Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.1995, Side 13

Víkurfréttir - 14.12.1995, Side 13
VÍKURFRÉTTIR JÓLABLAÐ 1995 ánægt ineð vöruna. Það er gaman að geta gefið svona persónulegar gjafir. Hins veg- ar er óhernju mikil vinna í þessu öllu saman og þetta er dýrt áhugamál. Maður byrjar á því að búa til búkinn, sauma svo allan fatnaðinn, í raun og veru skapar maður hverja brúðu frá grunni.“ -Það má kannski segja að þú sért eins konar „skúlptúristi," skapir verur með höndunum eins og myndhöggvari. „Já, það má segja það. Auð- vitað hef ég ekki búið til snið- in sjálf, en maður verður að velja efni og liti og geta séð hvað gengur saman." Vill njóta jólanna -Áttu brúður fyrir hverja há- tíð, t.d. páska brúður osfrv.? „Já, núna fyrir jólin ætlaði ég að setja upp fæðingu Jesú með brúðum, en ég hafði því miður ekki tíma í það. Kannski fyrir næstu jól." -Þú hlýtur að komast í ofsa- legt jólaskap við að sitja og búa til þitt eigið jólaskraut og jólagjafir? „Já, mikil ósköp. Eg sit hérna og skoða blöð og hugsa með mér hvað mig langi mikið til að gera þetta og þetta og svo er allt orðið fullt af efnum og dóti upp um öll borð!“ Sigríður bjó í mörg ár í Ameríku og segir jólahald sitt svolítið í anda við það sem tíðkast þar. „Ég held venjuleg íslensk jól, en ég set jólaljósin upp fyrr en aðrir. I Ameríku tíðkast það að setja jólaskraut- ið upp daginn eftir þakkar- gjörðarhátíð og ég hef reynt að halda í þá reglu að vera búin að koma öllu skrauti upp 1. desember. Mér fínnst svo gott að hafa ljósin í skammdeginu. Fyrst set ég upp seríurnar í gluggana og svo tréð og skrautið hér innanhúss. Jólin eru svo falleg og dýrleg að ég vil njóta þess að hafa þau sem lengst.“ IÓLASKRAUT-ÝMISTI1.BOÐ ALLT fiÐ 50°/o AF liiiCR HAFNARCÖTU 36 - KEFLAVÍK SÍMI421 3066 .Woipqi- Finn»wuli. Ikilhmdi kariar eru f ra m I\onur eru frá Venus Bók sem bætir samskipti og styrkir sanibönd "-*** *** STO cW8i<i' —bvetjandi oggpfandi loning..." E co 1< o > Fyrir fólk Gefðuþér ogþínum gleðilcg jól „Fátt myndi koma íslenskum bömum betur en að foreldrar þeirra lærðu árangursríkar aðferðir til að leysa ágreining, að- ferðir sem börnin hefðu sem veganesti út í lífið. Þær er að finna í þessari bók og nýtast vonandi sem flestum.” - Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, lands-samtaka foreldra. „...Bókin er mikilsvert framlag til jafnréttis og meiri skiln- ings milli karla og kvenna. Hún auðveldar okkur að virða til-finningalegar þarfir hvers annars og lifa í sátt og sam- lyndi. - Gefandi bók.“ -Birna Benediktsdóttir, Formaður starfsmannafélags Flugleiða. „John Gray bregður upp mjög athyglisverðri mynd af því hversu ólík kynin eru og hvað hægt er að gera lífið miklu ár- angursríkara með því að virða þá einföldu staðreynd að kon- ur þurfa skilning og karlar þurfa traust.“ -Hildur Petersen, framkvœmdastjóri Hans Petersen hf.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.