Líb- anon og 636.000 í Jórdaníu. Einn af hverjum fimm mönnum í Líbanon er sýrlenskur flótta- maður og í Jórdaníu er sýrlenska flóttafólkið um 10% íbúanna. Þar að auki er talið að um 6,5 milljónir manna séu á vergangi innan landamæra Sýrlands, að sögn embættis- manna Sameinuðu þjóðanna. Flóttamanna- stofnun samtakanna stendur fyrir ráðstefnu í Genf í dag um hvernig ríki heims geti komið flóttafólkinu til hjálpar. „Við þurfum að sýna sýrlensku þjóðinni að „samstaða“ er aðgerð, ekki orð sem hljómar vel í fréttatímum,“ sagði Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri Oxfam, í fréttatilkynn- ingu. „Ríki með traustan efnahag, góða þjón- ustu og þróaða innviði geta tekið við 500.000 flóttamönnum samanlagt – ef þau vilja það.“ Taki við 10% flóttafólksins  Hjálparsamtökin Oxfam hvetja auðug ríki til að taka við fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi  Auðugu löndin hafa tekið við tæpum 1,4% af öllu sýrlenska flóttafólkinu í grannríkjum Sýrlands Flóttamenn frá Sýrlandi Heimild : Oxfam Ástralía 10.557 6.727 Austurríki 4.009 1.900 Belgía 4.773 1.325 Kanada 15.951 38.039 Finnland 2.247 1.900 Frakkland 25.937 1.000 Þýskaland 36.869 41.899 Grikkland 3.085 Ítalía 21.519 1.400 Japan 49.768 S-Kórea 16.650 Nýja-Sjáland 1.419 850 Noregur 3.612 9.000 Pólland 8.771 900 Rússland 35.052 Spánn 16.037 984 Svíþjóð 4.515 2.700 Sviss 4,837 2.000 Bretland 25.067 5.571 Bandaríkin 170.779 11.812 að taka við Tyrkland 2.715.789 Líbanon 1.067.785 Jórdanía 636.040 Írak 245.909 Egyptaland 119.301 Flóttamenn sem Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur skráð í grannríkjum Sýrlands* N-Afríka 28.027 Sýrland *Miðað við 16. mars Ísland 75 118 Egypskur karlmaður rændi far- þegaþotu flugfélagsins EgyptAir og neyddi hana til að lenda á flug- velli á Kýpur en flugráninu lauk friðsamlega sex klukkustundum síðar þegar maðurinn gafst upp. Flugræninginn hafði hótað að sprengja sig í loft upp í vélinni ef yfirvöld á Kýpur yrðu ekki við kröf- um hans en reyndist ekki vera með neina sprengju þegar hann gafst upp á alþjóðaflugvellinum í Lar- naca. Embættismenn á Kýpur sögðu að maðurinn hefði ekki ætlað að fremja hryðjuverk og væri „truflaður á geði“. Hann krafðist m.a. þess að fá að tala við fyrrver- andi eiginkonu sína sem er kýp- versk. Í þotunni voru 55 farþegar og maðurinn sleppti flestum þeirra fljótlega en hélt þremur þeirra ásamt fjögurra manna áhöfn í gísl- ingu þar til hann gafst upp. Einn þeirra klifrar hér úr þotunni. Flugráni lauk friðsamlega á Kýpur AFP Flugræninginn reyndist ekki vera með sprengju TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.